Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. 15 Gjórbveyting á tekjuskattinum „Þetta þýðir að almennt munu hjón með 70-80 þúsund króna mánaðar- laun á þessu ári verða tekjuskattsfrjáls á næsta ári. Þessi mörk eru þó háð tekjuskiptingu hjónanna og frádráttarliðum." Eitt mikilvægasta mólið, sem Al- þingi mun fjalla um á þessum vetri, eru breytingar á skattalögum lands- ins. Þar er um þrenns konar breyt- ingar að ræða, lækkun tekjuskatts- ins, staðgreiðslu skatta og virðisaukaskatt í stað söluskatts. Öll skipta þessi atriði miklu máli en það er hafið yfir allan vafa að breytingar á tekjuskattinum er það sem mikilsverðast er fyrir alla skatt- greiðendur í landinu. Eins og margoft hefur verið tekið fram er það stefna Sjálfstæðisflokks- ins og ríkisstjómarinnar að afnema tekjuskattinn af almennum launa- tekjum. Oft hefur verið um það spurt hvenær að því komi að það verði framkvæmt og mörgum hefur þótt sem of hægt væri farið í sakimar og skrefin verið of fá og stutt sem tekin hafa verið. Þær spumingar hafa átt fullan rétt ó sér, því það dylst engum að það skattkerfi, sem við höfum búið við á undanfömum árum, er bæði ranglátt og úrelt. Tekjuskatturinn hefur lækkað um 25% Það er hins vegar ekki rétt að ekkert hafi áunnist í þessum málum. Á síðustu þremur ámm hefur tekju- skattur einstaklinga verið lækkaður um fjórðung frá því sem var þegar þessi 'ríkisstjóm tók við völdum. Á síðasta ári var lækkunin 600 millj. króna og í upphafi þessa órs var tekjuskatturinn og útsvar lækkað um 450 millj. króna. Skattbyrði ein- staklinga í heild, heimilanna í landinu, hefúr þó lækkað enn meira eða um 30% og er þá meðtalin lækk- un tolla og annarra opinberra gjalda. Árið 1982 var skattbyrði einstakl- inga 6,1% en er á þessu ári 4,5%. í KjaUaiinn Gunnar G. Schram Þingmaður ffyrir Sjáifstæðisfiokkinn tölum talið þýðir þetta að frá því ríkisstjómin var mynduð og Sjálf- stæðisflokkurinn tók við stjóm ríkisfjármálanna hafa beinir og óbeinir skattar alls verið lækkaðir um 3,2 milljarða króna. Það er þess vegna ekki rétt, sem oft er haldið fram, að ekkert hafi verið gert til þess að standa við fyrir- heitin um lækkun tekjuskattsins. Það sýna þessar tölur svart á hvítu. Fram til þessa hefur því marki þó ekki verið náð að afnema þennan skatt á almennum launatekjum, sem hér em auðvitað meginmálið fyrir alla launþega. Um 800 þús. kr. tekjur hjóna skattfrjálsar Nú er hins vegar að því komið að það mál mun ná fram að ganga í öllum meginatriðum. Innan fárra daga mun fjármála- ráðherra leggja fram nýtt frumvarp á Alþingi sem felur í sér að almenn- ar launatekjur verða að langmestu leyti tekjuskattsfijálsar. Kjami þess frumvarps er að skattbyrði einstakl- inga og hjóna lækkar verulega, jaðarskatturinn lækkar og skatt- leysismörkin hækka. Þar er gert ráð fyrir að hjón án bama greiði engan tekjuskatt af um 720 þúsund kr. órstekjum, hjón með tvö böm greiði engan tekjuskatt af um 960 þús. kr. árstekjum og ef böm- in em 3 eða fleiri verði rúmlega einnar milljón króna tekjur alveg tekjuskattsfrjálsar. Þetta þýðir að almennt munu hjón með um 70-80 þús. kr. mánaðarlaun á þessu ári verða tekjuskattsfijáls á næsta ári. Jafnframt munu þau ekki greiða útsvar af um 60 þús. kr. mán- aðartekjum. Þessi mörk eru þó háð tekjuskiptingu hjónanna og frá- dráttarliðum. Einstæðir foreldrar með eitt bam munu ekki þurfa að greiða tekju- skatt af um 600 þús. kr. árstekjum, en skattleysismörk einstaklinga verða um 400 þús. kr. Hvað eru almennar iauna- tekjur? Því verður vart á móti mælt að með þessum breytingum á tekju- skattslögunum hefur því takmarki verið