Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Andlát Rigmor C. Magnússon lést 17. febr- úar sl. Hún fæddist í Danmörku 17. október árið 1909. Foreldrar hennar voru Christian Elof Koch og Emmy Johanne. Rigmor giftist Óskari Magnússyni en hann lést árið 1982. Bálför Rigmors verður gerð frá Foss- vogskapellu í dag kl. 13.30. Þuríður Helgadóttir lést 16. febrú- ar sl. Hún fæddist á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi 26. mars 1905. Foreldrar hennar voru Ólafía Krist- rún Magnúsdóttir og Helgi Jónsson. Þuríður giftist Sigurði Jónssyni en hann lést árið 1959. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Þuríðar verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Hafsteinn Jónsson bílamálara- meistari, Laugateigi 36, lést að morgni 23. febrúar í Landspítalanum. Útför Birgis Guðjónssonar versl- unarmanns, Lindarbraut 4, Seltjarn- arnesi, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15. Kristrún Hjartardóttir frá Grjót- eyri, sem andaðist þann 19. þ.m. á Dvalarheimilinu Höfða , Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 14.15. Magnús Eiríksson, Álftamýri 14, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15. Oddur Oddsson, Hrafnistu, Reykja- vík, áður Vesturgötu 37, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13130. Ólína Þorvaldsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 26. febrúar kl. 13.30. Ólöf Ingimundardóttir, Lindarflöt 43, verður kvödd frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Sigurjón Svanberg Hallgrímsson, Hraunbæ 86, sem lést af slysförum þann 18. febrúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 26. febrú- ar kl. 13.30. Sigurlaugur Jón Sævar Þórðar- son, Hringbraut 97, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju 26. febrúar kl. 10.30. Jarðarför Þorvaldar Sigurgeirs- sonar frá ísafirði verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. febrúar kl. 10.30. Jarðað verður í Gufuneskirkjugarði. Ýmislegt Bubbi Mortens og MX 21 á Akureyri Fimmtudaginn 26. febrúar munu Bubbi Mortens og Mx21 halda dansleik í Sjallan- um á Akureyri. Föstudaginn 27. febrúar verða þeir með tónleika í Iþróttahöllinni á Akureyri en á laugardaginn 28. febrúar kl. 20.30-21.30 kemur Bubbi einn fram í Sjallanum með kassagítarinn sér við hönd og seinna sama kvöld verður hann ásamt Mx21 með dansleik í Víkurröst, Dalvík. Kvöldvaka Ferðafélagsins 1 kvöld, 25. febrúar, efnir Ferðafélag Is- lands til kvöldvöku í Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 20.30. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sér um efni þessarar kvöldvöku. Páll Páls- son frá Aðalbóli, Hrafnkelsdal. sýnir myndir og segir frá eyðibyggðinni á Jökul- dalsheiði. Um miðja 19. öld fór fólk að setjast að á Jökuldalsheiði en síðasta heið- arbýlið fór í eyði um 1946. Áhugavert efni. sérstæð byggðasaga. Fræðist um landið ykkar og notið ykkur leiðsögn Ferðafé- lagsins. I lok dagskrár verður myndaget- raun og verðlaun veitt fyrir réttar lausnir. Aðgangur kr. 100. Hallgrímskirkja - starf aldr- aðra fellur niður á morgun, fimmtudag. En þess í stað verður flutt leikritið Kaj Munk fyr- ir aldraða og öryrkja. Nánari upplýsingar gefur safnaðarsystir í síma 39965. Tónleikar í Duushúsi Fimmtudaginn 26. febrúar heldur hljóm- sveitin Súld tónleika í veitingahúsinu Duushúsi. Efnisskrá hljómsveitarinnar er fjölbreytt og að mestu frumsamin. Meðlim- ir sveitarinnar eru: Szymon Kuran: fiðla. Trvggvi Hubner: gítar. Stefán Ingólfsson: bassi. Steingrímur Guðmundsson: tromm- ur. Tónleikarnir hefjast kl. 10. Aðgangs- evrir er kr. 300. Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Danmerkur Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og kona hans. frú Edda Guðmunds- dóttir. hafa þegið boð um að koma í opinbera heimsókn til Danmerkur 4.-5. mars nk. Forsætisráðherrahjónin munu koma til Danmerkur á heimleið frá Sovét- ríkjunum. Fyrirlestur um óskir og þarfir i öldrunarþjónustu. Föstudaginn 27. febrúar nk. mun prófessor Hall frá Southampton í Englandi flytja fyrirlestur í boði fræðslunefndar Læknafé- lags Islands og Öldrunarfræðafélags ísíands. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Krabbameinsfélags íslands að Skógarhlíð 8 og hefst kl. 17. Prófessor Hall mun Jjalla um óskir og þarfir í öldr- unarþjónustu (Wants and needs in ger- iatric Service) og verður hann fluttur á ensku. Eins og flestum mun kunnugt hafa Bretar verið fyrstir til þess að viðurkenna öldrunarlækningar innan læknisfræðinn- ar og mikill hluti þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið innan fræðigreinarinnar kemur þaðan. Prófessor Hall er einn af fyrstu prófessorum í öldrunarlækningum (Geriatrics) á Bretlandseyjum og er þann- ig meðal frumkvöðla greinarinnar. Hann hefur ritað mikið um það efni sem verður til umíjöllunar og ennfremur hefur hann stundað talsvert lyljarannsóknir. einkum meðal einstaklinga með einkenni um heilabilun. Hann er eftirsóttur fyrirlesari á fjölþjóðaþingum og er því augljóslega mikill fengur að komu hans hingað. Fund- urinn er opinn öllum sem áhuga hafa. Húsmæðrafélag Reykjavikur Sýnikennsla verður á austurlenskum rétt- um í félagsheimilinu, Baldursgötu 9, miðvikudag 25. febrúar kl. 20.30. Allir vel- komnir. Mætið vel. „Njósnarinn“ Chris Panos til Islands Trúarprédikarinn og bókarhöfundurinn Chris Panos er væntanlegur til landsins í dag frá Bandaríkjunum í boði Vegarins kristins samfélags. Nýlega var gefin út hér á landi bók hans Njósnarinn. Bókin segir frá lífi Panosar, æskuárum hans, ferðalög- um og lífsreynslu. Chris Panos er víða um heim þekktur fyrir sinn kröftuga vitnis- burð og boðskap þar sem á samkomum hans hefur íjöldi fólks upplifað kraft og kærleika fagnaðarerindisins. Chris Panos hefur ferðast um allan heiminn, einkum þó til þeirra landa sem lokuðust eru fyrir boðskap fagnaðarerindisins. Milljónir í Bandaríkjunum sækja samkomur hans og fylgjast með vikulegum sjónvarpsþáttum hans og hlusta reglulega á útvarpsþætti hans. Vegurinn - kristið samfélag, stendur að heimsókn Chris Panosar og verða sam- komur með honum í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrstu samkomurnar verða í húsnæði Vegarins, Þarabakka 3, í kvöld kl. 20.30 og á fimmtudagskvöld í Fríkirkj- unni kl. 20.30. í gærkvöldi Pétur Guðjónsson stjómunarráðgjafi: „Segir svo mikið um þjóðarsálinau Það var nú heppni að ég var heima við í gærkvöldi þar sem mikið er að gera í tengslum við landsfundinn sem haldinn verður á laugardaginn. Því notaði ég tækifærið til þess að horfa á sjónvarpið og hlusta á út- varpið. Það langskemmtilegasta í sjónvarpinu í gærkvöldi var sigur Islands yfir heimsmeisturum Júgó- slava, það var gaman að horfa á samspilið sem og einstaklingsfram- takið í leiknum sem var mjög góður. Það er ekki bara gaman að horfa á handboltann sem slíkan heldur segir þetta svo mikið um þjóðarsálina sem býr innra með okkur Islendingum. Maður tók eftir því í tapleiknum á mánudagskvöldið og einnig í sigur- leiknum í gærkvöldi. Að honum loknum horfði ég á Kastljós, sem eru mjög góðir þættir, en var heldur yfir- borðslegur í gærkvöldi. Það eru til svo mörg rannsóknarblaðaefni sem hægt væri að moða úr. Þar ættu þeir að taka til fyrirmyndar kana- díska og ástralska sjónvarpið. Eíhið Pétur Guðjónsson þar er mjög gott einnig stefha þess- ara