Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 21- Iþróttir „Ahorfendumir alveg sérstakir“ - sagði Pocrajac, „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Báðir Iandsleikirnir voru mjög hraðir en um leið nokkuð vel leiknir af beggja hálfu. Þó verð ég að segja að mínir menn gerðu sig seka um alvarleg mistök í þessum leik og það kostaði okkur sigurinn hér í kvöld,“ sagði Pocrajac, þjálfari Júgó- slava, eftir leikinn gegn íslandi í gærkvöldi. „ísland er með mjög gott lið. íslensk- ir áhorfendur eru alveg sérstakir og getur íslenska liðið þakkað þeim kær- lega fyrir þann stuðning sem þeir fengu. Ég vil ekki dæma neinn sér- stakan leikmann íslenska liðsins fyrir frammistöðu sína í leiknum. Ég var ekki svo mikið að fylgjast með þeim. Horfði meira á mína menn. Ég vil engu spá hvemig íslenska liðinu muni vegna á ólympíuleikunum í Seoul. En eitt er víst ömggt að þessi bæði lið muna alla vega verða í baráttu um efstu sætin í keppninni þar. Undirbún- þjátfari Jugoslava ingur júgóslavneska liðsins fyrir ólympíuleikana hófst í desember sl. og eru landsleikirnir hér á landi einn mikilvægasta hlekkurinn í þeim und- irbúningi, því hér á Islandi er alveg sérstakt andrúmsloft, það er mótherj- unum og áhorfendum að þakka. Okkur vantaði nokkra leikmenn í þessa íslandsferð. Ég er að prufa mig áfram með liðið og reyna nokkra nýja leikmenn, sem von er. Næstu landsleikir okkar verða gegn Austurríki eftir hálfan mánuð. Fljót- lega eftir þá landsleiki fer liðið í æfinga- búðir til Japan 'og er ætlunin að vera þar við æfmgar í ,2 vikur og ieika þar nokkra æfingaieiki. I sumar verður svo liðið í ströngum æfingabúðum heima í Júgóslav- íu. Dagana 25. júní til 1. júlí fer fram í Júgóslavíu mjög sterkt handknattleiks- mót, svonefnt Júgósiavía Trohpy. Þar verða saman komnar 8 sterkustu hand- knattleiksþjóðir í heiminum og verður Island að sjáfsögðu meðal þátttökuþjóða í þeirri keppni. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verða í sem allra bestu æfingu þegar ólympítileikamir í Seoui hefjast haustið 1988 enda eigum við ólympíutitil að verja og því mikið í húfi,“ sagði Pocrajac landsliðsþjálfari að lokum. -JKS Box hjá Dönum og Vestur-Þjóðverjum - Danir töpuðu í slagsmálaleik á Ítalíu, 17-23 Brynjar SteC og Heimir Rikarðs, DV, ftaliu; Aðalleikur B-keppninnar á Italíu í gærkvöldi var tvímælalaust leikur Vestur-Þýskalands og Dana og lyktaði leiknum með sigri Vestur-Þjóðveija, 23-17, eftir að Danir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik, 11-12. Leikur- inn var einn sá grófasti sem sést hefur lengi. Líktist hann á köflum frekar boxi en handknattleik. Dómarar leiks- ins voru frá Júgóslavíu, og höfðu þeir engin tök á leiknum. Tvo leikmenn þurfti að bera af velli vegna meiðsla. Danir leiddu mestallan fyrri hálfleikinn. En fljótlega í seinni hálíleik jöfnuðu Vest- ur-Þjóðverjar, 14-14, og komust síðan í 16-14. Þá forystu létu þeir ekki af hendi. Um miðjan seirrni hálfleik var Dananum Per Skárup, sem leikur sem kunnugt er með Fram, sýnt rauða spjaldið og er það í þriðja skiptið í keppninni sem honum er vikið af velli. Skömmu síðar var Röpstorf einnig vikið af velli. Danir tóku til bragðs síðustu mínútumar að taka maður á mann, en allt kom fyrir ekki. Mikael Krieter, markvörður Vestur- Þjóðverja, átti stórleik lokakafla leiksins og varði meðal annars þrjú víti. Daninn Morten Stig og Vestur-Þjóðverjinn Jochen Fraatz voru báðir bomir af leikvelli sökum meiðsla. Fimm leikmenn aðrir fengu blóðnasir. í allt varð um 15 mínútna töf á leiknum á meðan dómarar leiksins voru að róa leikmenn