Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Spáð fyrir árið Þjóðhagsstofnun og Verzlunarráð hafa spáð um fram- vindu efnahagsmála í ár. Árið verður landsmönnum yfirleitt hagstætt. En ekki tekst að halda áfram sókn- inni gegn verðbólgu. Hún verður svipuð og í fyrra eða jafnvel meiri. Þá myndast aftur halli á viðskiptum við útlönd. í fyrra tókst að komast hjá þeim halla. Þjóð- hagsstofnun segir: „Það hlýtur þó að teljast nokkurt áhyggjuefni, að ekki skuli takast að fylgja eftir þeim árangri í verðlagsmálum, sem náðist á árinu 1986, og ná fram enn frekari lækkun verðbólgunnar á þessu ári, ekki sízt í ljósi áframhaldandi hagstæðra ytri skilyrða þjóðarbúsins.“ Kaupmáttur mun enn verða meiri í ár en í fyrra. En hjá þeim, sem þegar hafa samið, má gera ráð fyrir, að aukning kaupmáttar hafi nú þegar komið fram. Þeir haldi síðan í horfinu út árið. Ósamið er við marga, svo sem opinbera starfsmenn. Þá er illgerlegt fyrir þá, sem spá um framvinduna, að gera sér grein fyrir, hve mikið launaskrið gæti orðið í ár, það eru kauphækkanir um- fram samninga. Verzlunarráð spáir meiri verðbólgu en Þjóðhagsstofnun. Verzlunarráð setur einnig fram dæmi um enn hærri útkomu, verði töluvert gengissig. Vafaatriðin er mörg við slíkar spár. Spár Þjóðhags- stofnunar í byrjun árs hafa yfirleitt gengið illa eftir. í fyrra varð framleiðslan mun hagstæðari en stofnunin taldi, allt. framundir árslok. Hafa verður sömu fyrirvara á síðustu spá og hinum fyrri. Þó ætti það að ganga eftir í stórum dráttum, að árið í ár verði hagstætt. Olíuverð ætti ekki að hækka að ráði, og ýmsir sérfræðingar spá nú lækkun þess. Verð á útfluttum sjávarafurðum okkar ætti að hækka. Það hefur hækkað á Bandaríkjamarkaði, og Evrópu- markaðurinn verður æ girnilegri. Það eru því okkar eigin sjálfskaparvíti, takist ekki að nýta árangurinn. Þjóðhagsstofnun spáir, að framleiðslan vaxi hægar í ár en í fyrra eða um 3,5 prósent. Tekjur þjóðarinnar gætu aukizt um 5,5 prósent, þar sem viðskiptakjör við útlönd haldi áfram að batna. Horfur eru á, að í ár myndist aftur viðskiptahalli við útlönd, og verði hann hálft prósent af framleiðslu í landinu. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir 11-12 prósent verð- bólgu í ár. Bent er á óhagstæða þróun gengis, fall dollars, að undanförnu. Verzlunarráð gerir ráð fyrir 14,6 prósent verðbólgu. Ráðið reiknar með litlum við- skiptahalla. Þá nefnir Verzlunarráð dæmi um, að verðbólgan gæti farið í tuttugu prósent, verði töluvert gengissig. Verðbólgan var þrettán prósent á síðasta ári. Hún varð þannig um fimm prósentustigum meiri en Þjóð- hagsstofnun taldi snemma árs. Þetta gæti gerzt aftur. Þá yrði tala Verzlunarráðs nærri lagi og verðbólgan um sextán prósent. Kaupmáttur tekna heimilanna er talinn geta vaxið um sjö prósent á mann nú í ár. Hann jókst um ellefu prósent í fyrra og varð hærri en nokkru sinni fyrr. Margt gengur okkur því í haginn. En sorglegt er, að góðærið skuli ekki nýtast betur en spáð er. Við ættum að geta stjórnað okkar málum svo að fá verðbólgu nið- ur í eins stafs tölu við slíkar aðstæður. Samtímis ættum við ekki að hafa viðskiptahalla í góðæri og ekki heldur halla á ríkissjóði, en ná þeim árangri að grynnka á erlendum skuldum. Haukur Helgason. „Á hverjum degi er Reykjvík og Island áberandi þáttur i fréttum, leiöurum og greinum stórblaða bæði Bandaríkjunum og í Sovétrikjunum" Griðastaður Það eru örfáir staðir í veröldinni