Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. JL-húsið Nýibær Melabúðin Nesval Hagabúðin Vegið meðaltal Cheerios 198g 63,90 66 73 73 63,40 67,85 Honig spagh. 250 g - 38 39,75 40 34,55 38 Smjörvi 300 g 79,20 81 88 85 77,80 82,20 Grænt Hreinol 46,45 51 51 54 48,65 50,20 Ríó kaffi 250 g 92,65 96 95,85 93 92,60 94 Gevalia rautt 250 g 88,90 89,70 92 90 88,90 89,90 Boudnelle Grænar baunir 500 g 49,15 60 61,55 49,40 55 Libby’s tómats. 340 g 38,90 38 45,15 45 42,50 41,90 Spar appelsínusafi 11 54,35 49 56 59 56 54,90 Appelsínur kg 75,30 59 88,40 83 81 77,35 Gulrófur kg 35,60 49 31,30 47 51 46,80 Samtals 662,40 676,70 742 724 685,80 698,10 Neytendur Verðkannanii: Vöruverð Þama eru komnar vörurnar sem eru á innkaupalistanum okkar. Dýrasta karfan var upp á 742 kr. en sú ódýrasta upp á 662,40 kr. DV-mynd KAE bænum Við á Neytendasíðunni höfum ákveðið að gera úttekt á verðlagi nú næstu vikumar. Það verður með þeim hætti að kannað verður verð á ákveðnum vörutegundum í verslun- um í einu hverfi eða bæjarfélagi í einu. Við höfum einnig fengið nokkra fréttaritara DV úti á landi til liðs við okkur í þessum verðkönn- unum. Birtum við niðurstöðumar jafnóðum. Kannað verður verð á tíu algengum vömm, af ýmsum toga, og er farið í nokkrar verslanir á hverj- um stað. Vörumar em eftirfarandi: Cheerios 198 g Honig spaghetti 250 g Smjörvi 300 g Grænt Hreinol Ríó kaffi Gevalia rautt Grænar baunir Bonduelle 225 g Libby’s tómatsósa Spar appelsínusafi 1 1 Appelsínur Gulrófur Almennur áhugi á verðkönn- unum Almenningur hefur mikinn áhuga á verðkönnunum. Það hefur sýnt sig þegar þær hafa legið í láginni þá hefur fólk hringt og látið í ljósi óskir um að þær yrðu teknar upp á nýjan leik. Öllum kemur saman um að verð á nauðsynjavörum hafi „hækkað upp úr öllu valdi“ á undanfömum mán- uðum. Það er margsannað að það margborgar sig að skoða verð áður en kaup em gerð. Það er kannski heldur óhagkvæmt þegar um mat- vælainnkaup er að ræða þvi að i einni og sömu búðinni geta verið til bæði vörur í dýrari kantinum en einnig einhverjar sem em í ódýrara lagi. Við ríðum á vaðið í dag og birtum könnun á verði á ellefu vömtegund- um í fimm verslunum í vesturbæ. Þar af em tveir stórmarkaðir, tvær stórar verslanir og ein lítil verslun. Við látum neytendum eftir að draga niðurstöður af verðkönnun okkar sem framkvæmd var föstudag- inn 20. febrúar -A.BJ./PLP í vestur- Helgarínnkaupin ekki undir 5 þús. kr. „Heil og sæl, Neytendasíða! Ég var að átta mig é ljótri stað- reynd núna rétt um daginn. Hún er sú að ekki er hægt að gera ráð fyrir að helgarinnkaupin séu undir 5 þús. kr.,“ segir í bréfi frá húsmóður á Akureyri. Hún er með fjögurra manna fjölskyldu og meðaltalskostnað um 6 þús. kr. á mann í janúar- mánuði. „Að vísu reyni ég að kaupa inn svo dugi fram í næstu viku en það er sama, þetta eru sláandi tölur. Enda sýna janúartölurnar það, rúmar 24 þús. kr. Þó er yfirleitt yfirleitt reynt að spara öll útgjöld í janúar eftir jólaeyðsluna. Það helsta í liðnum „annað“ er smíðavinna, kr. 5.900, hiti, kr. 2.252, rafm., kr. 5.140, RUV, kr. 1330, happdr., kr. 1600, og svo ýmislegt smávegis, en upphæðin var samtals rétt um 40 þús. kr.“ -A.BJ. Brauð er alls ekki fitandi Bretar snæða árlega 2 milljónir tonna af brauði sem er með þvi minnsta sem þekkist í Evrópu. Taka má fram að Bretar eru um 67 milljón talsins. Bakarameistarar, sem létu gera þessa könnun, halda því fram að þessi „litla" brauðneysla sé vegna þess að sá orðrómur sé uppi um að brauð sé svo fitandi. -A.BJ. Bretar vilja skráningu á „skottu- læknum“ Breska neytendablaðið Which? gerði nýlega víðtæka könnun með- al tvö þúsund lesenda sinna varðandi lækningaraðferðir eins og nálastunguaðferðina og aðrar lækningaraðferðir sem stundum eru kallaðar „skottulækningar" á íslensku. 80% þeirra lesenda sem reynt höfðu þessar lækningaraðg- ferðir voru á þeirri skoðun að þeir hefðu hlotið lækningu eða í það minnsta einhvem vemlegan bata. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra kváð- ust myndu reyna þetta aftur. Átta af hverjum tíu höfðu leitað þessara óhefðbundnu lækninga eftir að hafa áður reynt árangurs- laust að fá bót meina sinn hjá hefðbundnum læknum. Gallupstofnunin gerði nýlega könnun fyrir samtök þeirra sem stunda óhefðbundnar lækningar- aðferðir. Niðurstöður hennar sýndu að 78% almennings vildi að komið væri á fót skráningu þeirra sem stunda slíkar óhefðbundnar lækningar til þess að fólk ætti auðveldara með að ná til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld hafa tekið þann kostinn að halda að sér hönd- um og taka ekki beina afstöðu gagnvart óhefðbundnum lækning- araðferðum og segja að þeir sem þær stunda verði að geta sýnt fram á að aðferðir þeirra beri árangur áður en yfirvöld hefjast handa um skráningu þeirra. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.