niður, svo mikil harka var í leiknum. Urslit í öðrum leikjum í gærkvöldi urðu þessi. Noregur-ltalía.................24-19 Pólland-Frakkland................31-22 Rússland-Rúmenía.................30-22 Búlgaría-USA.....................21-19 Tékkóslóvakía-Sviss..............20-19 aramir steinlágu í Höllinni, 24-20 Einar Þorvarðarson voru bestu leik- menn íslenska liðsins í gærkvöldi. Alfreð hefur reyndar verið einn jafnhesti maður landsliðsins í síðustu leikjum þess og Einar og Páll hafa verið á stöðugri upp- leið. Annars áttu allir leikmennirnir skínandi leik og krafturinn í strákunum í síðari hálfleik verður lengi í minnum hafður. Lið heimsmeistaranna er mjög sterkt en óneitanlega setja ruddaleg brot leik- manna liðsins (sjá myndir á síðunum) leiðinlegan blett á leik liðsins. Heims- meistararnir hafa eflaust beitt þessum brögðum lengi en þau hafa verið upp- götvuð hér á íslandi á síðustu dögum. Þökk sé færum ljósmyndurum. Slakir franskir dómarar Hinir frönsku dómarar leiksins voru mjög slakir. Ekki tókst þeim að sjá fólskuleg brot Júgóslavanna í gærkvöldi þrátt fyrir itrekaðar ábendingar fyrir leikinn. Vonandi eiga þeir ekki oftar eftir að blása i flautur sínar hér á landi. -SK Ruddabragð Júgóslavanna! Stórhættuleg ruddabrögð leikmanna heimsmeistaraliðs Júgóslava hér á landi undanfama tvo daga hafa vak- ið feiknalega athygli. Ekki bara hér heldur viða erlendis. DV birti síðastliðinn fóstudag grein sem birtist í norsku blaði um þessi fólskubrögð Júgóslavanna sem fáir vissu um en enginn gat sannað. í gær birtist síðan mynd í einu dagblaðanna þar sem sannanlega sést er einn leikmannanna notar þetta hættulega brot. íslenskir íþrótta- ljósmyndarar hafa nú fest þessi fólskubrögð á fiknu og hefur álþjóðlega handknattleikssambandið ásamt norsku dagblaði þegar pantað mvndir af brotum Júgóslavanna. Hér að ofan og neðan sést þetta enn betur. Á efri mýndinni er Júgóslavinn að gera sig líklegan við að taka í fót Guðmundar Guðmundssonar og á neðri mvnd- inni fullkomnar hann brotið. Auðvitað eiga slíkar aðfarir að andstæðingnum ekkert skvlt við íþróttir og eru þær Júgóslövum til skammar. DV-nnmdir Brynjar Gauti Sóknarnýting íslands var 63,3% íslenska landsliðið fékk 38 sóknir í leiknum gegn Júgóslövum í gærkvöldi og nýtti 24 þeirra sem gerir 63,3% nýt- ingu sem er frábær árangur. Júgóslavar fengu jafhmargar sóknir, skoruðu 20 mörk sem gerir 52,6% nýtingu. •Alfreð Gíslason skaut 9 skotum í gærkvöldi, skoraði 7 mörk en 2 skot voru varin. •Páll Ólafsson skaut 6 skotum og skoraði 6 mörk, vann boltann einu sinni og tapaði honum tvisvar. •Þorgils Óttar Mathiesen skaut 9 skotum, skoraði 5 mörk, 3 skot voru varin og 1 fór framhjá. •Guðmundur Guðmundsson skaut 3 skotum og skoraði úr öllum. Gummi átti eina linusendingu og fiskaði 2 víta- köst sem bæði gáfu mörk. • Kristján Arason skaut 6 skotum og skoraði 2 mörk úr vítaköstum, 2 skot voru varin og jafnmörg fóru framhjá. •Bjami Guðmundsson skaut 2 skot- um, eitt mark og eitt var varið. •Sigurður Sveinsson skaut einu skoti og það var varið. • Atli Hilmarsson tapaði einum bolta og gaf tvær línusendingar. • Einar Þorvarðarson varði alls 16 skot, þar af eitt vítakast. • Þeir Þorbjöm Jensson, Jakob Sig- urðsson og Geir Sveinsson komu ekki við sögu i leiknum. •Júgóslavar voru einum færri í 4 mínútur en Islendingar í 2 mínútur. -SK FIRMA- 0G FÉLAGSHÓPAKEPPNI KR í innanhússknattspyrnu 1987 hefst mánudaginn 2. mars. Leikið er í stóra salnum í KR-heimilinu, í átta fimm liða riðlum. Þátttaka tilkynnist í síma 27181.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.