Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Fréttir Eyjafjorðun Átta nýir bændur hefja búskap Jón G. Haukssan, DV, Akureyii; Átta nýir bændur hófu búskap við Eyjafjörðinn á síðasta ári. Flestir þeirra voru aðkomnir og keyptu jarðimar samkvæmt upplýsingum hjá Búnaðarsambandi Eyjaijarðar. Tveir bændanna hófu búskap í Svarfaðardal, einn í Hörgárdal, þrír í Öxnadal og tveir í Öngulsstaða- hreppi í Eyjafirði. Einn bóndi við Eyjafjörð, Halldór Jónsson á Jarðbrú í Svarfaðardal, seldi jörð sína og framleiðslurétt. Sá sem keypti af Halldóri býr á Jarðbrú en vinnur á Dalvík. Hann stundar því ekki búskap. Miklir erfiðleikar hafa, sem kunn- ugt er, verið hjá bændum vegna minnkandi framleiðslu en kvóta- kerfið er við lýði bæði í kúa- og fjárbúskap. Þeir bændur, sem standa hvað verst, eru þeir sem hafa fjárfest mik- ið á síðustu árum. Ég er bjart- sýnn maður - segir Hermann Jónsson Hermann keypti Barkána á síðasta ári og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Hans álit er að styrkja eigi stöðu landbúnaðarins með nýjum greinum, en sjálfur býr hann með 40 nautgripi og 100 kindur. DV-mynd JGH Jón G. Haukssan, DV, Akureyn; „Ég er að mörgu leyti bjartsýnn . maður og ég vona að búskapurinn gangi," svaraði Hermann Jónsson bóndi spumingu um hvort hann ætti að fá bjartsýnisverðlaunin 1986 sem einn þeirra átta bænda sem hófu bú- skap við Eyjafjörð á síðasta ári. Hermann býr að Barká í Hörgárdal. Hann keypti jörðina sl. vor. Hermann er 46 ára og býr að Barká með konu sinni, Sveinfríði Jóhanns- dóttur, og fjórum bömum. „Við vissum fyrir að hveiju við gengum og þetta hefur gengið eins og við áttiun von ég keypti jörðina, ég átti talsvert fyrir og það hefur allt að segja. Þeir eiga í mestu erfiðleikunum sem skulda mest.“ Hermann bætti því við að það væri reyndar orðið mjög erfitt að fá lán í landbúnaði sem nokkm næmi. „Þetta er mikið fjármagn sem þarf ef vel á að vera.“ - Á hvað keyptir þú Barkána? „Ég hef nú ekki flíkað því til þessa og ætli ég haldi mig ekki enn við það.“ Jörðin er með 30 hektara tún. Her- mann hefur 40 gripi í fjósi og er með 100 kindur. Aðrar skepnur er hann ekki með nema þá hunda á bænum, auðvitað. - Nú fer framleiðslan í landbúnaðin- um alltaf minnkandi, sérstaklega í kúabúskap og sauðfjárrækt.- Hvemig lístjiér á landbúnaðinn næstu árin? „Ég tel að málin séu að komast í jafnvægi. Þetta má ekki verða verra en núna því þá held ég að einhveijir landshlutar fari í eyði.“ - Þið byijuðuð átta bændur við Eyjafjörð á síðasta ári. Finnst þér þessi tala vera há? „Ég hef nú ekki hugsað mikið um það en Eyjafjörðurinn er gott svæði. Ef ekki er hægt að stunda búskap hér þá er það hvergi hægt. Það er mikil veðursæld í héraðinu." Hermann er fæddur í Bárðardal í Þingeyjarsýslu. Hann fluttist síðan að bænum Möðruvöllum inni í Eyjafirði. Þar bjó hann félagsbúi með systkinum sínum til ársins 1981 þegar hann söðl- aði um og fluttist til Akureyrar, „í bæinn“ eins og það er nefnt. „Við vorum fjögur systkinin sem rákum búið þegar ég hætti. Þetta var um það leyti sem kvótakerfið var að komast á. Við vorum einfaldlega of mörg. Fyrstu viðbrögðin vom að einn hætti svo hin sem eftir væm gætu borið jafhmikið út býtum og áður.