Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. Stjómmál________________________________________________________________pv Sverrir kynnir endurskoðað grunnskólafrumvarp: Skólaskyldu aflétt í Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra þungt hugsi. Fyrrverandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadótt- ir, er skammt undan svo og ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Alexander Stefánsson. Háskólanefnd Akureyran Sjálfstæð- ur háskóli Jón G. HaukBson, DV, Akureyri: Meginhugmyndir háskólanefnd- ar Akureyrar um háskóla á Akureyri voru kynntar í skýrslu nýlega. Nefridin telur að stefria beri að sjálfstæðri stofriun og sér- hæfðri. A hún að leitast við að vera í sem nánustum tengslum við atvinnufyrirtæki, Háskóla íslands og erlenda háskóla. Nefridin telur að markmið skól- ans eigi að vera að veita hagnýta menntun sem nýtast muni í sér- hæfðum stjómunarstöríum í þágu atvinnuveganna. í áætlun nefiidarinnar varðandi nemendafjölda og starfsmenn kemur fram að fjöldi nemenda verði um 300 og starfsmenn 27 tals- ins. Þar af fjórir deildarstjórar og 15 kennarar. Nefiidin leggur til að fyrst verði boðið upp á nám í matvælafræði, iðnrekstrarfræði, rekstrarhag- fræði og sjávarútvegsfræði. Stofn- kostnaður við kennsluna á þessum frórum námsbrautum er talinn verða 19,3 milljónir og er þá miðað við að ríkissjóður leggi líkt og Akureyrarbær fram sinn hluta hússins að Þingvallastræti 21. A-listinn á Norður- landi eystra Framboðslisti Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra var ákveðinn á fúndi kjördæmisráðs flokksins fyrir stuttu. Sjö efstu sætin skipa: 1. Ámi Gunnarsson ritstjóri, Reykjavík. 2. Sigbjöm Gunnarsson verslunar- maður, Akureyri. 3. Hreinn Pálsson lögmaður, Ak- ureyri. 4. Amór Benónýsson leikari, Hömrum, Reykjadal, S-Þing. 5. Anna Lána Vilhjálmsdóttir kennari, Húsavík. 6. Helga Kr. Ámadóttir skrifetofu- maður, Dalvík. 7. Jóm'na Óskarsdóttir matreiðslu- kona, Ólafsfirði. -KMU Skólaskyldu verður aflétt í 9. bekk gmnnskóla. Þetta er ein stærsta breyt- ingin í frumvarpi um grunnskóla sem Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi. í athugasemdum, sem fylgja, segir að menntamálaráðherra flytji frumvarpið til kynningar. Enda þótt skyldunám verði aðeins í 1. til 8. bekk er gert ráð fyrir að ríki og sveitarfélögum verði skvlt að bjóða upp á nám með sama hætti í 6 ára og 9. bekk. Grunnskólafrumvarpið er samið af nefiid sem Sverrir skipaði í apríl 1986 til að endurskoða grunnskólalögin frá 1974 og lög um skólakostnað frá 1967. Nefndin varð sammála um tiliögur að frumvarpinu. með nokkrum undan- tekningum þó. einkum hvað varðar fræðslustjóra og fræðsluskrifstofur. Vald sveitarstjórna aukið í greinargerð segir að í öllum megin- atriðum hafi með fi'umvarpinu tekist að ná þeim markmiðum sem stefnt var að: „Skýrt er í frumvarpinu verk- og valdsvið hvers aðila í stjómun skóla og milliliðum fækkað. Ábyrgð og vald heimaaðila, það er sveitarstjóma og skólanefnda, er auk- ið til muna með tilliti til þess að hafa áhrif á innra starf skólans og laga það sem best að staðháttum í heimabvggð. Tekist hefur með einföldun á skóla- kostnaðarskiptingu að fela sveitar- stjórnum framkvæmd og vald á ákveðnum þáttum íjármála, en það ætti að leiða af sér hina bestu nýtingu fjármuna. Með sérstökum reglum hefur verið tekið tillit til mjög breytilegra að- stæðna í strjálbýli." Fræðsluráðin lögð niður Breytingar á fræðsluráðum eiga lík- lega eftir að verða einn umdeildasti hluti frumvarpsins. 