Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Fréttir Greiðslur fram hjá skiptum ekki skoðaðar Engin stofriana sjávarútvegs eða hagsmunasamtök í sjávarútvegi telja sig hafa ástæðu eða vald til þess að skoða ofan í kjölinn ásakanir forsvars- manna sjómanna um að raunverulegt fiskverð komi í mörgum tilvikum ekki að fullu til skipta til sjómanna. Hjá sjávarútvegsráðuneyti fengust í gær þær upplýsingar að ekkert lægi íyrir sem benti nægilega til þess að útvegsmenn og fiskkaupendur hefðu gerst brotlegir i þessum eínum. Því gerði ráðuneyti ekki ráð fyrir að hefja neina athugun á ásökunum sjómanna. Hjá Fiskveiðasjóði voru viðbrögðin þau að líkast til þýddi lítið að hefja athugun á málinu því ef útgerðarmenn gæfu rangt verð til sjómanna mætti ætla að sömu rangfærslur kæmu inn til skila á greiðslum í stofnfjársjóð sem er hlutfall af fiskverði. Hjá félagsmálaráðuneyti fengust svo í morgun þær upplýsingar að ef sjó- menn teldu með þessu brotinn kjara- samning gætu þeir að sjálfsögðu kært til félagsdóms, sem myndi þá taka málið fyrir. Að öðru leyti væri það hlutverk stéttarfélaga sjálfra að fylgja eftir málum af þessu tagi. Óskar Vigfússon, forseti Sjómanna- sambands Islands, fullyrti í gær að mikil brögð væru að því að fullt fisk- verð skilaði sér ekk: til skipta. Gætti oft mikils misræmis í því verði er fisk- kaupendur teldu sig greiða og Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan franskan ferðamann i Landmannalaugar síðdegis i gær og flutti hann á Borgarspitalann. Frakkinn hafði verið, ásamt öðrum ferðamönnum, á gönguskíðum og hrapaði hann um 8 metra í Grænagili. Talið er að hann hafi skaddast á mænu við fallið. DV-mynd S Ný útvarpsstöð eftir mánuð: Sextíu raddprófaðir „Við höfum fengið 400 tillögur um nafn á útvarpsstöðina og 300 starfs- umsóknir. Það er verið að vinna úr þessu öllu núna en við ætlum í loft- ið í lok næsta mánaðar," sagði Gunnlaugur Helgason, einn af hlut- höfum í Hljóðvarpi hf. Gert er ráð fyrir að um 15 manns vinni við nýju útvarpsstöðina, þá meðtaldir hluthafamir, Þorgeir Ást- valdsson, Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason, en auk þeirra eiga hlut í fyrirtækinu Ólafur Lauf- dal veitingamaður og auglýsingafyr- irtækið Ljósir punktar. „Við erum þegar búnir að radd- prófa 60 einstaklinga og þeirra á meðal em nokkrir býsna góðir,“ sagði Gunnlaugur Helgason. Verið er að ganga frá ráðningu útvarpsstjóra að Hljóðvarpi hf. en nafn hans verður ekki gefið upp að svo stöddu. Samkvæmt heimildum DV er þar um að ræða þekktan at- hafnamann í Reykjavík. -EIR Gunnlaugur Helgason og Þorgeir Astvaldsson í hljóðstofu nýju útvarps- stöðvarinnar sem óðum er að taka á sig mynd. DV-mynd KAE Akureyri: Grilíað í sumarhita Ján G. Hauksaan, DV, Akureyrt Ekta sumarveður, glampandi sólskin og 15 stiga hiti, var á Ákur- eyri seinni partinn i gær. Bæjarbú- ar gripu þetta óvænta forskot á sumarið fegins hendi og tóku nokkrir út sumargrillið og grilluðu kvöldmatinn. Þá mátti sjá böm á stuttbuxum og miðbærinn fylltist af fólki. Það er í dag sem veturinn svo kveður. Hann mun vera sá hlýj- asti frá 1972. Meðalhiti á Akureyri í vetur var 0,3 gráður. Sex þúsund í Hlíðarfjalli Jón G. Hauksson, DV, Akuxeyri: Um sex þúsund manns vom á skíðum í Hlíðarfjalli um páskana. Flestir vom á páskadag, eða yfir tvö þúsund manns. Að sögn ívars Sigmundssonar, framkvæmda- stjóra Skíðastaða í Hlíðarfjalli, var færi mjög gott og aðsóknin með því besta í langan tíma. Lítið var um biðraðir í fjallinu enda hefur afkastagetan þar tvöfaldast eftir að nýja skíðalyftan var sett þar upp síðastliðið haust. upphæðum sem kæmu fram á skipta- nótum til sjómanna. Óskar sagði hins vegar erfitt að sanna þessar fúllyrðingar því þegar menn væm beðnir um að staðfesta skriflega það verð sem þeir greiða guggnuðu þeir og vildu ekki hafa af- skipti af málum. Þá sagði Óskar