Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 40
40 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. Andlát Indriði Sigurðsson, Melabraut 16, Seltjarnamesi, lést í Landakotsspít- ala fimratudaginn 6. nóvember sl. Sigrún Þórðardóttir frá ísafirði, andaðist á Elliheimilinu Grund 24. október. Jarðarförin hefur farið fram. Jón Óttar Björgvinsson, Holta- gerði 48, Kópavogi, lést laugardag- inn 1. nóvember. Útförin hefur farið fram. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Ásbraut 14, Sandgerði, andaðist á heimili sínu að kvöldi 3. nóvember. Matthildur Matthíasdóttir, Kirkjuvegi 66, Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja fimmtudaginn 6. nóvember. Friðfinnur Kjærnested skipstjóri lést á Hrafnistu 7. nóvember. Freyja Jónsdóttir, Skúlaskeiði 14, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði föstudaginn 7. nóvemb- er. Minningarathöfn um Borghildi Magnússon, fyrrverandi yfirhjúkr- unarkonu, sem lést í Kaupmanna- höfn 26. október sl., fer fram í Fossvogskapellu þriðjudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Aðalfundir Samtök gegn astma ofnæmi fræðslufundi Samtaka gegn astma og ofnæmi í Hallveigarstöðum við Túngötu á mánudagskvöld, 10. nóvember, kl. 20.30 mun Magni S. Jónsson lungnasérfræðing- ur flytja erindi um astma og svara fyrir- spurnum fundargesta. Fræðslufundir Samtaka gegn astma og ofnæmi eru öllum opnir. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Spilað verður bingó. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Breiðholts heldur fund mánudaginn 10. nóvember í Breiðholtsskóla kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ásta Erlingsdóttir. Allar konur eru velkomnar. Spilakvöld Kvenfélag Kópavogs Spiluð verður félagsvist mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30 í félagsheimili Kópa- vogs. Allir eru velkomnir. Spilakvöld I Kársnessókn Spiluð verður félagsvist í safnaðarheimil- inu Borgum þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Fyrirlestrar Kvennadeild Barðst endingafélagsins heldur fund á Hallveigarstöðum þriðju- daginn 11. nóvember kl. 20.30. Auk venjulegra fundarstarfa verður kynning á síldarréttum sem Kristjana Guðjónsdóttir annast. d Hirsthmann Loftnet og ioftnetskerfi. Það besta er aldrei of gott. I loftnet eru heimsþekkt gæðavara Hirschmann loftnet, betri mynd, betri ending. Heildsaia, sala. Sendum í póstkröfu. Reynsla sannar gæðín. • Týsgötu 1 - símar 10450 og 20610. Fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldismála Þriðjudaginn 11. nóvember flytur Lýður Björnsson sagnfræðingur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- mála er nefnist Saga iðnmenntunar á íslandi fyrir 1900. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufás- veg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. afram. rifur Kaldsólun hf. Dugguvogi 2 Sfmi: 84111 Hringið og Pantið Tíma. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 128. og 133. