Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 16
16 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. Spumingin Hver er uppáhaldsmat- urinn þinn? Guðrún Ásgeirsdóttir nemi: Nauta- steik með öllu tilheyrandi og það væri nú ekki verra að fá öl með. Krístín Grétarsdóttir nemi: Mér finnst nautasteik langbest og ég fæ hana nokkuð oft. Kristján Sævarsson nemi: Grillaður kjúklingur skarar fram úr öðru, bæði bragðgóður og ódýr. Sturla Sigurðsson nemi: Kalkúnn er það besta sem ég fæ eins lengi og ég fæ eitthvað að drekka með honum. Ég fæ hann þó örsjaldan, nánast eingönu á stórhátíð eins og jólunum. Oddgeir Oddgeirsson: Hamborgari og franskar er æðislega gott og það langbesta sem ég fæ. Það er líka ekkert dýrt, alla vega ekki ef maður fær sér þetta bara annan hvem dag. Sigurður Hannesson: Ég á mér nú engan sérstakan uppáhaldsmat en ætli mér þyki hangikjöt ekki einna skást en ég fæ það bara á hátíðis- dögum. Lesendur Messa í Dómkirkjunni Sr. Þórir Stephensen skrifar: í DV á þriðjudaginn, hinn 4. nóv- ember, var lesendabréf, þar sem að mér er sneitt og minni gjörð í við- kvæmri fyrirbænarguðsþjónustu í Dómkirkjunni vegna leiðtogafund- arins hér þann 12. október síðastlið- inn. Þar er að því fundið að ég hafi ekki beðið fyrir Gorbatsjov, aðeins fyrir Reagan. Bréfið, sem er ritað af Þorgeiri Kr. Magnússyni, ber þess glöggan vott hve fólk tekur oft illa eftir og rangfærir hlutina. Auðvelt hefði Þorgeiri verið að hringja til mín út af þessu til þess að vera ör- uggur að fara með rétt mál. Það gerði hann því miður ekki. Fyrirbæn mín fyrir þjóðaleiðtog- unum var að sjálfeögðu ekki tengd prédikuninni, eins og Þorgeir segir þó, heldur var hún flutt frá altari sem hluti af hinni almennu kirkjubæn. Það vill svo til að ég geymdi þessa bæn og bið blaðið að birta hana. Séu orð mín ekki tekin trúanleg, vænti ég að hægt verði fyrir Þorgeir að fá að heyra hjá Ríkisútvarpinu segul- bandsupptöku af þessu. En sá hluti bænarinnar, sem fund- inum var helgaður, hljóðaði svo: „Vér biðjum hér sérstaklega fyrir þeim Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan og ráðgjöfum þeirra og sam- starfsmönnum á leiðtogafundinum hér í Reykjavík, að þú gefir þeim anda bróðurkærleika og friðar. Vér biðjum að viðræður þeirra megi leiða til góðá fyrir mannkyn allt, að af- vopnun megi brátt hefjast, að friðar- líkur megi fara vaxandi og allir menn megi skynja að þeir eru þín böm og eiga þess vegna sama rétt til lífsins og gæða þess. Já, gef, fað- ir, frið á jörðu, að vér megum öll, sem vaxin erum, koma þannig fram að bömin geti fundið öryggi í lífinu og horft vonglöðum augum fram á leið.“ Mikill misskiiningur hjá Þorgeiri og rangfærsla. Þjófnaður við barnaheimilin Áhyggjufull móðir skrifar: Ég vil bara vara mæður við þjóf- um er þær em að fara á bama- heimilin með bömin sín. Það vill nefnilega svo til að þegar mæðum- ar koma akandi og hlaupa með bömin inn á bamaheimilið em flestar svo grandalausar fyrir þessu að þær skilja bílana eftir opna, kannski með veskinu sínu í bílnum og ýmsum fleiri verðmæt- um. Þær hugsa líka eflaust með sér: „Hvað er þetta, ég þarf ekkert að læsa bílnum, ég verð aðeins örstutta stund“. En einmitt á þess- ari örstuttu stundu getur nefnilega margt gerst og hefur gerst. Þótt undarlegt megi virðast þá hefur þjófriaður verið stundaður einmitt við þessi skilyrði og hefur margm- maðurinn farið illa út úr því, ve- skið horfið, kannski með öllu tilheyrandi í, svo sem kreditkort- inu, peningum og jafiivel banka- bók. Ég veit ekki hvort það er tíska, og þá sérstaklega fyrir utan 'bamaheimilin í Breiðholtinu, að stunda þjófnað við þessar aðstæð- ur, þótt harla furðulegt megi teljast. Því vil ég beina því til fólks, sem er að fara með bömin sín á bama- heimili og þá sérstaklega til þeirra sem fara á bamaheimili í Breið- holtinu, ef það kemur á bíl: „Læsið þá bílnum ef þið viljið sleppa vel!