Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Fréttir Níu ára telpa: Meiddist á auga þegar hvellhetta sprakk Níu ára gömul telpa meiddist á auga í gær þegar hvellhetta sprakk og neisti hljóp í auga bamsins en hvellhettur þessarar gerðar eru seldar í nokkrum leikfangaverslunum. Þær eru þýskar og með þeim fylgja leiðbeiningar á erlendu tungumáli en engar á ís- lensku. „Þetta er í litlum öskjum, um hundr- að gular hvellhettur og þær fást meðal annars í Úlfarsfelli á Hagamel og Li- verpool. Með hvellhettunum ívlgja litlar klemmur sem notaðar eru til að sprengja hvellhettumar og er þeim haldið i hendi og klemmdar saman," sagði faðir telpunnar. Oddur Bened- iktsson, í samtali við DV í gær. Stúlkan keypti hvellhettumar sjálf og þegar hún var að leik með þær um hádegisbilið í gær sprakk ein hvell- hettan þannig að neisti hljóp í öfuga átt og í auga bamsins. „Ég opnaði klemmuna og þá flaug neistinn upp í hægra augað. Eg vissi ekki að það var sprengja i klemmunni, hún hefur verið þar síðan síðast," sagði telpan í gær. Einar á Einars- stöðum látinn Jcn G. HaukaBon, DV, Akureyii Hinn kunni lækningamiðill, Ein- ar Jónsson á Einarsstöðum, lést á sjúkrahúsinu á Húsavík í fyrri- nótt. Einar var fæddur á Einars- stöðum 5. ágúst 1915 og þar ólst hann upp. Hann kvæntist Erlu Ingileifu Bjömsdóttur þann 14. mars 1969 og eignuðust þau eina dóttur. Farið var með bamið á Landa- gerð og er búist við að telpan fái fullan kotsspítala og þar gerð á því skurðað- bata. -ój Katrin Oddsdóttir, níu ára, með hvelihetturnar og klemmuna. DV-mynd Brynjar Gauti Vfflidgrin í Sædýrasafninu felld: ísbimmum lógað í gær • safníð opnað aftur í vor í breyttri uiynd Nú er verið að farga öllum villi- dýrunum sem til skamms tíma hafa glatt augu gesta Sædýrasafnins í Hafoarfirði. Er þetta ákvörðun nýrra eigenda Sædýrasafnsins en til stendur að breyta starfsemi þess og gera það að fiska- og sjávardýra- safni, að sögn Helga Jónassonar fi-æðslustjóra, eins forsvarsmanna Sædýrasafiisins. Sagði Helgi að meðal annars hefðu bæði ljónin verið slegin af og ís- bjöminn átti að fella í gær. Sagði Helgi að ástæða þessa væri sú að vakt þyrfti á svæðinu vegna villidýr- anna og það kostaði fé að halda vakt úti í safiiinu. Einnig sagði hann að villidýrin væru orðin svo gömul að ekki væri hægt að selja þau í aðra dýragarða. Kvaðst Helgi vona að tækist að opna safiiið á ný með vorinu og þá í breyttri mynd og nefiidí hann að það væri álit sérfróðra manna að hér á landi ætti að vera hægt að koma upp góðu sædýrasafhi en ástæða þess er lega landsins og mörk heitra og kaldra sjávarstrauma. -ój Borgaisfjóm: Minnihlutaflokkamir sam- einast um blaðaútgáfu Minnihluteiflokkamir í borgar- stjóm Reykjavíkur hafa ákveðið að sameinast um blaðaútgáfu til að kynna tillögur sínar varðandi íjár- hagsáætlun borgarinnar og verður aðeins um eitt tiltekið blað að ræða til að byrja með „Við stöndum ekki jafnt að vígi við Sjálfstæðisflokkinn með Morg- unblaðið á bak við sig að koma skoðunum okkar á framfæri. Við teljum að það sem við höfðum fram að færa við gerð fjárhagsáætlunar sé þess virði að allir borgarbúar fái að sjá það, þess vegna förum við út í þessa blaðaútgáfu," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfiilltrúi Kvennalista, í samtali við DV í