Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Qupperneq 4
qnn> a rx" yy 7 T,A r«'>- r crqaT/'n MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. Stjómmál Stjómmálaályktun 19. flokksþings Framsóknarflokksins: Anægja með afirakstur nkisstjómarstarfsins Hér bera þeir saman bækur sínar Páll Pétursson, Steingrímur Hermannsson, Guðmundur Bjarnason og Halldór Ásgrimsson og er greinilega verið að ræða eitthvert alvariegt mál. DV-mynd Bj.Bj. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, og Haildór Ásgrímsson varaformaður flokksins, óska hvor öðrum tii hamingju með endurkjörið. En þeir hlutu yfir 90% atkvæða i embættin. DV-mynd Bj.Bj. Foiystan endur- kjörin Samkvæmt nýjum ákvæðum í lögum Framsóknarflokksins var stjóm flokksins nú í fyrsta skipti kosin á flokksþingi, en hún hefur áður verið kosin af miðstjóm flokksins. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra var endurkjörinn formaður flokksins með 96% af greiddum atkvæðum. Varaformað- ur flokksins, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, var einnig endurkjörinn og Guðmundur Bjamason verður áíram ritari og Finnur Ingólfeson gjaldkeri. Þeir fjórir fengu yfír 90% greiddra at- kvæða. Þingheimur lýsti yfir ánægju sinni með endurkjör stjómarinnar með dynjandi lófataki. Á þessu nítjánda flokksþingi Framsóknar- flokksins voru mættir 577 aðalfuil- trúar auk fjölmargra varafúlltrúa víðs vegar að af landinu. -SJ Samþykkt stjómmálaályktunar var síðasta verk 19. flokksþings Framsóknarflokksins sem stóð yfir á Hótel Sögu nú um helgina og lauk um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Miklar umræður urðu um ályktun- ina en samkvæmt dagskrá þingsins var gert ráð fyrir að því lyki klukk- an fjögur í gær. Yfirskrift ályktunar- innar er „Ný öld í augsýn" sem einnig var kjörorð flokksþingsins. Fyrsti kafli hennar fiallar um ár- angur ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar og nefhist sá kafli einfaldlega „Festa" og er þar vísað til kjörorða Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Þar segir að flokkurinn hafi haft forystu um lögbundnar efnahagsað- gerðir sem leitt hafi til hjöðnunar verðbólgu. „Sá árangur va:- innsigl- aður á síðastliðnum vetri með víðtækum kjarasáttmála sem ríkis- stjómin hafði skapað forsendur fyrir með aðgerðum sínum.“ Einnig segir í þessum kafla að í lok ársins verði kaupmáttur ráðstöfunartekna að meðaltali meiri hér en nokkru sinni fyrr, verðbólga verði minni en hún hefur verið í 15 ár, spamaður verði meiri en hann hefur verið í 14 ár. Auk þess segir að atvinnuleysi sé ekkert hér á landi og að erlendar skuldir og greiðslubyrði fari lækk- andi sem hundraðshluti af þjóðar- framleiðslu. Síðan segir: „Þessi umskipti hafa leitt til efnhagslegs stöðugleika og gert íslensku þjóðinni kleift að ganga á ný inn á braut framfara, efnhagslegs frjálsræðis og velferðar." í næsta kafla ályktunarinar sem nefhist „Sókn“ er fagnað ýmsum aðgerðum stjómvalda eins og stofn- un Þróunarfélags íslands, einnig em nefndar skipulagsbreytingar i sjáv- arútvegi og landbúnaði sem séu gmnnur að meiri framleiðni og hag- kvæmni þessara atvinnugreina. „Alþjóð er þó ljóst að í þessum mál- um hefur Framsóknarflokkurinn unnið nauðsynlegt tímamótaverk." segir í umijöllun um aðgerðir í sjáv- arútvegi og landbúnaði. Baráttumál í komandi