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Byggðarholti 3C, Mosfellshreppi, talinni eign Brynjars Magnússonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Verslunarbanka íslands og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. nóv- ember 1986 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hamarsteigi 4, Mosfellshreppi, þingl. eign Ax- els Blomsterberg, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. nóvember 1986 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. _________________________Útvarp - Sjónvaip Reynir Hólm Jónsson verkstjóri Hlusta frekar orðið á útvarpsfréttirnar ég alltaf á og þá sérstaklega knatt- spymuna. Ég horfði einmitt á leik Rússanna og Stuttgart á Stöð 2 seinnipartinn í gær. Allt púðrið finnst mér farið úr íþróttafréttunum á útvarpinu eftir að Hemmi Gunn hætti þar, enda sækir maður frekar í hann á Bylgjunna. Dýralífsmyndir vantar alveg í sjónvarpið, en þeir þættir eru mjög góðir. Bestu út- varpsþættirnir em samtalsþættimir á rás 1 sem em seint á kvöldin, þar er verið að tala við Pétur og Pál en ekki einungis þetta sama fræga fólk sem er alltaf í fjölmiðlunum. Það er nóg að hafa annaðhvort afruglara eða myndbandstæki og þar sem ég á fyrir myndbandstæki þá hef ég ekki hugsað um að fá mér afmglara, ekki í augnablikinu. Ég hef minnkað mikið að horfa á sjónvarp eftir að fréttimar færðust fram um hálftíma vegna þess að mér finnst maður ekki geta slappað af fyrir framan sjónvarpið. .Núorðið hlusta ég meira á útvarpið og miklu frekar á fréttimar þar enda em þær það allra besta sem boðið er upp á í dag. Fréttimar á Stöð 2 em mjög lélegar að mínu mati, alltof ein- hæfar. Um helgina horfði ég á Bolann ffá Bronx (Racing Bull) og fannst hún jafngóð og í fyrra skiptið, en mikið saknar maður Fyrirmyndarfoður á laugardagskvöldum. Skemmtileg- ustu afþreyingarþættimir finnst mér vera Sjúkrahúsið í Svartaskógi, þeir em bæði vel leiknir svo og er um- hverfið mjög fallegt. íþróttir horfi Reynir Hólm Jónsson inglegu gjöf og þann hlýhug og skilning sem að baki býr. Hún sagði ljóst að pening- amir kæmu í góðar þarfir þvi eins og komið hefur fram skortir enn á að rekstur athvarfsins sé tryggður þrátt fyrir allan þann góða stuðning sem það hefur notið að undanförnu. Fyrr á þessu ári hafa tvö önnur verkalýðsfélög fært Kvennaat- hvarfinu 50 þúsund króna peningagjafir: Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík og Félag bókagerðarmanna. Samtök um kvennaathvarf þakkar Verkamannafélag- inu Dagsbrún, svo og öðram sem fært hafa Kvennaathvarfinu gjafir, fyrir góðan stuðning og hlýhug. Tilkyimingax Dragsúgur, ný Ijóðabók Út er komin ljóðabókin Dragsúgur eftir Braga Ólafsson. Útgefandi er fyrirtækið Smekkleysa sm. Bragi Ólafsson er kunnur tónlistarmaður frá því hann byrjaði sem bassaleikari í hljómsveitinni Purrkur Pilnikk en hann hefur síðan leikið með hljómsveitinni fkarus og nú síðast Sykur- molunum. í bókinni er að finna 23 súrreal- ísk ljóð og prósa. Gjöf til Kvennaathvarfsins Miðvikudaginn 1. október sl. afhenti Verkamannafélagið Dagsbrún Kvennaat- hvarfinu 200 þúsund króna peningagjöf. Hjálmfríður Þórðardóttir, starfsmaður Dagsbrúnar, afhenti gjöfina á skrifstofu Dagsbrúnar og beð athvarfið, en einkum þó börnin þar, vel að njóta. Sagði Hjálm- fríður að stjóm Dagsbrúnar vonaðist til að þetta framlag yrði öðrum verkalýðs- félögum hvatning til frekari stuðnings við Kvennaathvarfið. Vilfríður Þórðardóttir tók við peningunum fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf og þakkaði þessa höfð- Ferðahandbók Útsýnar 86-87 Fjölbreyttir ferðamöguleikar vetrar- ins. