Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Utlönd Kaupmannahafnarlögreglan stöðvar möig hundruð vegfarendur Ný aðgerð til að koma í veg fyrir afbrot Fjöldi saklausra vegfarenda i Kaupmannahöfn verður fyrir barðinu á að- gerðum lögreglunnar en þeir verða að sætta sig við að verða spurðir út úr um ferðir sínar. Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaimahö&u Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði stóreflis rassíu í Vesturbrúhverfinu í miðborg Kaupmannahafnar að- faranótt laugardags. Voru (jörutíu manns handteknir en þrjátíu og sex var fljótlega sleppt eftir yfirhevrslur. Akærumar hljóðuðu meðal annars upp á akstur undir áhrifum áfengis. brot á fíkniefnalögum. ólöglegan akstur leigubifreiðar. óspektir. ólög- legan vopnaburð og bílstuld. Fjórir urðu að sitja lengur í haldi og voru það allt útlendingar sem vísað hafði verið úr landi. Höfðu þeir falsað vegabréf á sér. Mörg hundruð stöðvuð Aðgerð lögreglunnar varaði í fjór- ar klukkustundir. Mörg hundmð manns urðu að stoppa og svara spurningum lögreglumannanna. Hinar ýmsu deildir lögreglunnar. eins og til dæmis óeirðarlögreglan. fíkniefnalögreglan. leyfislögreglan og spilalögreglan. voru mættar á staðinn. Var sleginn hringur um hverfið sem er þekkt fyrir sitt af hverju sem ekki þolir dagsins ljós. Hafði lögreglan sérstakan áhuga á fólki á leið út úr hvei-finu. Árangur þessarar aðgerðar. sem er sú þriðja á fjórum mánuðum. var ekki aðeins Qörutiu handtökur. Heill bunki alls kvns skýrslna um afbrot bíður meðferðar og er lögreglan viss um að meðferð þeirra eigi eftir að festa fleiri í netinu. Reyndi að múta lögreglunni Meðal hinna handteknu var nítján ára maður sem tekinn var vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Revndi hann að borga sig út úr vandræðunum og var þá kærður fyr- ir mútutilraun. Lendir hann líkleg- ast í fangelsi þar sem hann revndi nýlega að múta lögregluþjóni með tíu þúsund dönskum krónum. Hugmvndin að aðgerð lögreglunn- ar um helgina er fengin frá vestur- þýsku lögreglunni og hefur bæði mannekla og aukning afbrota flýtt fyrir aðgerðunimi. Löglegar aðgerðir Henning Koch. sérfræðingur í lög- reglumálum við Kaupmannahafnar- háskóla. telur aðgerðir þessar óvanalegar en löglegar. Hætta sé á að fleiri en vanalega séu grunaðir um lögbrot þegar aðgerð er beint gegn afmöi-kuðum svæðum. Lögregl- an sé að þreifa fyrir sér eftir þýskri fyrirmynd þar sem notast er við fjöldahandtökur eða aðgerð sem þessa. Upphaflega hafi aðgerðum þessum verið beint gegn hrvðju- verkamönnum í Vestur-Þýskalandi en seinna hafi þær orðið liður í al- mennu lögreglustarfi. Segir Koch að forsendur aðgerð- anna sé að finna í breytingum fi'á 1978 þegar staðfest var að handtaka var möguleiki sem allir verða að sætta sig við. Það sem afmarki að- gerðir lögreglunnar séu annars vegar siðferðisreglur lögreglunnar sjálfrar og hins vegar skaðabótaregl- umar sem oft reynir á. Lagalegur grundvöllur aðgerðanna er skylda borgaranna til að gefa upp nafn, heimilisfang og fæðingardag. Neitun á þeirri beiðni er næg ástæða til handtöku. Fleiri aðgerðir boðaðar Poul Eefsen, lögreglustjóri Kaup- mannahafnar, segir tilgang slíkra aðgerða vera að draga úr afbrotum og koma í veg fyrir skipulagningu þeirra. Boðar hann fleiri slíkar að- gerðir og í fleiri hverfum. Segir hann þróunina öfúgsnúna á Vesturbrú og þvi verði að notast við mismunandi lögregluaðgerðir. I fyrsta lagi sé hið daglega eftirlit. I öðru lagi sé sér- stakt eftirlit með sérsveitum og í þriðja lagi komi aðgerð eins og sú sem framkvæmd var um helgina. Sé mjög athyglisvert að sjá hversu margir afbrotamenn eru á ferli eina nótt. Tengsl milli brota Sem dæmi um hvernig ein hand- taka getur leitt til uppljóstrunar annarra afbrota nefnir lögreglu- stjórinn bílstuldi. „Við vitimi að innbrotsþjófar stela einnig bílum. Auk þess eru tengsl milli brota á fíkniefnalögunum og bílstulda. Því er nauðsynlegt að vita hveijir eru á ferli.