sem öðlast hafa táknrænt gildi í augum mannkynsins. Hiroshima er vitnisburður um hættuna á gereyð- ingu heimsbyggðarinnar. Genf er aðsetur formlegra en langdreginna samninga. Vínarborg er heimkynni samstarfs í þágu mannúðar og vís- inda. Washington og Moskva eru pólamir í átökum stórveldanna. Á undanfómum vikum og mánuð- um hefúr smátt og smátt verið að koma í ljós að höfuðborg íslands hefúr bæst f þennan einstæða hóp. Eftir leiðtogafundinn hefur nafn Reykjavíkur orðið tákn fyrir þátta- skil í umræðunni um kjamorkuaf- vopnun. Hér vom í fyrsta sinn ræddar ítarlegar tillögur sem miðuð- ust við að útrýma kjamorkuvopnum úr vopnabúrum þjóðanna. Áður höfðu allar afvopnunarviðræður og samningar bara snúist um stjóm á aukningu, fjölda og tegundum hinna ýmsu kjamorkuvopna. Nafn Reykjavíkur og fundurinn á Islandi eru nú á alþjóðavettvangi orðin föst í sessi sem tákn fyrir von mannkyns um heim án kjamorku- vopna og nýja tegund umræðuefna á vettvangi afvopnunarmála. Vandi og vegsemd íslendinga Það er að vonum að við séum nokkurn tíma að átta okkur á þess- um miklu þáttaskilum. Fjölmiðlar hér á landi skila almenningi ekki nema litlu broti af þeirri mynd sem daglega birtist viða um heim. Á hveijum degi er Reykjavík og ísland áberandi þáttur í fréttum, leiðurum og greinum stórblaða bæði í Banda- ríkjunum og í Sovétríkjunum. 1 umræðum stjórnmálamanna og fræðimanna eru nöfnin tvö notuð til að marka mikilvægustu tímamót í ghmunni við kjamorkuvígbúnað- inn. Rætt er um tvískiptingu af- vopnunarmála. Annars vegar „fyrir Reykjavík" og hins vegar „eftir Reykjavík". Tímarit, fræðibækur og ráðstefnur eru helgaðar þassu við- fangsefni. Og ekki bara í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Öryggismálaum- ræða Evrópu hefur tekið afgerandi stakkaskiptum eftir leiðtogafúndinn á Islandi. I Asíu og Suður-Ameríku eru stjómmálamenn og fræðimenn einnig önnum kafnir við að átta sig á hinum nýju forsendum sem urðu til í Reykjavík. Blöð og tímarit úr fjarlægum heimsálfum flytja ítarleg- ar fréttir af skoðunum manna á því sem gerðist á íslandi. Þessi nýi sess höfúðborgar íslands færir okkur vissulega einstæða veg- semd en henni fylgir einnig nokkur vandi. Við erum komin undir nýja smásjá á vettvangi heimsmálanna. Það verður fylgst grannt með því hver verður afstaða íslands. Greið- um við atkvæði með afvopnun eða með auknum vígbúnaði? Tekst okk- ur að varðveita vonina sem kviknaði í Reykjavík um heim án kjamorku- vopna eða glötum við henni með því að taka þátt í kapphlaupinu um meiri hervæðingu? Ef við reynumst menn til að rísa undir þessari nýju vegsemd og ráða ffam úr þeim vanda sem henni fylgir þá getur ffægð íslands sem griða- KjaUarinn Island sem fyrirmynd Olafur Ragnar Grímsson prófessor urinn væri eingöngu notaður í ffiðsamlegum tilgangi, - en núver- andi ríkisstjóm hefúr. ekki verið fylgjandi slíkri stefnu. Hún hefur þvert á móti oft greitt atkvæði með vígbúnaðaröflunum. I öðm lagi að koma á skipulegri samvinnu flugfélaga, hótela, land- kynningarfyrirtækja, umboðsaðila erlendra fyrirtækja, sveitarfélaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Suð- umesjum og ýmissa annarra aðila um að gera ísland að virtum stað fyrir margvíslegar ráðstefnur, þing og hvers konar fundi. Með sam- ræmdu skipulagi yrði tryggt að öll nauðsynleg þjónusta yrði hér fáan- leg og gestum veitt tækifæri til að ná árangri í starfi og greiða úr vandamálum og deiluefnum í rólegu, fögm og mannlegu umhverfi. fsland gæti þannig orðið þekkt sem griða- staður margra ólíkra afla sem sækja hingað lausnir á vandamálum, fá hér „Eiginleikar íslands sem griðastaðar geta orðið að dýrmætri auðlind líkt og fiskimiðin og fallvötnin.