Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. Neytendur Hægt er að nota púðann i vinnunni. DV-mynd GVA DV-mynd BJ.BJ. Púðinn er fyrirferðarlitill og þægilegur. x- ttr " Jólagjafahandbók DV 4. des. Þessa dagana er verið að vinna jólagjafahand- bókina sem kemur með DV 4. desember næstkom- andi. í þeirri bók má finna hugmyndir að jólagjöfum fyrir alla fjölskylduna. Þar verður hverjum hlut lýst nákvæmlega, myndir eru af öllu og verð til- greint. Það er því hægur vandi fyrir neytendur að notfæra sér þessa bók er þeir velja jólagjafimar. Á þetta ekki síst við um þau sem búa úti á lands- byggðinni. Það 'eru blaðamennimir Elín Albertsdóttir og Ragnar Sigurðsson sem vinna jólagjafahandbókina í ár. -A.BJ. U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjöiskyldu af sömu stærö og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks________ Kostnaður í október 1986: Matur og hreinlætisvörur kr. -------------- Annað kr. __________ Alls kr. ......... Frjálst.óháð dagblað Þægi- legur ferða- nuddpúði Þeir hjá Clairol em iðnir við kolann þegar vellíðan manna er annars veg- ar. Fyrst var það fótanuddtækið og nú það nýjasta nýja á þessari öld streitu, ferðanuddpúði. Nuddpúðinn gengur fyrir tveimur rafhlöðum. Hann er gerður með það fyrir augum að fólk geti haft hann með sér í vinnuna, bílinn, sumarbú- staðinn o.s.frv. Púðinn hentar vel fyrir fólk með vöðvabólgu eða herta vöðva. Hann er hægt að nota við bakið, axlimar, höfuðið og undir fætur. Púðinn er úr mjúkum svampi, klæddur brúnu flaueli sem má renna af og handþvo. Rafhlöðumar em 1,5 volt og em settar í plasthólf sem er innan í púðanum. Púðinn fer sjálfkrafa að titra við minnsta þrýsting. Hann fæst í Radíóbúðinni og kostar fjórtán hundmð krónur. -BB TeðaV á dósar- lokið Þegar verið er að mála vilja leið- beiningamar á málningardósun- um oft verða óskýrar. Þá getur verið erfitt að átta sig á hvort blanda á málninguna með vatni eða terpentínu Þá er gott ráð að mála T eða V á lokið áður en þið hreinsið pensl- ana. Þá er allur vafi tekinn af með hverju á að blanda. -BB Elsa Hall meðhöndlar „sjúkling“ með tækinu góða. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson Verkir í herðum og baki lagaðir á vinnustað „Það er æskilegt að gefa sér svona um það bil klukkustund þegar farið er í þetta nýja tæki. Gott er að fara í gufu á undan og slappa svolítið af i leiðinni," sagði Kristján Hall er hann sagði okkur frá nýju tæki sem tekið hefur verið í notkun í Líkams- ræktarstöðinni, Borgartúni 29. Það er Elsa Hall svæðanuddari sem vinnur með þessu nýja undratæki. Tækið heitir Biotron 1000 og er ætlað til að lækna vöðvabólgu, togn- un, gikt og margs konar íþrótta- meiðsli. Tæki þetta hefur vakið mikla athygli bæði í Danmörku og annars staðar í Evrópu undanfama mánuði. Þetta er lítið og handhægt tæki og auðvelt í meðförum. Það leitar sjálft að bólgusvæðunum á líkaman- um og meðhöndlar síðan svæðið með léttum rafstraumi. Að sögn Elsu Hall hefur tækið þegar reynst mjög vel á fólki með eymsli í herðum og hálsi. Einnig hafa íþróttakappar eins og Jón Páll Sigmarsson leitað til hennar. Komið hefur til tals að Elsa fari með tækið á fiölmennar skrifstofur og vinnustaði þar sem mikið er um vöðvabólgu. Það kostar 500 kr. að fara í tækið hjá Elsu en flestir hafa ekki þurft að fara nema einu sinni eða tvisvar til þess að finna fyrir verulegum bata. -A.BJ. Enn um gam og peysur í vikunni sem leið birtum við grein um prjónagam og aðkeyptar peysur. Reynt var að varpa ljósi á hlutlausan hátt á þessi mál. Tvær konur sem við leituðum upplýsinga hjá voru ekki fyllilega ánægðar með niðurstöðumar og því birtum við athugasemdir þeirra hér á eftir. -A.BJ. Það borgar sig að prjóna Hingað til hef ég talið alla um- fiöllun um neytendamál af hinu góða en eftir lestur greinar BB á neyt- endasíðu DV síðastliðinn fostudag fer ég að efast. Meginforsenda þess að slík umfiöllun sé marktæk er að greinarhöfundur hafi vit á þvi sem fiallað er um og að þær vömr sem bomar em saman séu sambærilegar. BB gefur sér strax forsendur sem hún (hann) byggir alla sína umfiöll- un á. Það er seinlegt að prjóna og tímakaupið þvi lágt og leiðinlegt að handþvo peysur og því margborgi sig að fara út í búð og kaupa peysu. BB tekur hvergi fram hvort þvo megi þær ullarpeysur sem fást í búðum í þvottavél enda ólíklegt að svo sé. Síðan slær BB upp ýmsum tölum um verð á peysum úr mohair og angóra án þess að gera frekari tilraun til samanburðar þar sem slíkar peysur fást í verslunum. Ég er reiðubúin að lána BB hand- prjónaða peysu úr 100% angóra, silki og fleiri gimilegum efhum, síð- an getur hún (hann) gengið búð úr búð og athugað hvort hún (hann) fær sambærilega peysu úr sambærileg- um efhum á jafhgóðu verði og gamið í hana kostar. Að lokum vil ég benda BB á að prjóna peysu eða sauma flík og allar hannyrðir em tómstundagaman sem gefa lífinu gildi. Sköpunargleðin fær útrás á heilbrigðan og skemmtilegan hátt. í neytendaþjóðfélagi þar sem hraði og stress einkenna allt mann- líf er fátt betra en að setjast niður í ró og næði með prjónana og slaka á huga og hönd og sú ánægja sem fæst við að skapa sjálfur fæst ekki keypt í búðum og verður aldrei met- in til fiár. Rut Bergsteinsdóttir, Gam og gaman, Hverflsgötu 98, Reykjavík.“ Hver er kostnaðurinn? Við fengum einnig athugasemd frá Auði Rristinsdóttur, Gambúðinni Tinnu sem var eftirfarandi: „Gambúðin Tinna var beðin að svara spumingunni „hvað kostar gam í meðalstóra kvenpeysu? í DV sl. fostudag. Neytendum til glöggv- unar er rétt að eftirfarandi komi ffarn: Verð í Gamtegund meðalstóra kvenpeysu Peer Gynt 100% ull 1.000 Pritty 50%, 50% akrýl 480 Mini-mohair 30% ull, 20% mohair, 50% aluýl 553 Plassard 100% bómull 1.180 Burstuð ull 77% ull, 23% viscose 1.040 Fritidsgam 100% ull 826 Cavalér 100%, akiýl 696 Er hagstætt að prjóna sérhannaðar peysur eða kaupa verksmiðjufram- leiddar peysur? Neytenda er að svara þvi. Auður Kristinsdóttir, Garnbúðinni Tinnu. Handprjónuð peysa úr Peer Gynt garni, 1000 kr„ og leiðbeiningarnar fylgja. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.