Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Síða 23
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 23 Hvað tekurvið eftir kosningar? aðrar stjómir setið í heilt kjörtíma- Sú óljósa staða, sem skapast hef- ur á vettvangi stjórnmálanna fyrir kosningarnar í vor, gerir fólki enn erfiðara en áður að átta sig á því hvers konar ríkisstjórn muni verða mynduð að kosningum loknum. Það er líka algengt í hita kosninga- baráttunnar þegar verið er að vinna nýjum aðilum fylgi að menn hugi ekki að því sem tekur við að kosningum loknum. Stjórnafarsleg ringulreið skapast Fjölgun flokka og framboða verð- ur til þess að möguleikar minnka á samsteypustjórn tveggja flokka. Reynslan sýnir að einungis slíkar ríkisstjórnir eru líklegar til að sitja heilt kjörtímabil. Stjórnir þriggja flokka hafa ævinlega setið skamma hríð og valdið glundroða. Líklegt er að hrein stjórnarfarsleg ringul- reið skapist ef enn fleiri aðila þarf til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Stuttur starfstími ríkisstjórna dregur úr samfellu í stjórnarfari og nauðsynlegri festu, skapar efna- hagslega og pólitíska óvissu og grefur undan þeim stöðugleika sem er forsenda alhliða framfara í KjaUaiinn Geir H. Haarde hagfræðingur landinu. Þeir sem að slíku stuðla vinna mikið óhappaverk, ekki síst nú þegar ríður á að treysta efna- hagsárangurinn í sessi og glutra ekki niður góðærinu. Pólitísk metorðagirnd Á lýðveldistímanum hafa ekki bil en þær sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur átt aðild að ásamt einum öðrum flokki. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur því verið kjölfestan í stjórnarfari hér á landi og það ank- eri sem borgaralega sinnað fólk og andstæðingar sósíalisma hafa óhikað getað sett traust sitt á. Nú er vegið að þessari undirstöðu af aðilum sem láta sig málefni litlu sem engu varða en virðast einskis svífast í pólitískri metorðagirnd. Það er mikill ábyrgðarhluti fyrir kjósendur að leggja slíkum aðilum lið, ekki síst fyrir þá sem til þessa hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum og með því stuðlað að festu og öryggi í stjórnarháttum. Skammtímahagsmunir verða að víkja fyrir framtíð- arheill Það þarf ekki sérlega reiknings- glögga menn til að sjá að þær aðstæður sem nú hafa skapast geta leitt til þess að enginn möguleiki verður eftir kosningar á því að mynda meirihlutastjórn tveggja flokka með þátttöku Sjálfstæðis- flokksins, og sama er að segja um starfhæfa þriggja flokka ríkis- stjórn. Við blasir að Alþingi getur orðið óstarfhæft vegna glundroða og upplausnar ef Sjálfstæðisflokk- urinn tapar þingstyrk frá því sem nú er og þingflokkum fjölgar. Ár- angur undanfarinna ára sem náðst hefur fyrir tilverknað Sjálfstæðis- flokksins, er þá í hættu. Öflugur Sjálfstæðisflokkur er forsenda áframhaldandi uppbyggingar. Borgaralega sinnað fólk verður að fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn. Skammtímahagsmunir verða að víkja fyrir framtíðarheill. Ríkisstjórn fjögurra eða fimm vinstri flokka eða samstjórn vinstri flokkanna og Borgaraflokksins gæti ella orðið ofan á eftir kosning- ar. Vinstri flokkarnir bíða óþreyju- fullir eftir að geta myndað stjórn með Borgaraflokknum. Er það kannski það sem borgaraflokks- menn eiga við þegar þeir tala um að veita Sjálfstæðisflokknum að- hald frá hægri? Er það slíkt stjórn- armynstur sem gamlir kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja? Svarið