Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Spumingin Finnst þér fræðsluher- ferðin gegn eyðni hafa verið nægjanleg? Þórlaug Haraldsdóttir, starfar í far- miðasölu BSÍ: Nei, hún gæti verið kraftmeiri. Smokkaæðið hefur nátt- úrlega komið umræðunni vel á stað en mér finnst ekki mega einblína á þá, það mætti leggja meiri áherslu á að reyna að draga úr lauslætinu. Þetta er hætta við hvers manns dyr þannig að fræðslan verður að vera markviss. Sigriður Gissurardóttir húsmóðir: Já, í alla staði er fræðslan að auk- ast. Ég tel það gott sem komið er. Rúnar Vífilsson nemi: Ég tel hana alveg ágæta hér eins og annars stað- ar. Smokkaherforðin hefur lagt sitt af mörkunum í baráttunni gegn eyðni og vakið athygli á hversu hræðilegur sjúkdómur þetta er. Einar Jóelsson verkamaður: Mér finnst að taka megi harðar á þessu máli. Mér fmnst eðlilegast að taka eyðnisjúklinga úr umferð í þjóðfélag- inu og einangra þá. Ingibjörg Stefánsdóttir fóstra: Það er alltaf gott að fá umræður um þarft mál sem þetta. Smokkaherferðin hef- ur hrist laglega upp í þessari umræðu en allt getur farið út í öfgar. Mér finnst of lítil áhersla lögð á aðalvörn- ina en það er að draga úr fjöliyndinu. Sigurður Jónsson: Mér finnst fræðsl- an alveg orðin nógu mikil nú þegar. Fólk er farið að gera sér fyllilega grein fyrir þessum sjúkdómi og þeim afleiðingum sem honum geta fylgt. Lesendur „Allt vrtlaust“ Maria Björnsdóttir hringdi: Ég fór á „showið" í Broadway, Allt vilaust, og þessi sýning stóð svo sannarlega undir naíhi, þar var allt á fullu og hvergi gefið eftir. Mér fannst dansamir alveg ferlega frumlegir og góðir og var einnig mjög ánægð með lagavalið. Af öllu fannst mér söngvarinn Eyjólfúr Kristjánsson bera af, hann lifði sig svo inn í hlutverkið að það er alveg synd að hann skuli ekki hafa verið uppi á þessu rokktímabili. Að lokum vil ég þakka fyrir ánægjulega og vel heppnaða sýn- ingu. ! Ureltur sektarmiði 7622-1774 skrifar: Ég vil rétt aðeins segja frá sam- skiptum mínum við lögregluna í Reykjavík og á Reyðarfirði. Þannig er mál með vexti að ég fékk sekt á bíl minn á Reyðarfirði vegna rangstæðu, eins og þeir kalla það. Sektarmiðinn, sem ég fékk hjá lögg- unni þar, var heldur betur fornaldar- legur því hann var frá árinu 1970 en það var búið að breyta ártalinu með penna í 1987. Miðinn var því frá því fyrir myntbreytinguna og þar af leiðandi elliær reglugerðin aftan á honum og sektir í gömlum kr. Hljóð- aði sekt mín'upp á 3 þús. kr. en eftir minni eftirgrennslan em þessar sektir í dag u.þ.b. 340 kr. Lögregluþjónninn á Reyðarfirði (Jónas nr. 1), sem sektaði mig, taldi ekkert athugavert við þessa sekt. Því var farið með sektarmiðann á lögreglustöðina í Rvk. Fyrst var yfir- ‘lögregluþjóninn spurður um þetta og honum fannst þetta svo ótrúlegt að hann sagði að þetta hlyti að vera grín. Mér var því vísað á annan lög- regluþjón þarna á stöðinni sem sagðist skyldi ltringja austur á Reyð- arfjörð og athuga þetta en að því tilskildu að hann fengi að halda sektarmiðanum. Er ég ætlaði að sækja sektarmiðann aftur (eins og upphaflega stóð til) harðneitaði löggan að láta mig fá hann. Sektar- miðinn átti víst að fara til sýslu- mannsins í Suður-Múlasýslu og hjá honum fékk ég það svar að raiðann fengi ég ekki. Það