Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 22
22
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
íþróttir
Höness sneri taflinu
við fyrir Bayem
- kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk
Afli Hflmaisscm, DV, V-Þýskalandi:
Dieter Höness sýndi enn einu
sinni hvað hann er mikill markaskor-
ari þegar hann kom inn á sem
varamaður hjá Bayem Miinchen gegn
Mannheim. Þá var staðan 2-0 fyrir
Mannheim. Hann skoraði fljótlega
mark og minnkaði muninn í 2-1. Sholz
svaraði fyrir Mannheim en Höness
minnkaði muninn aftur með glæsilegu
skallamarki. Þegar nokkrar sek. vom
til leiksloka náði Andreas Brehme að
jafna, 3-3, með föstu skoti af 18 m
færi. Bayem getur þakkað Höness fyr-
ir að tapa ekki.
Stuttgart vann góðan sigur, 4-0, yfir
Bremen í Stuttgart. Fimm fastamenn
Stuttgart léku ekki með, þar af Ásgeir
Sigurvinsson, Karl Ailgöwer og mark-
vörðurinn Erik Immer. Hans stöðu tók
19 ára áhugamaður Tmtner og stóð
sig mjög vel. Þessi sigur var sigur fyr-
ir þjálfarann Coordes, sem hefur orðið
oft fyrir aðsúg eftir að Stuttgart var
slegið út úr Evrópukeppninni.
Leikmenn Stuttgart gerðu út um
leikinn á aðeins átta mín. kafla í fyrri
hálfleik. Þá skomðu þeir þijú mörk.
Merkle eitt og Klinsmann tvö. Annað
rúarkið sem Klinsmann skoraði var
afar glæsilegt - hann skoraði með
hiólhestaspymu. Pasis skoraði íjórða
mark Stuttgart í seinni hálfleik.
Þess má geta að Rudi Völler fór af
• Gamla brýnið Dieter Höness
skoraði tvö mörk.
leikvelli í leikhléi, tognaður á læri.
Hann hafði ekki sést í leiknum enda
í góðri gæslu Buchwald.
Fáir áhorfendur
Aðeins 6 þús. áhorfendur sáu Bayer
Uerdingen leggja Bochum að velli,
3-1. Það var greinilegt að þreyta sat
í Atla Eðvaldssyni og félögum hans
eftir Evrópuleikinn í sl. viku. Klinger,
Kunst og Witeczek skomðu mörk
Ueidingen, en Skulds skoraði fyrir
Bochum.
• Leverkusen vann heppnissigur,
1-0, yfir Blau Weiss Berlín í V-Berlín.
Schreier skoraði markið með skalla
eftir aðeins fjórar mínútur. •Dússeld-
orf, sem lék án níu fastamanna - átta
meiddir og einn í leikbanni, unnu góð-
an sigur, 3-2, yfir Hamburger. Manny
Kaltz skoraði fyrsta markið úr víta-
spymu fyrir Hamburger. Dusend og
Daninn Henrik Ralf Jensen skoruðu
mörk fyrir Dússeldorf fyrir leikhlé. I
seinni hálfleik settu leikmenn Hamb-
urger allan kraft í sóknarleik sinn og
það varð til þess að vömin opnaðist
og Preetz skoraði þriðja mark
Dússeldorf. Undir lok leiksins náðu
Plessers að minnka muninn fyrir
Hamburger. Leikmenn Dússeldorf
fögnuðu geysilega þegar leiknum lauk,
hlupu einn hring á vellinum og veif-
uðu til áhorfenda sem fögnuðu þeim.
•Schalke mátti þola tap, 1-2, fyrir
Mönchengladbach. Uwe Rahn og
Frontzeck skomðu mörk Gladbach.
Þess má geta að Schalke lék með
nýjan leikmann, Papzke, sem félagið
keypti í vikunni. Það er því óljóst
hvort félagið kaupir Gunnar Gíslason.