jafnframt dæmi þess að ef sjómenn sjálfir kvörtuðu væri þeim hótað atvinnumissi. Greiðslur þær, sem forystumenn sjó- manna kvarta nú undan, munu vera hliðargreiðslur, oft í formi vöruskipta. Nefhd hafa verið dæmi, svo sem samn- ingar um lágmarksverð í peningum, að viðbættum ýmsum rekstrarvörum til útgerðar. í lögum um skipti til sjó- manna er þó skýrt tekið fram að til skipta skuli koma hlutfall af heildar- verðmæti afla. -hv Rafíðnaðarmenn hjá RARIK: Verkfall á miðnætti Verkfall þriggja félaga innan rafiðn- aðarsambandsins hófst á miðnætti eftir stuttan og árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Þetta eru starfs- menn RARIK; línumenn, rafvirkjar og rafiðnaðarmenn á Suðurlandi. Nýr fundur hefur verið boðaður á fóstudág. í dag eru bankamenn á fundi hjá ríkissáttasemjara, en þeir hafa afl- að sér verkfallsheimildar, fararstjórar sem hafa verið í verkfalli undanfamar vikur og múrarar sem einnig eru í verkfalli. Leiðsögumenn hófu í gær hertar verkfallsaðgerðir þar sem þeir líta á afspilun ferðalýsinga af snældum í langferðabílum verkfallsbrot og er ágreiningur á milli þeirra og viðsemj- enda þeirra um þetta atriði. Þá má nefna að Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið nýja at- kvæðagreiðslu á meðal félagsmanna um samninginn við Reykjavíkurborg og fer hún fram á mánudag og þriðju- dag næstkomandi. -ój Símamenn sömdu í gær: 23 til 24% launahækkun Samningar tókust á hádegi í gær með símamönnum og ríkinu og að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur, formanns Félags símamanna, er samn- ingurinn á svipuðum nótum og aðrir samningar sem ríkisstarfsmenn hafa gert og er þar kveðið á um launahækk- un á bilinu 23 til 24% á tveggja ára tímabili. Þá gefur hækkun launatöflu hækk- un um 13% og í samningnum eru uppsagnarákvæði ef kaupmáttar- breytingar á árinu 1988 fara niður fyrir ákveðið mark og er þetta ákvæði í samræmi við samninga annarra ríkis- Jón G. Haukssan, DV, Akureyii' Yfir Qögur hundruð krakkar, 12 ára og yngri, munu taka þátt í Andrésar andar-leikunum sem verða settir á starfsmanna. Hvað varðar hækkun á launatöflum sagði Ragnhildur að hún væri meiri í lægstu launaflokkunum en hinum hærri. „Ég er ánægð eftir atvikum," sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir í gær, „og það var reynt til hins ýtrasta að ná ákveðnum málum fram en það tókst ekki að þessu sinni.“ Búist er við að allsherjaratkvæða- greiðsla um samninginn fari fram í næstu viku en hún tekur viku til tiu daga. í Félagi símamanna eru hartnær þúsund manns. -ój Akureyri í kvöld. Krakkarnir koma víðs vegar af landinu. Leikamir eru eins konar landsmót 12 ára og yngri á skíðum. Þeim lýkur á laugardaginn. Davíð hringdi í lögreglustjóra? „Ólíðandi að svo var“ - segir formadur Lögreglufélags Reykjavíkur Stjóm Lögreglufélags Reykjavík- ur hefur ritað Böðvari Bragasyni bréf þar sem er fyrirspum um að- draganda þess að lögreglumenn vom sendir í slökkvistöðina í Reykjavík er slökkviliðsmenn ætluðu á fund í stéttarfélagi sínu. Bréfið er tilkomið vegna fregna um að það hafi verið að undirlagi Davíðs Oddssonar borg- arstjóra að lögreglumennirnir voru sendir. „Við erum fyrst og fremst að leita skýringa á málinu með bréfi okkar en það em ólíðandi afskipti af stjóm embættisins að svo var að Davíð Oddsson hringdi í Böðvar og bað um þetta. Böðvar er fullfær um . stjóma þessu embætti og við bem fullt traust til hans,“ sagði Þorgrír ur Guðmundsson, formaður Lögr glufélags Reykjavíkur, í samtali v DV um þetta mál. Þorgrímur sagðist vart trúa því i borgarstjóri hefði komið við söf enda skildi hann ekki hvemig slíl mætti vera, það væri óviðunandi i slíkur utanaðkomandi aðili gæ haft áhrif á stefnu og störf embætti ins. Hins vegar væri ljóst að eitthv: hefði farið úrskeiðis og það yrði í kanna betur. Andres önd a Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.