“ - Reiknaðir þú með að verða bóndi aftur? „Ég reiknaði ekkert frekar með því en eftir að hafa búið á Akureyri í nokkur ár fann ég að bóndinn blund- aði í mér og fannst mér eins og hann ætti betur við mig en það sem ég var þá að starfa við. Maður var því farinn að fylgjast með þegar jarðir vom aug- lýstar.“ - Hvemig líst þér á landbúnaðinn á íslandi á næstu árum? „Ég vona að landbúnaðurinn sé kominn niður í þá lægð sem hann fer í. Hann má ekki fara neðar eigi ekki illa að fara. Vegna offramleiðslu í mjólkur- og fjárbúskapnum verður að styrkja stöðuna með nýjum greinum og geri ég mér vonir um að minka- og refarækt fari vaxandi," sagði Her- mann Jónsson bóndi. Egllsstaðir: íbúamir minnast 40 ára skólahalds Arma IngóJisdóttLr, DV, Egflsstöðum; í tilefni 40 ára samfellds skólastarfs á Egilsstöðum var haldin opin vika í Egilsstaðaskóla með fjölskylduhátíð í kjölfarið. Nemendur í 1.-3. bekk gátu valið um sex mismunandi starfshópa í opnu vikunni og nemendur í 4.-9. bekk höfðu úr þrettán hópum að velja. Má nefna ljósmyndahóp, íþróttahóp, blaðaútg- áfuhóp, mælskuhóp og fleiri, svo og einn hóp sem sá um undirbúning há- tfðarinnar. Mæltist vika þessi vel fyrir hjá krökkunum sem sýndu svo verk- efhi sín eða afrakstur vikunnar á hátíðinni. Helgi Halldórsson er skólastjóri þetta árið í fjarveru Ólafs Guðmunds- sonar. Helgi er ánægður með bömin, STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar fró BRIMRÁS Kaplahrauni 7 65 19 60 segir þau jákvæð og hafa unnið vel. Vill hann þakka þeim og sérstaklega utanaðkomandi aðilum sem tóku þátt í hátíðarframkvæmdum. Vom þar meðal annars foreldrar sem miðluðu þekkingu sinni á námskeiðunum. Há- tíðin fór vel fram og var selt inn, auk þess sem seldar vom nýbakaðar vöffl- ur með rjóma og kaffi. Hagnaður af hátíðinni rann allur í ferðasjóð 9.- bekkinga en þeir stefna að því að fara með Norrænu til Færeyja í vor. Dagskrá afmælishaldsins Dagskráin hófst með ýmsum uppá- komum, svo sem brúðuleikþætti, dans- og fimleikasýningu og fleiru. Rakin var saga skólahalds á Egilsstöðum en um áramótin 1946-47 hófst formlegt skólastarf í Egilsstaðaþorpi, eingöngu fyrir böm búsett í þorpinu. Var það til húsa í dýralæknisbústaðnum. Vom nemendur þá um 10 talsins. Fyrsti kennarinn var Guðlaug Sigurðardótt- ir. Kennslan hélt áfram á Egilsstöðum Fimleikaháfíð var haldin í tengslum við fjölskylduhátiðina i Egilsstaðaskola og er þessi mynd tekin þar. og fjölgaði nemendum jafht og þétt. Árið 1956 tók fyrsti skólastjórinn til starfa, Þórður Benediktsson. En þá vom nemendur orðnir 40 að tölu. Árið 1972 var tekin upp kennsla forskóla- bama og réðst Ólafur Guðmundsson sem skólastjóri sama ár. Fyrstu gagn- fræðingamir útskrifuðust 1974. Nemendafjöldi nú I dag em nemendur 320 talsins, kennarar 24 auk yfirkennara og skóla- stjóra. Flestir starfandi kennarar em með full starferéttindi og margir hverj- ir sérþjálfaðir í ákveðnum kennslu- greinum. Tómstundastarf nemenda hefur verið mjög líflegt og það er nú orðið fastur liður í skólastarfinu. For- eldradagar hafa verið vel sóttir enda hefúr skólinn kappkostað að auka tengsl og samskipti heimila og skóla, t.d. með fréttabréfum. Krakkarnir gerðu sér ýmislegt til gamans á hátiðinni. Þeir bjuggu meðal ann- ars til eftirlíkingu af sjálfum Lagarfljótsorminum. DV-myndir Austri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.