Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Viðskipti Steypuskemmdir: Enginn ábyrgur, eigandi stendur uppi með skaðann í grein, er Haraldur Ásgeirsson, fyrr- verandi forstjóri Rannsóknastofhunar byggingariðnaðarins, skrifaði í DV þann 16.2. 1987, ásakar hann undirrit- aðan um vanþekkingu á sviði steypu- skemmda og steypuviðgerða og að verið sé að hræða fólk frá því að byggja úr steinsteypu. Af þessu tilefni sé ég mig tilneyddan að fjalla um nokkur atriði í grein Haraldar og upp- lýsa hann um nokkur atriði sem virðast hafa farið fram hjá honum nú síðari árin. Steinsteypa getur verið mjög end- ingargott byggingarefhi ef rétt er með hana fanð, en eins og hún er með- höndluð á mörgum stöðum hér á landi uppfyllir hún engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til hennar, samanber allar þær skemmdir sem komnar eru fram hér á landi á nýlegum mann- virkjum. Haraldur heldur því fram í grein sinni að steypuskemmdir hafi ekki aukist nú síðari árin. Þessa fullyrð- ingu hans er hægt að hrekja á ýmsan hátt en ég vil þó aðeins néfha eftirfar- andi: I bréfi frá byggingafulltrúa frá í okt- óber 1985 um steypueftirlit á bygging- arstað kemur fram að 8% sýna hafa sigmál hærra en 13 cm. Áætla má að á suðvesturhomi landsins hafi árið 1983 verið steyptir 180-200 þúsund rúmmetrar, og má því áætla að 14-16 þúsund rúmmetrar. er stevptir voru þetta ár, hafi ekki haft nægjanlegt veðmnarþol, og því er bara að vona fyrir hönd þess fólks sem þessa aló- nýtu rúmmetra keypti að þeir hafi allir lent í inniveggjum, en efa ég það. Á myndum hér á síðunni má sjá nýleg stórskemmd mannvirki, en við- gerðir á þeim hafa kostað eigendur Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8,5-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10—15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18 Bb Ávisanareikningar 3-10 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Úb. Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Ab.Úb Innlán með sérkjörum 10-21.5 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9.5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-9.75 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar((orv.) 17,75-20 lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21. 75-22 Almenn skuldabré((2) 18-21.25 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 18.5-21 Lb Útlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5.75-6,75 Lb Til lengri tima 6.25-6.75 Lb Útlán til framleiðslu Ísl. krónur 15-20 Sp SDR 7.75-8.25 Lb.Úb Bandarikjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 12.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5.75-6.5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-6,5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala feb. 1594 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 7,5% 1 .jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtu- dögum. iiiíiilÍlliJJiáliMlljátíifMíM þeirra milljónir króna, og svipaða sjón má sjá víða um borgina. Haraldur heldur þvi fram að með íblöndun kísilryks batni ryðvemdun steypunnar. Hið rétta er að steypa úr kísilryksblönduðu sementi verður þéttari en pH-gildi hennar lækkar, en það eykur aftur hættuna á ryðmyndun í steypustyrktarstálinu. Því er ekki hægt að tala um bætta ryðverndun í steypu úr kísilryksblönduðu sgmenti. Haraldur heldur þvi einnig fram að með sementi íblönduðu kisilrvki fáist aukinn styrkur í steypuna og megi þvi aður hefúr verið með sílani opnast leið fyrir vatn inn í steypuna og það kemst ekki þaðan aftur nema í gufu- formi, slík spmnga sést ekki á veggn- um. 2. Niðurstöður rannsókna frá Vest- ur-Þýskalandi sýna að notkun sílans á steinsteypu eykur hraða kolsýru- verkunar (sílanefhið virkar ekki sem hvati á kolsýruverkunina, heldur auð- veldar koltvisýringi að komast lengra inn í steypuna). 3. Gagnslaust er að úða silani yfir málingarlög. Miklar skemmdir komu fram á Höfðabakkabrúnni tveim árum eftir að hún var byggð. Viðgerðin kostaði eigandann stórfé. Enginn er ábyrgur. auka loftinnihald hennar. Þessi full- yrðing hans finnst mér nokkuð tvíræð. Rétt er það að styrkur steypunnar eykst, en að það bæti veðrunarþol hennar að bæta við loftinnihald henn- ar tel ég fráleitt. Við verðum ávallt að reyna að fá sem þéttasta steypu en þó með nægjanlegu loftinnihaldi til að taka við þeirri rúmmálsbreytingu er verður þegar vatn það sem í steyp- unni er frýs. Aukið loftmagn gerir steypuna gljúpa og auðveldar t.d. koltvísýringi leið inn í hana og eykur þar með hættuna á kolsýruverkun, einnig lækkar brotþol hennar við aukið loft- innihald. Haraldur hrósar happi yfir tilkomu sílanefnanna sem hafa verið notuð ótæpilega nú síðari árin hér á landi sem lausn á öllum okkar vandamálum. Sílanefnin eru ágæt til ýmissa nota og hefur R.b. náð árangri í tilraunum við að þurrka upp raka úr veggjum sem skemmdir eru af völdum alkalí- efnahvarfa en efnið hefur einnig sína galla sem sjaldan er fjallað um og finnst mér því rétt að nefna þá hér. 1. Ef sprunga kemur í vegg sem úð- 4. Sílanefni ganga ekki á lárétta fleti. 