Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 15 Ekki sama hver brýtur lögin „Það hefur vakið eftirtekt kennarastéttarinnar hve reynt hefur verið að láta þetta mál fara hljótt i stærstu fjölmiðlum landsins" Með ýmsum hætti sverfur nú að ráðuneyti menntamála á íslandi. Síðan laust eftir áramót hefur þjóðin haft nær daglegar fréttir af axar- sköftum menntamálaráðherrans. í ýmsum þeim efhum hefur hann verið knúinn áfram af embættismönnum sínum, svo sem í Sturlumálinu, eða þá verið knésettur af samflokks- mönnum sínum, svo sem í skóla- málaráðsmálinu. Það er forvitnilegt að skoða þessi mál í samhengi. í Sturlumálinu er embættismaður rekinn fyrirvaralaust og honum gef- ið að sök að hafa verið óhlýðinn og farið fram úr fjárveitingum þeim sem honum voru ætlaðar til síns embætt- is. I hinu tilfellinu tekur stærsta sveitarfélag landsins sig til og stofh- ar nýja skólanefnd og yfirtekur verkefhi sem lögum samkvæmt heyra til öðrum aðila. Sveitarfélagið skipar málum algerlega að eigin vild og neitar að fara eftir grunnskóla- lögum í þeim efiium. Það treður á starfsmönnum þeim sem eftir þessum lögum eiga að starfa og sviptir þá lögboðnum réttindum. Þetta á við bæði gagnvart kennurum, skóla- stjórum og fræðslustjóra. Reykjavík telur sig ekki þurfa að fara að lögum varðandi þessa starfsmenn. Nú bregður svo við að gagnvart þessum lögbrotum, sem bæði laga- stofhun Háskólans og lögfræðingur félagsmálaráðuneytisins hafa stað- fest, heldur menntamálaráðuneytið að sér höndum. Hér er þó um miklu alvarlegra mál að ræða en það sem fræðsluráð Norðurlands eystra hefur átt hlut að. Það er reyndar ekki nóg með að menntamáfaráðherra hafi neitað að sinna þessu máli þrátt fyr- ir ítrekaðar óskir Kennarafélags Reykjavíkur, heldur hafa starfsmenn ráðuneytisins tekið samþykktir frá skólamálaráði sem fúllgildar. Þetta gerist þó að skólamálaráð skorti alla lagaheimild til afgreiðslu slíkra mála. KjaUariim Kári Arnórsson skólastjóri Ráðherra lætur líðast... Eins og fyrr segir er hér um mjög alvarlegan hlut að ræða þegar eitt sveitarfélag tekur sig til og neitar að skipa lögboðnar nefndir en býr til aðrar til þess að koma sér hjá að framfylgja landslögum. Sá maður sem fyrst hefði átt að kippa þama í spottann er menntamálaráðherrann. Ráðuneytið átti að sjálfsögðu að skipa Reykjavíkurborg að fara að lögum og neita ella að afgreiða er- indi frá skólamálaráði. Frá því á haustdögum hefur það legið fyrir að flutningur verkefiia frá fræðsluráði, sem þar eiga að vera lögum sam- kvæmt, yfir til skólamálaráðs væri algert brot á grunnskólalögum. En sem sagt, Sverrir Hermannsson lét þetta gott heita og gerði ekki at- hugasemdir við þó að starfsmenn hans í ráðuneytinu tækju samþykkt- ir skólamálaráðs góðar og gildar. Eitt af þeim málum sem fræðsluráð Reykjavíkur, sem er skólanefhd borgarinnar, á að fjalla um eru ráðn- ingar á kennurum. Nú hafa margir kennarar verið ráðnir að skólum Reykjavikur eftir að skólamálaráð var stofhað en fræðsluráðið hefur ekki um þær umsóknir fjallað. Skólamálaráð tók það verkefhi til sín og menntamálaráðuneytið tók það gott og gilt. Þessar ráðningar eru því í raun allar ógildar því þær fengu ekki umfjöllun fræðsluráðs eins og vera á. Þannig mætti taka fjölmörg dæmi önnur þar sem menntamálaráðuneytið leggur blessun sína yfir lögleysuna. Það er von að ráðherrann tali hátt um þá sem eru óhlýðnir, eða hitt þó heldur. Hvar eru þingmenn Reykja- víkur? Það hefur vakið eftirtekt kennara- stéttarinnar hve reynt hefur verið að láta þetta mál fara hljótt í stærstu fjölmiðlum landsins. Hér er þó um stórt brot að ræða og óumdeildur úrskurður óvilhallra manna liggur fyrir. Menn geta leitað í huga sér eftir þeim fréttatíma i Sjónvarpinu eða Stöð 2 þar sem þessu máli hafa verið gerð skil. Menn geta líka leitað uppi stórar fyrirsagnir í Morgun- blaðinu um þetta mál. Sú leit verður tímafrek. Það er einnig fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum þingmanna þegar úrskuður lagastofnunar birt- ist. Ekki orð um þetta á þingi. Ekki ein fyrirspum til ráðherra mennta- mála um það hvort hann ætli ekki að láta til sín taka í þessu máli eða hvort Reykjavík sé undanþegin landslögum. Hvar eru nú þingmenn Reykjavíkur? Kári Amórsson „Nú bregður svo við að gagnvart þessum lögbrotum, sem bæði lagastofnun Há- skólans og lögfræðingar félagsmálaráðu- neytisins hafa staðfest, heldur menntamálaráðuneytið að sér höndun- um.