Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Iþróttir Sagt að leikslokum: „Stórkostlegt er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þennan leik. Þetta er einn stærsti sigur sem ís- lenskt lið hefur unnið fyrr og síðar. Júgóslavar eru ólympíu- og heims- meistarar og því er þessi sigur enn sætari. Allir strákamir í íslenska liðinu léku á als oddi: Ég vil óska íslenska liðinu innilega til ham- ingju með þennan sigur. Nú verður öll íslenska þjóðin að styðja við bakið á íslenska landsliðinu íram að ólympíuleikunum í Seoul, þeir eiga það svo sannarlega skilið,“ sagði Sveinn Björnsson, forseti ÍSI, í samtali við DV í gærkvöldi. Pusnic, aðalmarkvörður Júgóslava „Island var mun betri aðilinn í þessum leik og vann sanngjaman sigur. Áhorfendur hér á íslandi em frábærir og eiga enga sína líka nema kannski brasilíska knatt- spymuáhorfendur. Það má líkja þeim vel saman. ísland er komið í fremstu röð handknattleiksþjóða í heiminum. Ég spái að það verði í baráttu um verðlaunasæti á ólympíuleikunum í Seoui. Einar markvörður, Kristján. Alfreð og Páll vom þeirra bestu menn í leiknum." sagði Pusnic, markvörð- ur' - úgóslava. en hann meiddist í fyrri ieiknum og spilaði ekki þenn- an leik. Gísli Halldórsson: „Þetta var stórkostlegt hjá ís- lenska landsliðinu. Það er nánast undravert að sjá að lítil þjóð eins og við emm skuli ná þessum ár- angri gegn Júgóslövum sem er sterkasta iiandknattieiksþjóð í heiminum. Ég vona að íslenska þjóðin styðji vel við bakið á þessu liði því góður tími er til stefiiu fram að ólympíuleikunum í Seöul. Allir leikmennimir stóðu sig eins og hetjur og það er virkilega góð breidd í íslenska liðinu,“ sagði Gísli Halldórsson, formaður ís- lensku ólympíunefndarinnar, í samtali við DV að leik loknum í gærkvöldi. -JKS Stórsigur Njarðvíkinga Magnús Gíslascm, DV, Suöumesjum; Meistaramir ,,étnir“ - íslenska landsliðið sýndi frábæran handknattleik og ólympíu- og heimsmeist „Það var óskaplega gaman að taka þátt í þessu á ný með strákunum. Þetta var frábær leikur og ég tel að þessi hópur geti náð mjög langt í framtíðinni,“ sagði Þorbjörn Jensson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir frækilegan sigur íslenska liðsins á ólympíu- og heims- meisturum Júgóslava í Laugardalshöll. íslenska liðið hefur ekki í annan tíma leikið betur en í síðari hálfleiknum í gærkvöldi. Staðan var 9-10 í leikhléi, heimsmeisturunum í'vil, en lokatölur urðu 24-20, íslandi í vil. íslandsmeistarar Njarðvíkinga tryggðu sér í gærkvöldi réttinn til að leika í undanúrslitum bikar- keppninnar í körfuknattleik. Lið UMFN vann nágrannana í Kefla- vík með 59 stigum gegn 76 en leikið var í Keflavík fyrir troðfuilu íþróttahúsi. Leikurinn var jafn framan af en á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði UMFN 13 stig gegn aðeins 2 stigum ÍBK og þar með voru úrslitin ráðin. Staðan breyttist úr 54-60 í 56-73. Valur Ingimundarson skoraði 19 stig fyrir UMFN en ísak Tómasson 15, öll í síðari hálfleik. Hjá Kefla- vík voru þeir Gylfi Þorkelsson og Jón Kr. Gíslason stigahæstir með 14 stig hvor. Leikinn dæmdu þeir Ómar Schewing og Kristinn Al- bertsson og voru þeir bestir á vellinum. Maður leiksins: Isak Tómasson, UMFN. -SK Enn einu sinni sýndi íslenska landslið- ið og sannaði getu sína. Hreint stórkost- legur leikur í gærkvöldi og þá einkum og sér í lagi síðari hálfleikurinn. Ekki heíúr