Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. Merming Viðburðaríkt melódrama Alice Walker PURPURAUTURINN Ólöf Eldjárn þýddi, Forlagið 1986,263 bls. Saga þessi gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna, að því er virðist á árunum 1910-40. Hún segir frá lífi nokkurra negra, og mest frá sjónar- hóli dökkrar konu, sem er aðalsögu- maður. Hlutar sögunnar eru þó sagðir af systur hennar, sem er trú- boði í Afríku. Það er merkilegt, að snið þessarar sögu er eins og tíðkaðist á 18. öld, í árdaga skáldsagnagerðar. Þar á ég við, að hún er bréfsaga, ennfremur er hræðilegur leyndardómur í fortíð söguhetjunnar og dramatískir at- burðir, morð, blóðskömm, bamsrán, nákominn ættingi reynist annar maður en hann þóttist vera. Fyrsti hlutinn er safn sendibréfa frá sögu- manni - til guðs, vegna þess að hún er einstæðingur sem á engan annan að. En svo eignast hún ástkonu, og sú finnur bréf til söguhetju frá systur hennar, en þau hafði eiginmaður hennar falið. Þau bréf þættast nú inn í hin, og smám saman magnast upp- reisn sögumanns og sjálfetæði, svo að hún fer að skrifa systur sinni í stað guðs. Líf kúgaðra Hér spinnst þá saman tvennskonar söguþráður, og sýnir tvennskonar tilveru negra. Annarsvegar eru hinir lægstu og verst settu í Bandaríkjun- um, hinsvegar er hefðbundið sam- félag í Afríku, séð með augum bandarísks negra, trúboða. Rauði þráðurinn í öllu saman er leit negra að éðli sjálfra sín, með því að rekja sögu þeirra og sýna þá í mismun- andi hlutverkum. Hér birtist upp- reisnarkona sem er brotin á bak aftur, en beygir sig aldrei, einnig er söngkona sem verður rík og fræg, svartur karlrembill sem fær uppbót fyrir að beygja sig fyrir hvítum með því að lemja konuna sína, og hún er í sögumiðju. Aldrei hefi ég vitað jafnfótumtroðna manneskju. Sífellt nauðgað af „föður“ sínum frá því hún er fjórtán ára, á íneð honum tvö börn sem hann selur frá henni, og hún sér ekki síðan, nema dótturina í svip, einu sinni. Það gerir söknuð- inn enn sárari en ella myndi. Alla ævi fær hún að heyra að hún sé ljót og vitlaus, hún má hlusta á föður sinn prútta henni inn á bammargan ekkil sem tekur hana bara af þvi að kýr fylgir með í kaupunum. Frá karl- mönnum fær hún ekkert annað en þrældóm, barsmíðar og nauðganir, og er ekki að undra að hún verði lesbísk. Það getur auðvitað staðið djúpum rótum, verið henni eðlis- lægt. En þar kemur þó einkum til samstöðuboðskapurinn, að hinar undirokuðu standi saman, og styrki hver aðra til uppreisnar. Hér birtist femínisminn, kvennabarátta. Það er ekki svo að samkynhneigð bætist ofan á það að vera kona og svört til að gera hana enn útskúfaðri en ella. Hún geldur þess ekki á neinn hátt að vera lesbía, enda veit enginn af því nema ástkona hennar, og síðast eiginmaður. Raunar er þetta ástar- samband leið hennar til sjálfsvirð- ingar og lífsfyllingar. En j afnframt er söguefnið undirok- un negra, og leit þeirra að ímynd sem þeir skapi sér sjálfir í stað skrípa- myndarinnar sem hvítu drottnar- amir hafa þrýst á þá. Því er Afríkuþátturinn nauðsynlegur. Við- brögð bandarískra negra við menn- ingarhefðum þar em blendin, kristniboðinn tekur því með miklu umburðarlyndi og raunar skilningi, að þorpsbúar tigni goðmögn um- hverfisins, sem þeir eiga líf sitt undir, svo sem þaklaufsguðinn. En hitt er verra, að umskera konur og rispa ör í andlit þeirra. Það síðar- talda