Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 17 Hvernig væri að MX 21 færi landsbyggðarrúntinn svo sveitafólkinu gæfist kostur á að fá skerf af fjörinu. MX 21 best J. og B. skrifa: Við viljum hvetja MX 21 til að fara rúntinn í kringum landið til að halda hljómleika. Þetta er svo óréttlátt, við sveitafólkið fáum sjaldan eða nánast aldrei tækfæri til að hlusta á jafnfrá- bæra hljómsveit og MX 21. Þetta er uppáhalds íslenska hljómsveitin okkar og það væri æðislegt ef MX 21 sæi sér fært að halda hljómleika á Akureyri. Svona, strákar, drífið ykkur af stað. Það er alveg furðulegt hvað er troðið inn á Borgina, hvar er eftirlitið eiginlega? Yfirfullt á Borginni Katrín hringdi: Mikið hefur maður séð skrifað um „fullt hús“ á Borginni. En ekki virð- ast þau skrif hafa borið tilætlaðan árangur þvi alltaf er jafntroðið á Borginni. Það er nú reyndar alveg merkilegt hvað hægt er að bjóða fólki, því það er ekki fræðilegur möguleiki að skemmta sér þama, maður má telj- ast heppinn að vera ekki genginn niður í mannþyrpingunni. En mér finnst það alls engin afsökun að for- ráðamönnum þessa staðar skuli líðast þetta að stappa og þjappa eins mikið og þeir geta látið inn. Hvað með þetta eftirlit ef svo má kalla það, hvar er það eigilega? Ja, alveg örugglega ekki á Borginni því þá væri búið að loka staðnum. Maður er orðinn svona hálfvon- laus að það verði nokkuð garfað í þessu eða nokkuð eftirlit haft með staðnum. Þá er bara eitt til bragðs að taka, lesendur góðir, skrifið og látið heyra í ykkur, þið þekkið þetta öll! SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild EUROCAOD - simi 27022. LITANIR, SKOL OG STRÍPUR FYRIR ALLA VERIÐ VELKOMIN VALHOLL ÓÐinSQÖTU 2, REYKJAVm V HÁRQREIÐSLUSTOFA SIMU22138 Rannsóknarstofur o.fl., Ármúla 1 Tilboð óskast í innanhússfrágang fyrir rannsóknarstof- ur o.fl. í Ármúla 1 A í Reykjavík. Rannsóknarstofurnar eru á hluta 1. hæðar og kiallara, alls um 1100 m2. Auk þess skal ganga frá mötuneyti o.fl. á um 150 m2. Einnig á aó steypa upp viðbygg- ingu og ganga frá henni, um 200 m2. Á vinnusvæðinu á aó leggja allar lagnir og loftræsingu, auk frágangs veggja, gólfa, lofta og raflagna. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, til og með föstudegi 6. mars 1987 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. mars 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGAFTTÚNI 7 SlWI 26644 PÓSTMÓLF 1441 TELEX 2006 N Á M S K E I Ð saMskipti f oreldra og barna Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: • aðstoða börn sín við þeirra vandmál • leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi • byggja upp jákvæð samskipti innan tjöl- skyldunnar Námskeiðin byggja á hugmyndum Dr. Thomas Gordons sálfræðings og hafa nær 1.000.000 foreldra sótt slík námskeið bæði í Bandaríkjun- um sem í Vestur-Evrópu („Parents Effectiveness Training"). Leiðbeinendur hafa hlotið tilskilda þjálfun og leyfi til að halda þessi námskeið á íslandi. Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti. Næstu námskeið byrja mánud. 22 sept. og fimmtud. 25 sept. Skráning og upplýsingar í síma 25770 kl. 16 - 19. saNskipti FRÆÐSLA OG RÁOGJOF 5.F.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.