Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
Neytendur
Páskaegg í bragðprófun:
Hvort er það buddan eða
bragðlaukarnir sem ráða?
Árlegur viðburður hjá okkur á rit-
stjóm DV er að við gerum bragðprófun
á súkkulaðieggjum sem eru á boðstól-
um. Að þessu sinni prófuðum við íjórar
tegundir af eggjum, frá Nóa/Siríusi,
Mónu, Mackintosh og Rowntrees Li-
onbar.
Þessi tvö síðasttöldu eru reyndar írá
sama fyrirtækinu. Það síðastnefhda
reyndist óhæft til neyslu og er fjall-
að um það annars staðar hér á síð-
unni.
Eggin strípuð
Áður en bragðnefndin var kölluð til
voru eggin tekin úr umbúðunum og
rúin öllu skrauti. Það var gert til þess
að útlitið hefði ekki áhrif á bragðlauk-
ana. Einnig var innihaldið vigtað. Það
var mjög mismunandi. Mest var í
Mónuegginu eða 115 g af sælgæti og
áberandi minnst var í Rowntrees Lion-
bar eða 45 g. Nóaeggið innihélt 95 g
af sælgæti.
Einnig voru eggin vigtuð áður en
bragðprófunin hófst.
Stigatalan
Við notuðum stigagjöf við prófun-
ina. Hvert egg fékk fjóra möguleika:
Slæmt gaf 1 stig, sæmilegt sem gaf 2
stig, mjög gott sem gaf 3 stig og frá-
bært sem gaf 4 stig. Best var að fá sem
flest stigin. Hæsta mögulega stigagjöf
var 44 stig, þá hefði viðkomandi feng-
ið 4 stig frá hverjum dómara sem
auðvitað varð ekki. Bragðlaukar dóm-
aranna reyndust mismunandi en þó
var eitt eggið áberandi best, Nóaeggið
fékk 35 stig. Mónueggið fylgdi fast á
eftir með 31 stig, svo kom Mackintosh
Quality Street með 28 stig. Við grein-
um ekki frá því hver var stigafjöldi
„fuleggsins" í prófuninni.
Verðútreikningurinn
Þegar við keyptum eggin reyndum
við að velja þau sem voru ámóta stór
að sjá því ekki var hægt að velja ís-
lensku eggin eftir númerunum því
þessir tveir framleiðendur nota ekki
sama númerakerfið.
Nóaeggið var nr. 5, vó 380 g og kost-
aði 739 kr. eða kr. 1945 kr. kg.
Mónueggið var ekki langt frá í vigt-
inni, eggið var nr. 8 og vó 345 g.
Verðið var hins vegar langt frá, það
kostaði 565 kr. eða 1638 kr. kg. Út-
lenda eggið frá Mackintosh vó 220 g
og kostaði 315 kr. eða 1432 kr. kg.
Þetta egg var ekki með neinu skrauti
nema klætt í mislitan pappír og svo í
forkunnarfögru og skrautlegu pappa-
hulstri.
Aragrúi af smáeggjum
Nú eru á boðstólum aragrúi af alls
konar smáeggjum sem eru í alls konar
skrautpappír. Þetta eru innflutt egg á
stærð við andaregg en einnig lítil eins
og kríuegg. Verðið er á bilinu 12-20
kr. og þau vega 10-15 g þau minni og
allt upp í 40 g. Þá sáum við einnig
franskan súkkulaðihéra í hérapappír.
Hann fær sérstakan plús fyrir góða
nerkingu, sem er sjaldgæft á sælgæti,
afnvel þótt merkingin væri á ensku
)g límd yfir franska innihaldslýsingu.
dérinn kostaði 150 kr. og vó 75 g. Það
jerir kg verð upp á 2000 kr.
Þá er það bara neytendanna að velja
ívort þeir fara eftir bragðlaukum eða
ærðlagningu.
-A.BJ.
Stripuðu eggin sem bragðað var á.
DV-myndir Brynjar Gauti
Úrvalið í bragðprófuninni. Mismunandi verð á súkkulaðieggjunum, allt frá rúm-
um 1400 kr. upp í 1945 kr. kg.
