Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 23 Erlendir fréttaritarar í V-Þýskalandi Loks manntal Asgeir Eggertsaan, DV, Miincten; í sautján ár hefur ekki farið íram manntal í Vestur-Þýskalandi. Emb- ættismönnum hagstofu og mörgum stjómmálamönnum finnst nú kom- inn tími til að telja landslýð. Ætlað er að fólksfjöldi í V-Þýskalandi sam- kvæmt opinberum tölum sé hundr- uðum þúsunda eða jafnvel upp undir eina milljón oftalinn. Nauðsynlegar upp- lýsingar í félagsmálum Stjómmálamenn krefjast þessa ennfremur vegna upplýsinga, sem þeim þykja nauðsynlegar til þess að geta tekið pólitískar ákvarðanir, t.d. um atvinnumál. Til að geta skipu- lagt byggingar elliheimila eða bamaheimila. 'Ekki má heldur gleyma hinu félagslega hlutverki ríkisstjómarinnar, eða þeim upplýs- ingum sem henni ríður á til ákvarð- anatöku. Hvað sem því líður þá hefur samt myndast sterk andstaða gegn mann- talinu. Tvívegis hefur mann- talIfarist fyrir Árið 1980 tókst ekki að fram- kvæma manntal og var það aðallega vegna ósamkomulags sambands- stjómarinnar og stjóma einstakra sambandsfylkja um kostnað af manntalinu og fjármögnun þess. Árið 1983 átti aftur að efna til taln- ingar á landsmönnum en tveim vikum áður en til átti að koma bann- aði stjómarskrárdómstóllinn fram- kvæmd þess og úrskurðaði að það stangaðist að nokkm á við ákvæði stj ómarskrárinnar. Úrskurðað stjórnarskrárbrot Helstu agnúana á skipulaginu töldu dómaramir vera að bera mætti unum á eyðublaðinu. Græningjamir benda á hversu veiðandi spuming- amar í manntalinu séu og að lög- gjafinn gæti hæglega sett lög sem gerðu ríkisvaldinu kleift að heim- færa upplýsingamar á ákveðna hópa í þjóðfélaginu. - Með vissum reikni- forritum væri unnt að finna út hver fyllti út eyðublaðið, segja talsmenn Græningja. Persónunjósnir og lagabrot? Þeir benda ennfremur á að þegar athugað hefur verið hvort allir hafi útfyllt eyðublaðið, sem þeim var sent, sé verið að brjóta lög þess efn- is að skilja eigi nafn og heimilisfang frá persónulegum upplýsingum. Ekki hefur enn tekist að fá nægi- lega marga til þess að ganga í hús með eyðublöð til útbýtingar. Á að lögsækja þá sem neita að taka þátt í manntalinu eða þá sem fylla út eyðublöðin vísvitandi rangt? Fermetrafjöldi herbergja?! Um 350 hópar berjast gegn mann- talinu og væri gott ef stjómmála- menn ræddu við þá hópa í stað þess að einangra þá. Einnig efast margir um nauðsvn margra spuminganna eða yfir höfuð talað gagnsemi upp- lýsinganna sem leitað er með þeim. Hvers vegna er spurt um trúarfélag, eða um það hve mörg herbergi í íbúð viðkomandi séu minni en sex fer- metrar? Vegna lagaákvæða er ljóst, að ekki er unnt að fara sömu leið og á Norð- urlöndunum en það er að gefa hverjum og einum nafhnúmer sem auðveldar eftirlit ríkisins með ein- staklingnum. Hins vegar hafa komið fram tillögur um að safna þeim upp- Ásingum, sem til em í tryggingum og fjármálakerfinu, saman á einum stað. Þó segja flestir að manntalið sé skásti kosturinn. Elliheimili í V-Þýskalandi, en sfjórnmálamenn og fleiri telja nákvæmar upplýsingar um ibúafjölda (og fjölda í hverjum aldursflokki fyrir sig) vera forsendur þess að þeir geti tekið ákvarðanir eins og um áætlanir til byggingar nýrra elliheim- ila, eða þá barnaheimila, skóla eða aðrar ámóta félagsmálaákvarðanir. tölumar saman við þjóðskrána. Þeim fannst einnig að samkvæmt upplýsingaskyldu stjómvalda væri ekki hreint að fólk vissi hvað yrði um upplýsingar sem safriað væri um það. Litið var á dómsúrskurðinn sem rassskellingu á gagnasöfnunaræði yfirvaldanna og hann túlkaður sem bann við notkun upplýsinganna inn- an stjómkerfisins. Hætt við manntal aftur 1986 Allir flokkar, að Græningjum þó undanskildum, vom sammála um að halda ætti manntalið árið 1986. En enn kom til seinkunar, og í þetta sinn vegna skipulagserfiðleika. Var ákveðið að manntalið skyldi halda í eitt skipti fyTÍr öll í maí á þessu ári. Allir flokkamir vom sammála um að lögin, sem sett vom um mann- talið, uppfylltu í einu og öllu for- sendur stjómarskrárréttarins. Jafhvel Græningjar bera ekki brigður á það. Samt hvetja