Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. , 22 Erlendir frétíaritarar dv Kvikmynd rtfjar upp sárar stríðsminningar PáB Vílhjálmssan, DV, Osló: Frumsýnd var fyrir viku hér í Osló . umdeild, norsk kvikmynd um óhugn- anlegt morð á hjónum af gyðingaætt- um, sem höfðu verið á flótta undan nasistum í síðari heimsstyrjöld. Kvik- myndin rifjar óþægilega upp fyrir Norðmönnum að það voru ekki ein- vörðungu hvítþvegnar hetjur sem voru í andspymuhreyfingunni á hemámsámnum. „Yfir landamærin" heitir þessi kvik- mynd og er byggð á heimildarskáld- sögu eftir Sigurd Senjea. Greinir sagan frá hjónum, Rakel og Jakob Feldman, sem komu til Noregs frá Rússlandi árið 1911 á flótta undan gyðingaof- sóknum í föðurlandinu. - Jakob Feldman var lærður rakari og setti upp hárskerastofu í Osló. Leið þeim hjónum vel í Noregi og viðskiptin r blómstmðu. Eftir fáein ár áttu þau hjón tvær verslanir í miðbæ Osló og íbúðarhús í úthverfi borgarinnar. Hernámið Þegar Þjóðverjar hertóku Noreg árið 1940 fór fljótt að bera á því að gyðingum væri gert lífið leitt þótt ekki væri strax um að ræða skipulagðar ofsóknir eins og í Helförinni. Lepp- stjóm Kvislings og þýska hemámslið- ið lögðu undir sig eignir gyðinga. Feldman-hjónin misstu íbúðarhúsið en i héldu verslununum tveim. Þegar leið á árið 1942 hófú nasistar ofsóknir gegn gyðingum í Evrópu. Noregur var þar engin undantekning. Feldmanhjónin sáu hvað verða vildi og ákváðu að flýja til Svíþjóðar. Þau seldu allt sem þau áttu fast og komust í samband við andspymuhreyfinguna. Andspymuhreyfingin var búin að koma sér upp flóttahjálp á leiðum til Svíþjóðar. Myrt á leið í öryggið Rakel og Jakob Feldman komu sér til Tröngstad í suðausturhluta Noregs. Þar tóku tveir andspymumenn við þeim og áttu þeir að aðstoða þau yfir til Svíþjóðar í frelsið og öryggið. En þangað komust Feldman-hjónin aldr- ei. Mennimir myrtu hjónin með köldu blóði þann 27. október 1942. Líkunum sökktu þeir í litla tjöm. Vorið eftir flutu þó lík þeirra upp á yfirborðið, Sú stund, sem Norðmenn minnast með mestri ánægju úr hemámi Þjóðverja, en það var eftir uppgjöfina þegar Þjóð- verjar afhentu Akershus-kastala. - Hinu hefur verið reynt að gleyma að ekki voru allir félagar i andspyrnunni hvítþvegnar hetjur. og þá komust yfirvöldin í málið. Þegar í ljós kom að þetta vom lík af gyðingum varð hins vegar lítið úr rannsókn. Enginn lét sig miklu máli skipta örlög gyðinga 1943. Málamyndaréttarhöld Eftir stríð var málið tekið upp til rannsóknar að nýju þrátt fyrir að sterk öfl í þjóðfélaginu vildu koma í veg fyrir það. Það þótti óviðeigandi að draga andspymumenn fyrir rétt svo skömmu eftir stríðslok. Af andspymu- hreyfingunni stafaði ljómi og yfirvöld vom treg til að taka upp mál sem kastaði rýrð á hreyfinguna. Það varð hins vegar ekki hjá því komist að rannsaka morðin á Feldman-hjónun- um eftir að fjölmiðlar fengu áhuga á málinu og tóku það upp til umfjöllun- ar. Andspymumennimir tveir vom handteknir og þeir viðurkenndu morðin. Jafnframt að þeir hefðu rænt Þótt kvikmyndin „Yfir landamærin" rifji upp 45 ára gömul morð á flótta- gyðing- um er minna komið inn á annað sem Norðmenn hefðu helst vilja gleyma en það var að nokkrir tugir þúsunda Norðmanna voru nasistar og 28 þúsund slík- ir voru handteknir upp úr stríðslokum en öllum var sleppt fljótt aftur. líkin. 