Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 39
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. 39 Merming Dómkórinn. Tónlistardagar Dómkirkjunnar: Kórtónleikar Tónlistardagar Dómkirkjunnar. Tónleikar Dómkórsins 5. nóvember. Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson. Einleikari á orgel: Ann Toril Lindstad. Efnisskrá: A. Gumpelzhaimer: Min sál, þinn söngur hljómi: J. Staden: Ó guö þin náö; Knut Nystedt De Profundis; Romuald Twardowski: Laudate Dominum; Dietrich Buxtehude: Prelúdia og fúga i F-dúr; Hugo Distter: In der Welt habt ihr Angst; Johann Sebastian Bach: Lobet den Herm, alle Heiden; Arild Sandvold: Adagio fyrir org- el; Anton Bruckner: Ave Maria. Christus factus est og Locus iste. í Reykjavík má segja að þrír krikjukórar sýni þá viðleitni, og jafnlramt hafi þá getu til, að flytja aðra og viðameiri músík en hinn heföbundna kirkjusöng messunnar. Einn þeirra er Dómkórinn og hefur hann um nokkurra ára skeið gengist fyrir tónlistardögum, smákirkjutón- listarhátíð, rétt upp úr vetumóttum. Nú eru tveir gestir á Tónlistardög- um, en frá upphafi hefur Dómkórinn haft það fyrir venju að bjóða erlend- um, eða innlendum merkis tónlistar- mönnum þátttöku. Jafnan hefúr hann líka pantað ný tónverk í tilefni þeirra. Gestimir em að þessu sinni Knut Nystedt, hið þekkta norska tónskáld og kórstjóri, og Rolf Schönstedt, organleikari frá Hamm í Þýskalandi. Fyrstu tónleikar á Tónlistardögum vom tónleikar Dómkórsins sjálfs. Hasst á efhisskrá þeirra bar De Pro- fúndis eftir Knut Nystedt, Kantöt- una Lobet den Herm eftir Johann Sebastian.Bach og Laudate Domin- um eftir pólska tónskáldið Romuald Twardowski. Tónlist Eyjólfur Melsted Holl endurnýjun De Profundis hefúr kórinn áður sungið, en nú hefur í hans raðir bæst mikið af ungu söngfólki, sem ekki hefur haft kynni af þeim verk- um sem áður hafa verið á efnisskrá hans. Þó söng kórinn þetta af meira öryggi en í fyrsta sinn. Bæði er að þeir sem áður höfðu sungið voru vissir í sinni sök og svo virðist sem liðsaukinn hafi valist mjög vel. Einkum kemur þetta fram í mun meira jafnræði raddanna en áður var. Það verður aftur til þess að kómum er hægt að beita mun ákveðnar en áður - slaka ögn á var- fæminni og gefa óhikað í þegar það á við og þess er þörf. Það finnst mér dómkantórinn ekki alltaf vera nógu trúaður á, enda kannski ekki rétt að sleppa taumunum lausum of snöggt. En kórinn sýndi það í þrem- ur smáperlum Bruckners að honum er vel til þess treystandi. Það fékk hins vegar ekki að koma nægilega fram, einmitt þegar á þurfti að halda í De Profundis og eins í Talkórs- verki Twardowskis. En það er líka töluvert að flytja tvö svo erfið verk hvert á eftir öðm. Síður en svo eftirbátur hinna fyrri Með kómum í Kantötu Bachs, Lobet den Herrn, lék Pétur Þor- valdsson basso continuo röddina af stakri smekkvísi, fyllti uppí og studdi vel. Einnig lék Ann Toril Lindstad Prelúdíu og fúgu Buxtehudes og Adagio eftir Arild Sandvold á oregl. I prelúdíunni fannst mér gæta svolít- ils fums hjá henni og registreringin ögn gróf, en í fúgunni fann maður ekki til þess. Adagio Sandvolds man ég ekki hvort ég hef heyrt hjá henni áður, eða einhverjum öðrum organ- ista. Það er geysilega falleg músík og hér mjög fallega spiluð. Það lítur sem sé út fýrir að Tónlist- ardagar Dómkirkjunnar þetta árið ætli síður en svo að verða eftirbátur þeirra fyrri. EM SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild — sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.