Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 42
42
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Andrew
Bretaprins
var varla kominn í hnappheld-
una en fírinn komst á lista yfir
best klæddu karlmenn heims-
ins. Þar skipar hann tíunda
sætið sem ekki þykir sem verst
og er þetta allt saman þakkað
Fergie sem virðist hafa losað
aðeins um áhrifin frá íhaldssöm-
um hallarbúunum bresku. Hann
þykir með afbrigðum elegant en
þó eru einstaka nöldurskjóður
farnar að kvarta yfir hversu vel
kappinn fyllir út í fötin. Sagan
segir að tíu kiló hafi bæst við
að undanförnu og ennþá hefur
ekki neitt bent til þess að hor-
felli sé á næsta leiti.
Jacqueline
Bisset
segist hamingjusöm þegar hún
fær frið til þess að ákveða sjálf
hvað hún vill gera i lífinu - og
líka hvað hún vill borða og
drekka. Leikkonan segir velf-
lesta halda að gæfan liggi í
örygginu en svo sé nú einmitt
ekki - því ekkert er raunverulega
gulltryggt undir sólunni og því
geti bókstaflega allt horfið sem
dögg fyrir sólu. Hverfulleiki lífs-
baráttunnar kvelur Jacqueline
ekki tiltakanlega meðan hún
finnur til frelsis í einkalífinu.
er nú orðinn nvorki meira né
minna en heiðursdoktor við ekki
ómerkilegri háskóla en sjálfan
Sorbonne í Parísarborg. Svarti-
skóli er ekki vanur að gera
kvikmyndaaðalinn að heiðurs-
meðlimum og er þetta því
heilmikil viðurkenning fyrir snill-
inginn. Hann er löngu auðugur
orðinn af list sinni og þarf því
ekki að fara að dæmi Sæmund-
ar og reyna að ná selflutningum
til Frans heldur flækist um á
einkaþotu heimshornanna á
milli.
Stefán Valgeirsson og Haraldur M. Sigurðsson á leið inn í veitingahúsið
Bakkann.
I góðra vina hópi - Stefán og stuðningsmenn við matborðið í Bakkanum.
DV-blaðberar borðuðu
með Stefáni Valgeirs
Jón G. Hauksson, DV, Akuieyri:
Ræða Stefáns Valgeirssonar eft-
ir tapið gegn Guðmundi Bjamasyni
á Húsavík verður lengi í minnum
höfð. Eftir ræðuna yfirgaf hann
fundarstaðinn, Hótel Húsavik, einn.
Góðvinur hans, Haraldur M. Sig-
urðsson frá Akureyri, kom fljótlega
út til hans. Þeir tókust í hendur en
drifu sig síðan niður í veitingahúsið
Bakkann.
Svo skemmtilega vildi til að blað-
berar DV á Húsavík voru í hamborg-
araveislu í Bakkanum á sama tíma.
Þeir borðuðu því með Stefáni á þess-
um sögulega sunnudegi.
Glaðhlakkalegir blaðberar DV á Húsavík í hamborgaraveislunni. Valgeirsson og felagar sátu viö næsta borð.
DV-myndir JGH
í krapi og tuttugu vindstigum suður með sjó sat Jónatan að snæðingi og reyndi aö týna ekki fjöðrunum út í veður og vind. Aðalréttur var hrár karfi og
þess vandlega gætt að óboðnir matargestir væru ekkert að flækjast inn á yfirráðasvæðið - sem reyndar var vörubílspallur alsettur hinum ýmsu krás-
um. DV-mynd JGH