við því hlýtur að vera nei. En eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka óheillastjórn og þá ringulreið sem henni mundi fylgja, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, D-listann. Geir H. Haarde. Greinarhöfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. „Við blasir að Alþingi getur orðið óstarf- hæft vegna glundroða og upplausnar ef Sjálfstæðisflokkurinn tapar þingstyrk frá því sem nú er og þingflokkum fjölg- ar. Loksins er að því komið, íhaldið er sprungið. Lengi hefur mátt við því búast að þau stjómmálasamtök liðuðust í sundur. Málefnaleg sam- staða hefur um langan tíma ekki verið með hinum stríðandi flokks- klíkum en hagsmunir klíkuforingj- anna hafa verið þannig samanflétt- aðir að til varanlegs klofnings hefur ekki komið fyrr en nú. Segja má að flokkurinn hafi hangið saman á vanköntunum. Margir lágu Geir Hallgrímssyni á hálsi fyrir það að hann væri ekki sá atkvæðamikli for- ingi sem forverar hans, Ólafur og Bjami, en sagan mun nú dæma Geir Hallgrímsson öðmvísi. Geir hefði oft getað verið miklu klaufskari og hik hans og varfæmi hélt flokki hans saman. Honum tókst að vera for- maður í meira en þrjú ár þar sem flokkurinn var bæði í stjóm og stjómarandstöðu án þess að til end- anlegs klofhings kæmi. Liðsmenn Gunnars Thoroddsens leituðu skjóls þegar foringi þeirra dró sig í hlé og fengu húsaskjól þó ekki væri um syndakvittun, hvað þá fyrirgefningu að ræða. Frjálshyggjugaurar á ferli Á síðustu stjómarárum Geirs Hall- grímssonar riðluðust klíkumar nokkuð. Til áhrifa ruddist hópur ungra manna sem hafði tileinkað sér viðhorf sem venjulegu fólki em framandi. Þessir herrar hafa að læri- feðrum dellukarla eins og Friedman og Haycek. Kalla þeir lífsviðhorf sitt „frjálshyggju" og gera þeir frelsis- hugtakinu skömm með þeiiri nafngift. Frjálshyggjan þeirra er vil- limennska og mannfjandsamleg í eðli sínu. Frjálshyggjumaðurinn sel- ur ömmu sína, finnist kaupandi. Þessir frjálshyggjugaukar em fram- gjamir og telja sig réttboma til valda í Sjálfstæðisflokknum og hafa náð undir sig ýmsum lykilpóstum í flokknum. Við, myndun ríkisstjómar Stein- gríms Hermannssonar töldu þessir herrar sig sniðgengna. Hinir gömlu refir í þingflokknum urðu leikseigari við ráðherrakjör. Görnlu refirnir höfðu samið sig áfram til sigurs við kosningu í þingflokknum. Það sem vakti mesta undmn við þetta ráð- herrakjör var það að í ráðherra- hópnum var Albert Guðmundsson. Þangað var hann ekki kominn vegna þess að þingflokkurinn bæri til hans meira traust en annarra manna sakir gáfha hans eða annarra hæfileika. Hann var þama kominn vegna þess að hann hafði gert kröfu um ráðherradóm í krafti þess að KjaHariim Páll Pétursson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkiríh hann hafði skilvirka prófkjörsvél í Reykjavík. Ekki nóg með það að þingflokkur sjálfstæðismanna veldi Albert ráð- herra. Ráðherragengi sjálfstæðis- manna skipti sjálft með sér verkum og þeir gerðu sér lítið fyrir og fengu Albert fjármálaráðuneytið. Þetta gat ekki farið öðmvísi en illa. Geir Hallgrímsson gaf eftir for- mennskuna í Sjálfstæðisflokknum og Þorsteinn Pálsson var settur í það embætti. Ekki var það sjálfsögð ráð- stöfun en átti að friða frjálshyggju- liðið. Stóll handa Steina Þorsteinn undi sér ekki utan ríkis- stjórnar og veitti hveijum ráðherr- anum eftir annan tilræði án þess að ná undan þeim stól handa