Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 9 Utlönd Carisson reiddist illa á þingi Norðuriandaráðs Haukur L. Hauksscn, DV, Kaupmannahodn: Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem fram að þessu hefur þótt mun friðsamlegri í samskiptum við stjómarandstæðinga i Svíþjóð heldur en fyrirennari hans, reiddist illa á þingi Norðurlandaráðs í Hels- inki í gær og hundskammaði einn af þingmönnum sænska Miðflokks- ins. Það var við umræður um málefrii Suður-Afríku sem Gunnel Jonang, þingmaður Miðflokksins, hafði gagnrýnt Carlsson fyrir að koma „tómhentan“ til Helsinki varðandi Suður-Afríkumálið. Nú, þegar ljóst væri að öiyggisráð Sameinuðu þjóð- anna myndi ekkert aðhafast, hefði Carlsson ekki átt að bíða lengur heldur nota tækifærið á fundi Norð- urlandaráðs og boða einhhða við- skiptabann Svía á Suður-Afríku. Carlsson tók gagnrýninni mjög illa og margkvartaði undan henni við fréttamenn og við móttöku síðar i gær leitaði hann uppi Gunnel Jonáng og hellti sér yfir hana. „Þetta var óneitanlega óþægileg uppákoma. Það er greinilegt að þetta er mjög viðkvæmt mál fyrir forsætis- ráðherrann," sagði þingmaðurinn. Ein af ástæðimum fyrir viðkvæmni Carlssons kann að vera sú að áður hafa ýmsir gefið í skyn að Palme hefði sýnt meiri hörku í Suður-Afr- fkumáhnu hefði hann lifað. Almennt er þó reiknað með að sænska ríkis- stjómin muni þegar i næstu viku boða viðskiptabann á Suður-Afríku. Sýriendingar harkalegir í Beirút Obreyttir, (riðsamir borgarar hafa loks nú á allra síðustu dögum getað hætt sér út fyrir til þess að gera nauðsynleg innkaup í verslunum þeim sem ennþá eru uppistandandi en hafa ekki verið lagðar í rúst í skálmöldinni. Slmamynd Reuter Sýrlenskir herflokkar eru sagðir hafa gengið mjög harkalega fram við að friða múslimska borgarhlutann i Vestur-Beirút í gær og er sagt að þeir hafi stráfellt milli tuttugu og þrjátíu varðliða úr samtökum Hizbollah sem þó hefðu verið búnir að leggja niður vopn og gefast upp fyrir þeim. Sýrlendingamir hafa siðustu daga lagt kapp á að hrekja úr skotvígjum hina ýmsu baráttuhópa og afvopna þá. í gær tóku þeir með áhlaupi byggingu sem varðliðar Hizbollah höfðu á valdi sínu. (Hizbollah þýðir „Flokkur Guðs“ og er hlynntur stefhu æjatollanna í íran.) Var þá skotið á sýrlensku her- menmna. Þeir hófu þá í staðinn leit í öllum nálægum húsum að vopnuðum mönn- um og hótuðu íbúum að þeir mundu sprengja upp hveija þá byggingu sem notuð væri til þess að skjóta á þá úr. Þegar þeir hreinsuðu til í Fathalla- herskálunum, þar sem róttækir shítar hafa haft aðsetur, var skotið á Sýr- lendingana úr Al-Jazira-byggingunni andspænis og hófst þá heiftarlegur skotbardagi. Sjónarvottar sáu síðar hvar Sýrlendingar drösluðu líkum rúmlega 20 Hizbollah-varðliða út úr byggingunni og hentu upp á vömbfla. - Aður höfðu sýrlensku hermennimir umkringt hverfið með fjölmennu liði. Þær sögur fara af Fathalla-skálun- um að vestrænir gíslar hafi stundum verið hafðir þar í haldi áður. Sýrlendingar, sem em nú með 7 þús- und manna herlið, brynvagna og skriðdreka í Beirút, hafa látið boð út ganga meðal baráttuhópa múslima jafnt sem kristinna að hver leyniskytta eða aðrir, sem ekki leggja frá sér vopn- in, verði teknir af lífi þegar til þefrra náist. Þeir hafa yfirtekið yfir 50 skrif- stofur og bækistöðvar baráttuflokka, skotið tólf leyniskyttur (auk Hiz- bollahdrápanna í gær) og tekið til fanga tíu menn. Beirútbúar, langþreyttir af ófriðnum i höfuðborginni, hafa yfirleitt fagnað komu sýrlensku herflokkanna til borgarinn- ar. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.