Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1987. Neytendur 1 í 'Op* Fjöldinn allur af líkamsræktarstöðvum hefur risið víða um land á undanförnum árum og þvi ætti að vera vanda- laust að stunda líkamsrækt hvort sem er úti eða inni. Fítnar folk í megrunarkúrum? Ekki nóg að gæta að mataræðinu, hreyfing er einnig nauðsynleg, segir Gísli Ðnarsson læknir í grein í Þiymli Megrun og offita eru málefni sem nánast allir hafa áhuga á. Margir halda að til þess að megra sig sé nauð- synlegt að halda í við sig af öllum mætti, borða sem allra minnst og bara ákveðnar matartegundir. Þetta er hinn mesti misskilningur. Þeir sem eru of þungir og ætla sér að létta sig mega aldrei sleppa úr máltíð. Þeir geta borð- að langflestan mat en ekki eins mikið og þeir eru vanir. Það er einmitt ef þeir fara að sleppa úr mikilvægum þáttum úr mataræðinu sem vandræðin hefjast fyrir alvöru. Þá vantar mikilvæg efni í líkamann. Það er alkunna að þeir sem eru of feitir hafa tamið sér að borða „ramm- vitlausan mat“ og þannig líða þeir af hörgulsjúkdómi sem lýsir sér í offitu. Þannig geta megrunarkúrar beinlínis valdið offitu. Þetta sýnist þversögn en í ársriti nema í sjúkraþjálfun, Þrymli, er grein eftir Gísla Einarsson lækni þar sem þessar kenningar eru ræddar. Þar seg- ir m.a. með leyfi útgefanda: „Segja má að til séu tvær aðferðir fyrir fri'skt fólk að minnka líkams- þyngd sína, annars vegar að borða minna og hins vegar að hreyfa sig meira. Hið undarlega er að megrunar- kúrar liðinna ára og áratuga einskorð- ast nær einvörðungu við ráðleggingar um að borða minna ásamt matarupp- skriftum og hollráðum um hvemig fara skuli að því. Margir megrunar- kúranna byggja á þeirri gmndvallar- reglu að einungis skuli neytt einnar eða mjög fárra matartegunda. Má sem dæmi nefna „ananaskúrinn“, „ban- anakúrinn", „eggjakúrinn" og marga fleiri þvílíka. í flestum tilfellum gengur megrunin mjög vel fyrstu dagana eða fyrstu vikuna og léttist fólk um 4-5 kg á fyrstu dögunum. Því miður er hér ekki um minnkun á fituvef h'k- amans að ræða heldur er það að mestu leyti vatn, svo og vatnsblanda kol- vetnis (glykogen) sem geymt er í vöðvum líkamans og lifrinni. Glykog- en er raunar varaforði líkamans ef að sverfur til skamms tíma. Missi maður þennan forða lækkar blóðsykur, hung- urtilfinning eykst, svo og þreyta og deyfð, sem sem flestir þeir sem reynt hafa megrunarkúra kannast vel við. Að loknum kúmum bætir líkaminn sér upp þennan varaforðamissi og má þá búast við að þyngdin aukist á nýjan leik um 4-5 kg af þeirri ástæðu einni. Ef um er að ræða megrun i lengri tíma fer að ganga á fituvef líkamans. Gallinn er þó sá að aðrir vefir lík- amans rýma einnig, ekki síst vöðva- vefur. Sá sem vill grenna sig má þó síst við því þar sem starfsemi vöðva- vefs krefst mun meiri orku en starf fituvefs og verður niðurstaðan því sú að viðkomandi brennir minni orku eftir kúrinn en áður. Hlutfóllin milli fitu og vöðvavefs breytast einnig og getur svo farið að fituhlutfallið verði hærra en það var áður en megrun hófst. Þetta er einmitt skýring þess að megrunarkúrar ganga yfirleitt mjög illa nema helst í bvrjun og mis- takast hjá flestu fólki er til langs tíma er litið. Raunar er það svo að stór hluti fólks, sem telur sig of feitt og hefur áhuga á að losa sig við fituvef, er meira og minna i stöðugri megrun. Sýnir það betur en flest annað hald- leysi megrunarkúra einna og sér og má þá til sanns vegar færa þáð sem einn kunnáttumaður á þessu sviði lét hafa eftir sér nýlega að: „fólk verður feitt af að vera í megrun“.