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur sent frá sér 16 síðna litprentaða áætlun um vetrarferðir. Kennir það margra grasa enda eykst fjölbreytnin í ferðavali stöðugt. Auk almenns yfir- lits yfir lægstu fargjöld frá íslandi er lýsing á stórborgarferðum, bæði til Evrópu og New York, og er ferða- tíminn sveigjanlegri en áður, bæði í helgar- og vikuferðum sem eru al- gengastar. Er London þar efst á blaði og völ um dvöl á um 20 hótelum á sérkjörum í mismunandi verðflokk- um. . Útsýn mun halda uppi ferðum til Costa del Sol í allan vetur fyrir langdvalarfarþega en auk þess verð- ur sérstök jólaferð 18. des. til 4. jan. Vetrardvöl á Costa del Sol er sér- staklega ódýr og veðurfar svipað og gott íslenskt sumar. Skíðaferðir eru í boði til Austurrík- is og sólarferðir bæði í suður, austur og vestur. Kanaríeyjaferðir á vet- urna hafa notið vinsælda, en nú bætast við nýir vetrarstaðir eins og blómaeyjan Madeira og Flórída, allt með beinu flugi héðan. Ferðir Útsýn- ar til St. Petersburg í Flórída voru fjölsóttar fyrir nokkrum árum og nú hafa þær tekið kipp að nýju með til- komu beina flugsins til Orlando frá næstu mánaðamótum. Einnig stend- ur til boða hin sívinsæla Austur- landaferð - heimsreisa Útsýnar til Thailands, Bali og Singapore sem hefst hinn 7. nóvember og er nú farin fjórða árið í röð. Ferð til Brasilíu er ráðgerð í febrúar á næsta ári en heimsreisa Útsýnar í ár hefst hinn 16. þ.m. og liggur leiðin um Las Veg- as, Los Angeles, Hawaii-eyjar og á bakaleið er stansað í San Francisco og New York. Er sú ferð löngu upp- seld og sjaldan hefur verið jafnmikið um farpantanir hjá Útsýn á þessum tíma árs og nú undanfarið. Hljómsveitin Stæiar tekur til starfa Nú hefur hljómsveitin Stælar (áður Met- al) tekið til starfa. Hljómsveitin sérhæfir sig í flutningi alhliða danstónlistar sem hæfir öllum aldurshópum. Eins og Stælar segja er góð hljómsveit lykillinn að vel heppnuðum dansleik. Umboðssímar: Birg- ir 46358, FÍH 20255, Jón 79891 (aðeins á kvöldin) og Helgi 46126 (aðeins á kvöldin). Nýtt hestatímarit Fyrsta tölublað Iceland Horse Internat- ional er komið út. Þetta blað er ætlað öllum eigendum og áhugamönnum um ís- lenska hestinn hvar í heiminum' sem er. Fyrsta blaðið er kynningareintak en blað- ið verður framvegis til sölu. öllum með- limum í Evrópusambandi eigenda íslenskra hesta verður sent blaðið til kynningar en þeir eru um níu þúsund. Iceland Horse Intemational verður gefið út fjórum sinnum á ári og kostar áskrift 15 dollara. Lögð verður áhersla á efni tengt íslenska hestinum og þá sérstaklega séreinkenni íslenska hestsins. Guðmundur Birkir Þorkelsson hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Horse Int- ernational en auk þess hafa verið ráðnir nokkrir sérfræðingar til skrifa fyrir blaðið og má þar nefna Árna M. Mathiesen, sem mun fjalla um dýralækningar, Hjalta Jón Sveinssón, sem mun fjalla um hesta- mennsku sem tómstundagaman, og Þorgeir Guðlaugsson sem mun fjalla um hestamennsku sem keppnisgrein. Sameinuðu þjóðunum fært Þingvallamálverk að gjöf Nýlega var sameinuðu þjóðunum fært að gjöf Þingvallamálverk eftir Jóhannes Kjarval í tilefni 40 ára afmælis aðildar íslands að samtökunum. Þorvaldur Guð- mundsson forstjóri gaf íslenska ríkinu málverkið í þessu skyni og jafnframt til að stuðla að alþjóðlegri kynningu á verk- um listamannsins en á sl. ári var sem kunnugt er liðin öld frá fæðingu hans. Myndin er frá afhendingu málverksins en við því tók Virendra Dayal, skrifstofu- stjóri aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ásamt honum sjást á myndinni Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Hörður Helgason, fastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.