Háalvarlegir bragðdómarar að störfum.
A NIGHTMARE ON ELM STREET II * ELENI ★
THE TERMINAL MAN ★ THEATER OF BLOOD
Þessar þrælmögnuðu spennumyndir eru væntanlegar á velflestar myndbandaleigur
í dag og á morgun.
A NIGHTMARE ON ELM STREETII (FREDDY’S
REVENGE): Verðugt framhald hinnar geysivin-
sælu myndar „A Nightmare On Elm Street". I
þessari mynd hefur Freddy fundið sér nýtt fórn-
arlamb, Jesse Walsh sem hefur ekki minnsta
hugboð um hvað bíður hans er hann flytur í
ákveóið hús við Elmstræti. Þeir sem sáu fyrri
myndina vita að það er örugglega ekki dans á
rósum.
ELENI: Mögnuð mynd sem fjallar á átakanleg-
an hátt um Eleni Gatzoyaonis, fimm barna
móður sem fórnaði eigin lífi í von um að börn-
in hennar mættu lifa af hörmungar borgara-
styrjaldarinnar sem geisaði í Grikklandi eftir
síðari heimsstyrjöldina. 30 árum eftir aftöku
Eleni snýr sonur hennar aftur til þess að rann-
saka málið og hafa hendur í hári ódæðismann-
anna. Eleni er byggð á samnefndri metsölubók
sem er sönn frásögn sonarins, Nicholas Gage,
rannsóknarblaðamanns hjá New York Times.
Aðalhlutverk: Kate Nilligan (Nálaraugað, Wit-
hout a Trace), John Malkovich (The Killing
Fields, Places in the Heart), Linda Hunt'
(óskarsverðlaun fyrir The Year Of Living Dan-
gerously). Leikstjóri: Peter Yates (Bullitt,
Breaking Away, The Deep, The Dresser).
THE TERMINAL MAN: Harry Benson er mikils
metinn sérfræðingur á sviði tölvuvísinda. Hann
þjáist of óhugnanlegum sjúkdómi er lýsir sér
í því að á hann rennur moröæði sem varir í
stuttan tíma og hann man síðan ekkert eftir.
Harry á tveggja kosta völ, að fá sterka lyfjagjöf
sem gerir hann að viljalausu verkfæri annarra
eða að gangast undir erfiða skurðaðgerð sem
annað hvort læknar hann fullkomlega eða ger-
ir hann að morðóðum brjálæðingi til frambúð-
ar. Harry velur síðari kostinn með hörmulegum
afleiðingum. Aðalhlutverk: George Segal
(Bridge At Remagen, Who's Afraid of Virginia
Woolf), Jill Clayburgh (An Unmarried Wo-
man, l'M Dancing As Fast As I Can).
THEATER OF BLOOD: Eftir að leiklistargagn-
rýnendur höfðu gert vel heppnaö samsæri um
að eyðileggja leikferil Edwards Lionheart snýr
hann baki við hinu hefðbundna leiksviði. Hann
ákveður þess í stað að hasla sér völl í leikhúsi
lífsins. Sjaldan hefur Edward tekist jafnvel til í
leik sínum til mikillar skelfingar fyrir fórnardýr
hans, gagnrýnendurna, sem nú eru svo sannar-
lega leiksoppar örlaganna. I þessu leikhúsi rísa
hinir látnu ekki upp þegar tjaldið fellur að sýn-
ingu lokinni, þeir eru í besta falli bornir út í
kistum. Aðalhlutvrk: Hinn eini og sanni Vinc-
ent Price, ókrýndur konungur taugastrekkjandi
og blóði drifinna spennumynda.
VARÚÐ - VARÚÐ - VARUÐ - VARUÐ - VARÚÐ - VARÚÐ - VARÚÐ - VARÚÐ
Viðkvæmu fólki er ráðlegt að láta þessar myndir óséðar.
Leikið rétta leikinn- taMðmyndMTEFU
Ármúla 36,108 Reykjavík - sími 686250