Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 31 Sandkorn Kristján - ætlar ekki í vélsmiðjuna aftur heldur i pizzeriið. Hávaðasamur vert Það verður líklega f]ör í pizzeríunni hans Kristjáns Jóhannssonar eftir svona 15-20 ár. Hann sagði Hemma Gunn það í trúnaði á sunnu- daginn, í þætti Hemma á Bylgjunni, að þegar söngferl- inum lyki hefði hann mestan áhuga á einhvers konar við- skiptum og nefndi þar áhuga sinn á að sveifla pizzum. Þetta á auðvitað vel saman því varla missir Kristján rödd- ina þótt hann hvíli sig frá óperunni einhvern tímann. Þá getur hann sveiflað hvoru tveggja upp á ítalska vísu í einu, pizzunum og sonnettun- um. En ætli hann langi ekki stundum upp á háa cið? Snævarr í sjónvarpið Hræringarnar í fjölmiðla- heiminum, sem tóku mikinn fjörkipp með stanslausum fæðingum tímarita, útvarps- ogsjónvarpsstöðva, halda áfram og er ekkert lát á. Helst taka menn þó eftir því þegar raddir og andlit koma og hverfa. Núna er Bogi Agústs- son orðinn fulltrúi fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarps- ins og sagt er að hann verði einhvers konar yfírkokkur á rás 2.1 sæti hans í sjónvarpi Ríkisútvarpsins sest svo Árni Snævarr sem hefur verið fréttamaður Bylgj unnar frá því hún var stofnuð en var áður blaðamaður á DV. Árni verður sem sagt í erlendum fréttum sjónvarpsins innan tíðar. Stcingrimur-tiltæki hans vekja umtal nú sem oftast áður. Steingrímur Þáttur Steingríms Her- mannssonar í kynningu á smokknum hefur vakið gríð- arlega athygli. Erlendir fjöl- miðlar hafa fjallað um viðburðinn og hér innanlands var ekki um annað meira rætt á tímabili þar sem fólk tók tal saman og umræðan snerist um lystisemdirlífsins. Núna fyrir helgina hélt einn Lionsklúbb- urinn í Reykjavík mikið blót og snerist það að lokum upp í allsheijar vísnagerð um for- sætisráðherra og framan- greint tiltæki hans. Til þess að gefa hugmynd um kveð- skapinn kemur hér ein vísan: Stígur hann við stokkinn stirnir á rauðan lokkinn stinnan hefur hann skrokkinn Steingrímur með smokkinn. Herbergis- númer líka! Um síðustu helgi var ónefndur hópur manna við þinghald á ónefndum stað í ónefndri sýslu sunnan heiða. Dvaldi hann á hóteli staðarins og urðu fundir langir og þreyt- andi. Við þessu fengu menn sér gjarnan ónefnda vökva í glös. Þegar ætlunin var að þingheimur gengi í hvílur sín- ar voru margir orðnir svo rassþungir að þeir gátu sig hvergi hrært og sumir meira að segja steinsofnaðir og urðu með engu móti vaktir. Starfs- menn hótelsins urðu því að grípa til örþrifaráða, varpa gestum á axlir sér og bera þá íbólin. Auðvitað voru fundarmenn með sérstök nafnspjöld þings- ins næld í boðunga sína. Þetta létti hótelmönnum mjög að fmna svefnstað hvers og eins. Þó þurftu þeir jafnan að koma við þar sem gestabókin lá í afgreiðslunni og fmna þar herbergisnúmer viðkomandi. Einn hótelþjónninn var orð- inn dálítið þreyttur á þessu og ætlar að leggja til að næst verði gestirnir með herbergis- númerin skráð við nöfn sín á nafnspjöldin. Stöö3 Eins og DV greindi skil- merkilega frá á dögunum hefur Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri dagblaðs- ins Tímans, látið setja upp móttökudisk til þess að frétta- menn blaðsins geti horft á heimsfréttirnar gerast og skrifað um þær eftir hendinni. Þeir eru sem