1 athugasemdum með því segir: „Flest þau verkefhi, sem fræðsluráð hefúr með höndum samkvæmt texta gildandi laga, eru færð til sveitar- stjóma og skólanefnda, nær vettvangi og þannig fækkað milliliðum í stjóm- sýslunni. Öll stjómun hefur því möguleika á að verða einfaldari og um leið skilvirkari. Yfirstjóm menntamála hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera í höndum menntamálaráðherra og ráðuneytis hans og því afar vafasamt að fræðslu- ráð geti farið með umboð mennta- málaráðuneytisins sem engin áhrif getur haft á kjör manna til starfa þar. I reynd hafa fræðsluráð í flestum til- fellum eingöngu litið á sig sem fúlltrúa heimaaðila." Enda þótt fræðsluráðin séu með frumvarpinu lögð niður í núverandi mynd verður sveitarfélögum eða sam- tökum þeirra heimilt að stofna nefnd eða ráð til að fjalla um eða fara með sameiginleg málefni á sviði fræðslu- mála. „Reynslan hefur sýnt að það tvöfalda kerfi, sem að nokkru er gert ráð fyrir í gildandi lögum um grunnskóla, hefur reynst mjög erfitt í framkvæmd hvað varðar störf fræðslustjóra og að nokkru störf fræðsluráða. Hér eru því tekin af öll tvímæli um að fræðslu- stjórar starfi á vegum menntamála- ráðuneytisins." Ágreiningur um fræðslustjóra I séráliti, sem tveir nefridarmenn, Valgarður Hilmarsson og Kristinn V. Jóhannsson, skiluðu, segja þeir að lík- legasta leiðin til raunverulegrar tilfærslu valds út í byggðir landsins sé að efla starfsemi fræðsluskrifstof- anna. Leggja þeir fram breytingartil- lögu við lagagrein frumvai'psins um verkefni fræðslustjóra. í frumvarpinu eru tekin af öll tví- mæli um að skólastjóri teljist forstöðu- maður skóla. Fækkað er til muna þeim aðilum sem hann er skyldur til að hafa samráð við og leita álits hjá við ákvarðanir. I námsskrá er bætt inn lið sem kveð- ur á um að grunnskólinn skuli fræða unglinga um vinnumarkaðinn á hverj- um tíma, um framhaldsnám og námsmöguleika að loknum grunn- skóla ásamt kynningu á sem flestum þeim þáttum sem áhrif geta haft á starfsval. Brott hefur verið fellt ákvæði um atvinnuþátttöku nemenda þar sem það hefur reynst illframkvæ- manlegt. Skólastjóra verður heimilt í samráði við kennara og með samþykki forráða- manna að flýta skólagöngu nemenda og færa hann milli aldursárganga. „Hér er verið að gera tilraun til að hverfa frá því sem nefnt hefúr verið meðalmennskukerfi," segir í athuga- semdunum. -KMU í dag mælir Dagfari Læknamistök án ábyrgðar Illar tungur segja stundum að læknar grafi mistök sín. Þetta á þó ekki alltaf við eins og best kom fram í sjónvarpsþætti á Stöð 2 í fyrra- kvöld þar sem mistök lækna voru til umræðu. Var ekki laust við að nokkum hroll setti að áhorfendum þegar lýsingar fórnarlamba lækna- mistaka voru hvað svæsnastar. Auðvitað skilja allir að læknar eru bara mannlegir eins og við hin en það er nú öllu alvarlegri hlutur að taka vitlausan fót af manni en að rífa heilbrigðan jaxl úr skoltinum á Jóni Jónssyni. Læknar hafa til þessa verið lítt til viðræðna um eigin mi- stök eða stéttarbræðra sinna, að minnsta kosti opinberlega. Hins veg- ar kann almenningur helling af sögum þess efiiis hvemig hinum og þessum tókst nánast fyrir tilviljun að sleppa lifandi úr klóm lækna sem ekkert kunnu og ekkert gátu. Oftar en ekki hafði komið í ljós að sjúkl- ingurinn vissi miklu meira um læknavísindi en þeir doktorar sem önnuðust hann. Otal brandarar um lækna hafa jafnan verið vinsælir í samkvæmum. Nægir þar að minna á söguna um það hvers vegna