sér. Geir Hallgrímsson lét að lokum -undan og hætti stjómmálaþátttöku. Það var lýðum ljóst að ráðherrar sjálfstæðismanna væm ekki á réttri hillu í embættum sínum og varð það að ráði að þeir skiptu um stóla. Al- bert varð að láta stólinn sinn undir Þorstein og fara í iðnaðarráðuneyt- ið. Albert lá vel við höggi og hafði ekki verið neinn „súper“ fjármála- ráðherra eins og auðvelt er að rifja upp. Þó er Þorsteinn að gera hann góðan. Albert hafði vissan skilning á því að ríkissjóð mætti ekki reka með sívaxandi halla. Rétt er að hafa það í huga að þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa allan tímann þekkt Albert Guðmundsson, þeir hafa vitað um tengsl hans við Hafskip. Þeir vissu vel að þeir höfðu kosið hann í bankaráð Útvegsbank- ans, þeir höfðu tekið eftii- því að Svavar Gestsson skipaði Albert formann bankaráðs Útvegsbankans. Þeir vissu um fyrirtæki Alberts og starfsemi þess. Það fór ekki einu sinni framhjá þeim að Albert varð sextugur og fór til Nissa. Blaðamannafundur í Alþingishúsinu Það kom mér á óvart þess vegna þegar Þorsteinn Pálsson boðaði til blaðamannafundarins fræga í Al- þingishúsinsu. Tilefhi fundarins gerði þessa tíma- setningu vafasama. Þorsteinn hafði haft gögn málsins undir höndum um tíma en velur þá stund til áhlaupsins þegar Albert er erlendis. Þá var her- stjómarlistin slík að fundurinn er boðaður strax að loknum þingslitum, beðið er með fundinn þar til ömggt er að ekki verði um málið umræður á Alþingi. Framboð'sfrestur úti eftir viku og lítil umsvif til sérframboðs. Þá er haft svo mikið við að fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Gunnarsson, er látinn koma innan úr Valhöll til að sitja blaða- mannafundinn. Viðhöfnin var slík og orðaval Þorsteins að nú var ljóst að alvara var á ferðum. Þetta var ekki bara máttlaust og misráðið til- ræði. Nú átti aftaka að fara fram, nú átti náðarskotið að ríða af. Viðbrögð Alberts komu mér ekki á óvart. Það er alveg sama hvað Albert hefði hent, honum mun alltaf finnast hann sjálfur saklaus. Hirðin hans vissi líka e.t.v. um karla sem framið höfðu skattsvik, jafhvond eða vem. Maskínan bilaði ekki. Liðinu var hóað saman í Þórskaffi og þar hyllti það „sinn mann“ og Albert tókst að gera sig að píslarvætti. Þama urðu þáttaskil og Þorsteinn fór að draga í land. Hugmynd hans um að Albert hætti í ríkisstjórninni en héldi áfram að leiða Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík varð til í þeim vandræðagangi. Það er auðvitað lofsvert að Þor- steinn skuli hlífa okkur framsóknar- mönnum við því að bera heilan mánuð enn ábyrgð á ríkisstjóm þar sem situr maður sem hefur lent í klandri. Við kunnum að meta þann siðferðisþroska og tillitssemi. Þann- ig klandurkarl getur hins vegar hentað prýðilega sem foringi þing- manna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík næstu fjögur ár og sem fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Það var alveg rökrétt hjá Þorsteini að hrekja Albert úr ríkisstjóminni og láta hann halda áfram að leiða íhaldslistann i Reykjavík, þótt upp- haflega hafi hann hugsað sér annað. Vasaútgáfa af Guði Þorstein langar til þess að leika lit- inn Guð í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna kom hann fljúgandi heim frá París í vetur og æddi upp í ræðustól á Alþingi án þess að vita neitt hvern- ig mál stóðu og litillækkaði ráðherra sína, Matthías Bjarnason og Matthí- as Mathiesen, með