5. Sílan gagnar ekki til notkunar gegn alkalískemmdum í köldum veggjum. Haraldur nefnir einnig að rannsókn- ir undanfarinna ára hafi aukið þekk- ingu okkar á vömum gegn veðmn, og er það rétt, en það þýðir lítið að búa yfir þekkingu ef hún er ekki notuð á réttan hátt. Nauðsynlegt er að koma þessari þekkingu í form reglugerða og laga um framleiðslu og meðhöndlun steypu á byggingarstað. Þá er ekki síður nauðsynlegt að koma á auknu eftirliti með steypu- vinnu á byggingarstað og gera þá aðila sem að þessari vinnu standa ábyrga. Nú fyrir skömmu hóf steypustöðin Ós hf. að gefa 10 ára ábyrgð á stein- steypu, og er það vel, og vona ég að allar steypustöðvar landsins fylgi á eftir. Það gæti orðið til þess að þeir sem byggja í framtíðinni úr stein- steypu geti sofið rótt og þurfi ekki að hafa áhyggjur af stórfelldum steypu- skemmdum. Bjami Jónsson byggingatæknifræðingur Miklar skemmdir hafa komiö fram á Menningarmiðstöðinni Gerðubergi nokkr- um árum eftir að hún var tekin i notkun. Eigandinn stendur uppi með skaðann. Enginn ábyrgur. Fjórir alþingismenn: Vilja nýjar reglur um steypugalla Fjórir þingmenn Framsóknarflokks- ins, með Davíð Aðalsteinsson sem fyrsta flutningsmann, hala lagt fram svohljóðandi þingsályktunartillögu um ábyrgð vegna galla í húsbygg- ingum og öðrum mannvirkjum: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að skipa neftid til þess að kanna og gera tillögur um ábyrgð þeirra sem beint eða óbeint tengjast húsbyggingum og annarri mann- virkjagerð. Skal einkum hugað að fyrmngarfresti á bótakröfúm vegna galla á hendur efinssölum, bygging- araðilum og hönnuðum og leitast við að samræma og einfalda reglur í þessum efrium til hagsbóta neytend- um og þeim sem hlut eiga að bygg- ingai-starfsemi.“ I greinargerð segja flutningsmenn að meginreglur, sem í gildi virðast hér á landi um ábyrgð og fymingar- tíma vegna þessara galla, geti vart talist sanngjamar eða rökrænar. -KMU Ullarverksmiðja Álafoss Bændur eiga inni síðan í september „Því miður er það rétt að við höf- um ekki getað gert upp við marga bændur síðan í september í haust. Ástæðan fyrir þessu er. sú að heims- markaðsverð á ull hefur hrapað niður og því er það verð sem við greiðum bændum hér alltof hátt. Mikið misvægi hefur því myndast milli ullarverðs og niðurgreiðslna. Ég fæ ekki séð að úr þessu rætist fyrr en ríkisstjómin hefur tekið á- kvörðun um hvort hún eykur niðurgreiðslur til ullarkaupa eða ekki. Auðvitað reynum við það sem við getum en staðan er mjög erfið sem stendur," sagði Gunnlaugur Jóhannsson, fjármálastjóri Álafoss, í samtali við DV. Álafoss er í skuld við marga bændur vegna ullarkaupa síðan í haust er leið. Gunnlaugur sagði að þessi árstími væri að jafriaði sá erfiðasti hvað greiðslum viðviki en þrátt fyrir það væri fjárhagsstaðan hjá Álafossi nú erfiðari en oft áður enda hefði síð- asta ár verið erfitt. Nú væri aftur á móti bjartara framundan þar eð gerðir hefðu verið góðir sölusamn- ingar fyrir þetta ár. Ástæðuna fyrir lækkandi ullar- verði á heimsmarkaði sagði Gunn- laugur þá að mikið framboð væri á ull á markaðnum og sumar þjóðir, eins og til að mynda Sovétmenn, hefðu boðið verðið niður. -S.dór Vísitala byggingarkostnaðar: Byggingarkostnaður hækkar um 18,7% Vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi í febrúar reyndist vera 0,68% hærri en í janúar. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um 15,2%. Undanfama 3 mánuði hefur hún hækkað um 4,4% og jafngildir það 18,7% verðbólgu á einu ári. Af hækkun vísitölunnar frá janúar til febrúar stafa 0,4% af verðhækkun innihurða en 0,3% af hækkun á verði ýmiss byggingarefnis, bæði innlends og innflutts. -S.dór Smábátaeigendur: Hinar umdeildu dragnótaveiðar Landssamband smábátaeigenda hefur ritað sjávarútvegsráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, bréf þar sem mótmælt er óbreyttum dragnóta- veiðum á því tímabili aem nú er hafið. J bréfinu benda smábátaeig- endur á að dragnótaveiðar hafi alltaf verið mjög umdeildar og að ekkert veiðarfæri hafi verið jafiiumdeilt hér á landi. Þá benda þeir á að Lands- samband smábátaeigenda hafi á aðalfundi sínum samið ítarlegar til- lögur um hvemig dragnótaveiðun- um skuli háttað en Halldór Ásgrímsson ekkert tillit tekið til*' þeirra. Þá segir í bréfinu að þegar Lands- sambandið var stofnað hafi sjávarút- vegsráðherra lýst því yfir að stofhun þess væri bráðnauðsynleg, svo hægt væri að hafa samráð við alla smá- bátaeigendur um það sem varðar hagsmuni þeirra. Því sé það kaldr- analeg staðreynd að tillögum Landssambands smábátaeigenda skuli hafa verið stungið undir stól og ekkert tillit til þeirra tekið. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.