“ Það er sótt að verkfallsréttinum Nánast heilagt vopn. í upphafi var hugmyndin að verk- falli hugsjón þeirra, sem selja vinnuafl sér til lífsviðurværis, í bar- áttu fyrir tilteknum rétti. Hugsjón- ina má rekja til borgaralegu byltingarinnar í iðnsamfélögum en hún á sér m.a. rætur í umbrotunum í Frakklandi á 18. og 19. öld. Réttur- inn tiltekni felst í því mannlega sjónarmiði að mega neita að selja vinnuafl ef verð fyrir það er of lágt að eigin mati verkafólks - og geta komist upp með það án þess að missa vinnuna. Og rétturinn er grundaður á þeirri frumstaðreynd að hagsmunir þeirra sem selja vinnuafl og kaupa það geta aldrei farið saman í því til- liti. Atvinnurekandinn lifir á verka- manninum og verkamaðurinn (í víðum skilningi hugtaksins) getur aðeins sótt gull í greipar þess fyrst- nefhda með því að hækka verðið á vinnuaflinu. Það hafa margir, m.a. borgaralegir hagfræðingar, reynt að hrekja þetta enda ekkert skrýtið því ráðamenn hagkerfisins verða að hylja nakinn sannleikann sem best. Annars gæti lýðurinn orðið illrækur eins og sagt er. „Þjóðarbú“ og „allir á sama báti“ eru þekktir frasar. Meira að segja orð eins og „vinnuveitandi" og „eðlilegur launakostnaður sem fyrirtækin geta borið“ hafa hlutverki að gegna. Það tók langan tíma að vinna verkfallsréttinn og fram eftir þessari öld var honum oftar en ekki beitt af þekkingu og samstaða fólks var veruleg - jaíhvel þótt lítill hópur legði í’ann. Sú saga á að kenna launafólki að verkfallsrétturinn er nánast heilagt vopn sem verður að varðveita biturt meðan launavinna er til. KjaUaiinn Ari T. Guðmundsson jarðfræðingur, kennari Menntaskólanum við Sund Hallar undan fæti Látlaus áróður þeirra sem verja og hagnast á launavinnunni heíur slævt verkfallsvopnið. Yfirleitt snýst málflutningur borgaralegra afla um slíkt og margar lagaaðgerðir stjóm- valda einnig. Sjálfsöryggi málflytj- enda er mikið eins og þegar Hannes H. Gissurarson skrifar í DV að út frá sjónarhóli hagfræðinnar (eins og hún sé ein, algild og óstéttbundin) séu verkalýðsfélög ekkert annað en einokunarsamtök. Og því miður heíúr árangur and- stæðinga verkfallsréttar verið töluverður. Við bætist svo frammi- staða verkalýðshreyfingarinnar. í takt við að hugmyndafræði og bar- áttuaðferðir verkalýðshreyfingar- innar, sem mengast af borgaralegri hugmyndafræði, hafa verkfoll orðið bitlausari og árangursminni með árunum. Stór verkföll (fjölmenn), ótaktísk verkföll, ólýðræðisleg fjöldaverkfoll og óstudd verkföll lí- tilla starfshópa - allt eru þetta dæmi um verkföll sem hafa bæði átt þátt í að veikja verkalýðshreyfinguna og um leið verið gölluð vegna veikrar stöðu hennar. En afleiðingin hefur m.a. orðið sú að alþýða manna tor- tryggir slíkar aðgerðir allt of oft. Og foringjamir upp til hópa em famir að hugsa líkt og andstæðing- amir; þeir óttast verkföll og þeir óttast að launahækkun hljóti endi- lega að valda verðhækkunum. Þeir óttast og em ábyrgir; gagnvart heildinni sem er í raun stéttskipt og á sér andstæða hagsmuni. Er von að verkfallsvopnið bíti? Þróunin hefúr náð svo langt okkur launafólki í óhag að þorri fólks (látum vera þótt þeir sem laun greiða kvarti) kveinar yfir því sem ætti að vera eðlileg og óhjákvæmileg staðreynd: Verkföll valda óþægindum. Skellum lögum á liðiö Nú er svo komið að yfirvöldum verður æ ofan í æ stætt á því að nota sér andstöðuna við verkföll, tortryggnina og kvartanimar og geta óáreitt sett lög á verkföll. Um leið og flugfreyju- eða farmanna- verkfall fer að koma við „þjóðina“ er lögum skellt yfir liðið. Hvílík öfugþróun! Nú er verkfall kennara í Hinu ísl. kennarafélagi ef til vill yfirvofandi; að nýfengnum verfallsrétti sem er takmarkaður og fenginn eftir langa baráttu. Þá reynir á hvort launa- menn í þeim hópi kunna að stýra vopninu, hvort alþýða manna kann að styðja meðbræður og -systur sínar og hvort þolendumir, nemendur skólanna, verða notaðir sem skálka- skjól til þess að setja lög á kennar- ana. Þama er því kominn enn einn prófsteinninn á það hvemig verka- lýðshreyfingin verst sókninni gegn verkfallsréttinum. Hitt er svo annað mál að til þess að sækja fram og snúa öfugþróuninni þarf nýja pólit- íska og faglega stöðu. Tvær meginkröfur kennara em efnislega þær að byrjunarlaun verði 45.000 kr. á mánuði í stað rúmlega 30.000 kr. og að menn í þessari mikil- vægu starfsgrein opinberrar þjón- ustu fái ekki lægri laun en menn með sömu menntun og starfsreynslu hjá því opinbera. Finnast þér kröf- umar ekki réttmætar? Ari Trausti Guðmundsson „í takt við að hugmyndafræði og baráttu- aðferðir verkalýðshreyfingarinnar meng- ast af borgaralegri hugmyndafræði hafa verkföll orðið bitlausari og árangursminni með árunum“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.