Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Utlönd Danskir vetk- fræðingar flýja hið opinbera Háukur L. Háukssan, DV, Káupmannahofh: Samkvæmt félagi danskra verk- fræðinga sagði tólfti hver verkfræð- ingur hjá hinu opinbera stöðu sinni lausri á síðasta ári. Talar verkfræð- ingafélagið um fjöldaflótta frá hinu opinbera. Félagið upplýsir einnig að áttundi hver verkfræðingur skipti um starf, þó innan hins opinbera. Aukið vinnuálag, launastöðnun og vinnuvika, sem aldrei er undir 39 klukkustundum, eru að áliti tals- manna verkfræðingafélagsins aðalor- sakir flóttans írá hinu opinbera. Er oft um að ræða mikinn missi fyrir mörg sveitarfélög þar sem viákomandi þekkir oftast aðstæður hvers staðar út og inn og tekur langan tíma að setja nýjan verkfræðing inn í starfið. Renni þar ófáar vinnustundir í va- skinn. Fawn Hall, fyrrum einkaritari Olivers North ofursta, ræðir við tréttamenn ásamt lögfræðingi sínum. Talið er að hún búi yfir einhverri vitneskju varð- andi vopnasöluna til írans. simamynd Reuter Reagan sagði brandara á fundum Ólafor Amaiaon, DV, New Yorlc Neíndin, sem skipuð var til að rannsaka vopnasöluna til írans. hefur komist að því að Reagan forseti hafi vitað eitthvað um vopnasöluna frá upphafi og fengið reglulegar upplýs- ingar um hana eftir því sem sendin- gamai' urðu fleiri. Er það haft eftir embættismönnum sem kunnugir eru skýrslu nefndarinnar. Émbættismennirnir segja að skýrsl- an, sem verður gerð opinber á morgun, sýni að Reagan hafi oft rætt íransmál- ið á morgunfundum með John Po- indexter sem þá var öryggisráðgjafi forsetans. Skýrslan leiðir einnig í ljós að þátttaka forsetans í þessum umræð- um hafi verið mjög lítil. Oft hafi hann einungis spurt um bandarísku gíslana sem eru í haldi í Líbanon og sagt gam- ansögur, að sögn embættismanna sem hafa séð skýrsluna. í henni kemur einnig fram að Oliver North hafi farið mjög frjálslega með stefnu stjómarinnar í vopnasölumál- inu og efnahagslegum stuðning við contraskæruliðana. Hafi hann farið langt út fyrir þann ramma sem Hvita húsið ætlaði honum. Reagan forseti staðfesti í gær að hann gæti ekki munað hvort hann hefði gefið leyfi til fyrstu vopnasend- ingarinnar til Irans sem var í septemb- er 1985. Á fundi með háttsettum aðilum úr viðskiptalífinu sagðist Re- agan í þvi sambandi vilja spyrja alla viðstadda einnar spumingar. „Allir sem muna hvað þeir voru að gera 8. ágúst 1985 rétti upp hönd.“ Það kom í ljós að enginn rétti upp hönd. Smygla núna myndböndum Háukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahofa: Smyglvenjur Dana hafa breyst tölu- vert undanfarið ár. í stað þess að fela lengjur með sígarettupökkum eða brennivínsflöskur í farangiinum reyna þeir nú að smygla skartgripum, mynd- bandstækjum, plötum og snyrtivörum sem er dýrt að kaupa í Danmörku vegna hárrar álagningar ríkisins. Hinar breyttu smyglvenjur tryggja ríkiskassanum hærri upphæðir í formi tolla og sekta. Þannig er ekki óvana- legt að farþegar greiði tíu þúsund danskar krónur af tvö þúsund króna myndbandstæki á staðnum. Um síðustu áramót tóku tollyfirvöld í Danmörku sama fyrirkomulag í notkun og tíðkast víðast hvar annars staðar, það er rautt hlið fyrir þá sem eru með tollskyldan vaming og grænt fyiir þá sem ekkert tollskylt hafa. Samkvæmt frásögn tollþjóns á Kast- rupflugvelli er mikið um tollskýrslur þessa dagana þar sem tollar og sektir nema tíu þúsund dönskum krónum eða meira. Fólk reynir í auknum mæli að smygla ódýmm raftækjum frá Aust- urlöndum. Þó reglumar standi skýrum stöfum á verðlista flugvélanna er mjög algengt að fólk kaupi margfalt leyfi- legt magn