kosn- ingum Sérstakur kafli í stjómmálaálykt- un flokksþingsins fjallar um bar- áttumálin í komandi kosningum, þar er m.a. vikið að byggðamálum og fjallað run opinbera þjónustu við dreifbýlið. Þar segir „Byggðastofnun verði efld, stjómsýslustöðvum komið upp í kjördæmum landsbyggðanna og þangað færð sú opinber þjónusta sem dreifbýlinu er nauðsynleg. Verkefni, ábyrgð á þeim og tekjur til þess að framkvæma þau verði færðar til landsbyggðarinnar. Til að gera það kleift verði komið á fót öflugum lýðræðislegum stjómsýslu- einingum. Á þinginu var ekki tekin endanleg afetaða til þess hvort koma ætti á 3ja stjómsýslustiginu, en Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra er andvígur þeirri hug- mynd. Þorri þingmanna mun þó hafa verið fylgjandi því að 3ja stjóm- sýslustigið yrði tekið upp. Fleiri baráttumál flokksins í kom- andi kosningum em talin upp eins og að nýta eigi góða stöðu þjóðar- búsins til að treysta rekstrargrun- dvöll atvinnuveganna og þar eru frystihús sem eiga í erfiðleikum eftir „óðaverðbólgu" sérstaklega nefnd. Framsóknarmenn telja að endur- skoða þurfi skattalögin og að þau verði einfölduð. Loks má nefha af- stöðu flokksins til þátttöku erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi, en hann er talinn geta verið nauðsyn- legur og æskilegur ef um er að ræða atvinnurekstur sem byggir á tækni- nýjungum eða nýjum mörkuðum. Síðar kemur fram að flokkurinn tel- ur að endurskoða þurfi löggjöf um þátttöku erlendra aðila hér á landi, þannig að íslenskir hagsmunir verði sem best tryggðir. Staða varnarmáladeildar verði endurskoðuð I kaflanum um utanríkis- og örygg- ismál kemur fram að flokksþingið telji eðlilegt að staða og starfssvið vamarmálanefndar og vamarmála- deildar verði endurskoðað. Þetta er ekki útskýrt nánar í ályktuninni. í kaflanum er einnig tekið fram að flokkurinn vilji ekki að starfeemi eða hemaðarframkvæmdir á vegum vamarliðsins eða NATO verði aukn- ar, þar er tekið fram að einnig sé átt við ratsjárstöðvar, birgðageymsl- ur og flugvelli. Framkvæmd vamar- samningsins við Bandaríkin er gagnrýnd og segir í ályktuninni „Hvað varðar framkvæmd vamar- samningsins við Bandaríkin telur flokkurinn á það skorta að haldið hafi verið á málum af nægilegri festu og í samræmi við öryggishagsmuni Islendinga." Ný öld í augsýn Síðasti kafli ályktunarinnar ber sama heitið og ályktunin sjálf eða „Ný öld í augsýn", þar segir m.a. „Höfuðverkefni íslenskra stjórnmála á næstu árum verður að búa þjóðina undir tuttugustu og fyrstu öldina. Til þess þarf framsýni og víðsýni." í dag mælir Dagfari Endalokin í augsýn Flokksþingi Framsóknarflokks- ins lauk í gær og eftir fréttum að dæma urðu þar engin stórátök. Þó er ljóst að sveitavinir létu allmikið til sín taka og réðu kjöri í miðstjóm með þeim afleiðingum að hlutur þéttbýlisins á Reykjanesskaganum minnkaði um helming frá því sem áður var. Svo langt var gengið að Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, náði ekki einu sinni kjöri í mið- stjóm, hvað þá aðrir spámenn eins og til dæmis Erlendur Einarsson. Þóttust margir kenna anda Stefáns Valgeirssonar svífa yfir vötnum þá miðstjómarkjörið fór fram og þar var kosið eftir nákvæmri uppstill- ingu sem dreift var skriflega á fundinum þótt svo eigi að heita að allir hafi verið í kjöri. Kjörorð þings- ins hjá Framsókn