því að lýsa frati á gerðir þeirra í kjaradeilu sjó- manna. Halldór Ásgrímsson og Steingrímur Hermannsson voru langdrægt búnir að leysa sjómanna- deiluna þegar Þorsteinn kom með sitt asnaspark og hefði verið sk>Tr- samlegra hjá Þorsteini að spyrjast fyrir um það hvemig mál stæðu áður en hann rauk í ræðustól. Sami komplex varð þess valdandi að Þorsteimi upplýsti í blöðum að hann mundi ákveða sjálfur hverjir yrðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins næst. „Mennimir þenkja, Guð ræð- ur,“ segir máltækið. Þorsteinn missti út úr sér í viðtali við Stöð 2 að hann vildi ekki Albert í næstu ríkisstjóm. Þetta kom mér ekki á óvart og sjálf- sagt engum sem þekkir málavexti. Ofboðsleg ögrun Þessi yfirlýsing Þorsteins fór fyrir brjóstið á Albert og hirðinni hans. „Rétt er að hafa það í huga að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa allan tímann þekkt Albert Guðmundsson, þeir hafa vitað um tengsl hans við Hafskip. Þeir vissu vel að þeir höfðu kosið hann í bank- aráð Útvegsbankans, þeir höfðu tekið eftir því að Svavar Gestsson skipaði Al- bert formann bankaráðs Útvegsbank- ans.“ Hroðalegt yrði nú til þess að vita ef vitsmunir, réttsýni og siðferðis- þroski Alberts Guðmundssonar yrðu ekki notaðir til hins ýtrasta á næsta kjörtímabili í þágu þjóðarinnar, með setu í ríkisstjóm. Þess vegna er Borgaraflokkurinn orðinn til, þess vegna hlýtur Borg- araflokkurinn fylgi nú um sinn. Albert og hans menn létu ekki þar við sitja að stofha flokk og bjóða fram um land allt á nokkrum klukkutímum. Þeir skrifuðu nokkur slagorð á blað sem þeir höfðu týnt saman úr ýmsum áttum og kalla stefriuskrá. Það er býsna skondin lesning. Albert Guðmundsson er að mörgu leyti vænsti karl, greiðvikinn og hlý- legur. Hann er talsvert upptekinn af sjálfum sér og þegar hann gerir glappaskot þá em þau fyrirgefin eins og hann væri einhver léttgeggjaður „Onkel Joakim". Eðlilegt er að slík- ur maður eigi vinahóp en að mínu mati er tæplega ástæða til þess að stofria utan um hann fjöldaflokk. Varðandi siðferðið þá ber á það að líta að það er ekki gott að stinga í eigin vasa afsláttargreiðslum á flutningi sem ÁTVR á með réttu enda greiddi ÁTVR flutningskostn- aðinn. Þegar svo stóð á var tæplega hægt að búast við því að Albert stór- kaupmaður færi að láta Albert fjármálaráðherra hrifsa til sín hluta af feng sínum sem skatt. Hér er ef til vill komin skýringin á því hvers vegna Albert vildi endilega verða forseti. Hvað ferðakostnað áhrærir þá er að mínu mati óþarfi að láta ríkissjóð og Hafskip borga sömu ferðina. Jórii Sólnes var lagt það til lasts að ljós- rita símareikninga og fá þannig sama reikning tvíborgaðan. Sjálf- sagt setja stuðningsmenn Borgara- flokksins þetta ekki fyrir sig og líta á „sinn mann“ eins og þann gamla léttgeggjaða „Onkel Joakim" og fyr- irgefa eins og jafnan áður. „Það er ekkert ljótt að vera fátækur - en það er ekki mikill heiður heldur,“ sagði fiðlarinn á þakinu. Ég er sammála þvi fólki, sem þjrp- ist nú undir fána Álberts Guðmunds- sonar, að „ftjálshyggjan“ er hræðileg og gegn henni verður að berjast. Spumingin er hins vegar hvort það er rétta aðferðin til þess að brjóta hana á bak aftur að ætla Albert Guðmundssyni að gera það? Ég held ekki. Páll Pétursson Greinarhöfundur skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins i Norður- landskjördæmi vestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.