Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós r * Greta Garbo er í sjöunda himni þótt komin sé á niræðisaldur. Sú gamla er ástfangin í Sam Green sem er þrjátíu árum yngri og verslar með fornmuni. Þau ganga um götur New Yorkþorgar - hönd i hönd og horfast í augu eins og ástfangnir unglingar. Þeir segja vestra að hrifning Sams korni til vegna áhuga hans á öllum fornum minjum - því eldri sem þær eru þess betra - en Greta virðist að mestu laus við Ijósmyndarafóbiuna og brosir hringinn hvar sem til hennar næst. Engilbert Humperdinck hefur ekki verið mikið i sviðs- Ij'ósinu á undanförnum árum og virðast gamlir aðdáendur sykur- raddarinnarauðveldlega komast af án hans. Kappinn er hins veg- ar ekki á sama máli og hefur nú gefið frá sér hljóð á nýjan leik. Skífan heitir Draumar með Eng- ilbert og eitthvaö etu Vestur- þýskarar dreymnir cnnþá því salan þar er komin upp i 400.000 eintök og stígur stöð- ugt. Berti gamli er þvi mættur á staðinn og seiðir landsmenn upp úr skónum með rómórödd og votum augnakrókum. Fergie er komin með sólópróf eins og ^flestir vita en það nægir rauð- "toppu engan veginn. Eigin- maðurinn hefur ennþá vinninginn í flugtækninni og næst á óskalistanum hjá hefð- ardúllunni eru réttindi til þess að fljúga þyrlu sem ætti að geta komið sér vel fyrir hertogaynj- una síðar. Breski flotinn heldur nú til i Portland ásamt Andrési og þangað þarf Fergie að kom- ast endrum og sinhum til þess að halda við glæðum hjóna- bandsins þar til karl kemur heim aftur. Hvort Fergie verður svo sleppt af stað í þyrlu skal ósagt látið en kunnugir segja eitt próf breyta litlu - sá sem öllu ræður er Elísabet drottning og hún er lítið hrifin af flandri tengdadótt- urinnar fram og aftur skýjum ofar. Þessi fríði hópur ungmenna í Vestmannaeyjum skemmti sér konunglega að afloknum próflestri á dögunum. Þarna var líka merkum áfanga náð og honum bar aö fagna. DV-mynd Ómar Patrick Duffy er hræddur um lif barnanna þriggja og eiginkonunnar en getur litlu ráðið um örlögin. Þessir hressu piltar á meðfylgjandi mynd hafa haft nóg að gera að undanf- örnu. Þeir sjá nefnilega um að halda uppi fjörinu á Gestgjafanum í Vestmannaeyjum og hefur tekist það bærilega að sögn kunnugra. Hljóm- sveitina, sem þeir skipa, kalla þeir Papa. Hljómsveitarmeðlimir eru: Georg Ólafsson, Páll Eyjólfsson og Hermann Ingi Hermannsson. DV-mynd Ómar Öryggið fyrir öllu „ Það hjálpar mér mikið að ég tók búddatrú fyrir tólf árum,“ segir Patrick Duffy. Hann varð fyrir þeirri sáru reynslu að missa foreldra sína á hræðilegan máta því þau voru myrt á síðasta ári. Búddisminn segir Patrick að þau muni hittast síðar þannig að sorgin verður blandin von að auki. Hins vegar virðist nokkuð ljóst að frægð sonarins varð til þess að morðingjarnir fengu augastað á þessum fullorðnu hjónum og nú ótt- ast leikarinn mjög um líf barnanna sinna og eiginkonunnar. Stöðugar varúðarráðstafanir öryggisins vegna hafa nú sett svip sinn á daglegt líf þeirra og samt sem áður lifa þau í stöðugum ótta við að verða fórn- arlömb mannræningja eða geðsjúkl- inga. Vestmaimaeyjar: í kampavíni á vigtinni Ómar Garðaisson, DV, Vestmaimaeyjum: Það er ekki oft sem efnt er til hátíð- ar á vigtinni hjá Vinnslustöðinni í Eyjum. Þetta gerðist þó um daginn þegar Torfi Haraldsson vigtar- tæknir fékk nýjar innréttingar á vigtina. Honum fannst að upp á þennan merka atburð yrði að halda með einhverju móti. Hann var ekki einn á þeirri skoð- un því innan skamms fóru vinir og vandamenn að streyma til hans. Var skálað í kampavíni og varð hinn ágætasti selskapur úr þessu. Skálað i kampavíni fyrir nýju innréttingunum, f.v. Georg Kristjánsson, Bjarni Sighvatsson, Þór Vilhjálmsson, Viðar Eliasson, Sigurgeir Jónsson og Torfi vigtartæknir. DV-mynd Ómar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.