Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Fréttir Njálsbúð: Ráðist á þingmann á hestamannaballf Ráðist var á Áma Johnsen al- þingismann á vorhátíð hestamanna- félagsins Geysis er haldin var í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum skömmu fyrir páska. Þingmaðurinn varðist vel og hafði árásarmennina undir áður en yfir lauk. „Þetta voru tveir ungir framsókn- armenn sem töldu að Ámi ætti ekki erindi á hestamannadansleikinn. Þeir helltu yfir hann víni, snera upp á hálsbindið hans og keyrðu upp að vegg. Ami snerist hins vegar til vamar og tók hressilega á móti,“ sagði Hildur Ágústsdóttir, húsvörð- ur í Njálsbúð, en hún varð vitni að átökunum. Að sögn Hildar var hálsbindi Áma sundurtætt eftir átökin og þingmað- urinn allur votur eftir vínblönduna er hann fékk yfir sig. Hann brá sér því upp á Hvolsvöll, hafði fataskipti og brá sér að þvi loknu aftur á dans- leik hestamannanna. Þá var búið að vísa andstæðingum hans á dyr. „Árna virtist ekki brugðið því þeg- ar hann kom aftur á dansleikinn skellti hann sér upp á svið og tók nokkur lög með hljómsveitinni," sagði Hildur Ágústsdóttir. -EIR Ofriður í fjölbýlishúsi í vesturbænum: Eyðilogðu heila fermingarveislu Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur nú til meðferðar allsérstætt mál er varðar ófrið í fjölbýlishúsi við Seilugranda 4-6, Þar hafa nágrann- ar eldað grátt silfúr saman svo mánuðum skiptir og eru lögreglu- skýrslur orðnar fleiri en svo að tölu verði á komið í fljótu bragði. „Þetta mál er í frumrannsókn hjá okkur og lítið hægt um það að segja á þessu stigi,“ sagði Helgi Daníels- son hjá rannsóknarlögreglunni í samtali við DV. Kærumar eru orðnar margar en þyngstar sakir era þó bomar á sendi- bílstjóra um þrítugt og eiginkonu hans. Meðal afreka þeirra í Seilu- grandastríðinu er að hafa kíppt óskyldri konu inn til sín af stiga- ganginum og keyrt hana á kaf í eigið baðker. Einnig er þeim hjónum kennt um að hafa eyðilagt heila fermingarveislu með því að taka frystikistu nágranna síns úr sam- bandi rétt áður en veisluhöld hófust. Þá munu hafe verið unnar skemmd- ir á bifreiðum á bflastæðum utan við fjölbýlishúsið og slegist harkalega í stigagöngum. Að minnsta kosti tvær fjölskyldur hafa flúið heimili sín um stundarsak- ir vegna þessa ófriðarástands sem enn sér ekki fyrir endann á. -EIR Nýr bæjarstjóri á Húsavík Jón G. Haukœon, DV, Akureyir Bjami Þór Einarsson hefúr verið ráðinn bæjarstjóri á Húsavík en hann hefur starfað sem bæjartækni- fræðingur þar síðastliðin átta ár. Átta sóttu um stöðu bæjarstjórans á Húsavík. „Ég byrja að setja mig aðeins inn í starfið núna upp úr páskum. Ég er líka svo heppinn að hafe Bjama Aðalgeirsson, fyrrverandi bæjar- stjóra, nálægt hér á Húsavík,“ sagði Bjami Þór Einarsson, nýráðinn bæj- arstjórí. Bjami er 38 ára gamall, fæddur 31. mars 1949. Áður en hann fór til Húsavíkur sem bæjartæknifræðing- ur starfeði hann sem tæknifræðing- ur hjá Trésmiðjunni Víði í Reykjavík. Bjami mun taka við störfúm 1. maí næstkomandi. I iv&í'.y ', ■ fjm ' |j : Mgi I brúnni á skipinu, þeir Hannes Hafstein, Þorvaldur Axelsson, deildarstjóri Slysavarnaskólans, og Haraldur Henrýs- son, formaður SVFÍ. DV-mynd S Sæbjörgin til Vestmannaeyja Sæbjörgu, skipi Slysavamarfélags íslands, verður siglt til Vestmannaeyja á næstunni, þar sem það verður notað við námskeið á vegum Slysavamar- skólans.Skipið fór, sem kunnugt er, nýlega í reynslusiglingu og gekk hún mjög vel. Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavamafélags íslands, sagði í sam- tali við DV að það hefði verið stór dagur í sögu þeirra, er Sæbjörgu var reynslusiglt, en SVFÍ eignaðist skipið 1985 og hefur stöðugt verið unnið að endurbótum á því síðan og hefur skip- ið verið notað undir námskeið Slysa- vamaskóla sjómanna frá því í júní á síðasta ári. Aðspurður um næstu verkefni Sæ- bjargarinnar sagði Hannes að ætlunin væri að sigla skipinu til Vestmanna- eyja í næsta mánuði og á skipið að vera þar í kringum lokadaginn. I fram- haldi af því á svo að sigla skipinu norður um land en SVFÍ heldur aðal- fund sinn að þessu sinni í Eyjafirði og er ætlunin að skipið verði á staðn- um. Á báðum þessum stöðum verða námskeið á vegum Slysavamaskólans um borð. Hannes sagði í samtali