Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 38
38
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
Rakarastofan Klapparstíg
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Sími12725
íímapantanir
13010
Opið á laugardögum. j
jM®*' EVORA ''S
rakstursaðferðin hef
ur reyrist mér
—^frábærlecia^
notað
'a i 2 ár.
EVORA
EVORA
EVORA
EVORA
Kynnist
Útsölustadir:
Brá, Laugavegi 74
Greifynjan, Laugavegi 82
Iðunnarapótek, Laugavegi 40
Regnhlífabúöin, Laugavegi 11
Lólý, JL-húsinu
Árbæjarapótek, Hraynbæ
Hárgreiöslust Hrafnhildar, Rofabæ 39
Hafnarfjöröur
Sandra, Reykjavíkurvegi 50
Mosfellssveit Mosfellsapótek
- vestur-þýsk gæðavara.
- 6 ára reynsla á íslandi.
- snyrtivörurnar eru
unnar úr náttúruefnum.
- fyrir alla, á öllum aldri,
sömuleiðis fyrir börn.
EVORA krem- og litalínunni.
Akranes: Lindin
Borgarnes: Monsy
Blönduós: Apótekió
Sauöárkrókur: Skagfiröingabúó
Akureyri: Heilsuhornið Skipagötu.
Húsavík: Snót, Stóragaröi 7
Neskaupstaóur: Nesapótek
Höfn: Hafnarapótek
Vestmannaeyjar: Ninja
Hveragerói: ölfusapótek
Þorlákshöfn: ölfusapótek
Keflavík: Dana.
Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9.
Póstsendum. Sími 91-621530.
Heildsölubirgðir:
Hallgrímur Jónsson,
sími 24311.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Esjugrund 25, Kjalameshreppi, þingl. eign Kjalar-
neshrepps, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. nóvember 1986 kl.
17.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 154., 157. og 159. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Breiðvangi 75, Hafnarfirði, þingl. eign Sævars Gunnarssonar, fer
fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. og Veðdeildar Landsbanka Islands á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. nóvember 1986 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 163. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tölu-
blaði þess 1986 á eigninni Hæðarbyggð 12, efri hæð, Garðakaupstað, þingl.
eign Óskars Sigurbjörnssonar og Sveindísar M. Sveinbjörnsdóttur, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garöakaupstað og Ólafs Gústafssonar hrl. á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. nóvember 1986 kl. 14.15.
________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 163. tölublaði Lörbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tölu-
blaði þess 1986 á eigninni Bollagörðum 33, Seltjarnarnesi, þingl. eign
Hrafnhildar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Is-
lands, Valgarðs Sigurðssonar hdl., Ólafs Gústafssonar hrl., Baldurs Guðlaugs-
sonar hrl. og Brunabótafélags islands á elgninni sjálfri fimmtudaginn 13.
nóvember 1986 kl. 15.00.
_________________Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 163. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tölu-
blaði þess 1986 á eigninni Arnartanga 35, Mosfellshreppi, þingl. eign Gísla
Ámasonar og Sigrúnar Ragnarsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands-
banka islands og Búnaðarbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13.
nóvember 1986 kl. 15.30.
_______________ Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Menning
Sigríður Hagalín og Guðrún Gisladóttir í „Veginum tii Mekka'
Til Mekka
Leikféiag Reykjavikur:
VEGURINN TIL MEKKA
Höfundur: Athol Fugard
Þýöandi: Ámi Ibsen
Lýsing: Daniel Williamsson
Leikmynd og búningar: Karl Aspelund
Leikstjóri: Hallmar Sigurösson
Vegurinn til Mekka, sem Leikfélag
Reykjavíkur frumsýndi í gaerkvöldi,
er nýjasta verk suður-afrísks rit-
höfundar, Athols Fugard, en hann
er sennilega fáum kunnur hér á
landii Þó var eitt verka hans nýlega
sýnt hér í sjónvarpi en það var leikri-
tið Boesman og Lena. Fugard er
engu að síður vel þekktur víða um
lönd og hafa verk hans, sem gjama
fjalla um kynþáttamisréttið í Suður-
Afríku, hlotið lof og aflað höfundi
sínum virðingar.
1 leikritinu Veginum til Mekka eru
það einstaklingamir, viðhorf þeirra
og örlög, sem em höfuðviðfangsefni,
en ytri aðstæður, aðskilnaðarstefna
stjómvalda og afleiðingar hennar
koma óbeint við sögu. Persónur em
aðeins þrjár og allar fulltrúar hvíta
kynstofrisins.