náð að langmestu leyti að al- mennar launatekjur verða tekju- skattsfrjálsar. En hvað er átt við með almennum launatekjum? Engin ein tala gildir í því efni en raunhæft er að hafa við það hliðsjón af tekjum verkamanna og iðnaðar- manna. Samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknanefhdar, sem gerði könnun á launum þessara atvinnu- stétta í apríl á þessu ári, voru meðallaun iðnaðarmanna með álög- um en án yfirvinnu kr. 44.000 á mánuði. Sambærileg tala fyrir verkamenn og verkakonur er 32.800 kr. á mánuði. Af þessum tölum sést að mjög nærri lætur að þessar tekjur verði tekjuskattslausar samkvæmt þeim skattalagabreytingum, er felast munu í hinu nýja frumvarpi. Gagnrýni svarað Eftir að það frumvarp verður að lögum, nú fyrir áramótin, mun erfitt að halda þvi fram með nokkurri sanngimi að ekki hafi verið í öllum meginatriðum staðið við þau fyrir- heit, sem gefin voru um afnám tekjuskatts af almennum launatekj- um. Ættu þess vegna þær raddir að hljóðna sem hingað til hafa haldið því fram að hér hafi verið um brigð- mælgi eina að ræða og innantóm kosningaíoforð. Gunnar G. Schram. „Innan fárra daga mun fjármálaráðherra leggja fram nýtt frumvarp á Alþingi sem felur það í sér að almennar launatekjur verða að langmestu leyti tekjuskattsfrjáls- ar.“ Vitleysan verðtryggð Alveg er það merkilegt hvað mað- ur getur orðið saltvondur við að horfa og hlusta á sjónvarpsþátt. Einn slíkur var sendur í loftið þann 28. október sl. Fleiri spurningar en svör Þar birtust nokkrir spekingar, gáfú- og heiðarlegir í framan. Um- ræðuefnið var hin nýja húsnæðislög- gjöf, gott og þarft umræðuefni, og maður hugsaði sér gott til glóðarinn- ar að fá nú skýr og skorinorð svör við ýmsum þáttum löggjafar þessar- ar og kerfis. Það er áreiðanlega dálítið eins og að eiga alkóhólista fyrir maka þegar um er að ræða þætti með þátttöku pólitíkusa og frammámanna úr verkalýðsfélögum. Alltaf sömu væntingamar, alltaf sömu vonbrigðin. Sem sagt, það fór eins og oftast áður, þátturinn vakti fleiri spumingar en hann svaraði. Það sem olli gremju minni vom orð sem Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, lét falla. Það var um upplýsingaskyldu fasteignasala og annarra sem koma inn á húsnæðislánakerfið. Hann lét í það skína að margt af því fólki, sem nú er í erfiðustu aðstöðunni, sæti í súpunni vegna skorts á upplýsing- um. Auðvitað á ekki að láta sér bregða við svona nokkuð. Ásmundur er í þeim flokki sem hefur haft sögu- fölsun að föstum sið síðan sköllóttur skeggjúði í útlöndum fann hann upp fyrir margt löngu og afglapar uppi á íslandi gleyptu sem stórasannleika. Hverjir rændu ffólkið? Það sem ég vil reyna að útskýra fyrir fólki er hveijir rændu það. Ef farið er aftur til ársins 1980, en þá er almennt farið að verðtryggja veðskuldir til lengri tíma en tveggja og hálfs árs að undanskildu því sem seljendur fasteigna lánuðu kaupend- um, þá fór einnig að koma sú sjálf- sagða krafa kaupenda að þeir væm upplýstir um greiðslubyrði sína mið- að við hlutfall af tekjum. Almennt held ég að þeir sem fengust við þessi KjáQaiiim Brynjar Fransson, sölumaður fasteigna viðskipti hafi reynt að verða við óskum kaupenda eins og unnt var um þetta atriði. Man ég meðal ann- ars eftir því að til var tafla frá lífeyrissjóði nokkrum þar sem sýnt var hvað sjóðfélagi i ákveðnu launa- þrepi væri marga daga á ári að vinna fyrir vöxtum og afborgunum af tilte- kinni lánsfjárhæð úr sjóðnum í 20 ár. Á þessum tíma var stofnsett fast- eignasala sem var betur tækjum búin en áður hafði þekkst og aug- lýsti grimmt að stóra tölvan reiknaði nákvæmlega út greiðslubyrði