Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 3
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. 3 Fréttir Tæknimenn mæla móttöku á holtinu fyrir ofan Hellissand, þar sem sjónvarps- stöðin á að rísa. DV-myndir Ægir Þóröarson SnæfelSsnes: Dagheimilispláss: Boigin með forystu í Reykjavíkurborg eru hlutfalls- lega flest dagheimilispláss á landinu, 1,62 á hverja 100 íbúa. Þetta kemur fram í skriflegu svari menntamála- ráðherra við fyrirspum Alþýðu- bandalagsþingmannanna Svavars Gestssonar og Guðrúnar Helgadótt- ur. f sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa, sem eru 33 talsins á landinu, er pláss fyrir alls 2.299 böm á dag- heimilum, þar af 1.455 í Reykjavík. Reyndar hafa<aðeins 20 af þessum 33 fjölmennustu sveitarfélögum landsins dagheimili. Fjölmennustu sveitarfélögin án slíkra stofnana em Sauðárkrókur, Grindavík, Borgar- nes, Höfii, Hveragerði og Egilsstaðir, samkvæmt svari ráðherrans. Fjögur stærstu sveitarfélögin hafa skóladagheimili. Á þeim er pláss fyr- ir 421 bam, þar af 353 í Reykjavík eða 0,39 á hverja 100 íbúa. Þau sveitarfélög sem flest pláss hafa á dagheimilum og skóladag- heimilum á hverja 100 íbúa em: 1. Reykjavík 2,01. 2. Húsavík 1,45. 3. Kópavogur 1,38. 4. Mosfellssveit 1,28. 5: Hafnarfjörður 1,27. 6. Vestmannaeyjar 1,15. 7. Akureyri 1,10. 8. Neskaupstaður 0,93. 9. Akranes 0,90. 10. Blönduós 0,90. -KMU Öðum styttist í útsendingu Stöðvar 2 Hafeteinn Jónsson, DV, Hellfesandi: Nú styttist óðum í að útsendingar efhis Stöðvar 2 hefjist á tilteknum svæðum á Snæfellsnesi. Munu þær nást með tilkomu sjónvarpsstöðvar í Neshrepp utan Ennis. Einnig mun fyr- irhugað að sýna þær í kapalkerfinu í Ólafsvik. Forsaga málins er sú að nýlega var stofiiuð sjónvarpsstöð Neshrepps utan Ennis. Húsfyllir var á stofnfundinum, sem haldinn var i Röst. Kom í ljós að mikill áhugi var fyrir því að reisa sjón- varpssendi cff endurvarpa útsending- um Stöðvar 2. Munu þær nást á Gufuskálum, Hellissandi og Rifi. Sendirinn hefúr þegar verið pantaður og er gert ráð fyrir að ekki líði nema fjórar vikur þar til hann verður kom- inn í gagnið. Einnig hefur komið til tals að endur- varpa efni útvarpsstöðvarinnar Bylgj- unnar um Snæfellsnes, en það er á umræðustigi ennþá. Myndatextar: Húsfyllir var á stofhfundinum um sjónvarpsstöð, sem haldinn var í Röst. Hér er það Hafsteinn Jónsson, formað- ur sjónvarpsfélagsins, sem hefur orðið. I! llílllí Stækkun skipalyftunar hjá Daníel Þorsteinssyni & Co er nú vel á veg komin og áætlað er að verkinu verði lokið 1. desember. DV-mynd S Ný skipalyfta í afmælisgjöf Um þessar mundir er unnið að stækkun skipalyftunnar í slipp Daní- els Þorsteinssonar & Co við Nýlendu- götu í Reykjavík. Eldri lyftan tók 200 tonna skip en sú nýja mun taka 250 tonna skip upp í slipp. „Með þessu gerum við ráð fyrir að fá fleiri verkefni en þess má líka geta að fyrirtækið á 50 ára afmæli í ár og því má allt eins kalla lyftuna afinælis- gjöf,“ sagði Gunnar Riehter fram- kvæmdastjóri í samtali við DV. Búist er við að nýja lyftan verði til- búin 1. desember en framkvæmdir við verkið hófust 10. október. Nú starfa 2Ö manns hjá Daníel Þorsteinssyni & Co og sagði Gunnar að skortur á skipasmiðum væri þess valdandi að þeir eru ekki fleiri. -S.dór. Njóttu þess sem náttúrulegt er. Ilmandibmuð með ro^ Fáðu þér smjör og finndu muninn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.