-SOS
• Einn af mörgum ísienskum lyftingamönnum sem oft hefur staðið á verð-
launapalli í Norðurlandamóti er Guðmundur Sigurðsson. Nú á ísland ekki
einu sinni keppanda á mótunum. ^
\
Juventus fékk skell j
IDiego Maradona og félagar hans
hjá Napoli skutust upp á toppinn
Iá Ítalíu eftir að Napoli lagði Ju-
ventus að velli, 2-1, í Torino. Þetta
I var fyrsti sigur Napoli í Torino í
* 29 ár. Napoli vann Juventus þar
I síðast 1957. Maradona náði ekki
Iað skora mark i leiknum, en Tacc-
oni, markvörður Juventus, mátti
Iþrisvar sinnum taka á honum stóra
sínum til að bjarga skotum frá
| Maradona.
Daninn Michael I>audrup skor-
^aði fyrst fyrir Juventus, en þeir
Ferrario, Giordano og Volpecina .
svörðuð fyrir Napoli, sem hefur I
hlotið 14 stig í níu leikjum. Juvent- ■
us, Inter Milanó og Roma eru með ■
12 stig. I
•Sandro Altobelli skoraði bæði J
mörk Inter Milano, sem vann Tor- |
ino,2-l.HollendingurinnKieftlék .
ekki með Torino. Hann er meiddur I
á hné og verður frá keppni í þrjá ■
mánuði. ■
•Daninn Klaus Berggren skor- I
aði eitt mark þe’gar Roma vann *
stórsigur, 4-0, yfir Udinese. I
-SOS^J
Eyjamenn lögðu
Keflavíkinga
- í 2. deildar keppninni í handknattleik
Magnús Gislaacn, DV, Suðumegum:
Keflvíkingar máttu þola tap, 18-19,
fyrir Vestmannaeyingum í 2. deildar
keppninni í handknattleik. Keflvík-
ingar, sem voru yfir, 9-6, í leikhléi,
fengu gott tækifæri til að gera út um
leikinn þegar staðan var 16-15 fyrir
þá. Þá fengu þeir vítakast. Elvar Sig-
urðsson tók vítakastið og þrumaði
knettinum í stöngina. Knötturinn
hrökk út á völlinn og þar náðu Eyja-
menn honum og brunuðu fram og
jöfriuðu, 16-16. Þeir voru síðan sterk-
ari á lokasprettinum og unnu góðan
sigur.
Arinbjöm Þórhallsson skoraði flest
mörk Keflvíkinga, eða 4. Elvar Sig-
urðsson og Sigurður Björgvinsson
skoruðu sín þijú mörkin hvor. Sigurð-
ur Friðriksson skoraði flest mörk fyrir
Eyjamenn, 5. Óskar Brynjarsson skor-
aði fjögur.
Þór lagði HK að velli, 26-21, á Akur-
eyri. ÍR-ingar unnu stórsigur, 32-21,
yfir Reyni frá Sandgerði og Aftureld-
ing vann einnig stórsigur, 34-21, yfir
Gróttu. Þá unnu Fylkismenn sigur,
23-17, ^ifir Skagamönnum.
-sos
MARKMAÐUR
ÚSKAST
1. deildar lið í Færeyjum óskar eftir markmanni fyrir
næsta tímabil, '87.
Nánari uppl. í síma 9029871307 og 9029871860 til
15. nóv.
Hvar era Is-
lendingamir?
- ern lyftingar að deyja ut a Islandi?
Norðurlandamót unglinga í lyft-
ingum fór fram um fyrri helgi í
Danmörku. Allar Norðurlandaþjóð-
irnar sendu keppendur á mótið -
nema ísland.
Það er annað árið í röð sem ísland
sendir ekki keppendur á Norður-
landamót unglinga. Hefur þetta
vakið undrun meðal lyftingamanna
og fleiri á hinum Norðurlöndunum
og um það fjallað í blöðum að þessi
íþrótt sé að deyja út á íslandi vegna
aðstöðuleysis lyftingamanna.
Hefur verið sagt frá því að þeir
hafi orðið að flýja úr eldgömlum
kofa þegar hann var rifinn og í lítið
gluggalaust herbergi í einni líkams-
ræktarstöð á höfuðborgarsvæðinu.