1 réttarhöldunum byggðu þeir vamir sínar á því að drápin hefðu verið nauðvöm. Nefnilega að Þjóð- veijar hefðu verið fast á hælum þeirra og ef Feldman-hjónin hefðu komist undir hendur óvinanna hefðu þau ve- rið pínd til frásagnar og hefðu getað bent á þá tvo og síðan aðra frjálsa Norðmenn sem höfðu tekið þátt í flót- taundirbúningi gyðinganna. Viðbárur veijenda morðingjanna tveggja vom þær að á stríðstímum giltu aðrar siðareglur en á fríðartím- um. Andspymumennimir hefðu í reynd verið eins og hveijir aðrir her- menn sem neyddust til þess að taka mannslíf þegar svo stæði á. - Saksókn- arinn leiddi samt fram vitni sem bám að hætta af Þjóðveijum hefði verið lítil þennan umrædda 27. október. Það gerði mál andspymumannanna enn verra að þeir játuðu að hafa lagt á ráðin um morðin daginn áður en þau vom framin. Þrátt fyrir að sönnunargögn og vætti bentu til hins gagnstæða voru andspymumennimir tveir sýknaðir af morðunum á Rakel og Jakob. Það gerði útslagið að Feldman-hjónin vom gyðingar. Þeir sem hafa kynnt sér málið em þess fullvissir að dómurinn hefði verið öðmvísi ef fómarlömbin hefðu verið norsk hjón. Reyndu að banna kvikmyndina Kvikmyndin, sem fjallar um þessi morð, var í burðarliðnum hátt á þriðja ár. Þegar fréttist af henni reyndu and- spymumennimir tveir, sem við sögu höfðu komið og em á lífi enn í dag, að fá kvikmyndina bannaða. Stóð í miklu stappi út af því á meðan á töku myndarinnar stóð. Upphaflega átti kvikmyndin að heita Feldman-málið en nafninu var breytt í „Yfir landamærin". Handriti kvikmyndarinnar var breytt oftar en einu sinni. Málið var svo viðkvæmt að málskjöl frá réttarhöldunum vom árið 1985 stimpluð sem leyndarmál í fjömtíu ár. Þeir sem vilja kynna sér málskjölin verða því að bíða til ársins 2025. Kvikmyndagagnrýnendur hafa tek- ið myndinni vel en segja hana líða fyrir ritskoðunina. Leikstjóri myndar- innar er Bente Erichsen og er þetta frumraun hennar sem leikstjóra. é Breytt um staf setningu í Noregi PáB Vflhjátaiasan, DV, Noregi: Samkvæmt nýrri kennsluskrá fyrir norska gmnnskóla mega böm á tveim fyrstu skólaárum sínum skrifa sína eigin mállýsku án þess að fá bágt fyrir. Þessi ákvörðun mælist misjafhlega vel fyrir og segja sumir að ekki sé bætandi á þau tungumála- vandkvæði sem fyrir em. Tvö opinber skrifmál í Noregi em tvö opinber skrifinál, nýnorska og bókmál. Deilur um hvaða skrifmál skuli notað em hundrað ára gamlar. Frá sautjándu öld var danska eina skrifmálið í Noregi. Danska var einnig töluð í stærri bæjum en úti á landsbyggð- inni vom mállýskur einráðar. Á mtjándu öld óx sjálfstæðishreyfingu Norðmanna fiskur um hrygg og með henni kröfur um norskt skrifmál. Um miðja nítjándu öld gaf Ivar Aas út orðalista og málfræði fyrir það skrifinál sem síðar var kallað nýnorska. Nýnorska er byggð á landsbyggðarmállýskum, einkum þeim sem talaðar em í Vestur- Noregi. Byggð á dönskunni Þessa öld hefur nýnorskan verið valkostur við það sem núna heitir bókmál og er danska sem þegið hef- ur orð or orðmyndanir frá norsku talmáli. Utbreiðsla málanna tveggja er mæld eftir því hversu margir skól- ar nota þau sem skrifmál. Á síðast- liðnu ári var nýnorska skrifmál í 16% af skólum landsins. Hæst var hlutfallið við lok síðari heimsstyij- aldar en þá var nýnorska skrifinál í rúmlega þriðja hveijum skóla. Þegar vafi leikur á hvort málið skuli nota er efnt til atkvæðagreiðslu meðal foreldra skólabama. Umdeild kennsluaðferð Hin nýja kennsluskrá gerir ráð fyrir að böm fái að skrifa sína mál- lýsku eins og þau bera hana fram. Rökin fyrir þessari kennsluaðferð em þau að þegar böm byija í skóla og þurfa að læra réttritun, sem er fjarlæg talmáli þeirra, auki það á óöryggi bamanna. Bömin eiga þess vegna að fá tækifæri til þess að skrifa sitt eigið mál fyrstu eitt til tvö árin á skólabekk. Eftir það eiga kennarar að kenna bömum réttritun sem í gildi er fyrir tvö opinber skrif- mál. Það er umdeilt hversu góð þessi kennsluaðferð er. Þeir sem gagnrýna hana telja að böm muni eiga erfið- ara með að tileinka sér málfræði og réttritun ef þau byrja skólagöngu sína á því að skrifa eftir eigin höfði. Einnig að kennsluaðferðin geri mál- lýskunum hátt undir höföi á kostnað hinna tveggja opinbem skrifmála. Samkvæmt nýju kennsluskránni í Noregi mega bömin hafa frjálsar hendur um stafsetningu á eigin mállýsku en mörgum óar það og kviða því að þau eigi síðar eftir að gjalda þessa frjálsræðis. Lfó/ iió do, u.ij.t y.: ,1; ( l, /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.