snyrtivara en þær em mjög dýrar í Danmörku. Þrátt fyrir oft og tíðum háar sektir greiðir um helmingur farþeganna sektirnar á staðnum. Stjómvöld hvött til aðgerða gegn eyðni Gunnlaugur A Jónssan, DV, Lundi: Vaxandi óþolinmæði gætir nú í sænskum fjölmiðlum vegna seina- gangs og aðgerðaleysis stjórnvalda í baráttunni gegn eyðni. Svo virðist sem augu fólks séu almennt að ljúkast upp fyrir alvöm málsins. Þær raddir sem fyrir nokkm héldu þvi fram að hræðsl- an við eyðni væri stærra vandamál en sjúkdómurinn sjálfúr virðast nú þagn- aðar. „Eyðni er ekki aðeins heilbrigð- isvandamál heldur samfélagsvanda- mál af verstu tegund,“ segir í leiðara eins dagblaðanna undir fyrirsögiiinni Eyðni mitt á meðal okkar. Gertmd Sigurdsen heilbrigðismála- ráðherra skýrði í síðastliðinni viku frá þeirri ákvörðun stjómvalda að láta banna gufubaðsklúbba homma í þeim tilgangi að draga úr smithættu. Að öðm leyti hefur lítið farið fyrir aðgerð- um stjómvalda sem segjast bíða eftir tillögum sérfræðinga á heilbrigðis- sviðinu. Læknar í Lundi eru teknir að úthluta ókeypis sprautum til fikni- efnaneytenda þrátt fyrir að það varði enn sem komið er við Iög. Aðgerð, sem helst er beðið eftir og vænlegust þykir, er almennt blóðpróf eða að minnsta kosti að eyðnipróf sé tekið af öllum þeim sem af einhveijum ástæðum þurfa að gangast undir blóð- próf. Enn sem komið er er það ekki leyfilegt og er því lítið vitað um raun- vemlega útbreiðslu eyðnismitsins í Svíþjóð. Blóðpróf í fangelsum munu þó hafa aukist mjög og á síðastliðnu ári munu alls hafa verið tekin 70 þús- und blóðpróf í Svíþjóð í þeim tilgangi að leita að eyðni. Smit fannst í 579 tilfella. Nýlega tók einn af kunnustu rithöf- undum Svíþjóðar sig til og samdi leikþátt sem ætlaður er til að vekja til umhugsunar um eyðni. Aðeins eitt hlutverk er í leikritinu og var Emst Hugo Járegárd, einum albesta og þekktasta leikara Svíþjóðar, fengið hlutverkið. Leikþátturinn verður ein- göngu fluttur á vinnustöðum. „Þetta er svarti dauði okkar tíma,“ segir höfundur verksins. Þá hefur SIDA, sænska stofnunin fyrir alþjóðlega þróunaraðstoð, í und- irbúningi umfangsmikið vamarstarf gegn eyðni í þriðja heiminum, í lönd- um eins og Angóla, Kenýa,- Zambíu og Víetnam. „Afstaðan til sjúkdómsins í þessum löndum hefur breyst mjög og enginn skortur er nú á samstarfs- vilja stjómvalda,“ segja talsmenn SIDA sem fyrst og fremst ætla að veita fræðslu um smitleiðir og koma í veg fyrir þær smitleiðir sem þegar hefur að mestu tekist að hefta á Vesturlönd- um, það er smit við blóðgjöf. Jafntefli í áskor- endaeinvíginu Sovésku stórmeistararnir, Ana- toly Karpov og Andrei Sokolov, gerðu j afntefli í fyrstu einvígisskák þeirra um réttinn til þess að skora á heimsmeistarann, Garry Ka- sparov. Þetta flórtán skáka einvígi fer fram í bænum Linares í Andalúsíu á Spáni og byrjaði Sokolov með hvítt. Karpov tefldi Carocann-vörn og þótti Sokolov um hríð standa til vinnings en Karpov komst út í hróksendatafl þar sem Sokolov bauð honum jaftitefli eftir 35 leiki. Kvaðst Karpov vel ánægður með jafnteflið. Loks sammála um skattabreytingar Gerard Stolfenberg, fjármálaráðherra V-Þýskalands (annar frá hægri á myndinni), tilkynnti á blaðamannafundi i Bonn í gær að stjómarflokkarnir þrír, sem hafa verið i stöðugum viðræðum eftir kosningarnar (25. jan.) um nýj- an stjórnarsáttmála, hafi nú loks orðið ásáttir um skattalagabreytingar. Með honum eru á myndinni framkvæmda- stjórar flokkanna (f.v. talið): Gerald Tandler (CSU), Helmut Hausmann (FDP) og hins vegar við Stoltenberg situr Heiner Geissler (CDU). Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.