Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987. 7 Atvinnumál Loðnuveiðamar á næsta ári: Hiygningarstofninn mun minni en búist var við - Ijóst að veiðamar munu dragast saman en hve mikið liggur ekki fýrir, segir Jakob Jakobsson Samkvæmt heimildum, sem DV tel- ur áreiðanlegar, benda loðnurann- sóknir Hafrannsóknastofnunar í janúar sl. til þess að sá loðnustofn, sem kemur til með að hrygna næsta ár og verður því uppistaðan í loðnuafla næstu vertíðar, verði minni en menn höfðu búist við og var þó vitað að hann yrði minni en hrugningarstofn- inn að þessu sinni. Þetta var borið undir Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðing sem stjómar loðnurannsóknum. Hjálmar sagðist ekkert vilja um málið segja á þessu stigi annað en það að vitað væri að sá hrygningarstofn sem kæmi á næstu vertíð yrði minni en sá sem nú væri að hrygna. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar vildi heldur ekkert segja um málið fyrr en það hefði verið kynnt réttum aðilum. Hann sagði þó að það hefði verið vitað að stofninn næsta ár yrði minni en í ár en hve mikið vildi hann ekki segja fyrr en síðar. Samkvæmt heimildum DV er hér ekki um smáminnkun að ræða. Til- lagna Hafrannsóknastofnunar um loðnukvóta næstu vertíðar er ekki að vænta fyrr en eftir fund með fiskifræð- ingum frá Noregi og Danmörku fyrir hönd Grænlands en þeir hafa tekið þátt í loðnurannsóknum með íslensku fiskifræðingunum undanfarin ár. -S.dór Loðnufvystingu lokið í Eyjum - alls vom fiyst 2.100 tonn Ómar Garðaisson, DV, Vestmaimaeyjum; Loðnufrystingu lauk í Vestmannaeyj- um i fyrradag. Eins og komið hefur fram hefur fiysting gengið einstaklega vel þetta árið. Hjörtur Hermannsson, sem hefur yfirumsjón með frystingunni hér í ' Eyjum, var inntur frétta af þvi hvem- ig frysting hefði gengið. „Frá og með deginum í dag er búið að frysta héma 2.100 torm á móti rúm- um 1.200 í fyrra. Veðrið hefur leikið við okkur. Það eina sem komið hefur upp á er áta í ldðnunni. Við erum búnir að fylla upp í alla samninga." í gær vom hrogn farin að losna úr loðnunni og er reiknað með að hrognataka hegist þá og þegar. -ój ■ ■ DV-myndir Omar Kappsamlega unnið á siðasta degi loðnufrystingarinnar í Fiskiðjunni. Hjörtur Hermannsson hefur haft yfirumsjón með frystingunni. riAMCIJeep - UMBOÐIÐ TILKYNNIR Af gefnu tilefni vilja AMC-verksmiðjurnar vekja at- hygli þeirra sem hug hafa haft á að festa kaup á nýlegum AMC-bifreiðum (Wagoneer - Cherokee - Eagle) að bifreiðar, sem ekki eru fluttar inn til landsins á vegum AMC-umboðsins á íslandi, njóta engrar ábyrgðar eða annarrar fyrirgreiðslu af hendi AMC- verksm. M.a. skal vakin ath. á að mismunur er á framl. fyrir USA og ísland. riAMC UMBOÐIÐÁ ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.