Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 3 Fréttir Útflutningur sjávarafurða 1986: Verðmætið meira en nokkru sinni fyrr - þrátt fyrir rýmandi dollar Heildarverðmæti útflutts sjávar- fangs á síðasta ári nam 35,4 milljörðum króna fyrir 718 þúsund tonn. Þetta er að mágni til 3% meira en 1985 en að verðmæti 36,7% meira. Þrátt fyrir rýmandi verðgildi dollarans, sem er aðalgjaldmiðill fyrir seldar sjávaraf- urðir, hefur aldrei í sögunni fengist meira verðmæti fyrir sjávarafurðir landsmanna en árið 1986. Heildarvömútflutningur lands- manna árið 1986 nam 44,9 milljörðum króna og samkvæmt því er hlutfall sjávarafurða 78,9% sem mun vera hærra hlutfall en undanfarin ár. Árið 1981 var algert metár í sjávar- útvegi og skilaði hvað mestu raun- virði. Þá nam verðmæti sjávarafurða 713,2 milljónum dollara en í fyrra nam verðmætið 861 milljón dollara. -S.dór Kaþólskir andvígir smokkaherferð landlæknis: Gúmmí leysir ekki eyðnivandamálið Kaþólikkar á íslandi em ekki sáttir við smokkaherferð landlækn- is: „Okkur þykir lögð of einhliða áhersla á þessa lausn eyðnivanda- málsins án þess að bent sé á sið- ferðilega hlið málsins. Ef fólk sýnir ábyrga hegðun í kynferðisefnum er ekkert að óttast," sagði séra Hjalti Þorkelsson, prestur kaþólskra í Landakoti. „Mér fmnst eins og geng- ið sé út frá því að fjöllyndi sé nauðsynlegt en ég bendi á að mök em ekki eingöngu líflræðileg nauð- syn heldur einnig og ekki síður tjáning um ást.“ Kaþólikkar víða um lönd hafa snú- ist öndverðir gegn herferðum heil- brigðisyfirvalda gegn eyðni sem oftlega hafa einkennst af smokka- Línan frá Róm: Siðferði en ekki smokkar ráði ferðinni. áróðri eins og hér á landi. í Þýska- landi halda kaþólskir því fram að gúmmí leysi ekki eyðnivandamálið og sagðist séra Hjalti Þorkelsson geta tekið undir það. Eins og kunn- ugt er leyfir kaþólska kirkjan engar getnaðarvamir aðrar en þær sem em náttúrlegar og innbyggðar í tíða- hring kvenna. „Línan frá Róm í baráttunni gegn eyðni er sú að siðferði en ekki smokkar eigi að ráða afstöðunni,“ sagði Torfi Ólafsson. formaður ka- þólskra leikmanna hér á landi. „Við höfum re\mdar ekki rætt þetta vandamál mikið í okkar hópi enda flestir félagsmenn eldra fólk.“ -EIR Fiskvinnslufyrirtæki: Rafstóðvar eni víða í notkun Talsvert er um það að fiskvinnslu- fyrirtæki úti á landi noti rafstöðvar til þess að ke\Ta niður álagstoppa. einkum í loðnuvinnslu. og er ástæða þess bæði sú að það rafmagn sem þannig fæst er hagkvæmara og einnig hitt að í ýmsum tilfellum var íjárfest í rafstöðvunum þegar skömmtun og skoilrn- var á rafmagni. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Sigurði Einarssyni. forstjóra Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja. hefur fynrtækið haft 120 kílóvatta dís- ílrafstöð í notkun frá árinu 1980 og er hún einmitt til þess notuð að keyra niður toppa. Sagði Sigurðm- að spam- aðurinn með notkun vélarinnar. miðað við aðkeypt rafinagn. væri tölu- vert mikill og kvaðst hann telja að munurinn væri sripaður og hjá Granda hf.. eða um 600 til 800 þúsund krónur á ári. ..