stöðva í fréttamennsku. Þættinum um franska rithöfund- inn Simone de Beauvoir, hinn kunna listamann, var að ýmsu ábótavant hjá kvennalistakonunum. Umfjöll- unin hefði mátt vera gagnrýnni og fleiri sjónarhorn hefðu mátt kóma þar fram. Mér fannst eins og þetta hefði verið tekið upp úr mennta- skólabók. Fréttimar hjá ríkisútvarpinu eru bæði málefnalegar og víðfeðmar en ansi misjafhar hjá sjónvarpsstöðv- unum tveim. Þeir eru alltaf að leggja fólkinu orð í munn sem verður til þess að svör þess verða ýmist já eða nei. Ég er alveg handviss um að ís- lendingar eru málefnalegri en svo. Að síðustu langar mig að leggja áherslu á að þeir opni fjölmiðlana meira fyrir almenningi. Að hann fái að koma inn einn til tvo tíma á dag, enda er mikil þekking sem býr i þjóð- félaginu. Þeir ættu að hafa þessar skyldur gagnvart almenningi. Þátt- urinn Um daginn og veginn er einmitt spor í rétta átt. Ólöf Pálsdóttir heiðursfélagi konunglega breska myndhöggvarafélagsins Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari hefur verið kjörin heiðursfélagi, Hon. FBRS, í „The Royal Society of British Sculptors". Félag þetta var stofnað um síðustu aldamót og er núverandi verndari þess Elísabet II. drottning. Auk Ólafar hafa 4 menn verið kjörnir heiðursfélagar I félaginu, þar á meðal, forsetar „National Sculptore Soci- ety“ í New York og „Royal Scottish Academy", í Edinburgh. Ólöf stundaði nám í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn hjá próf. Utzon-Frank: í Karió og Luxor í Egyptalandi, hjá próf. Wissa Wassef: og í Róm, hjá próf. Fatz- zini. Hún hlaut gullverðlaun Konunglega listaháskólans í Khöfn, 1955 fyrir verkið „Sonur“, sem er í eigu Listasafns Islands og var sæmd íslensku fálkaorðunni 1970. Ólöf hefur hlotið opinbera listastyrki, hér- lendis og erlendis, m.a. frá Danmörku og Ítalíu, Finnlandi og N'oregi, en þar hlaut hún Edward Munch listastyrkinn í Ekely. Hún hefur lengi búið erlendis og unnið þar mestmegnis að list sinni, sýnt og selt verk sín þar víða og hlotið lof listgagnrýn- enda í fjölmiðlum eins og stundum hefur komið fram í íslenskum fréttum. I Eng- landi sýndi Ólöf fyrst 1971 er Cambridge- háskóli bauð henni að sýna verk sín í Kettles Yard Museum, í Cambridge. Einn- ig hafði hún sýningu í Islington ráðhúsi í London 1977 og einkasýningu í Mayfair, London 1982. Þá má geta þess að 1983 var höggmynd eftir Ólöfu Pálsdóttur seld á hinu heimsfræga listauppboði Christie’s í listaflokknum: „Impressionist and Modern Paintings and Sculpture". En þar voru m.a. seld verk eftir Francis Bacon, Ben Nicholson, Rodin, Schwitters, Chirico og Picasso. Fundir Samtök gegn astma og ofnæmi halda félagsfund í Domus Medica við Eg- ilsgötu fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Helgi Kristbjarnarson læknir flytur fyrir- lestur um öndunarerfiðleika í svefni og svarar fyrirspurnum. Kaffiveitingar. Allir velkomriir. Fræðslufundur Fuglaverndunarfélags íslands verður haldinn í Norræna húsinu fimmtu- daginn 26. febrúar 1987 kl. 20.30. Efni fundarins: Fuglabjörg, ílytjandi: Arnþór Garðarsson prófessor. Öllum heimill að- gangur. Aðalfundur Jöklarannsóknar- félags íslands verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 4. mars 1987 kl. 20.30. Dag- skrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kaffidrykkja, 3. Fyrsta vélsleðaferðin. Kvikmynd Árna Stefánssonar. Einar B. Pálsson talar með myndinni. Bækur UM Bæklingur um stam skólabarna Hjá Námsgagnastofnun er kominn út nýr bæklingur sem ber heitið um stam skóla- barna. Bæklingurinn er þýddur úr sænsku og eru dæmi tekin úr sænskum skólum en þau gætu eins hafa gerst hér. I bæklingn- um er