“ Feitir borða ekki meira en mjóir Þá segir í grein Gísla að til þess að fituvefur líkamans aukist verður við- komandi að hafa innbyrt fleiri hitaein- ingar eða meiri orku en hann notaði á ákveðnu tímabili. Þá kemur vanda- málið við að ná þessum aukakílóum af sér aftur. Hann segir að ýmislegt bendi til þess að feitt fólk borði yfir- leitt ekki meira en grannt fólk svo neinu nemi. Ástæðuna telur Gísli vera að fituvef- ur hefur minni orkuþörf en vöðvavefur og þeir sem eru feitir hafa minni vöðvavef þannig að orkuþörf og orku- neysla of feitra verður minni. Niðurstaðan er þvi sú að margt feitt fólk lendir í vítahring. Gísli segir að ekki megi skilja orð hans svo að allir megrunarkúrar séu ranglega samansettir í næringarfræði- legu tilliti eða að megrunarklúbbar veiti fólki rangar upplýsingar. Hins vegar hafa einungis örfáir staðfestu eða getu til að fylgja kúmum ná- kvæmlega og einnig að brevta svo lifnaðarháttum sínum á eftir þannig að ekki sæki aftur í sama horfið og áður. Gísli segir að of feitt fólk sé nánast stöðugt í megrun en án árangurs. Einnig bendir hann á að fjöldi megr- unarkúra sé nánast óendanlegur og má af því marka, segir í greininni. að enginn einn eða nokkiir geta verið mjög afdrifaríkir þar eð slíkir myndu fljótlega verða einráðir á markaðin- um. Breytt mataræði og aukin hreyfing Hvað er þá til ráða? Ekki dugir að breyta mataræðinu einu heldur verður að auka hrevfingu. Án þess getur megrun leitt til fituvefs- aukningar. Fituvefur er varaforði líkamans sem hægt er að grípa til ef hungur sverfur að. Leiða má líkum að því að því oftar sem einstaklingur- inn grípur til megrunarkúra því betur reynir líkami hans að veija þennan varaforða ágangi. Vefjarý’rnun getur því orðið þar sem síst skvldi. þ.e. á vöðvavef. Það sem þaif að gera er að brevta mataræði sínu til frambúðar og jafn- framt taka upp hæfilega líkamshreyf- ingu, skokk, sund eða eitthvað annað sem reynir alhliða á líkamann. í grein sinni mælir Gísli með þvi að skokkað sé í hálftíma um það bil þrisv- ar í viku til þess að bæta úthald sitt og auka súrefnisupptöku vöðva. -A.BJ. HJOLKOPPAR I URVALI VARAHLUTAVERSLUNIN 0 3 7 2 7 3 13 OKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaðri vinnu. Þú stundar námið heima hjá þér á þeim hraða sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljónir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann. Líttu á listann og sjáðu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfa- skólinn hefur örugglega námskeið sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskírteini í lok námskeiða. Sendu miðann strax í dag og þú færð ókeypis bækling sendan í flugpósti. (Setj- ið kross í aðeins einn reit.) Námskeiðin eru öll á ensku. □ □ □ □ □ Tölvuforritun Rafvirkjun Ritstörf Bókhald Vélvirkjun □ □ □ □ Almennt nám Bifvélavirkjun Nytjalist Stjórnun fyrirtækja Garðyrkja Kjólasaumur □ Innanhúss arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaða □ Blaðamennska □ Kælitækni og loftræsting Nafn . Heimilisfang ................................................ ICS International Correspondence schools Dept. Y.M.S. 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM 1 1PR, England MERCEDES BEIMZ 280 SE árg. 1982 Til sölu gullfallegt eintak, rækilega útbúið, s.s. velúr- innrétting, sjálfskiptur, rafmagn I rúðum, sóllúga, sportfelgur, ekinn 93.000 km. Skipti - skuldabréf. BÍLATORG NÓATÚN 2 - SÍMI 621033 Auglýsing til mjólkurframleiðenda er ætla að taka tilboði Framleiðnisjóðs um sölu eða leigu fullvirðisréttar næsta haust Ríkissjóður mun frá og með 23. febrúar 1987 til og með 31. ágúst 1987 gefa þeim mjólkurframleiðendum er ætla að taka tilboði Framleiðnisjóðs næsta haust kost á því að hætta framleiðsiu nú þegar. Fyrir hvern I af ónotuðum fullvirðisrétti þessa verðlagsárs mun ríkissjóður greiða 15 kr. Tilboð þetta er háð samþykki viðkomandi búnaðar- sambands. Eigi verður leigt minna magn hjá hverjum framleið- anda, nema sérstakar ástæður liggiTyrir, en sem svarar til 20% af úthlutuðum fullvirðisrétti hans verðlagsárið 1986/87. Greiðsla leiguupphæðar fer fram eigi síðar en þremur vikum frá undirskrift samnings. Skrifleg umsókn sendisttil landbúnaðarráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, en það veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. 19. febrúar 1987 Landbúnaðarráðuneytið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.