“ staðar fært okkur í senn margvísleg tækifæri til aukinnar hagsældar og möguleika til að opna nýja markaði fyrir gjaldeyrisskapandi atvinnu- vegi. Hinn táknræna sess, sem ísland og höfuðborgin hafa hlotið á al- þjóðavettvangi, ber að varðveita með aukinni þátttöku þjóðarinnar í baráttunni fyrir ffiði og afvopnun, en það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hann getur orðið forsenda að sköpun mikilvægra efnahagslegra gæða. Baráttan fyrir ffiði og sóknin til aukinna framfara geta fallið í sama farveg. Eiginleikar fslands sem griðastaðar geta orðið að dýrmætri auðlind likt og fiskimið- in og fallvötnin. Áætlun um hagnýtingu Ef við ætlum að nýta þá fjöl- breyttu möguleika sem felast í heimsffægð fslands sem griðastaðar og sérstöðu Reykjavíkur sem tákni um von mannkyns um heim án kjamorkuvopna verðmn við að gera þá viðleitni að grundvallarþætti í stefnu nýrrar ríkisstjórnar og víð- tæku samstarfsverkefni fjölmargra fyrirtækja, samtaka og annarra áhrifaaðila. I reynd væri nauðsyn- legt að gera sérstaka áætlun um hagnýtingu þessara nýju möguleika. Sú ætlun gæti tekið til fjögurra meg- insviða: í fyrsta lagi að stefna íslands á alþjóðavettvangi yrði ávallt stuðn- ingur við afVopnun og andstaða gegn auknum vígbúnaði. í samræmi við slíka stefhu myndi ísland greiða atkvæði með banni á allar tilraunir með kjamorkuvopn, taka virkan þátt í gerð samninga um kjamorku- vopnalaus svæði og knýja kjam- orkuveldin til að undirrita skuldbindingu um að verða ekki fyrri til að nota kjamorkuvopn og styðja samþykktir um að himingeim- nýjar hugmyndir og nýjan þrótt. I þriðja lagi að nýta góðvild og forvitni sem hvarvetna ríkir nú í veröldinni gagnvart fslendingum til að opna erlenda markaði fyrir fjöl- þætta útflútningsstarfsemi. Víða um heim bíða okkar tækifæri til að koma á ffamfæri þekkingu, reynslu og margvíslegri ffamleiðslu. Nú þurfum við ekki að eyða mörgum ámm í að kynna okkur sjálfa áður en við leitum samstarfsaðila á nýjum gjaldeyrisskapandi mörkuðum. Nú standa okkur allar dyr opnar ef rétt er á haldið. f áratugi hefur ekki skapast annað eins tækifæri fyrir nýja sóknarstefnu í íslenskum út- flutningi. í fjórða lagi að ákveða árlega at- burði sem vekja heimsathygli og verða til að staðfesta orðstír lands og þjóðar. Þegar hefur verið sett ffam hugmynd um sérsök verðlaun sem veitt yrðu á hverju ári og vildi höfúndur hugmyndarinnar kenna þau við Höfða. Ég tef hins vegar að vænlegra sé að skýra þau "Reykja- víkurverðlaunin". Skipuð yrði alþjóðleg dómnefnd og vafdir i hana kunnir sérffæðingar og virtir al- þjóðaleiðtogar. Reykjavíkurverð- launin yrðu veitt þeim sem markað hefðu afdrifarík spor i baráttunni fyrir heimi án kjamorkuvopna ,en það er einmitt sú hugsjón sem nú tengist nafni Reykjavíkur. Stórttækifæri Hinn nýi sess íslands sem griða- staðar á vettvangi alþjóðlegra samskipta og táknræn ffægð höfuð- borgarinnar færir okkur í hendur eitt stærsta tækifæri sem þjóðinni hefur hlotnast í langan tíma. Von- andi berum við gæfu til að hagnýta það bæði okkur sjálfum og öllum öðrum til heilla. Ólafur Ragnar Grímsson prófessor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.