fyrir kaupendur. En stóra tölvan góða var ekki forrituð fyrir vitlausa efnahags- málastjóm, því miður. Því fór sem fór. Einstaka maður spurði á þessum tíma: Hvað ef laun hætta að fylgja vísitölu? Svar: Vantreystið verka- lýðsforystunni til að gæta hagsmuna ykkar. Em þetta ekki allt saman kraftaverkamenn, kosnir enn sterk- ari kosningu en rússneskri (þeir hafa nefnilega komið sér upp slíku kerfi að þeir geta setið sjálfkjörnir eins lengi og þeim sjálfum þóknast og notað aðstöðu sína gjaman sem stökkpall inn i stjómmál)? Litlir Bókassar við Austurvöll Nema hvað. Fólk, sem átti þriggja og fjögurra herbergja íbúðir skuld- lausar, fór af stað og festi kaup á rað- eða einbýlishúsi. Allir útreikn- ingar sýndu að þetta átti allt að vera í góðu lagi. Þá koma til sögunnar nokkrir litlir Bókassar við Austur- völl. Efiiahagsstefna þeirra var að fara til fjandans. Einhver veður að borga vitleysuna. En hvur? Snilling- ar komust að raun um að öldungis yæri óeðlilegt að laun hækkuðu á íslandi þótt kaffiakrar frysu í Brasil- íu eða framleiðslukostnaður á Campari á Ítalíu hækkaði. Óþarfi væri að verðbæta það i launum en rétt væri nú samt að láta lánin hækka sem því næmi. Gvendur jaki gretti sig í sjónvarpi yfir hag þessa fólks. Ásmundur Stefánsson sat og reiknaði hvað þetta sama fólk gæti dáið af litlum launum svo hægt væri að semja um það í næstu kjarasamn- ingum. Hann fékk útkomu sem svokölluðum aðilum vinnumarkað- arins hentaði. Konan fór að vinna allan daginn til þess að ekki fæm nú nema þessir tveir mánuðir af launum þeirra hjóna i vexti og af- borganir, en skuldir hækkuðu í öfugu hlutfalli við það fjármagn sem þau áttu í upphafi. Eiginmaðurinn tók aukavinnu en ekkert dugði, allt- af fjölgaði þeim mánaðarlaunum sem fóm í afborganir og vexti, en alltaf hækkuðu skuldimar og eigið fjármagn lýmaði. Bókassar höfðu nefnilega gleymt því líka að verð á fasteignum er ekki bundið vísitölu, heldur ræðst af framboði og eftir- spum og það skrýtna er að þegar Bókassar hafa gert kaupmátt þorra fólks að engu minnkar eftirspumin á fasteignamarkaði og verð lækkar. Þannig stóð þetta fólk frammi fyr- ir því einn daginn að íbúðin, sem það átti í upphafi, var horfin en skuldir höfðu vaxið upp í söluverð hússins. Ekkert var eftir. En til þess em vítin að varast þau. Því hlýtur það fólk, sem ræðst til ráðgjafarstarfa hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins, að verða að reikna með að Bókassar okkar á hveijum tíma taki álíka kollsteypur í efnahags- málum og teknar vom á ámnum 1980 til 1983, a.m.k. öðm hvora á 40 ára lánstímabili. Ég læt lesendum eftir að hugleiða hvemig staðan væri í dag ef það hefði verið megin- regla að fólk hefði fengið allt að 70% af andvirði fasteigna lánað verð- tryggt á ámnum 1980 til 1983. Ég held að það sé alveg sama hvemig maður veltir hlutunum fyrir sér, niðurstaðan verður alltaf sú sama: Vond stjómvöld með vitlausa efhahagsstefriu rændu fólkið með aðstoð verkalýðsforingja. Ef ég man rétt var skammt á milli þeirra og stjómvalda á þessum árum. Brynjar Fransson „Því hlýtur það fólk, sem ræðst til ráð- gjafastarfa hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, að verða að reikna með að Bókassar okk- ar á hverjum tíma taki álíka kollsteypur og teknar voru á árunum 1980 til 1983... „Bókassar höfðu nefnilega gleymt þvi lika að verð á fasteignum er ekki bundið vísitölu, heldur ræðst af framboði og eftirspurn og það skrýtna er að þegar Bókassar hafa gert kaupmátt þorra fólks að engu minnkar eftirspurnin á fasteignamarkaði og verð lækkar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.