“ Eefsen viðurkennir að fiöldi saklausra verði fyrir barðinu á að- gerðum sem þessum og verði þeir að sætta sig við að verða spurðir út úr um ferðir sínar. Þó séu um níutíu prósent vegfarenda mjög skilnings- ríkir og séu athugasemdir eins og „það var kominn tími til að taka til hendinni hér“ ekki óalgengar. Hyggjast brjóta ný Guörún Hjanardóttir, DV, Ottawa: Kanada er engin undantekning frá öðrum vestrænum löndum hvað varðar straum flóttafólks. Hingað til hafa pólítískir flóttamenn nær und- antekningarlaust fengið landvistar- leyfí í Kanada án teljandi erfiðleika. Má í því sambandi nefna að á síðast- liðnu ári fékk Kanada viðurkenn- ingu frá Sameinuðu þjóðunum fyrir jákvætt viðhorf í garð flóttafólks. En nú er svo komið að kanadísk stjómvöld telja sig tilneydd að herða innflytjendalögin til muna. Aðalá- stæðan er sívaxandi straumur flótta- fólks frá löndum Mið-Ameríku. Fólk þetta, sem dvalist hefúr í Bandaríkj- unum undanfarin eitt til þrjú ár, á nú á hættu að verða vísað úr landi þar vegna mjög hertra innflytjenda- laga sem taka munu gildi 1. maí næstkomandi. Þá munu einungis þeir sem komu til Bandaríkjanna fyrir l.janúar 1982 fá landvistarlejdí. Kanada eina vonin Eina von þessa fólks hefur verið að komast til Kanada. Hingað til hefur verið tekið vel á móti hinum heimilislausu flóttamönnum sem leggja allt í sölumar til að þurfa ekki að fara aftur til heimalands síns þar sem aðeins eymd og jafhvel dauði bíður þeirra. Á fyrstu sex vikum ársins komu 6.120 flóttamenn til Kanada og fer þeim fjölgandi með hverri vikunni sem líður. Flestir eru frá E1 Salvador eða 2.294. Næst í röðinni em Chile og Guatemala. Flóttafólk kemur dveljast í Bandaríkjunum þar til kanadísk yfirvöld hafa fjallað um mál þeirra. Áður var flóttamönnum heimilt að dveljast í Kanada á með- an beðið var eftir slíkri umfjöllun en hún getur oft tekið töluvert lang- an tíma. Ekki eru allir Kanadamenn sáttir við breytingar þessar. Ymis mann- réttindasamtök hafa haft í frammi mótmæli vegna hinna hertu laga. Þykir þeim að hart sé vegið að vam- arlausu fólki með því að neita því um landvistarleyfi og senda það til- baka út í kuldann. Ætla að brjóta lögin Tugþúsundir flóttamanna, sem eygðu von um betra líf í Kanada, em nú staddir í Bandaríkjunum og bíða þess eins að verða sendir aftur til síns heimalands því Bandaríkin neita að taka við þeim. Nú er svo komið að mannréttindasamtök hafa ákveðið að fyrst lögin hafi snúist gegn flóttafólkinu muni samtökin brjóta þessi lög með því að koma fólkinu inn í landið eftir ólöglegum leiðum. Samtökin telja að lagabreyt- ingamar séu óþarfar því þessi skyndilega aukning flóttafólks sé tímabundið ástand sem hafi fylgt í kjölfar hinna hertu laga í Bandaríkj- unum. Aðrir Kanadamenn telja þessar breytingar nauðsynlegar og hefði þurft að koma þeim á fyrr. Sérstak- lega megi herða lögin þegar um flóttafólk í leit að betri lífsskilyrðum sé að ræða. innflytjendalög Kanada hefur verið eina von margra pólitískra flóttamanna sem flýja lönd, eins og til dæmis Chile þar sem þessi mynd er tekin. En nú telja kanadisk stjórnvöld sig verða að herða innflytjendalögin vegna mikils straums flótta- manna. einnig annars staðar frá úr heimin- um, eins og til dæmis frá Sri Lanka Miðausturlöndum og Afríku. I síðustu viku kynnti innflytjenda- ráðherra Kanada, Benoit Bouchard, hin hertu innflytjendalög. Helstu breytingamar em þær að héðan í frá verður hætt að gefa út sérstakt eins árs dvalarleyfi til flóttamanna sem koma til Kanada frá átján löndum, þar á meðal E1 Salvador, Guate- mala, Sri Lanka og austantjald- slöndunum. Vísaö úr landi Flóttamenn frá þessum átján ríkj- um, sem áður nutu nokkuð sérstakr- ar stöðu, geta ekki lengur gengið að því vísu að þeim verði ekki vísað úr landi fái umsókn þeirra ekki já- kvæða meðhöndlun innflytjendaeft- irlitsins. í öðm lagi verður öllum flóttamönnum, sem koma í gegnum Bandaríkin, gert að snúa við og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.