er „Ný öld í augsýn". Nú er það í sjálfu sér ekki nein ný tíðindi, því ýmsir sem standa utan Framsóknarflokksins hafa einnig uppgötvað að árið tvö þúsund er ekki langt undan og greinilega í augsýn. Hins vegar verður ekki í fljótu bragði séð hvað það kemur Framsóknarflokknum við því margir telja ólíklegt að hann verði enn tór- andi þegar ný öld gengur í garð. En á Framsóknarþinginu em menn auðvitað fullir bjartsýni eins og vera ber á flokksþingum. Og þing- fulltrúar komu saman i Háskólabíói og sungu og skemmtu sér. Daginn eftir þessa skemmtan tók hins vegar alvaran við og einkum birtist hún í ræðu Finns Ingólfssonar, gjaldkera flokksins. Þegar hann gerði grein fyrir fjármálum flokksins var þar fátt um fína drætti. I stuttu máli var niðurstaða gjaldkerans sú að flokk- urinn skuldaði 25 milljónir en ætti ekki lengur neinar eignir. Það sem einkum hefúr orðið til að koma flokknum á kaldan klaka fjárhags- lega er kostnaður við að reyna að koma skoðunum flokksins á fram- færi. Nú skuldar Framsóknarflokk- urinn um 70 milljónir króna vegna blaðaútgáfu og eftir að hafa selt Framsóknarhreiðrið við Rauðarár- stíg standa enn eftir 25 milljónir í skuld. Dýrt er Drottins orðið, var einu sinni sagt en þó vafamál að það sé jafndýrt og Steingríms orðið. Það er greinilegt að þjóðin hefur ekki viljað greiða það verð fyrir upplýsingar um stefiiu Framsóknar- flokksins sem það kostar að fram- leiða áróðurinn. Er vandséð hvemig flokknum tekst að losa sig úr fjár- hagskreppunni áður en nýja öldin skellur á. Hins vegar lét gjaldkeri flokksins þess getið að nú væru kraftaverkamenn að störfum á Tí- manum og hefði raunar komið fram lítils háttar hagnaður af blaðaút- gáfúnni fyrstu níu mánuði ársins. Gott fyrir Framsókn ef rétt er en það er eins og Dagfara rámi í að í fyrra lífi tiltekins kraftaverkamanns á Tí- manum hafi það borið við að ógreiddir reikningar hafi ekki skilað sér inn í bókhaldið á meðan allar tekjur voni þar samviskusamlega tíundaðar. Var þá fjárhagsafkoma oftar en ekki góð - á pappírunum. Annars heyrist Dagfara á kunningj- um úr Framsókn að það sé einn megingalli Tímans hvað hann sé fer- lega leiðinlegt blað. Er helst á þeim að skilja að þeir taki út meiri háttar þjáningar í tilraunum sínum til að komast í gegnum efni blaðsins dag frá degi. Um þetta getur Dagfari ekki dæmt þar sem hann er ekki í flokknum og er því laus undan þeirri þungbæru skyldu flokksþræla að þurfa að lesa Tímann upp á hvem dag. Ekki er nú ástandið björgulegt þegar einn flokkur getur hvorki haldið úti blaði, sem einhver fæst til að lesa sjálfviljugur, né heldur að útgáfan geri annað en að safria skuldum. En Valur hlaut góða kosn- ingu í miðstjóm og því ekki útilokað að SÍS frændi láti eitthvað af hendi rakna til blaðsins, ekki síst nú þegar tókst að losna við Erlend kaffi- baunakóng úr forystu flokksins. Framsóknarflokkurinn hefúr nú ve- rið í sókn í 70 ár ef marka má leiðara Tímans sem Dagfari slysaðist til að hlusta á upplesinn í útvarp. Þessi sóknarlota hefur skilað þeim árangri að flokkurinn er svo til rúinn öllu trausti kjósenda og þótt Hriflu-Jónas segði á sínum tíma að þar ættu þröngsýnir og smásálarlegir sveita- vinir ekki heima þá sýnir sagan að þess konar menn hafe borið uppi flokksstarfið til þessa. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.