Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 5 Stjómmál Undanþágur frá notkun bílbetta „Hver sá, sem situr í framsæti bif- reiðar, sem búið er öryggisbelti, skal nota það.“ Svo hljóðar 1. málsgrein 71. grein- ar umferðarlagafrumvarps, sem efri deild hefur satnþykkt en neðri deild fjallár nú \un. I greininni er að finna eftirfarandi undanþágur frá notkun bílbelta: „Eigi er skylt að nota öryggisbelti, þegar bifreið stendur kyrr eða þegar ekið er aftur á bak. Sama á við um akstur á bifreiðastæði, við bensín- stöð, viðgerðarverkstaeði eða svipað- ar aðstæður. Dómsmálaráðherra getursett regl- ur um undanþágu frá notkun öryggisbeltis, ef heilsufars- eða læknisfræðilegar ástæður eru taldar gera slíka undanþágu brýna. Ökumanni leigubiffeiðar til mann- flutninga er eigi skylt að nota öryggisbelti 'í leiguakstri. Dómsmálaráðherra getur sett regl- ur um undanþágu frá notkun öryggisbeltis við annan sérstakan akstur eða við erfið og hættuleg skil- yrði utan þéttbýlis, svo sem í mikilli ófærð eða þar sem hætta getur verið á skriðuföllum eða snjóflóðum." -KMU Ennþá er opin smuga fyrir meiri umferðarhraða á Miklubraut. Ný túlkun á umferðariögunum: Skoðanakonnun fyrir Umferðarráð: Tæp 58% Akveða má 100 km með bílbelta- sektum Meirihluti aðspurðra í skoðana- könnun, sem Hagvangur gerði fyrir Umferðarráð síðastliðið haust, telur rétt að beita sektarákvæðiun varð- andi notkun á bflbeltum. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingi sem Umferðarráð hefur dreift til al- þingismanna. Rétt að beita sektum töldu 57,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu. 42,2 prósent töldu rangt að beita sektum. Fram kom að konur voru hlynntari sektarákvæðum en karlar. Einnig var spurt um bílbeltanotk- un. 48,3 prósent sögðust nota bílbelti að jafhaði, 26,4 sögðust nota bílbelti stundum en 25,4 prósent sögðust ekki nota bílbelti. -KMU hraða á Miklubraut „Ég kannaði þetta í gær. Það er opin ennþá smuga fyrir meiri öku- hraða á Miklubraut og Kringlumýrar- braut,“ sagði Jón Kristjánsson, formaður allsherjamefiidar efri deild- ar Alþingis, sem fjallaði um umferðar- lagafrumvarpið milli umræðna í deildinni. Frumvarpsgreinin um almennar hraðatakmarkanir, 37. grein, hljóðar svo eftir samþykkt efri deildar: „í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst. Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst., þó 90 km á klst. á vegum með bundnu slitlagi. Ákveða má hærri hraðamörk á til- teknum vegum, þó eigi meira en 100 km á klst., ef aðstæður leyfa og æski- legt er til að greiða fyrir umferð, enda mæli veigamikil öryggissjónarmið eigi gem þvi. Ákveða má lægri hraðamörk þar sem æskilegt þykir til öryggis eða af öðrum ástæðum.“ Jón Kristjánsson sagði, eftir að hafa rætt við lögfræðinga dómsmálaráðu- neytisins, að málsgreinin „ákveða má hærri hraðamörk á tilteknum vegum, þó eigi meira en 100 km á klst....enda mæli veigamikil öryggissjónarmið eigi gegn því“ ætti ekki aðeins við vegi utan þéttbýlis heldur einnig í þéttbýli. Málsgreinin opnaði fyrir meiri öku- hraða en 50 km á klst. á götum eins og Miklubraut í Reykjavík. -KMU Cherokee ÞAÐ ER VALIÐ pÉMpf ECILL VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202 1. NY6CYL. VEL, 173HO 2. SELEC TRAC = ALDRIF = LÆST 4X4 DRIF, HÁTT OG < LÁGT = VENJULEGT AFTURHJÓLADRIF. 3. 4 GÍRA SJÁLFSKIPTING M. OVERDRIVE. 4. VINNSLUVALROFI = MEIRIKRAFTUR, MINNIEYÐSLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.