þeir fólk til þess að neita að svara spuming- Óttast um geimstöð vegna skærustríðs í frumskóginum Ján Omuir HaMóissan, DV, Haag; Bandarískar landgöngusveitir hafa að undanfömu stundað heræfingar í næsta nágrenni Suður-Ameríkulands- ins Surinam vegna ótta við afleiðingar af borgarastyijöld í landinu, sem nú hefur geisað um nokkurra mánaða skeið. Evrópskir hagsmunir í Suóur-Ameríku Frakkar eiga enn nýlenduhagsmuna að gæta í þessu fátækasta homi S- Ameríku og í Frönsku Guyana em skotpallar fyrir Evrópugeimflaugina Arian sem notuð er til þess að koma gervitunglum (aðallega fjarskipta- hnöttum) á braut umhverfis jörðu. - Arian-fyrirtækið, sem er í eigu Frakka, Breta, Þjóðveija og fleiri Evrópu- þjóða, er afar mikilvægt fyrir hátækni- iðnað í Evrópu og eftir Challenger- slysið hjá Bandaríkjamönnum hefur þetta evrópska geimfyrirtæki ekki annað eftirspum annarra fyrirtækja og erlendra ríkja. Skemmdir á stöðvum fyrirtækisins í Kourou í Frönsku Guyana gætu því haft alvarlegar afleiðingar í Evrópu utan þess að tafir við að koma upp nýjum gervihnöttum hafa þegar valdið vandræðum í fjarskiptum nokkurra ríkja. Illa þokkuð stjórn Frakkar hafa ekki síst áhyggjur af því að Líbýumenn em nánast einu bandamenn stjómarinnar í Surinam. Stjómin þar á í vaxandi erfiðleikum vegna skæruhemaðar svokallaðra „skógamegra" sem hafa náð á sitt vald miklum landflæmum í þessu strjálbýla ríki. Surinam er eitt af fátækustu ríkjum jarðar þótt þar sé að finna vemlegar náttúmlegar auðlindir, eins og báxít sem álið er unnið úr. Helsti iðnaður landsins er framleiðsla á súráli en uppreisnarmenn hafa náð að spilla rafveitukerfi svo að nú liggur fram- leiðslan á súráli nánast niðri, með þeim afleiðingum að eina umtalsverða útflutningstekjulind stjómarinnar hefur þomað. Ariane-geimflaugin sem nokkur Evrópuríki hafa staóið að. Flókinn þjóðblendingur Surinam fékk sjáífstæði fyrir aðeins tíu árum eftir að hafa verið undir stjóm Hollendinga um aldir. íhúar landsins em vart fleiri en sex hundmð þúsundir og er uppruni þeirra með þvi skrautlegra sem sögur fara af. Hol- lendingar fluttu fólk til landsins, m.a. frá Indónesíu, og þangað flutti einnig fólk frá Indlandi og þrælar vom flutt- ir þangað frá Afríku. Landsmenn em að hluta til blandaðir öllum þessum kynþáttum: Indónesar, Indverjar, Afr- íkunegrar og amerískir indíánar að hluta. örbirgð og steinaldartilvera Margar tilraunir hafa verið gerðar á þessu tíu ára sjálfstæðistímabili til þess að steypa stjóminni frá því að Bouterse hershöfðingi tók öll völd í sínar hendur og lét myrða helstu and- stæðinga sína fyrir sex árum. Hollend- ingar hættu allri efriahagsaðstoð við þessa fyrrverandi nýlendu sína til þess að mótmæla ógnarstjórn Bouterse og önnur vestræn ríki hafa haldið að sér höndum með aðstoð eða fjárfestingar. Landið er algerlega fjárvana og flestir íbúanna lifa í sárustu örbirgð og jafh- vel á steinaldarstigi margir. Stuðningur frá Hollandi við skæruliða Núverandi borgarastríð hófst síð- asta haust með þvi að ungur liðsfor- ingi í hemum, af afrísku bergi brotinn, hélt til skógar og sameinaði nokkra herflokka Afríkumanna til uppreisnar. Þeir fá vemlegan stuðning frá ein- staklingum í Hollandi, en í Hollandi^ búa líklega um 200 þúsund aðfluttir Surinamar. Eitt af ráðum stjómarinn- ar f Surinam var að taka úr umferð alla mynt í landinu og gefa út nýja þar sem vemlegt fjárstreymi hafði ve- rið til skæmliða frá Hollandi í eldri surinömsku myntinni. Stríðið í þessu dvergríki hefur lítillar athygli notið til þessa og láta flest ríki sig líka einu gilda hver ríkir yfir fá- tæktinni og fámenninu þar. Það gæti þó breyst þar sem Frakkar og Banda- ríkjamenn hafa nokkrar áhyggjur af því að Gaddafi Líbýu-leiðtogi reyni að ná sér niðri á vesturveldunum með einhverri ævintýramennsku í ná- grenni geimstöðvarinnar í Kourou. Eins em báxítnámur landsins áhuga- verðar fyrir bandaríska og evrópska auðhringa. Þá er hollenska stjómin undir miklum þrýstingi fjölda surin- amskra íbúa Hollands með að blanda sér í málin á einhvem hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.