Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 6
6
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
Fréttir
Stýrishúsin á Hvai 6 og 7.
Peningamarkaður
VEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsb. óbundnar 8-9 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8,8-10 Ab.Lb. Vb
6 mán. uppsögn 9.5-13.5 Vb
12mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab
Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab
Ávísanareikningar 3-7 Ab
Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-1.5 Sp
6 mán. uppsögn 2,5-3,5 Lb
Innlán með s'érkjörum 8-16
Innlán gengístryggð
Bandaríkjadalur 5-7 Ab
Sterlingspund 8.75-10.5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab
Oanskarkrónur 7,5-9 Ib
Utlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 15.25 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge Allir
Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15.25 Allir
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 árum 4 Allir
Til lengri tíma 5 Allir
Utlán til framleiðslu
ísl. krónur 15
SDR 7.75
Bandaríkjadalir 7.5
Sterlingspund 12.75
Vestur-þýsk mörk 6.25
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖ LU R
Lánskjaravisitala 1509 stig
Byggingavísitala 281 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 111 kr.
Eimskip 216 kr.
Flugleiðir 152 kr.
Hampiðjan 131 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
Starfsmenn Hvals hf. og frá Köfunar-
stöðinni fylgdust spenntir með lýsing-
um kafarans i gegnum kallkerfi á því
sem fyrir augu hans bar i Hval 7. Það
þyngdist brúnin á mönnum þegar
hann lýsti aðkomunni að botnlokan-
um. En þá sagði hann „Hann liggur
bara hér til hliðar."
Hvalur 6 og 7 sukku í Reykjavíkurhöfn:
Skemmdarverk
sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
„Botnlokinn var losaður frá og það
getur ekki gerst öðruvísi en af manna-
völdum. Þetta kom í ljós þegar kafar-
inn fór niður í Hval 7 í gærmorgun.
Þeir sem þetta gerðu hafa þurft að
hafa verkfæri með sér til að geta losað
ræmar og það er ljóst að þetta hefur
verið vel undirbúið," sagði Kristján
Loftsson, forstjóri Hvals hf., í samtali
við DV í gær.
Hafði borist einhver hótun um
skemmdarverk á skipum Hvals hf.?
„Nei, ég hafði enga hótun fengið og
engar vísbendingar um hver eða hverj-
ir gætu staðið á bak við þetta.
Mennimir hafa læðst um borð og ver-
ið búnir að úthugsa þennan verknað,"
sagði Kristján. Síðar á sunnudag kom
síðan í ljós að forsvarsmaður samtak-
anna Sea Shepherd, Paul Watson, lýsti
ábyrgðinni á hendur samtakanna.
En hvað heldurðu að þetta sé mikið
tjón?
„Það er ómögulegt að segja, skipun-
um hefúr verið haldið vel við og fylgst
reglulega með þeim. Þau em bæði
tryggð hjá erlendu tryggingafélagi og
það verður bara að koma í ljós hversu
mikið tjónið er. Við reynum að ná
þeim úpp nú í vikunni og þá skýrist
þetta mál,“ sagði Kristján.
Eins og kom fram hjá Kristjáni fór
kafari niður í skipin í gær og vom þá
fremri bakborðsdymar á Hval 7 opnar
og fann hann síðan að botnlokinn var
opinn. Lokinn er festur með 14 róm
og þarf ekki annað en að losa þær og
þá fer sjórinn að streyma inn. Til þess
að komast að botnlokanum þarf að
fara inn í vélarrúmið. Gatið, sem fer
að flæða inn um, er um 12 tommur
að þvermáli þannig að það líður ekki
mjög langur tími þar til mikill sjór er
kominn í vélarrúmið.
í ljós kom þegar kafari fór niður í
Hval 6 að sami verknaður hafði verið
unninn þar, en ræmar losaðar minna
en í Hval 7 þanriig að það leið lengri
timi þar til sjórinn fór að streyma inn.
Hvalur 6, 7 og 8 lágu öll við Ægis-
garð og er Hvalur 6 næst bryggjunni,
síðan kemur Hvalur 7 og loks var
Hvalur 8 fjærst bryggjunni, en hann
var fluttur til um hálfníuleytið í gær-
morgun. Þá var hann farinn að halla
töluvert.
Það var um fimmleytið á sunnudags-
morgun sem vaktmaðurinn, sem
vaktaði skipin þrjú, varð var við að
eitthvað væri athugavert í Hval 7, en
vaktmaðurinn var staðsettur í Hval
8. Aðspurður sagði Kristján að það
væri ekkert athugavert við það þó
vaktmaðurinn hefði verið í skipinu
sem var fjærst bryggjunni. Skipin tvö,
Hvalur 6 og 7, hefðu verið vandlega
læst og vaktmaðurinn færi í reglulegar
eftirlitsferðir. „Ef einhveijir ætla um
borð í skip að næturlagi þá komast
þeir þangað sem þeir ætla sér hvar svo
sem vaktmaðurinn er staðsettur,“
sagði Kristján.
Slökkviliðið í Reykjavík var kallað
að skipunum klukkan 5.50 í gærmorg-
un og var gerð tilraun til að dæla upp
úr Hval 7, en dælumar höfðu ekki við
og var erfiðleikum bundið að koma
kraftmestu dælunum út í skipið þar
sem Hvalur 6 var næst bryggjunni.
Þegar ljóst varð að ekki var mögulegt
að bjarga Hval 7 var reynt að dæla
upp úr Hval 6 en það hafðist heldur
ekki við þar. Skipin tvö vom fest sam-
an með keðju en þannig er venjulega
gengið frá skipunum fyrir veturinn.
Hvalur 8 var hins vegar festur við
Hval 7 með taug sem hægt var að slaka
á og komast þannig hjá því að það
mundi dragast niður með Hval 7.
í gær átti að ganga frá olíutönkum
skipanna þannig að ekki væri hætta
á að svartolían færi að leka úr þeim.
En í skipunum hvom um sig em milli
150 og 160 tonn af svartolíu þó svo að
skipin liggi við bryggju, það mun vera
gert til að þau séu stöðugri. -S.J
Annar kafaranna tveggja frá Köfunarstöðinni á leið niður I Hval 7.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt
kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skulda-
bréf til uppgjörs vanskilalána er 2%
bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbanki nn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast i DV á fimmtu-
dögum.
Eins og sjá má eru það aðeins stýrishúsin og efsti hluti skipanna tveggja, Hvals 6 og 7, sem standa upp úr. Mikili fjöldi fóiks kom niður á Ægisgarð í gær til að
skoða verksummerki og seinni partinn í gær lokaöi lögreglan svæðinu DV-mvnHír kaf