Lyftingasamband Norðurlandanna
hefur sent bréf til íslands þar sem
spurt er um hvað sé eiginlega um að
vera í lyftingamálum þar. Hefur það
boðist til að veita þá aðstoð sem til
þarf til að bjarga málunum. Það get-
ur að vísu lítið gert því bað er ekki
svo fjársterkt að það geti lagt fram
fé til að byggja yfir okkar lyftinga-
menn. >
Ástandið, í það minnsta í Reykja-
vík, er vægast sagt ömurlegt. Örfáir
menn leggja það enn á sig að æfa
ólympíska tvíþraut - snörun og jafn-
höttun - í þessu gluggalausa her-
bergi í Engihjalla í Kópavogi. Þaðan
koma fáir afreksmenn og unglingar
koma ekki í íþróttina til að æfa við
þessar aðstæður. Það er af sem áður
var. Ekki var haldið Norðurlanda-
mót í lyftingum - sérstaklega ungl-
inga - án þess að ekki væru einn eða
fleiri íslendingar á verðlaunapalli.
Nú eiga þeir ekki einu sinni mann á
móti,“ segja blöð á Norðurlöndum
núna.
Ekki er útlitið glæsilegt ef horft
er til framtíðarinnar með úrlausn.
Uti í Frostaskjóli er þó til grunnur
að húsi - sökkull og plata eða þar
um bil. Það átti að vera hús fyrir
lyftingamenn. Þar er allt komið í
strand og skuldahali kominn - og
það langur.
Heyrst hefur að KR-ingar ætli að
taka við húsinu og klára það - enda
er það á þeirra lóð. Þá kæmi loks
aðstaða - ekki aðeins fyrir lyftinga-
menn heldur og íþróttafólk úr KR
sem þar fengi aðgang að öllum tækj-
um. Það myndi kannski bjarga
lyftingunum á íslandi og koma þeim
aftur á pall - þó ekki væri nema
íþróttalega. Við skulum vona það.
-klp-
Uerdingen mætir Barcelona
- í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar
Á föstudaginn var dregið um hvaða
hð mætist í 16-liða úrslitum UEFA-
keppninnar í knattspymu. Þar em
mörg stórlið eftir og útlit fyrir meiri-
háttar leiki í þessari umferð. Má þar
t.d. henda á leiki eins og Bayem Uerd-
ingen gegn Barcelona, Torino, Ítalíu,
gegn Beveren, Belgíu, Dukla Prag,
Tékkóslóvakíu, gegn Inter Milan, Ital-
íu, svo eitthvað sé nefiit.
Atli Eðvaldsson og félagar hjá Uerd-
ingen hafa ekki fengið á sig mark i
fjórum leikjum í fyrstu tveim umferð-
unum. Það verður trúlega erfitt fyrir
þá að halda þeim leik áfram í næstu
umferð. Barcelona með allt sitt
stjömustóð og meðal annars sóknar-
menn á borð við Gary Lineker og
Mark Hughes verða erfiðir viðfangs á
heimavelli sínum í Barcelona. En
Uerdingen sem á heimaleik fyrst getur
náð tangarhaldi á þeim með því að
standa sig í Krefeld. Þar verður leikið
26. nóvember, en síðari leikurinn - og
leikimir í þessari umferð - verða svo
10. desember.
Þessi lið mætast í 3. umferð UEFA-
bikarsins:
Spartak Moskva - Swarovski Tyrol
Torino - Beveren
Glasgow Rangers - Mönchengladbach
Dukla Prag - Inter Milano
Uerdingen - Barcelona
Gröningen - Guimaraes
Ghent - Gautaborg
Dundee Utd - Hajduk Split
Strax eftir að leikjunum í þessari
umferð er lokið - eða 12. desember -
verður dregið um hvaða lið mætast í
4. umferð keppninnar. Þá verða átta
lið eftir í henni og nú em átta lið einn-
ig eftir í Evrópukeppni meistaraliða
og Evrópukeppni bikarmeistara.
Verður þá dregið í öllum þrem-mótun-
um í einu en leikimir í átta liða
úrslitunum fara fram eftir áramótin.
-klp-