morgun. Ingibjörg sagði að blaðinu, sem kemur út í byrjun mars, yrði dreift í öll hús í Reykjavík. Sagði hún enn- fremur að það kæmi vel til greina að flokkamir stæðu að fleiri blöðum til að kynna tillögur sínar í stærri málum innan borgarstjómar en ekk- ert væri ákveðið í þeim efnum umfram þetta blað sem nú er að koma út. -S.dór Þjóðleikhúsið sýnir tvo einþáttunga Sigurjóna Sverrisdóttir og Guðrún J. Ólafsdóttir i „Gættu þin“ eftir Kristínu Bjarnadóttur. Gættu þin Höfundur: Kristin Bjamadóttir Draumar á hvolfi eða Árni gengur aftur. Höfundur: Kristín Ómarsdóttir. Tónlist: Guðni Franzson. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikmynd og búningar: Þorbjörg Hösk- uldsdótUr. Leikstjóri: Helga Bachmann. í gærkvöldi vom frumsýndir tveir einþáttungar á Litla sviði Þjóðleik- hússins. Báðir em þeir verðlauna- verk úr samkeppni sem Þjóðleik- húsið efhdi til í tilefhi loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóð- anna. Höfundar verkanna, þær Kristín Ómarsdóttir og Kristín Bjarnadóttir, hafa báðar fengist við ljóðagerð en þetta em fyrstu leikrit- in sem þær skrifa. Þó að þessi tvö verk séu í eðli sínu mjög ólík urðu þau að ýmsu leyti keimlík á ytra borði i þessari upp- færslu. Byggist það að nokkm á samnýtingu á hluta leikmyndar og ekki síður hinu að bæði verkin fá við sviðsetninguna visst draum- kennt yfirbragð og túlkunarmáti í báðum verkunum er lýkur. Leik- stjóri beggja verkanna er Helga Bachmann. Mér fannst fyrra verkið, Gættu þín, eftir Kristínu Bjamadóttur, leikhæfara verk og koma betur út í þessari sýningu. Höfundurinn er kunn leikkona og hefur sú reynsla efalaust komið henni til góða við samningu verksins. Viðkvæmur texti seinna verksins, Drauma á hvolfi, eftir Kristínu Óm- arsdóttur, er vel fluttur af leikendum og ég hafði á tilfinningunni að bæði þeir og leikstjórinn næðu flestu því út úr honum sem hann hefði upp á að bjóða. Samt vantaði einhvem neista, eitthvert líf í sýninguna. Sennilega má flokka þetta síðar- talda leikrit undir absúrd leikhús, persónumar, maður og kona, bíða í einhverju einskismannslandi. Þau geta ekki verið hvort án annars, geta ekki skilið en eiga þó í erfiðleik- um með að vera saman. A milli þeirra er ósýnilegur veggur sem þau þrá að rjúfa. Styrkur þessa verks, sem hlaut fyrstu verðlaun í sam- Leiklist Auður Eydal keppninni, er fólginn í textanum en hann er fyrst og fremst hugleiðingar og tveggja manna tal, oft sundur- laust og ekki í beinum tengslum við neinn sjáanlegan raunveruleika. Hér er meðfiram fjallað um ást á viðkvæmu stigi. Ast, sem getur hvenær sem er snúist upp í and- hverfu sína. í verkinu gætir trega og þögnin gegnir mikilvægu hlut- verki. Verkið byrjar í þögn og oft hefur maður á tilfinningunni að þögnin segi meira í þessu verki en öll orðin. En þrátt fyrir augljósa vanlíðan þessa fólks náðu persónumar ekki að snerta mig, þær vom fjarlægar og án séreinkenna. Sársaukinn í textanum varð kaldur og bitlaus, ef til vill af því að mótvægi hans, gleð- ina, vantaði. Af höfuðpersónum tveimur fannst mér þó Ámi vera áhugaverðari per- sóna og meiri rækt lögð við hann en Matthildi, af hendi höfundar. Amór Benónýsson leikur hann og gerir það vel. Ragnheiður Steindórs- dóttir er Matthildur og kemst eins nálægt því að glæða hana lífi og textinn framast leyfir. Ellert A. Ingi- mundarson kemur vel fyrir sem aðvífandi piltur. Sá fannst mér gegna fremur óljósu hlutverki í leiknum nema sem þriðja hom þríhyrningsins án þess þó að honum væm gerð nein sérstök skil. Einþáttungur Kristínar Bjama- dóttur, Gættu þín, hlaut 2.