m.a. reynt að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er stam?, hver er orsök stams?, hve algengt er stam?, hvernig má meðhöndla stam? Það eru talkennararnir Guðfinna Guðmundsdóttir, Helga Ingi- bergsdóttir, Hildur Þórisdóttir og Pétur Pétursson sem hafa annast þýðingu en höfundar eru Karin Svanholm talkennari og Lennart Larsson talmeinafræðingur. Lennart Larsson hefur sérhæft sig í með- ferð stams en hann stamaði mikið sjálfur. Bæklingurinn er 27 bls. I litlu broti. Viðurkenning í samkeppni Námsgagnastofnunar um bækur á léttu máli. Út er komin hjá Námsgagnastofnun bókin Bjarni og Svenni eftir Kristján Guð- mundsson með teikningum eftir Búa Kristjánsson. Sagan hlaut viðurkenningu í samkeppni Námsgagnastofnunar um bækur á léttu máli og er frágangur bókar- innar sérstaklega miðaður við þarfir þeirra barna sem erfitt eiga með lestur. Lítið lesmál er á hverri síðu, letur er skýrt og línur stuttar. Sagan fjallar um félagana Bjarna og Svenna og hvað þeir taka til bragðs er reiðin knýr dyra. Bókin er 37 bls. og mikið myndskreytt. Sagan Bjarni og Svenni er einnig gefin út á hljómbandi sem ætlast er til að notað sé með bók- inni. Barnið hlustar á hljómbandið um leið og það fylgist með orðunum í bók- inni. Þessi aðferð hefur reynst vel mörgum hæglæsum börnum þar sem hún styrkir bæði sjónræna og heyrnræna skynjun þeirra. Reynt er að lesa svo skýrt að hver málhljóð heyrist án þess þó að lesturinn verði óeðlilegur. Það er höfundur sem les. Samkeppni um ritun barna- bóka Námsgagnastofnun hefur efnt til sam- keppni um gerð lesbóka fyrir 6-9 ára börn. Samkeppnin mun standa næstu tvö til þrjú ár með þeim hætti að skil handrita verður þrisvar á ári, 1. maí, 1. september og 1. janúar. I fyrstu verður lögð áhersla á bækur handa 6-7 ára börnum. Allt að þrenn verðlaun verða veitt hverju sinni, fyrir texta og/ eða myndefni, að upphæð kr. 30.000 hver. Auk þessa verða veittar sérstakar viðurkenningar fyrir verk sem þykja álitleg. Ráðgert er að dómnefnd skili áliti eigi síðar en mánuði eftir skiladag hverju sinni. Samkeppnin hefur verið aug- lýst í dagblöðum en Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, Námsgagnastofnun, og Guðmundur B. Kristmundsson, Æfinga- og tilrauna- skóla K.H.Í., munu veita væntanlegum þátttakendum nauðsynlegar upplýsingar, m.a. um lengd, þyngd, hlut myndefnis og efnissvið. 1.. skiladagur er 1. maí 1987. Árshátíðir Bakkfirðingar í Reykjavík Hið árlega Bakkfirðingamót verður haldið í Drangey, húsi Skagfirðingafélagsins að Síðumúla 35, laugardaginn 28. febrúar kl. 21. Árshátíð Átthagasamtaka Héraðsmanna verður haldin í Domus Medica laugardag- inn 28. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 20. Húsið opnað kl. 19. Á dagskrá verður danssýning, söngur með gítarundirleik, (Ná)grannatríóið, fegurðarsamkeppni hreppanna. Hljómsveit Þorvaldar Jóns- sonar leikur fyrir dansi. Einnig mun Þorvaldur leika létt lög á meðan á borð- haldi stendur. Heiðursgestir á árshátíð- inni verða hjónin Svandís Skúladóttir og Gunnar Guttormsson, Litla Bakka. Að- göngumiðar að árshátlðinni verða seldir I anddyri Domus Medica kl. 17-19 fimmtu- dag og föstudag 26. og 27. febrúar. Verð aðgöngumiða verður kr. 1.600 fyrir matar- gesti en kr. 500 fyrir þá sem koma að loknu borðhaldi. Átthagafélag Ingjaldssands heldur árshátíð sína laugardaginn 28. fe- brúar kl. 19 að Ármúla 40. Happdrætti Björgunarsveitin Björg, Eyr- arbakka Dregið hefur verið í happdrætti björgunar- sveitinnar Bjargar. Upp kom númer 275. Félagsvist Húnvetningafélagið í Reykja- vík Félagsvist verður spiluð laugardaginn 28. febrúar kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.