undirritaður séð betri hálfleik hjá íslensku landsliði. Vamarleikurinn var slíkur að á ellefu mínútna kafla skoruðu heimsmeistaramir ekkert mark þótt þeir rembdust eins og rjúpan við staurinn. Og að baki vamarveggjarins stóð Einar Þorvarðarson og varði eins og hann best getur. Þar á meðal vítakast þegar staðan var 18-16 og stundarfjórðungur eftir af leik., Framtak Einars í vítinu virkaði eins og örvandi lyf á allt ís- lenska liðið og í kjölfarið fylgdu tvö íslensk mörk sem gulltryggðu sigurinn. Fjögurra marka munurinn hélst til leiksloka. Alfreð Gíslason skoraði síð- asta mark leiksins úr aukakasti þegar leiktíminn var úti og endurtók því það Valur áfram KR sigraði Val, 85-83, f síðari leik lið- anna í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi. Valur vann fyrri leik lið- anna, 68-55, og kemst því áfram samaniagt í keppni en KR-ingar em úr leik. -JKS afrek frá leiknum gegn Rússum á Baltic á dögunum. Ljúfari gat endir þessa eftir- minnilega leiks ekki orðið. Og það sem meira er. íslenska liðið hefði með smá- heppni getað unnið mun stærri sigur. Missir góðra leikmanna engin afsökun Þrátt fyrir þá staðreynd að þrjá til íjóra lykilmenn hafi vantað í lið heims- meistaranna geta þeir ekki notað fjar- vem þeirra sem afsökun fyrir tapinu. Á móti kemur að okkur vantaði einnig leikmenn og þetta júgóslavneska lið, sem spriklaði á fjölum Hallarinnar í gærkvöldi, hefúr verið á stanslausu keppnisferðalagi undanfarið um víða veröld og æft mikið saman. Ekki er hægt að segja það sama um íslenska lið- ið sem fékk nánast engan undirbúning fyrir þessa tvo leiki. Ekki frekar en venjulega liggur manni við að segja. Og eftir frammistöðuna í leikjunum tveimur er ekki nema von að menn spyrji sig að því hvað þetta lið geti gert í Seoul á næsta ári. Þar hljótum við að stefna að toppsætinu og engu öðm. Alfreð, Páll og Einar bestir Þeir Alfreð Gíslason, Páll Ólafsson og ------------------------j í miklum eifiðleikum | Dalglish á Stjóri Liverpool, Kenny Dalglish, á í nokkrum vandræðum með að koma saman liði í deildabikarleikinn við Southampton á Anfield í kvöld. Þetta er síðari leikur liðanna í und- anúrslitum. Þeim fyrri lauk með markalausu jafntefli í Southampton. Þar var Paul Walsh rekinn af velli og getur þess vegna ekki leikið í kvöld. Nýi leikmaðurinn frá Oxford, John Aldridge, má ekki leika með Liverpool þar sem hann hafði leikið með Oxford í deildakeppninni. Þá áttu þeir Craig Johnston og Steve McMahon við meiðsli að stríða í gær og ekki víst að þeir geti leikið. Sennilega verður Dalglish sjállúr að draga fram skóna í kvöld og leika þrátt fyrir litla leikæfingu. Hefur ekki leikið síðustu vikumar. Jesper Olsen, danski landsliðs- maðurinn hjá Man.Utd, meiddist illa í leiknum við Chelsea á laugardag. I I gær var tilkynnt að hann yrði frá * leik að minnsta kosti í mánuð vegna | tognunar í liðböndum. Jafnframt . skýrði stjóri United, Alex Ferguson, | frá því að hann hefði boðið Olsen ■ nýjan samning við félagið en samn- I ingur Danans rennur út í vor. I -hsím * I -I •Júgóslavar héldu uppteknum hætti í síðari landsleiknum gegn íslendingum í gærkvöldi. Á þess- ari mynd sést greinilega hvernig einn júgóslavnesku leikmann- anna tekur í annan fót Páls Ólafssonar. Brot sem þessi eru stórhættuleg og geta valdið al- varlegum slysum og hafa reyndar gert það. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.