“ Gleymum ekki öldmðum Elín skrifar: Vil ég byrja á því að þakka fyrir skrif Ellerts Schram í pistli hans um heimsókn á elliheimili er birtist í DV laugardaginn 15. október. Finnst mér þessi grein styðja þá staðreynd að við gleymum allt of oft öldmðum og eigum að sinna þeim meira einmitt þegar fólk þarfnast manns mest. Það má ekki henda að gleyma þeim sem reyndust okkur vel og sem við áttum allt undir hér áður fyrr. Það hefur því miður hent mig oftar en einu sinni í amstri dagsins en greinin hans Ellerts vakti mig svo sannarlega til umhugsunar og fékk ég hálfgerða sektarkennd vegna þess að hafa ekki sinnt gamla fólkinu meira. Við vitum öll að aldraðir em félags- verur rétt eins og við og hafa því gaman af öllum mannlegum samskipt- um. Mér finnst mjög leiðinlegt að vita af öldmðum á elliheimilum sem ég tel að minnsta kosti sumar of lokaðar stofhanir. Það hlýtur þó að vera misjafrit eftir elliheimilum hvað lagt er mikið upp úr því að gera dvölina þar sem ánægjulegasta. Legg ég til að elliheimilin verði opin lengur svo það verði meira um að vera þar og gesta- gangur hæfilega mikill. Eg efast ekki um að aldraðir hefðu mjög gaman af því. Einmanaleiki hlýtur að vera eitt það versta sem hendir mann á lífsleiðinni því maðurinn hefur mjög gott af sam- skiptum og félagsskap öllum. Og vil ég nú hvetja alla til að vera góða við gamla fólkið, reyna að skilja þarfir þess og gera því til hæfis. Við eigum þessu fólki margt að þakka og gleym- um heldur ekki að það verður ef til vill einhvem tíma eins ástatt um okk- ur og þá er of seint að iðrast. Við verðum jú flest gömul er fram líða stundir. þeim til hæfis.“ Einn afruglari fyrir alla íbúa sama stigagangs. Afruglari og Stöð 2 Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Svo er mál með vexti að ég bý í blokk og í stigagánginum mínum hefur kom- ið til tals að kaupa afruglara sameigin- lega fyrir stigaganginn til að geta horft á Stöð 2. Síðan ætti kostnaðurinn við þetta að deilast jafnt niður á alla íbúa stigagangsins. Málið er bara það að okkur hjónunum þykir alveg nóg að hafa ríkissjónvarpið og kærum okkur því ekki um Stöð 2. Þar af leiðandi er ansi hart ef við þurfum einnig að taka þátt í kostnaðinum við Stöð 2 fyrst við höfum engan áhuga á að horfa á hana. Mig langar því til að vita hver rétt- arstaða okkar er í þessu máli; I fyrsta lagi: Hver er réttur okkar gagnvart hinum er búa í sama stigagangi ef þeir vilja fá Stöð 2? Þurfum við virki- lega að greiða þann kostnað sem þessu er samfara þó að við viljum ekki nota það sem við borgum fyrir? Er ekki hægt að aftengja Stöð 2 í okkar íbúð?. Jón Gunnarsson svarar fyrir Stöð 2: Þetta er alveg á hreinu frá hendi Stöðvar 2, það er bara einn afruglari fyrir stigaganginn og allir þurfa að taka þátt í kostnaðinum. Síðan veltur þetta á samstöðu í tilteknum stiga- gangi hver niðurstaðan verður. Aðalreglan er að ef íbúar tiltekins stigagangs kaupa einn afruglara verða allir að vera með. Við sérstakar að- stæður gerum við þó undantekningu frá þessari aðalreglu og þá sérstaklega ef um stærri kerfi er að ræða og ef viðkomandi er til dæmis ekki fluttur inn í íbúðina, býr langdvölum erlendis eða er lítið heima, til dæmis sjómenn, og gefst þar af leiðandi ekki tími til að horfa á sjónvarp yfirleitt. Þá er ekki mögulegt að aftengja eitt sjón- varpstæki því allir geta séð Stöð 2 ef kerfið er komið á. Þetta veltur þvi allt á samkomulagi í viðkomandi stigagangi hvort af- ruglari verður keyptur með það fyrir augum að allir taki jafhan þátt í kostn- aðinum. Fáviska í vaxtamálum Lúðvik Eggertsson skrifar: Bolli Héðinsson, sem til skamms tíma hefir kallað sig viðskiptafræðing, geysist nú fram í fjölmiðlum sem hag- fræðingur og framsóknarmaður. í þætti um daginnn og veginn síðastlið- inn mánudag, sem að mestu var lit- laust mas, opinberar hann favisku sína um vaxtamál. Hann kvað vexti hér- lendis vera lægri en í núgrannalönd- unum. Vextir á Norðurlöndunum og Bretlandi hafa lengstum verið á bilinu 9-11%. Vextir af viðskiptavíxlum hér eru um 35% og veitt hafa verið afurð- alán á þessu ári gegn 70% vöxtum. Þá segir Bolli að hækka þurfi vexti á íslandi til að auka spamað. Færustu menn á sviði hagvísinda hafa sýnt fram á að ekkert sannanlegt samband er milli vaxta og spamaðar. Hins veg- ar er slíkt samband milli tekna og spamaðar. Jafnframt mælir Bolli að ekki megi hrófla við lánskjaravísitölu, sem er þess eðlis að skuld hækkar við hverja afborgun á henni. Hún hefur þegar sett mörg heimili á kaldan klaka og brátt munu íbúðir í einkaeign safri- ast á fárra hendur. Lánskjaravísitala er skemmtilegt dæmi um reiknilist andskotans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.