Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 40
 FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórrs - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1987. Menningar- málsverður DV á morgun I hádeginu á morgun verður til- kynnt hverjir hlotið hafa Menningar- verðlaun DV í ár. Eins og endranær verða verðlaunin, sem í þetta sinn eru skúlptúrar eftir Stefán B. Stefáns- son gullsmið, af- hentir við veglegan málsverð í Þing- holti, Hótel Holti. Sjálfur málsverður- inn er einnig nokkurt tilhlökk- unarefni, því á undanfórnum árum hafa matreiðslu- meistarar hótelsins lagt sig ffam við gerð óvenjulegra og gómsætra fiskrétta f\TÍr þessa menn- ingarhátíð DV. Þetta verður í níunda sinn sem Menningarverðlaun DV eru afhent og hefur fulltrúum listamannasamtaka verið boðið til afhendingarinnar. Nöfn hinna verðlaunuðu listamanna verða birt í DV á morgun en á fóstu- ■Éag verður sagt nánai' fi'á því sem gerðist við málsverðinn. -ai Stefán B. Stef- ánsson - Leik- listarverðlaun DV Fræðslustjórastarfið: Fresturinn framlengdur Jón G. Haukssan, DV, Akureyit Sturla Kristjánsson. fvrrverandi fræðslustjóri. var sá eini sem sótti um stöðu fræðslustjóra í Norðurlandsum- dæmi evstra. en umsóknarfrestur rann út þann 15. febrúar sl. Menntamála- ^jáðherra hefur nú framlengt umsókn- arfrestinn til 1. apríl næstkomandi. Þess má minnást að Kennarasam- band Islands og skólamenn i Norður- landsumdæmi beindu þeim tilmælum til félaga sinna að sækja ekki um þetta starf. Blóm við öll tækifæri Opið frá kl. 10-19 alla daga vikunnar. GARÐSHORNÍð 5S Suðurhlíð 35 sími 40500 við Fossvogskirkjugarðinn. LOKI Eru menn í þessum minnihlutahópi ekki orðnir flugleiðir? Reynt að fella Millu úr stióm Flugleiða? w - stjórnarformaður segir hana hafa beítt sér gegn hagsmunum hluthafa Væringar eru meðal stærstu hlut- hafa Flugleiða fvrir stjórnarfund félagsins | næsta mánuði. „Mér hefur verið sagt, oftar en einu sinni, að það standi til að setja mig út úr stjóminni," sagði Kristj- ana Milla Thorsteinsson í morgun. „Þess vegna tók ég mig til og sendi hluthöfum Flugleiða, ekki öllum þó, bréf og bað þá um umboð fyrir stjómarkosninguna. Einnig fór ég fram á að þeir stvddu mig í að biðja um margfeldiskosn- ingu. Þá geta minnihlutahópar komið inn sínum mönnum. Ef það er venjuieg listfikosning geta þeir sem hafa 30-40% ráðið öllum mönn- unum,“ sagði Kristjana Milla. Sigurður Helgason, stjórnarfor- maður Flugleiða, sendi hluthöfum bréf þar sem segir meðal annars: „1 tilefni þess að einn stjómar- manna hefur nú farið fram á það við hluthafa að þefr veiti umboð vegna aðalfundar 20. mars nk. án þess að tekið sé fram hvaða afetaða verði tekin varðandi útgáfu jöfnunar- hlutábrefa viljum við hér með ítreka að þu endursendir undirritað umboð það sem þér var sent nýlega þar sem afstaða þín til þessa máls kemur fram. eitthvað pirraöur þegar hann sá þetta bréf frá mér því að hann send- ir sjálfur bréf og blandar inn í jöfnunarhlutabréfum," sagði Kristj- ana Milla. Rétt er að minna á það að á síð- asta aðalfundi beitti ákveðinn stjómarmaður ásamt hópi hluthafa sér fyrir því að tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa yrði felld. Sú varð og raunin á. Má segja að þess- ir aðilar hafi því beitt sér gegn hagsmunum almennra hluthafa." „Stjómarformaðurinn hefur orðið „Frá minni hálfu snýst þetta um stjórnarkjörið. Ég er algjörlega sam- þykk því að gefin verði út jöfnunar- hlutabréf þegar maður er búinn að sjá reikninga félagsins. Þetta eru bara dylgjur sem hann fmnur upp, órökstuddar," sagði hún. -KMU Akraborgin er á leiðinni í land og ennfremur flotbrúin í Reykjavíkurhöfn sem skipið hreinlega sökkti á dögun- um. Ferjan er sem sagt að fara i slipp á meðan brúin er gerð nothæf á ný. Skagamenn verða því að þenja sig landleiðina i bili ætli þeir að skreppa til höfuðborgarinnar. DV-myndir S Stóra fíkniefnamálið: Alls um 6 kíló af hassi í dreifingu Síðasta manninum af fimm, sem úr- skurðaðir voru í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn fíkniefnalög- reglunnar á umfangsmiklu fíkniefna- máli undanfamar vikur, hefur verið sleppt úr haldi. Einnig mun Islending- ur sá, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í Danmörku, sleppa út í dag. Að sögn Amars Jenssonar, lögreglu- fulltnía hjá fíkniefnalögreglunni, mun vera ljóst að frá því í apríl í fyrra höfðu þeir sem handteknir voru dreift um 6 kílóum af hassi en af þessu magni náði lögreglan 1,4 kílóum í desember og janúar sl. Amar sagði að einn af þessum fimm hefði farið alls 7 ferðir til Kaup- mannahafnar til að ná í hassið, í þremur ferðum við annan mann. Arn- ar sagði ljóst að svikinn hefði verið út gjaldeyrir til kaupa á efninu og að sá sem náði í hassið hefði notað fölsk nöfn til að blekkja lögregluyfirvöld. Hvað varðaði fjármögnun á kaupun- imi á hassinu sagði Arnar að næsta sending hefði að stærstum hluta verið ftármögnuð með sölunni af hinni síð- ustu. Miðað við að gangverð á hverju grammi af hassi sé 800-1000 krónur hefur veltan af því magni, sem fór í umferð, verið um 4 milljónir króna. -FRI Veðrið á morgun: Rigning sunnan lands Á fimmtudaginn verður hæð yfir norðaustanverðu Grænlandi en víð- áttumikil lægð langt suðvestur í hafi nálgast smám saman. Víða verð- ur allhvöss austanátt á landinu, rigning eða slydda, einkum sunnan- lands. Hiti verður á bilinu -6 til 6 stig. Trésmiðir boða verkfall U. mars Trésmiðafélag Reykjavíkur hefúr boðað yfirvinnubann frá 4. mars og allsherjar verkfall frá 11. mars hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Trésmiðafélagið liefur staðið í samn- ingaviðræðum við viðsemjendur sína, Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík, síðan í júlí í fyrra með nokkrum hlé- um. Fyrir skömmu náðu svo þessir aðilar samkomulagi, en þá greip Meistarasamband byggingamanna inn í og felldi samninginn. Meistarafélag húsasmiða í Reykja- vík er aðili að Meistarasambandinu ásamt múrarameisturum, pípulagn- ingameisturum og öðrum aðilum byggingaiðnaðarins og eru lög þess þannig að samningar sem einstök félög gera teljast ekki gildir nema Meistara- sambandið samþykki þá. -S.dór i \ 4 \ \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.