Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. VERKAFÓLK Okkur á Álafossi vantar duglegt starfsfólk, kon- ur og karla til ýmissa starfa. Bónuskerfi. Starfs- mannaferðir. Upplýsingar í síma 666300 strax. 0G HERRAR ATH. Höfum breytt opnunartíma okkar i vetur. Mánudaga - miðvikudaga frá kl. 9-5 fimmtudaga frá kl. 9-8 föstudaga frá kl. 9-7 laugardaga frá kl. 10-2. Tímapantanir í síma 21732. Qíarsún REYNIMEL 34 SÍMI 21732 minnir á að umsóknarfrestur um ársdvöl í Banda- ríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku eða Svíþjóð rennur út 15. nóvember. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ASSE, Brautarholti 4, 2.h., sími 621455. Opið alla virka daga frá kl. 13.00 til 17.00. The New Movie OQLBY STEPEQ [' Besta spennumynd allra tíma byrjar bráðlega. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG 1. Staða forstöðumanns við dagheimilið Hamraborg v/Grænuhlíð. Staðan veitist frá næstu áramótum. 2. Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa við nýtt dagvistarheimili, Nóaborg v/Stangarholt. Þarverða starfræktar tvær dagheimilisdeildir og ein leikskóla- deild. Þeir sem hafa áhuga á að vera með frá upphafi og byggja upp starfsemi á nýju heimili tali við Soffíu Zophoníasdóttur forstöðumann í síma 686351 eða Þórunni Einarsdóttur umsjónar- fóstru í síma 27277. 3. Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa strax eða eftir samkomulagi á eftirtalin heimili: Brákaborg v/Brákasund, Foldaborg í Grafarvogi, Grandaborg, Boðagranda 9, Leikfell, Æsufelli 4, Seljaborg v/Tungusel, Suðurborg v/Suðurhóla, Völvuborg, Völvufelli 7, Ösp, Asparfelli 10, Rofaborg v/Skólabæ, Múlaborg v/Ármúla 8a. 4. Aðstoðarmann í eldhúsið í Hálsakoti, Hálsaseli 29, hlutastarf. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu Dagvistar í símum 27277 og 22360 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum er þar fást. „Þannig eru þingmenn af eldri gerðinni farnir að krefjast þess að auk sætanna sinna, sem númeringin segir til um, fái þeir sinn ákveðna ráðherrastól! án þess að hafa vissu um þaö hvort þeim standi ráðherraembætti til boða yfirleitt." Ótti við aldahvörf Ekki er allt sem sýnist, síst í stjóm- málum sem kannski er heldur engin ástæða til. Þau em samtengd slíkum leikfléttum að þeir sem ekki fylgjast gjörla með daglegum fréttum lands- mála í fjölmiðlum verða fljótlega utanveltu þegar stjómmál, svo mikil þjóðþrifamál sem þau em, ber á góma. Sér em nú hver þjóðþrifin! segir þó margur maðurinn og vísar þá gjaman til áðumefhdra leikflétta sem flokkaðar em sem undirmál eða svik og fals. Það er þó sönnu nær að margir þeir sem veljast til stjómmálastarfa em svo gjörsneyddir umhyggjusemi fyrir því þjóðhagslega mikilvægi sem stjómmálin em að starf þeirra er fyrr en varir fallið í farveg eins kon- ar lausamennsku sem er stunduð í takt við tíðarfarið í landinu, stopult og skrykkjótt. Hefstyrk-vil sitja Það er að vonum að landsmenn staldri við, einmitt nú, í miðjum dar- raðardansi framboðsfársins. Próf- kjör eða ekki prófkjör skipta litlu máli í sjálfú sér. Þau em þó mun heilbrigðari í nið- urröðun á framboðslista ef um þau gilda þau rök að einfaldur meiri- hluti atkvæða ráði en ekki hið tvöfalda siðgæði sem felst í því að festa frambjóðendur sem niðursetn- inga í ákveðið sæti með númeraröð. Því fer líkt og við bifreiðaútboðin alþekktu að sá sem gerir flest til- boðin í eigulegasta bílinn, hann fær hann að lokum, ekki þeir sem fara eftir reglunni: einn maður - eitt til- boð. Við slíkar aðstæður, að ákveðið er að gera frambjóðendur að niður- setningum með sætaúthlutun er ekki nema von að þeir renni á lyktina og láti uppi óskir um „sitt“ sæti - sem oftar en ekki er efsta sætið. Það er enda komin upp sú staða í framboðsmálum, ekki bara hjá ein- um stjómmálaflokki, heldur flestum, að þingmenn, núverandi