-3. verð- laun i leikritasamkeppninni, ásamt verki eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Það sem mér fannst einkenna þetta verk var ákaflega fallegur og ljóð- rænn texti, mannleg hlýja og væntumþykja með persónunum. Einstaklingamir í þessu verki eru skýrt mótaðir og eftirminnilegir per- sónuleikar og flestum leikendanna tekst að miðla mildum, stundum svo- lítið tregablöndnum hugblæ til áhorfendanna. Það er mjúka línan, sem ræður ferð hjá Helgu Bachmann leikstjóra við uppsetninguna, og fullkomið jafnvægi er milli leikstjómar, texta og túlkunar. Form verksins er hreint ekki aucjyelt, það byggist upp á svip- myndum og stokkið er fram og afitur í tíma. En myndimar raðast saman og mynda þegar upp er staðið heild. Sterkustu og jafnframt fallegustu atriðin fundust mér svipmynd úr kartöflugarðinum og seinna heim- sókn Beggu í foreldrahús. Sigurjóna Sverrisdóttir leikur Beggu og nær oft góðum tökum á þessu viðkvæma hlutverki en stundum fannst mér þó eins og þáu tök linuðust. Begga á í innri baráttu, hún hefur tapað áttum í kaldranalegu nútímasamfélagi og á við persónuleg vandamál að stríða. Hugurinn leitar bemskunnar og heima hjá foreldrunum á hún enn skjól ef hún gæti nýtt sér það. Þau Bryndís Pétursdóttir og Ró- bert Amfinnsson leika foreldra Beggu og áttu létt með að túlka þetta sómafólk. Einstaklega góður leikur hjá þeim báðum. Og litla stúlkan, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir, heillaði leikhúsgesti með frábærum leik í hlutverki Beggu ungrar. Atriðið í kartöflugarðinum og hugleiðingar þeirra Beggu litlu og mömmu hennar um kartöflumóður- ina tengist bamleysi Beggu og vandamálum seinna á ævinni. Þau Agnes og Nonni em fulltrúar sam- félagsins, sem Begga er að flýja, samfélags þar sem harka og hraði ráða ríkjum. Þau Elfa Gísladóttir og Andrés Sigurvinsson leika hlut- verk þeirra. Þessar persónur em giynnri, en hinar fyrr töldu, Agnes er dæmigerð nútímakona alltaf á hlaupum og Elfa fór vel með hlut- verkið svo langt sem það náði. Persóna Nonna var alltof óljós enda náði Andrés ekki að gera hann sann- færandi og mér fannst leikritið detta niður í lokin þegar Nonni gegnir lykilhlutverki. Þorbjörg Höskuldsdóttir gerir leikmyndir við bæði verkin. Þær em eins og framhald af málverkum hennar, einstaklega listræn og falleg lausn, og allt litaval í búningum og leikmynd í fullkomnu jafnvægi. Lýs- ingu annast Sveinn Benediktsson og tónlist er eftir Guðna Franzson en hún gegnir miklu hlutverki í leikrit- inu Gættu þín. Sérstaklega undir- strika viðkvæmir flaututónar Kolbeins Bjamasonar andrúmsloft verksins. Það er mikil gróska í íslenskri leik- ritagerð um þessar mundir og auðvitað er alltaf spennandi að sjá ný verk í fyrsta sinn. Það er líka ómetanlegt fyrir höfunda að sjá verk sín fullmótuð á sviði. Þessum nýju höfundum er óskað til hamingju með áfangann, og Þjóð- leikhúsinu ber að hrósa fyrir að gefa ungum höfundum slíkt tækifæri. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.