sagt ekki lengur háðir fjarritum og löngum les- málsstrimlum og geta meira að segja valið á milli heimilda. Sagan segir að þetta nýmæli sé í rauninni aðeins sett á svið til þess að breiða yfir áform um stofnun og rekstur nýrrar Kristinn - er kominn með stóran móttökudisk, en til hvers? sjónvarpsstöðvar, Stöðvar 3, eða hvað svo sem hún muni heita. Stöðinni sé alla vega ætlað h'kt hlutverk og Stöð 2 og meiningin sé að fara í grjót- harða samkeppni á þessum markaði. Hvort Kristinn stendur í þessu einn, með öðr- um eða fyrir aðra er ekki vitað mál. Ámi og Eggert Aðferðir þingmanna við að koma sér í mjúkinn hjá kjós- endum eða halda andlegu sambandi við þá er með ýms- um hætti, ekki síst fyrir kosningar. Undanfariðhefur Árni Johnsen verið á allmörg- um þorrablótum í kjördæmi sínu, Suðurlandi. og dokaði þar á meðal við á 400 manna samkomu kvenfélagsins á Hvolsvelli. Þar flutti Pálmi Eyjólfsson vísu um þá Árna og samflokksmann Eggert Haukdal: ‘ Atkvæðaveiðin er erfið og löng en það er það sem daglega varir, hér austur frá hitta þær Árna með söng en Eggert við jarðarfarir. Umsjón: Herbert Guómundsson Kúplingsdiskar og pressur í eftirtalda fólksbíla og jeppa: Ameríska — Enska Franska — ítalska Sænska — Þýzka Ennfrernur kúplingsdiska í BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO HÁBER G “ SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 I-8 47 88 Cherokee Pioneer 1986, 4x4, einn með ollu. Verðiago- ur til að seljast strax. Minni Chevrolet Blazer 1983,4x4. Verð aðeins 690.000 kr. Pickup GMC Sierra 1982, með 6,2 dísilvél. mm Sigling með ferðamenn um Jökulsárlón er eitt af því sem var til umræðu á aðalfundi Ferðamálafélagsins. Ferðamálafélag Ausfur-Skaftafellssýslu: Úrbætur í ferða- málum fýrirhugaðar JúKa Imsland, DV, Höfn: Aðalíundur Ferðamálafélags Austur- Skaftafellssýslu var haldinn á Hótel Höfh nýlega. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa voru ferðamál innan sýslunnar rædd og gerðar áætlanir til úrbóta. Meðal annars var rædd nauðsyn þess að koma á eins dags skoðunar- ferðum frá Höfh, til dæmis upp á Jökul, siglingu um Jökulsárlón og ferðum í Skaftafell svo nokkuð sé nefht. I sumar verður unnið við veginn upp á Skálafellsjökul og ef vel verður að staðið mun þar verða sannkölluð paradís til skíða- og vélsleðaferða. I mars verður haldið námskeið á Höfh á vegum félagsins fyrir alla sem við ferðaþjónustu vinna. Bæta þarf að- stöðu á tjaldstæðinu á Höfh og einnig þarf að merkja göngulejðir sem víða eru. Stjóm Ferðamálafélagsins skipa Ámi Stefánsson formaður, Vignir Þorbjömsson, Guðbrandur Jóhanns- son, Garðar Óskarsson og Viðar Þorbjömsson. Samþykkt var að hver hreppur í sýslunni gæti sent einn fulltrúa á stjómarfundi. Nýskipuð stjóm telur fulla þörf á að ráða starfskraft til að sinna verkefhum fyrir félagið. Þá vom fundarmenn sammála um að hvetja þyrfti til aukinnar þjónustu við ferða- fólk og þannig gera þeim er hingað koma dvölina sem ánægjulegasta. lltvegum bifreiöar frá USA. Aðstoðum þá sem vilja velja sína bifreið sjálfir í USA. Fyrirhuguðferð í mars. INNFLUTNINGSÞJÓNUSTAN, símar 985-20066 og 92-6644. sími 28705 Aftur er komið að okkar vinsælatiiboðisemallir þekkja, 24 tímar á aðeins 1600 krónur. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.