og fyrrver- andi, hrópa hver í kapp við annan: „Hef styrk, vil sitja“. Þannig eru þingmenn af eldri gerðinni famir að krefjast þess að auk sætanna sinna, sem númeringin segir til um, fái þeir sinn ákveðna ráðherrastól! án þess að hafa vissu um það hvort þeim standi ráðherra- embætti til boða yfirleitt. Einstaka þingmaður er svo utan- KjaLarinn Geir R. Andersen veltu og úr takt við tímann að hann krefst fyrsta sætisins fýrirfram og sýnir með því fáheyrða frekju gagn- vart meðfirambjóðendum sínum og niðurlægir þá um leið. Ráðherraskrekkur Það má með sanni segja að ekki sé sopið kálið þótt í ausuna sé kom- ið. Þannig er t.d. farið með niður- stöður prófkjöra að ekki segja þau til um það hverjir endanlega verða valdir sem ráðherrar. I þessu efni eru flestir, ef ekki all- ir, íslensku stjómmálaflokkamir á sama báti. Þegar er farið að gæta ótta hjá hinum eldri stjómmála- mönnum sem hingað til hafa talið gefið að halda gildi sínu sem ráð- herraefni þegar til stjómarmyndun- ar kemur, að því tilskildu að þeirra flokkur eigi aðild að ríkisstjóm. Það má telja fullvíst að nú sé kom- ið að einskonar aldahvörfum fyrir marga þá stjómmálamenn sem áður þóttu fiillboðlegir til að fylla ráð- herrastóla. Það má ennfremur fullyrða að þótt í þeim prófkjörum og forvölum, sem annaðhvort em yfirstaðin eða rétt ólokið, hafi farið fram einhver grisj- un eða umplöntun, sé prófkjörs- barátta hreinn bamaleikur miðað við þá rimmu og ryskingar sem kunna að eiga sér stað þegar kemur að vali á ráðherrum. Það er því mikið í húfi fyrir ís- lenska stjómmálaflokka að halda rétt á málum í væntanlegri kosn- ingabaráttu til að geta sýnt sem mesta fylgisaukningu. Það getur riðið baggamuninn um það hvaða flokkur verður til kallað- ur til fyrstu stjórnarmyndunartil- raunar. Og sá flokkur mun varla gefast upp í þeim tilraunum fyrr en í fúlla hnefana. Það segir sig sjálft að tveggja flokka ríkisstjóm á meiri möguleika á að útdeila ráðherrastólum en þriggja flokka stjóm. „Einn flokkur til ábyrgðar" væri svo sem hentug lausn og landsmönnum þóknanleg, svo slælega sem samsteypustjómir hafa sinnt þjóðarhag og málamiðl- anir ráðið ferðinni. En ætli það yrði ekki þungur biti í hálsi þess flokks sem vaknaði upp við það að hann væri kominn með meirihluta á Alþingi íslendinga, svo ólíklegt sem það virðist? Það mun því enn verða óska- draumur hinna íslensku stjómmála- flokka að fá ekki meira fylgi en svo að það nægi til að geta haft forystu um stjómarmyndun í tveggja flokka ríkisstjóm, en ekki þriggja og alls ekki eins flokks meirihluta. Það er óhætt að vanmeta ekki þann skrekk sem setur að þeim stjómmálamönnunum sem þykjast eiga tilkall til ráðherraembættis því sá skrekkur ér þess eðlis að geta leitt til jxilitískra ótíðinda. I Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki em miklar væringar og væntingar í senn, einmitt vegna hugsanlegrar niðurröðunar í ráð- herraembætti. í Framsóknarflokknum ber ekki eins á þessum skrekk enn, vegna þess að þar em ekki eins margir til kallaðir og því fáir sem reikna með að verða útvaldir. En í Sjálfstæðisflokknum em hvorki færri né fleiri en tólf kallað- ir, en í mesta lagi fimm til sex útvaldir - í tveggja flokka stjóm, vel að merkja. í þeim flokki er mikið mannval og verður þar vandinn mestur að úrskurða um ráðherra- efni, einkom þar sem það liggur nokkuð ljóst fyrir að aðeins tveir núverandi ráðherrar þess flokks munu halda ráðherraembætti - hinir verða allir nýir. Kvennalistinn er enn óskrifað blað hvað stjómaraðild varðar og er eini flokkurinn þar sem ekki hefur gripið um sig ótti við aldahvörf. Geir R. Andersen „Það má telja fullvíst að nú sé komið að einhvers konar aldahvörfum fyrir marga þá stjómmálamenn sem áður þóttu full- boðlegir til að fylla ráðherrastóla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.