sætta bandarísku negramir sig þó við, vegna þess að þeir sjá í því uppreisn gegn siðum hvítra. Baráttusaga? Þessi bók er vakningarrit, skrifað til að ljá negrum sjálfsvitund og stolt. Þetta er bók með hlutverk, stundum er slíkt kallað sósíafrealismi eða fé- lagslega virkar bókmenntir. Það væri ósanngjamt að bera hana sam- an við listaverk, eðlilegri saman- burður er við spennusögumar sem fylla skápa í anddyri Eymundsson. Óg það sem ég þekki þær bækur, þá stenst Purpuraliturinn þá sam- keppni með sóma. Þetta er viðburða- ríkt melódrama, sem dregur upp andstæðuríkar myndir af eymd og volæði, uppreisn og stolti. Þetta er þroskasaga sem fer vel. Það er ekki bara að söguhetjan komist til æ skýrari vitundar um sig og umhverfi sitt, fleiri þroskast. Til dæmis má nefha að eini hvítinginn sem hefúr einhveijar taugar til svertingja er sýnd í heldur neikvæðu ljósi, hún er eins og bam, spillt af dekri, þar sem er hefðbundið hlutverk hvít- ingja gagnvart negra. En þegar henni er svarað fullum hálsi, þá tek- ur hún því, og lagast, fer að hjúkra svörtu bami. Versti skúrkurinn er sá sem næst stendur söguhetjimni, eiginmaður hennar, sem er þó sjálfur fremur fátækur negri og undirokað- ur, traðkar á henni. En einnig honum fer fram, mjög mikið, hann verður skilningsríkur, opinn fyrir breyttri hlutverkaskipan, ástríkur og því elskaður. Þannig sýnir bókin uppreisn negra og kvenna, að sigr- ast á innrættum hömlum. Og bókin tekur þessa uppreisn kerfisbundið fyrir. Söguhetjan átti lengi engan að nema guð, en þegar hún öðlast sjálfstæði formælir hún guði: „Þessi Guð sem ég hef ver- ið að skrifa og biðja til er karlmaður. Og lætur eins og allir hinir karlamir sem ég þekki. Ómerkilegur, gleym- inn og smáskítlegur.“ En ástkona hennar er látin svara þessu: „Guð er innaní manni sjálfúm og innaní öllum öðr- um. Maður fæðist með Guði. En aðeins þeir sem leita þess innaní sér finna það. Og stundum birtist það bara, þó maður sé ekkert að leita eða viti ekki að hveiju maður er að leita. Erfiðleikar kalla það fram hjá flestum, held ég. Sorgin, maður. Að vera í al- gjöru rusli... Fólk heldur að Bókmenntir Öm Ólafsson Guð hugsi ekki um annað en að láta þóknast sér. En hvaða lifandis asni sem er getur séð það er alltaf að reyna þókn- ast okkur á móti.“ (bls. 178 og 181-2) Þetta er að mínum dómi megin- hugsun bókarinnar og tengir hana alla saman í eina heild; hver er sinnar gæfu smiður í þeim mæli sem hann leggur stund á kærleikann. Þannig er þetta fremur þroskasaga en baráttusaga, kristileg fremur en byltingarsinnuð, lausnin á vandan- um er hugarfarsbreyting aðalper- sónu og hennar nánustu, ekki umsköpun samfélágsins. Vandamál sögupersóna leysast, þau eru í lokin efnað fólk, tengt sínum nánustu i hamingju. Engir fátækir kúgaðir niggarar eru lengur í sjónmáli. Framsetning Það leiðir af ofansögðu, að höfund- ur hefúr styrka stjóm á sögupersón- um. Þær em leiddar fram til að sýna fram á málstað. Þær em staðlaðar týpur, en ummyndast þó í samræmi við boðskap sögunnar. Það liggur þá í hlutarins eðli, að þetta verða ekki lifandi persónur, eins og minnisstæðar verða úr heimsbók- menntunum, t.d. Salka Valka eða Julien Sorel. Þegar sögupersónur fá ekki að lifa sjálfstæðu lífi, þá vill saga verða heldur tómleg undir lok- in, þar sem hinsvegar Hstaverkin ólga í lesendum, langtímum saman eftir lestur. Og í rauninni held ég að