Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 45
MÁNUDAGUR 10. NÖVEMBER 1986.
45
Sviðsljós
Stet>!ba fann
storu
Engum blöðum er um það að fletta
að Stefanía af Mónakó telur sig hafa
fundið stóru ástina. Það er banda-
ríski leikarinn Rob Lowe og telja
helstu slúðurspeningar að þau tvö
muni opinbera trúlofun sína um jólin
en halda síðan herlegt brúðkaup að
sumri. Meðfylgjandi mynd er tekin í
Bandaríkjunum þar sem prinsessan
astina
skemmtir sér þessa dagana og reynir
að gleyma hvíthærðum brúnaþung-
um fursta er bíður heima í Mónakó-
höll og hefur víst meira en lítið um
málið að segja þegar til prinsessunn-
ar næst í návígi. Stebba er hin
staðasta en þorir ekki heim sem
stendur.
Trúin
er í
fyrsta
sætinu
Charlene Tilton og makinn, Nick
Capaldi, eru alsæl saman og þessi
dallaslúsí er guðs lifandi fegin að
gaffalsuðrið er fyrir bí. Andinn í
þáttaröðinni samræmdist ekki alveg
trúarskoðunum buddunnar sem hef-
ur nú snúið sér alfarið að breyttu
og bættu lífemi með kristna trú að
leiðarljósi tuttugu og fjóra tíma á
sólarhring.
Ólyginn
sagði...
Pálmi Lórenz
í Eyjum hefur víst enn frekari tök
á skemmtifíkn Eyjamanna en
fram kom hér á síðunum fyrir
nokkru. Þessi eyjalaufdal á ekki
aðeins Skansinn og Hótel Gest-
gjafann heldur er hann einnig
aðalsprautan í rekstri samkomu-
hússins sem er stærðarbákn
með kvikmyndasölum og kráar-
horni - með meiru. Þannig að
gangi gleðin alveg yfir höfuð
húllumhæsins væri kóngsa í
lófa lagið að kyrrsetja staðarbúa
heima - alla sem einn. Það er
bara einn miði á allar hurðir: „
- lokað af ýmsum ástæðum -
Pálmi!"
Friðrik
Danaprins
er ekki ánægður með sitt hlut-
skipti núna. Meðan Jóakim
bróðir hans dundar í framsókn-
arhéruðum andfætlinganna og
hneykslar landana með keðjur-
eykingum á myndum er Friðrik
fastur í danska hernum. Þar er
honum stranglega bannað að
reykja og daglega eru skipu-
lagðir hrakningar sem látnir eru
dynja yfir hrjáða nýliðana. í prí-
sundinni verður drengurinn að
dúsa fram til ársins áttatíu og
átta en það er þó huggun harmi
gegn að Jóakim á þetta allt
saman eftir þegar þar að kemur.
Agnetha
Fáltskog
segir það hina mestu firru að
hún lifi einangruðu lífi og forðist
samneyti við annað fólk. Hins
vegar taki móðurhlutverkið allan
.hennar tíma og sem einstæð
móðir hafi hún lítinn tíma til
þess að mæta á frumsýningar
og önnur mannamót þar sem
sýndarmennskan blómstrar. Og
aðspurð um hvort hún hvetji
börnin sín til að leggja listina
fyrir sig svaraði hún því til að
listamaðurinn verði að fórna
bókstaflega öllu fyrir starfið. Það
viti hún ekki hvort muni henta
börnunum - sonurinn hafi
greinilega mikla hljómlistar-
hæfileika en dóttirin hugsi
eingöngu um hesta. Og þeirra
sé valið þegar lengra líður.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Vegna skipulagsbreytinga eru eftirtaldar
stjórnunarstöður lausar til umsóknar.
FORSTÖÐUMAÐUR
FJÁRMÁLASVIÐS
í starfinu felstfjármálastjórn, áætlanagerð,
umsjón með bókhaldi, tölvuvinnsla og
ársuppgjör.
FORSTÖÐUMAÐUR
NÁMSEFNISSVIÐS
í starfinu felst stjórnun námsefnisgerðar,
áætlanagerð og umsjón með framleiðslu
námsefnis.
FORSTÖÐUMAÐUR
SÖLU- OG KYNNINGARSVIÐS
í starfinu felst stjórnun innkaupa og sala á
skólavörum, umsjón með afgreiðslu námsgagna
og kynningu.
Fagleg þekking áskilin, reynsla æskileg.
Nánari upplýsingar veitir námsgagnastjóri.
Umsókn er tilgreini menntun og fyrri störf ásamt
meðmælum sendist námsgagnastjóra,
Laugavegi 166, 105 REYKJAVÍK eða
Pósthólf 5192, 125 REYKJAVÍK
fyrir 29. nóvember 1986,
merkt „Trúnaðarmál."
öllum umsóknum verður svarað.
ASEA CYLINDA
Þvottavélar og þurrkarar
...eins og hlutirnir gerast bestir:
Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET,
textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu
einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð
og rekstrarhagkvæmni.
ASEA CYLINDA tauþurrkari
Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en
þú getur líka stillt á tíma.
114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin-
um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri
tromlu til að þurrka í en til að þvo í.
Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi.
Mikið tromlurými og kröftugt útsog í
stað innblásturs stytta þurrktíma, spara
rafmagn og leyfa allt að 8m barka.
Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar
ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur
losnar aðeins um lóna af notkunarslitipu.
Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk.
Sparar tíma, snúrupláss og strauningu.
Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ
fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara.
Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél-
inni.
ASEA CYLINDA þvottavélar
Þvo best, skola best, vinda best, fara best
með tauið, nota minnst rafmagn.
Vottorð upp á það.
Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum
við þér að skyggnast undir glæsilegt
yfirborðið, því þar er ekki síður að finna
muninn sem máli skiptir: trausta og
stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum
í stað gormaupphengju, ekta sænskt
ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á
35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í
stað sandpoka eða brothætts steins o.fl.
Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu-
vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga,
grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar-
og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð-
arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í
1100 snúninga.
ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum.
Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er,
að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SÍÐAR vegna
betri endingar.
/FOnix
HÁTÚNI6A SÍMI (91)24420