Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
9
UÚönd
Kaare Willoch, talsmaður hægri flokksins í utanríkismálum, segir að ekki
finnist rök í ritningunni fyrir afstöðu kirkjunnar. Nýafstaðið kirkjuþing lýsti
yfir andstöðu sinni gegn áætlunum um að flytja vigbúnaðarkapphlaupið út
i geiminn.
Á móti stjömustríðs
Deilur vegna afstöðu
norsku kirkjunnar
PáD Vflhjálmsson, DV, Osló:
Nýafstaðið kirkjuþing í Noregi tók
harða afstöðu gegn hvers kyns áætl-
unum um að flytja vígbúnaðarkapp-
hlaupið út í geiminn. Afstaða
kirkjuþingsins hefur komið á óvart og
valdið deilum.
Kaare Willoch, fyrrum forsætisráð-
herra og talsmaður hægri flokksins í
utanríkismálum, segir að með sam-
þykktinni sé norska kirkjan að blanda
sér í pólítísk deilumál og það eigi
kirkjan ekki að gera. Ennfremur segir
Willoch að ekki finnist rök í ritning-
unni fyrir afstöðu kirkjunnar í þessu
máli.
Biskupinn yfir Noregi, Aarflot, segir
kirkjuna stærstu friðarhreyfinguna og
henni beri skylda til að taka afstöðu
gegn vígbúnaðarkapphlaupinu. Bisk-
upinn segir einnig að kirkjan eigi ekki
að láta hræða sig frá því að taka af-
stöðu í málum sem talin eru til stjóm-
mála.
Hvalbátamir:
Forsíðufrétt
í Banda-
ríkjunum
Ólafur Anoison, DV, New York
Bandaríska stórblaðið New York
Times segir frá atvikinu í Reykjavík-
urhöfn með þriggja dálka frétt á
forsíðu. Þar er mynd frá höfninni
af Hval 6 og Hval 7 þar sem þeir
mara í hálfú kafi.
í fréttinni kemur fram að það hafi
verið Paul Watson, forsvarsmaður
Sea Shephard samtakanna, sem hafi
lýst yfir ábyrgð á verknaðinum á
hendur samtökunum. Það er sagt frá
því að Watson sé fyrrunr meðlimur
í Greenpeace-samtökunum en að
hann hafi klofið sig út úr þeim á
áttunda áratugnum vegna deilna um
aðferðir. Tekið er fram að þessi sam-
tök eigi engin samskipti.
Blaðið hefur eftir Watson að hann
óttist ekki að verða ákærður fyiir
þennan verknað og segir að ef ís-
lendingar vilji ákæra hann þá sé það
rajög gott því það hafi mikið auglýs-
ingagildi fyrir málstaðinn, eins og
hann segir.
íslenska ríkisstjómin brást mjög
harkalega við þessum atburði og
haft er eftir Halldóri Ásgrímssyni
að þetta muni þjappa Islendingum
betur saman og að Islendingar muni
ekki láta ofbeldisverknaði hafa áhrif
á sig.
í fréttinni er greint frá því að ís-
lendingar segist veiða hvali ein-
göngu í vísindaskyni og rakin eru
samskipti Bandaríkjanna og íslands
vegna hvalamáisins. Meðal annars
er sagt frá því að Bandaríkin hafi
verið að hugsa um að setja við-
skiptaþvinganir á íslendinga í
sumar. Jafnframt er sagt frá því að
samkomulag hafi náðst um veiðar á
120 hvöhun.
í lok fréttarinnar er tekið fram að
umhverfisverndarsamtök, þar á
meðal Greenpeace og Sea Shephard,
hafi sett fram kröfu um það að bund-
inn verði endi á hvalveiðar íslend-
inga. Sagt er að íslendingar séu
hættir að veiða hval á þessu ári
vegna þess að hann sé farinn af mið-
unum.
Á blaðsíðu 2 eru ummæli dagsins
og er þar haft eftir Paul Watson:
„Samtök okkm- hafa fullan rétt á að
sökkva hvalveiðiskipunum vegna
þess að íslendingar hafe brotið sam-
þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins.“
Önnur ummæli dagsins eru höfö
eftir Halldóri Ásgrímssyni sjávamt-
vegsráðherra: „Þetta mun þjappa
okkur íslendingum enn bctur saman.
Við munura ekki láta ofbeldisverkn-
aði hafa áhrif á okkur."
FÆST í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERSLUNUM
OG SÖLUTURNUM.
SNARLSEM
BRAGÐ ER AF
HR. POLLY
POLLY LÉTT-NASL INNIHELDUR MINNA EN 25% FITU
KARTÖFLUFLÖGUR ANNARA FRAMLEIÐANDA
INNIHALDA ALLT AÐ 50% MEIRI FITU.
HUGSAÐU UM HEILSUNA OG FÁÐU ÞÉR POLLY-NASL
ÞAÐ ER FATT SEM JAFNAST A VIÐ POLLY
HEILDSÖLUDREIFING
S. 84750 & 78501
K0MDUAM0R6UN