Ef tilvísunum til ytri aðstæðna
væri sleppt gæti verkið allt eins fjall-
að um fólk hvar sem væri í heimin-
um, ekkert síður hér á íslandi en
annars staðar. Vegurinn til Mekka
verður tákn um þann veg sem hver
maður verður að ganga einn í lífinu,
leiðina að eigin sjálfi. Hér er líka á
athyglisverðan hátt komið að
vandamálum efri áranna og þrýst-
ingi samfélagsins til þess að steypa
alla í sama mót, koma einstaklingn-
um, sem ótrauður arkar af stað til
sinna eigin Mekka, á „rétt“ og hefð-
bundið ról og bjargar þannig sálarró
hinna sem allt vilja hafa i fóstum
skorðum.
Athol Fugard segist hafa fengið
hugmyndina að leikritinu þegar
hann sá garð við hús eitt í litlu þorpi
í Suður-Afríku þar sem raðað hafði
verið styttum og höggmyndum, held-
ur furðulegum sumum. Hann komst
að því að ekkja nokkur, Helen að
nafhi, hafði stundað þessa styttu-
smíð um árabil og var þessi listsköp-
un hennar öðrum þorpsbúum þymir
í augum. Út frá þessari persónu
Leiklist
Auður Eydal
spinnur síðan höfundur söguþráð
sinn.
Það er skondið til þess að hugsa
að héma inni í Vogunum í Reykja-
vík eða vestur í Selárdal hefði
höfundur líka getað stungið við fót-
um og fengið hugljómun en hvort
íslensku styttumar hefðu kveikt
sömu hugmyndina skal ósagt látið.
Leikritið fer rólega af stað, fyrri
hlutinn er hægur, stundum næstum
langdreginn en í síðari hlutanum
magnast spennan þegar þau eigast
við, vinkonan Elsa og presturinn
séra Marius Byleveld.
Persónumar eru allar þrjár skýrt
mótaðar frá höfundarins hendi og
satt best að segja hljóta hlutverk
kvennanna tveggja að vera óska-
hlutverk.
Sigríður Hagalín leikur Helen,
þessa sjötugu konu sem ennþá geym-
ir bamið í sjálfri sér og rekin er
áfram af innri.þörf til þess að skapa
og gefa varanlegt form þeim mynd-
um sem hún sér fyrir sér. Persónan
verður ljós og skýr í meðförum Sig-
ríðar, sem túlkar hana af næmleika
og tilfinningu þó að mér fyndist hún
stundum fullungleg í hlutverkinu. Á
fi-umsýningunni var 40 ára leikaf-
mæli hennar og góðum leiksigri
fagnað innilega.
Hlutverk Elsu er í ömggum hönd-
um Guðrúnar S. Gísladóttur. Elsa
er fulltrúi nútímakonunnar, mennt-
uð og sjálfetæð en engu að síður
auðsæranleg og ráðvillt og þarihast
ekki síður vináttu og hlýju en He-
len. Hún er málpípa höfundar og
kemur ýmsum skoðunum hans á
framfæri.
Eins og alltaf þegar vel er gert
virðast hlutverkin klæðskerasaum-
uð fyrir leikenduma, hér fyrir þær
Sigríði og Guðrúnu. Og Jón Sigur-
bjömsson, sem leikur séra Marius,
er sterkur persónuleiki, ljóslifandi
fulltrúi íhaldssemi og kreddufestu.
En engu að síður sýnir höfundur
okkur líka mannlegu hliðamar á
prestinum.
Hallmar Sigurðsson leikstjóri
skapar ásamt leikmyndasmiðnum
Karli Aspelund og Daniel Williams-
syni, sem sér um lýsingu, ákaflega
persónulegt andrúmsloft á sviðinu
en lýsing og umhverfi gegna óvenju-
miklu hlutverki í leikritinu.
Þýðing Áma Ibsen lét oftast vel í
eyrum, einstöku sinnum þótti mér
þó fullmikill bókmálskeimur af
henni.
í þessu leikriti er íjallað um mann-
eskjur af holdi og blóði, veikar og
sterkar í senn en umfram allt ákaf-
lega trúverðugar á þeim forsendum
sem gefhar em í verkinu.
AE