lækn- ar bera alltaf grímu við uppskurði, sem stafar náttúrlega af því að þeir vilja forðast að fómarlambið þekki þá aftur ef svo illa vildi til að það lifði af aðgerðina. En þá sjaldan að mistök lækna hafa verið til umræðu hér á landi hafa fómarlömb mista- kanna leitt umræðuna en ekki læknar. Og það virðist ansi torsótt fyrir fórnarlömbin að kría út ein- hveijar bætur ef til dæmis hnífur hefúr gleymst inni í sjúklingi eftir holskurð og valdið sviða og lystar- leysi vikum saman áður en kutinn fannst. Þessu er víða öfugt farið, til dæmis í Ameríku þar sem það er þjóðarsiður að stefna læknum og spítalastjómum og krefjast gífur- legra skaðabóta af minnsta tilefni, til dæmis ef sjúklingur smitast af kvefi þá hann gistir spítala. Enda er þar mikil hjörð löglærðra sem hefur það að lifibrauði að höfða mál á hendur læknum. Nú hefúr komið í ljós að nefnd á vegum landlæknis vinnur að tillög- um um sérstakan tryggingasjóð sjúklinga. Á hann að standa straum af fébótakröfum sjúklinga sem hafa orðið fyrir barðinu á læknamistök- um. Landlæknir upplýsir að nokkur hluti sjúklinga hafi farið illa út úr læknismeðferð eða aðgerðum án þess þó að hægt væri að finna neinn sem bæri þar beina sök. Þetta er auðskilið því oft em tveir til fimm læknar að kmkka í sama sjúkling- inn samtímis og því erfitt að finna út hvers hönd gerir hvað þegar verkaskipting er óljós. Er þá senni- lega skorið, klemmt og klippt í gríð og erg og sá sem er handfljótastur kemst yfir mest. Því finnst landlækni eðlilegast að ríkið leggi fram fé til tryggingasjóðs sjúklinga. Þá telur hann ekki útilokað að tryggingafé- lögin leggi eitthvað af mörkum i sjóðinn og er það rökrétt ef tilgang- urinn er sá að koma í veg fyrir að fólk geti tryggt sig gegn mistökum lækna. Við skulum bara þakka fyrir meðan ekki er farið fram a að sjukl- ingar inni af hendi greiðslur beint í fyrirhugaðan sjóð þótt þeir verði auðvitað að borga í hann á endanum gegnum skattakerfið. Það vekur nokkra athygli að meirihluti nefnd- arinnar er skipaður fulltrúum lækna þótt fram hafi komið að ekki sé hægt að finna neinn sem beri ábyrgð á því þegar fólk fer illa út úr læknis- aðgerðimi eða læknismeðferð. Vel hefði mátt hugsa sér að Rannsóknar- lögregla ríkisins ætti fulltrúa í nefndinni eða bóndi af Norðurlandi. Bæði rannsóknarlöggur og bændur eru vanir ýmiss konar leit og eftir- leitum en hér er víst ekki ætlunin að leita að sökudólgum heldur leita heppilegra leiða til að láta ríkið borga fyrir mistök sem enginn á sök á. Sagt er að sumir þeirra sem hafa farið illa út úr aðgerðum hafi endan- lega misst heilsuna í örvæntingar- fullum tilraunum til að kría út bætur. Slík mál hafa jafhan verið þungsótt og venjulega afgreidd inn- an lokaðra veggja læknastéttarinn- ar sem hefúr krafist þess að fómarlambið sanni að af hafi verið höggvinn heilbrigður handleggur í stað þess sjúka. En nú ætti slík þrautaganga brátt að heyra sögunni til því reikningurinn verður bara sendur upp í fjármálaráðuneyti og greiddur úr tryggingasjóði sjúkl- inga. Málið er nefnilega svo einfalt i dag, að meðan ekki er ljóst hver á sök á mistökum lækna em hvorki þeir né viðkomandi sjúkrahús bóta- skyld og kann það að vera orsök þess hve erfitt reynist að finna ein- hvem sem ábyrgð ber ef eitthvað fer úrskeiðis. En með nýja sjóðnum er hægt að borga og borga í allar áttir án þess að vera með rekistefnu út af því hvort einhver ber ábyrgð á mistökum eða ekki. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.