er svo sem ekki mikið gagn í að vera að sekta ef lögreglustöðin gleypir síðan alla sektarmiðana, er þá bara ekki óþarfafyrirhöfn að vera að sekta á annað borð? Eða er kannski bara verið að hylma yfir úreltan sektarmiða? Til að bæta gráu ofan á svart var tekið fi-am á miðanum að bíllinn hefði staðið ólöglegur við Heiðarveg en hann stóð á Lindargötu. Svona í lokin. það þarf heldur bet- ur að fara að bæta löggæsluna á Reyðarfirði. Kristilegt rokk Ein ánægð hringdi: Ég vil láta í ljós ánægju mína yfir kristilegum hljómleikum sem haldn- ir voru í Broadway við mikinn fognuð áhorfenda. Aðsóknin var gíf- urlega mikil og því vil ég hvetja þá er að þessum hljómleikum stóðu að gera meira að þessu. Þama var múgur og margmenni og stemningin var svo góð og allir virtust skemmta sér svo vel. Þetta er eitt það yndislegasta kvöld sem ég hef upplifað. Það er virkilega þörf á svona hljómleikum sem hafa kristilegan boðskap að leiðarljósi. Allt vitlaust, sýning sem stóð svo sannarlega undir nafni. Er kjötið innflutt? Guðjón hringdi: Ég veit að það er eitthvert lítið brpt af bandaríska hemum í Stokks- nesi við Homafjörð, það væri gaman að vita hvort það væri erlent eða íslenskt kjöt sem er fiutt þangað á stöðina. Kynferðisafbrot - hvers á saklaust bam að gjalda? Sigurður skrifar: Viðvíkjandi grein, sem birtist í DV, um neyðaróp móður um herðferð gegn kynferðisglæpamönnum vil ég taka undir það sem þar kemur fram. Manni líður hálfilla þegar maður les svona grein og ósjálfrátt fer maður að hugsa, ef bamið mitt yrði fyrir þessu þá myndi ég ekki hika að taka lögin í mína hendur. Því hvað gerir réttarkerfið við þessa menn? Þetta er vandasöm spuming en svarið er einfalt, það gerir ekkert. Þessi menn eru komnir strax út á götuna aftur og halda uppteknum hætti. Það er alveg vitað mál að það hlýtur að vera eitthvað að þessurn mönnum og þeir þurfa kannski hjálp en hjálp- in felst ekki í því að leyfa þeim að halda áfram að misnota saklaus börn! Saklaust bam á ekki að gjalda þess að „lúnitikar" leika lausum hala í bænum. Önnur dagblöð ættu að taka DV til fyrirmyndar hvað varðar mynd- birtinguna á síbrota kynferðis- glæpamanni. Þá á að birta myndir af svona fólki sem hefur staðið oftar en einu sinni að svona ódæði til þess að vara böm við þessum mönn- um. Ef þessum mönnum er sýnd einhver mótspyrna og viðurlögin hert þá myndu þeir kannski hugsa sig tvisvar um áður en þeir fremja svona ódæðisverk. Ég vil nota tækifærið og hvetja foreldra til að standa saman og krelj- ast þess að réttarkerfið hætti þessum skrípaleik. Dómskerfið á að huga meira að rétti barnanna og hætta að vemda svona glæpamenn. ,,Eg horfi alltaf á þennan þátt og finnst mér hann alveg virkilega skemmtilegur." RÚV: „Ágætis afþreying“ Gunnlaugur Karlsson hringdi: Mig langar að mótmæla þeim nei- kvæðu skrifum sem hafa átt sér stað á lesendasíðunni um þáttinn Sjúkra- húsið í Svartaskógi. Ég horfi alltaf á þennan þátt og finnst mér hann alveg virkilega skemmtilegur og alveg ágæt- is afþreying. Ef fólki finnst þessir þættir svona leiðinlegir þá hlýtur að vera langgreiðast að slökkva á imban- um og leyfa þeim að fylgjast með þáttunum sem hafa áhuga á þeim. HRINGIÐ ÍSÍMA 27022 MIIiLI KL. 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.