Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 29
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
29
DV
Að búa í holrúmi
Magnús Gesson.
LAUG AÐ BLÁUM STRAUMl.
Pumpan 1986, 60 bls.
Bók þessi skiptist í íjóra hluta.
Mér er ekki vel ljóst hvaða sjónar-
mið ræður skiptingunni, en hef fyrir
satt að ljóðin séu í tímaröð, og síð-
ustu ljóðin finnst mér vera best.
Framan af á ég stundum erfitt með
að skilja hvað skáldið er að fara,
enda þótt orðalag sé yfirleitt hvers-
dagsmál. í fyrsta ljóðinu virðist sá
sem talar lýsa dauða sínum eins og
Jesú i nútímanum, og segir að lok-
um:
- vertu ekki hræddur.
Svo koma ljóð, eins og á bls. 16-17,
sem ég fæ ekk botn í. Ekki virðast
mér þau heldur skapa hugblæ sem
samræmist bókinni að öðru leyti,
grófyrðin hér stinga einmitt í stúf
við hana. Síðara ljóðið gæti raunar
átt við poppsöngvara og vélrænt
gaul hans um ást er í andstöðu við
þær hljóðlátu, yfirþyrmandi tilfinn-
ingar sem ríkja í bókinni. En hvaða
hræ er þetta?
Hrygla
og
hjakka
í hræinu
tungl
inní vegg
góma hljóðtækið.
Gaula í hljóðnemann
grípur óminn
kverkataki
blásarinn hrekkur saman
andar í keng
þurrt að mestu veður hræið
inní skuggann
og gólar
i tækinu
andar vélmennið jafnt og þétt
glórulausum hnífstungum
vefarans.
Þetta minnir nokkuð á surrealískan
blæ fyrri bókar Magnúss: Samlyndi
baðvörðurinn, sem birtist 1983. En
þessi nýja bók er mestöll af öðru
tagi, og opnara. Hún virðist einkum
flalla um viðk'væma sambúð taland-
ans og konu. Hann hefst ekki að,
en situr og bíður þess að hún komi
til hans. Athafnaleysinu fylgja
Bókmenntir
Örn Ólafsson
draumórar, hann sendir henni hug-
skeyti í formi geisla úr heimi vis-
indaskáldsagna. Þetta er meitluð
upptalning, því það eitt er sagt, að
þangað sem menn sækja hlýju og
hvíld, þar er kalt, talandinn horfir
þangað sem fólk ætti að birtast, en
sér aðeins framan í sjálfan sig (bls.
24):
Reyni að telja mér trú um
að ég sakni þín ekki
og
sendi hraðboða
með leysigeislum
Leggst uppí kalt rúmið
sný höfðinu til dyra
eða horfi í spegilinn
horfa á mig.
Þessi hugblær helst að mestu út
bókina, sem er samstæður ljóðabálk-
ur. Öll virðist hún gerast á heimili
talandans, einkum að næturþeli,
hlustað eflir meiningarlitlum hljóð-
um úr umhverfinu, myndir þess eru
skarpar, en merkingarlausar, virðist
mér, einmitt það sýnir skerandi ein-
manaleik talandans, enda er fólkið
í kringum hann aðeins holrúm, eða
getur ekki skapað annað en holrúm
(bls. 40);
Regnið skellur á gangstéttinni og
fólki sem gengur út úr húsinu
bíður þess að fylla daginn holrúm-
um. Bílljós falla skáhallt með
snöggu leiftri á dimman glugga:
Blindaður velti ég höfðinu eftir
gráðuboganum.
Á heimili hans, sem er miðpunktur
bókarinnar, er ekkert sagt, samband
hans við konu er náið en orðlaust.
Hann lýsir þessari tilveru sinni, við-
kvæmni og einangrun, vel með því
að líkja sér við hljóðfæri, gert úr
slitnum streng - tákn særðra tilfinn-
inga - þar sem yfirgefið herbergi
er hljómbotninn (bls. 54):
Slít streng
strengi slitrin milli veggja
og hljóma í yfirgefnu herbergi.
Hér er einskonar rím, þar sem at-
kvæðin: streng-slit ganga á víxl í
fyrstu tveimur línum. Talandi þjáist
af angist sem er sýnd en ekki skýrð,
og verður þeim mun skýrari sem
konan er eðlilegri, talar í sírna, leitar
halds og trausts hjá honum, sefúr
vel meðan hann er andvaka, eða
ofúrseldur martröðum þar sem and-
Merming
Magnús Gesson.
stæðumar eru báðar á sama sviði;
kuldi/sviti (bls. 53):
Verð að vakna
gripinn hálstaki
í kaldri nóttinni
verð að vakna
berst um
og spymi frá mér
nýrri tækni, og sýnir þá væntanlega
varanleika þessarar tilfinningar sem
bókin útmálar:
I
Svefninn fer erindisleysu um
ljósaskiptin
harður hósti úr næstu íbúð
ómar um stund milli hæða
læsir sig fastan í fúna viði
og deyr inní húsið.
verð að vakna
strýk svitann af enninu
og kveiki ljósið.
Þessi angist manns sem er innilukt-
ur og einangraður í íbúðinni birtist
i ofskynjunum, þar sem lífsmark
náungans er persónugert eins og
skordýr, í tveimur síðustu ljóðum
bókarinnar. Það síðara er endur-
tekning hins fyrra með tilbrigðum
II
Svefninn fer erindisleysu um mið-
nættið
líkami í næstu íbúð
hljómar milli hæða
læsir sig fastan í jámbenta
steypu
og deyr inní húsið.
Hér em sem sjá má vönduð ljóð, og
hitt er enn meira um vert, að bókin
er öll samstillt.
í NutraSweet eru bragð og hitaeiningar eins og svart og hvítt.
Náttúruleg byggingarefni NutraSweet veita fullkomið sætubragð, en
hitaeiningarnar eru 99% færri en í sykri.
Öll sú umframorka, sem sykurinn gefur er ekki til staðar í
NutraSweet — Það er bara bragðið sem nýtur sín.
NutraSweet meltist náttúrulega, enda eru grunnefnin þau sömu og
í ávöxtum og grænmeti, svo dæmi séu tekin.
Ef þér er annt um línurnar, þá velur þú vörur með NutraSweet,
náttúrulega.
Þær vörur sem bera þetta merki, innihalda hið eina sanna NutraSweet