Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. VERSLUNARHÚSNÆÐI PENNANS í Hafnarstræti 18 er til leigu frá 1. júní nk. húsnæði samtals 279 m2 á 1. hæð ásamt 60 og 80 m2 húsnæði á 2. hæð. Skipta má hús- næðinu í tvær verslanir. Tilboð, merkt „Hafn- arstræti 18", sendist á auglýsingadeild DV, Þverholti 11, fyrir 28. febrúar nk. GROFUMAÐUR Hafnarfjarðarbær óskar að ráða gröfumann á JCB vél. Viðkomandi þarf að hafa tilskilin vinnuvélarétt- indi. Allar upplýsingar gefur yfirverkstjóri í áhaldahúsi. Bæjarverkfræðingur. RITARI Laust er til umsóknar starf skólaritara við Flensborgar- skóla. Umsóknir, er greini aldur og fyrri störf, skulu berast bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði eigi síðar en 27. febrúar nk. Bæjarstjórinn í Haínarfiröi. getr§una- VINNINGAR! 27. LEIKVIKA - 21. FEBRÚAR 1987 VIIMNINGSRÖÐ: 21X-1X1-X2X-111 1. VINIMINGUR: 11 RÉTTIR, kr. 43.700 1237 47056(4/10) 58906(4/10) 3615(3/10)+ 47077(4/10) 63425(4/10) + 11044(2/10)+ 55915(4/10) 98566(6/10) 102856(2/11.10/10)-*- 125951(6/10) + 126189(6/10) 129743(6/10)4 220880(11/10) 640288 2. VINNINGUR: 10 RÉTTIR, kr. 1.161,- 792 16132 49870 60789 125085 129527' 220343 613805 3544 18802 + 50492 60852 126003' + 130274' 220634'+ 613820 4223 41377 50465 61420 126139 + 130414 + 220638'+ 639490' 4482 41756 + 50528 61993 126162 130550'+ 220894 639522 4608 42435 50907 62249 126172' 130697" 221056 640281 5685 44479 51480 62759 126183 168011 221061" 658265 6469 44922 51768 62786 126567' 168945 221093 658267 8111 45035 + 53381 62795 + 127051' 168992 221106 658390 10838 45101 * + 54604- 63354 127052' 188528 22115 658431 10856 45451• 55012 63636 + 127296' 201668' 563654 658433" 11042+ 45535 55783 63701+ 127816' 207240 563812 658434 11048+ 45565 56234' 63707 127872' 208207'+ 564913 658447 11111 +- 46761' 57839 95827 + 128077' 213134 564915 658700 11116+ 46828" 59507 + 97066 128377 214289 + 574516 658754 11126+ 480811 59535 + 97309 + 128753' 216214 600844 660005 11127+ 48392 59546 + 100283 128755' 216865' 600845 660074 13904 49648 59652 102833+1 128758' 216899 600850' 668989 14985 49864 60538 102855' + 129080' 218018' + 613800 ' = 2/10 " = 4/10 íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmónnum og á skrifstofunni í Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar fíl greina Kærufrestur er til mánudagsins 16. mars 1987 kl. 12.00 á hádegi. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfana til íslenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. Fréttir______________________ Vasabiblía alkóhólistans 365 síður með daglegri hvatningu „Þetta er bók sem allir alkóhólistar ættu að eiga. Hún er í fallegu og þægi- legu bandi og fer vel í vasa,“ sagði Tómas Tómasson veitingamaður um bók sem samtök einstaklinga, sem far- ið hafa í meðferð vegna áfengissýki til Hazelden í Bandaríkjunum, hafa gefið út í samvinnu við styrktarfélag Sogns. Bókin nefhist „Tuttugu og fjögurra stunda bókin“ og efhi hennar er bandarískt. Leyfi til þýðingar fékkst gegn loforði um að hún yrði seld á kostnaðarverði og án ágóða. Bókin er 365 síður og á hverri blað- síðu er hugleiðing hvers dags, íhugun og bæn. 1 formála segir meðal annars: „Höfúndurinn vonar að þessi dag- lega lesning hjálpi AA-félögum að finna þann kraft sem þeir þurfa til að halda sér frá áfengi allar 24 stundir sólarhringsins. Ef við tökum ekki fyrsta sopann í dag tökum við hann aldrei því að það er alltaf „í dag“.