Þetta kemur vel út fjár- hagslega." sagði Sigurður. Sagði hann að rafstöðin væri ekki tengd inn á rafkerfi frystihússins held- m aðeins við aðra frystivélina sem notuð væri til loðnufrystingar og væri rafstöðin gangsett á álagstoppimi. Þá gat Sigurðm þess að Fiskimjöls- verksmiðjan í Vestmannaeyjimi væri einnig með rafstöð sem notuð væri i sama tilgangi en sú vél væri stærri en rafstöð Hraðfrystistöðvarinnar. -ój Rafstöð Granda hf.: Lagfæríngar gerðar í „Við erum að lagfæra það sem at- hugasemdir voru gerðar við af hálfu Rafmagnsveitu Reykjavíkm og Raf- magnseftirlits," sagði Brynjólfm Bjamason, forstjóri Granda hf., í sam- tali við DV í gær. Svo sem kunnugt er leigði Grandi hf. rafstöð sem tengd var við þær vélar fyrirtækisins sem notaðar em við loðnuvinnslu og mun sú ráðstöfun leiða til mun lægra raforkuverðs en Rafinagnsveita Reykjavíkm býðm upp á.. Eins og fram kom i blaðinu í gær var frágangi rafstöðvarinnar í einhverju ábótavant að mati Raf- magnsveitu Reykjavíkm og Raf- magnseftirlits en lagfæringar vom gerðar í samræmi við þær athuga- gær semdir í gær, að sögn Brynjólfs. Felast lagfæringamar meðal annars í þvi að skúr sá sem rafstöðin er í var fluttm til og rafinagnskapall lengdur. „Rafstöðin mun áfram verða í gangi en við munum bráðlega hitta forsvars- menn Rafmagnsveitunnar til þess að ræða málin," sagði Brynjólfur. -ój Starfsmenn viö rafmagnsinntakið í fyrirtækinu. Fremst á myndinni er Eirikur Jónsson, rafvirki hjá Granda hf. DV-mynd S. Skúrinn, sem rafstöðin er i, var fluttur til í gær en rafstöðin mun halda áfram að framleiða ódýrt rafmagn fyrir Granda hf. Vöðuselavaða á íslandsmið: Hornafjarðarbátar fengu á 3ja tonn af sel í net sín - vaxandi selagengd er einnig fyrir Norðuriandi „Fyrir fjórum árum fór aðeins að bera á því að bátar héðan fengju sel í netin. Síðan hefur hans orðið æ meira vart ár frá ári en aldrei eins og nú. I gær komu Hornafjarðarbát- ar með vel á 3ja tonn af vöðusel að landi og hefur aldrei annað eins magn borist að landi úr einum róðri hér á Homafirði," sagði Elvar Ein- arsson hjá fiystihúsinu á Hornafirði í samtali við DV í gær. Víða hefur vöðusels orðið vart fyr- ir Norðurlandi. Eins og DV skýrði frá í gær hafa sjómenn í Grímsey verið að fá allmikið af vöðusel i net- in og fer það vaxandi. Mörg undan- farin ár hefur vöðuselsins ekki orðið vart á miðum Grímseyjarbáta fyrr en undir vor en nú varð hans vart í janúar. „Hér á Húsavík hafa sjómenn ve- rið að fá vöðusel í netin og er það óvenju snemmt og meira en undan- farin ár. Gamlir menn hér á Húsavík segja mér að í lok seinni heimsstvrj- aldarinnar og næstu ár á eftir hafi verið mjög mikið af vöðusel hér við land. Norðmenn hættu öllum sel- veiðum á stríðsámnum. Nú hafa þeir ekki veitt sel í nokkur ár vegna aðgerða grænfriðunga og maður get- ur vel hugsað sér að vaxandi sela- gengd nú standi í sambandi við það,“ sagði Jónbjöm Pálsson, líf- fræðingur hjá útibúi Hafrannsókna- stofhunarinnar á Húsavík, i samtali við DV. Vöðuselagengd við N-Noreg hefur verið með ólikindum undanfarnar vikur og bæði eyðilagt net sjómanna og fælt fiskinn af miðunum. Svo mikið vandamál er þetta orðið i Noregi að málið er til umræðu á þingi Norðurlandaráðs. Þar spá menn í hvað hægt sé að gera til að spoma við þessum ófögnuði. Svo gæti farið að fiskimið okkar hér við land væru í hættu ef vöðuselurinn leitaði hingað í vaxandi mæli. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.