slík verk hafi miklu sterkari áhrif á lesendur til samúðar, en hin, sem setja málstaðinn í öndvegi. Því lista- verk vekja samúð með innlifun, þar sem hér em hlutimir teknir fyrir kerfisbundið, málefnalega. Frá því em þó undantekningar. I viðtali í Helgarpóstinum benti þýðandinn, Ólöf Eldjám, á það að mikil ljóð- ræna væri í bókinni, og það er eiginlega það minnisstæðasta við hana, finnst mér, meitlaðar myndir af einstæðingsskap stúlkunnar sem talar fyrst í bókinni: „Góði Guð, Mamma mín er dáin. Deyr æpandi og bölvandi. Æpir á mig. Bölvar mér. Ég með stóran maga. Kemst varla úr spomnum. Þegar ég kem aft- ur frá brunninum er vatnið orðið volgt. Þegar matar- bakkinn er tilbúinn er maturinn orðinn kaldur. Þegar ég hef krakkana til- búna í skólann er kominn matartími. Hann segir ekki neitt. Situr við rúmið, heldur í höndina á henni, grætur. Segir Ekki fara, ekki fara frá mér.“ (bls. 8). Þetta sýni gefur vonandi líka nokkra hugmynd um stílifin. Ólöf rekur í fyrrgreindu viðtali, að henni hafi verið mikill vandi á höndum, að þýða bók á suðurríkjamállýsku negra yfir á mál sem á ekkert sam- svarandi til. Til að miðla þessum sérstæða stíl sleppir hún þá gjaman fomöfiium og smáorðum svo sem nafnháttarmerki og forsetningum, en útkoman er eins og sést hér að ofan, sérkennilegur stíll, en eðlileg íslenskra. I dæminu hér að ofan kemur kannski ekki nógu skýrt fram að þetta em ásakanir móðurinnar, sem stúlkan hefur yfir, en það fer ekki á milli mála í enska textanum. En það sem ég bar þýðingu saman við frumtexta, dáðist ég að ná- kvæmni þýðanda og hugkvæmni, sem nær til stíls og orðalags. Sjáum hér dæmi, þar sem sögumaður hefúr borið kennsl á dóttur sína, sem var tekin frá henni tveggja mánaða með föt merkt: Olivia. Stjúpmóðirin segir að hún heiti Pauline, og síðan: „En ég kalla hana Oliviu. Af hveiju Oliviu ef hún heitir það ekki? spyr ég. Nú sjáðu hana bara, segir hún soldið einsog púki í henni. Snýr sér við að horfa á bamið. Finnst þér hún ekki ólífúleg Olivia? Guðsbænum sjáðu í henni augun. Einsog gömul ólífa. Þess vegna er hún Olivia ólífa. Hriktir í henni. Svona, Olivia, segir hún og stiýkur yfir hárið á baminu. Jæja, þama kemur séra -, segir hún. Sé vagn og stóran mikinn svartklæddan mann með svipu. Við þökk- um þér innilega fyrir gest- risnina. Lítur á hestana að slá flugur af rassinum, fer aftur að hlæja. í/esírisnina, segir hún.“ (bls. 21.) Þegar ekki er hægt að þýða fyndni enskunnar beint, hefur þýðandinn búið til eitthvað samsvarandi. Göm- ul Livia verður ólifa. „But/Calls her Olivia. Why you call her Olivia if it ain’t her name? I ast. Well, just look at her, she say sort of impish, tuming to look at the child, don’t she look like a Olivia to you? Look at her eyes, for god’s sake. Somebody ole would have eyes like that. So I call her ole Livia. She chuckle. Naw. Olivia, she say, patting the child hair. Well, here come the Reverend Mr.-, she say. I see a wagon and a gre- at big man in black holdin a whip. We sure do thank you for your hospitality. She laugh again, look at the hor- ses flicking flies off the rump. TTorsepitality, she say.“ Þess má að lokum geta vegna þeirra mörgu sem sáu kvikmyndina, sem gerð var eftir þessari sögu, að auðvitað er sagan miklu betri. HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS DREGIÐ f DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.