“ Hér fylgir sýnishom af blaðsíðu 59, lesefni föstudagsins 20. febrúar: AA-hugleiðing dagsins: „Hér áður fyrr var Bakkus vinur minn. Ég skemmti mér vel með honum við drykkju. Öll mín skemmtun var tengd drykkjuskap. En að því kom að Bakkus brást mér. Ég veit ekki hven- ær áfengið snerist gegn mér en ég veit að það gerðist því að ég fór að lenda í erfiðleikum. Síðan áfengið varð andstæðingur er meginviðfangsefni mitt að vera allsgáður. Brauðstrit eða húshald er ekki lengur aðalverkefhi mitt. Geri ég mér grein fyrir því að aðalverkefni mitt er að vera alls-. gáður?" Ihugun dagsins: „Ég get treyst því að Guð sjái mér fyrir þeim styrk sem ég þarf til að ráða við allar aðstæður. Forsendan er að ég trúi í einlægni á þennan styrk og biðji um hann af öllu hjarta um leið og ég haga lífi mínu eins og ég held að Guð vilji. Ég get komið til Guðs eins og ráðsmaður sem kemur til góðs húsbónda og veit að hann fær strax hljómgrunn varðandi öll skynsamleg erindi.“ Bæn dagsins: „Ég bið um trú á því að Guð hafi vilja og getu til að sjá mér fyrir öllu sem ég þarf. Ég bið að ég fari ekki fram á annað en trú og styrk til að mæta hveiju sem að höndum ber.“ „Tuttugu og fjögurra stunda bókin“ fæst aðeins í Kirkjuhúsinu við Klapp- arstíg og kostar 490 krónur. -EIR „En að þvi kom að Bakkus brást mér... Brauðstrit eða húshald er ekki leng- ur aðalverkefni mitt.“ DV-mynd KAE Gagnfræðaskólinn á Hvolsvelli: Nemendur með sýn- ingu á verkum sínum HaDdór Kristjánssan, DV, Hvolsvelli: Nemendur gagnfræðaskólans á Hvolsvelli héldu fyrr í mánuðinum sýningu á vinnu sinni á undangeng- inni „þemaviku". Stofninn í þessari viku var kynning á heimabyggðinni og leituðu nemendur upplýsinga um hin ólíkustu efni hjá ýmsum fyrir- tækjum og stofnunum á Hvolsvelli og næsta nágrenni. Nemendumir sýndu mikla hug- kvæmni og atorku við að koma hugmyndum sínum á framfæri á þessari glæsilegu sýningu í skólan- um sínum. Má þar nefna ljósmyndir með skýringum og blaðaútgáfu. Þá gat að líta sýnishom af mat- vælaframleiðslu, trjárækt frá Tumastöðum og frá gömlum og nýj- um reiðverum. Útvarpsstöðin Innrás Trjárækt frá Tumastöðum var einn þáttur sýningarinnar sem nemendur héldu. Hér er Jens Gíslason, einn þátttakenda i því verkefni, ásamt kenn- ara sínum, Markúsi Runólfssyni. Fjölmenni var á sýningunni sem þótti hin merkilegasta í alla staði. DV-myndir Halldór var rekin innan skólans á „þemavik- unni.“ Nemendur 9. bekkjar sáu um veit- ingar til fjáröflunar fyrir ferðasjóð sinn. Mikið fjölmenni sótti sýninguna sem var hin athyglisverðasta í hvi- vetna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.