við DV að nú væri lokaátakið í sölu miða í hinu árlega happdrætti SVFÍ. Mikill hluti af hagnaðinum færi að þessu sinni til endurbótanna á Sæbjörgu og því mik- ilvægt að velunnarar félagsins bregð- ist vel við happdrættinu nú. -FRI í dag mælir Dagfari Píslarganga Svavars Merkilegir hlutir hafa verið að gerast í pólitíkinni undanfamar vik- ur eins og alþjóð er kunnugt um. Ihaldið hefúr klofnað í herðar niður og deila íhaldsmennimir ákaft sín í milli hver hafi klofið. Var það Þor- steinn sem klauf Albert út eða var það Albert sem klauf flokkinn? Varla fæst úr þessu skorið fyrir kosningar þannig að þessi líflega deila mun væntanlega standa fram á síðustu stundu og jafnvel fram yfir hana. Ekki verður þó ráðið annað af ummælum þessara dáðu leiðtoga en að þeir geti þakkað fyrir vinslit- in. Albert og Borgaraflokkurinn segjast vera hættir í Sjálfstæðis- flokknum af því flokkurinn hafi verið staðnaður og leiðinlegur en Þorsteinn og Davíð segja það fúrðu- legt að Albert skyldi nokkum tíma hafa verið í Sjálfstæðisflokknum og hefði að minnsta kosti átt að vera hættur fyrir löngu. Þannig virðast báðir armar vera frelsinu fegnir, þeir að vera lausir við Albert, Albert að vera laus við þá. Meðan þjóðin hefúr verið upptekin af þessari hugmyndafræði, sem ýmist er kölluð hugmyndafræði hefndar- innar eða hefhd siðbótarinnar, hafa aðrir flokkar orðið útundan og gleymst - gjörsamlega horfið í slát- urtíð íhaldsins. Munar þar mest um að þeir hafa ekki haft neina flokks- menn sem hafa klofið, hvorki af hefhdarhug né af siðbótarástæðum, og sitja uppi með gamla liðið án at- hugasemda. Þetta friðsamlega ástand hefur komið sér sérlega illa fyrir Alþýðu- bandalagið. Enginn hefur þar æmt né skræmt síðan Guðmundur jaki ákvað að gefa ekki kost á sér fyrr í vetur. Guðmundur var reyndar ásakaður um siðleysi af flokkssam- heijum sínum eftir að hann þáði gjafaféð af Albert, en þær ásakanir dugðu því miður ekki til þess að Guðmundur stofnaði flokk og Al- þýðubandalaginu tókst því ekki að ná sér á strik vegna þess máls. Kannske hefur jakinn gert það af skepnuskap sínum að hætta við að stofha flokk til að hefna sín á Al- þýðubandalaginu enda hefur komið í ljós að flokkum er ekki betri greiði gerður heldur en að flokksmenn kljúfi sig út og stofni nýja flokka til að þjappa gamla flokknum saman. Að minnsta kosti segja sjálfstæðis- menn að aldrei hafi ríkt betri stemning í flokknum en einmitt núna eftir að Albert klauf flokkinn. Uppdráttarsýkin í Alþýðubanda- laginu á sér h'ka fleiri skýringar. Formaðurinn, Svavar Gestsson, er búinn að týna glæpnum og hefur dagað uppi með pólitískar kenningar sem enginn nennir að hlusta lengur á. Svavar er að tala um að Alþýðu- bandalagið sé til vinstri þegar honum og öðrum má vera ljóst að nú skiptist þjóðin ekki lengur í vinstri eða hægri. Hún skiptist í þrjá hópa: í fyrsta lagi þá sem era með Albert og þá sem era á móti Albert. í öðru lagi þá sem eru kvenmenn og hina sem era ekki kvenmenn. í þriðja lagi þá sem hafa áhuga á pólit- ík og hina sem ekki hafa áhuga á pólitík. Ekkert af þessu fólki ætlar að greiða atkvæði með Alþýðu- bandalaginu, einfaldlega vegna þess að ekkert af þessu heyrir undir Al- þýðubandalagið. Hvað ættu kjósendur líka að vera velta fyrir sér sósíalisma þegar vitað er að Albert er hvorki sósíalisti né ekki sósíalisti. Hvað eiga kjósendur að velta fynr sér kjarabaráttu og kjamorkuvopnalausum Norður- löndum þegar vitað er að það er kynferðið sem ræður því hvaða flokk maður kýs. Þannig höfum við kvennalista fyrir konur og flokk mannsins fyrir menn og frekari póli- tík óþörf. Og svo eru það þeir sem ekki hafa áhuga á pólitík, þeir kjósa einhvem nýju flokkanna til að láta í ljós áhugaleysi sitt. Hinir, sem hafa áhuga á pólitík, sitja heima því þeir finna ekki lengur flokk við sitt hæfi. Hvemig á gamalreyndur stjóm- málamaður eins og Svavar Gestsson að ráða við þetta ástand? Hann situr uppi með stjómmálaflokk sem eng- inn hefur haft vit á að kljúfa og hann situr uppi með pólitík sem ekki á erindi í þessar kosningar af því að kosningamar snúast um allt annað en pólitík. Það er ekki tekið út með sældinni að vera formaður í flokki sem er stikkfrí í kosningum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.