Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 11 Utlönd Abdallah ekki sjálfur í réttar- salnum Runninn er upp þriðji dagur réttar- haldanna yfir Líbanonmanninum Abdallah, sem er ákærður fyrir hryðjuverk og hlutdeild í hryðjuverk- um en sjálfur er hann ekki viðstaddur réttarhöldin. Kallar hann þau pólit- ískan skrípaleik, settan á svið af heimsvaldasinnum og auðvaldsríkjun- um Frakklandi og Bandaríkjunum. Abdallah er ákærður fyrir hlutdeild í morðunum 1982 á bandarískum herr- áðgjafa og ísraelskum diplómat. Ennfremur fyrir morðtilræðið við bandarískan ræðismann 1984. - Hann er talinn hafa stoíhað og stjómað hryðjuverkahópi frá Líbanon (FARL) sem hefur lýst þessum morðum á hend- ur sér. Þegar Abdallah var handtekinn í Frakklandi í fyrra upphófst mikil hryðjuverkaalda. Þar á meðal vom fimm sprengingar í París í september en í þeim létu ellefu manns lífið og hundrað og sextíu særðust. Bandaríkjastjórn hefur áheymar- fulltrúa við réttarhöldin. Vegna hættunnar á að hryðjuverka- öfl, sem standa að baki Abdallah, reyni að hefna fyrir réttarhöldin yfir honum i París hafa þjónar réttvisinnar á sér mikinn andvara. Meira að segja holræsakerfisins undir dómhúsinu er vandlega gætt. - Simamynd Reuter Franska lögreglan hefur mikinn viðbúnað vegna réttarhaldanna yfir Ab- dallah og hættunnar á þvi að hryðjuverkaöfl reyni að frelsa hann úr höndum réttvísinnar. Þessir tveir lögreglumenn eru á verði á þaki dómhússins. - Simamynd Reuter Jómfrúferð Airbus A320 Jómfrúferð evrópsku flugvélarinnar, „Airbus A320“, sem fór sina fyrstu ferð í fyrradag, gekk að óskum. Lagði vélin upp frá Toulouse í Frakklandi og endaði ferðina þar aftur eftir þriggja og hálfrar stundar ferð. - Það var glatt á hjalla í Toulouse af þessu tilefni en við það tækifæri er myndin hér fyrir ofan tekin, Dreift var þúsund kampa- vinsflöskum meðal starfsliðs til þess að halda upp á daginn. - simamynd Reuter LOGSUÐU- OG SKURÐARTÆKI Slöngurá 105 kr m Logsuðusett frá kr 8.650,- Gas- og súrmælar, kr.2.81 3#“ Arconmælar, kr ,933f” Útsölustaðir: Verslun G. Þorsteinsson, Ármúla 1 Atlabúöin, Akureyri Bílaverkstæöi Dalvíkur Skipavík, Stykkishólmi jón Fr. Einarsson, Bolungavík Þröstur Marsellíusson, ísafiröi Kaupfélag Ámesinga, Selfossi OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-13. ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.