Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. 9 UÚönd Mengun ógnar Norðursjónum - segja umhverfisverndarsamtok grænfriðunga Umhverfisvemdarsamtök græn- íriðunga halda því fram að óbætan- legt tjón vofi yfir Norðursjónum vegna mengunar og saka Breta um að gera ekki sömu fyrirbyggjandi ráðstafanimar og önnur lönd sem liggja að Norðursjónum. Segja samtökin að sjávarlífi stafi hætta af ýmsum athöfnum manna í Norðursjó, eins og skipaumferð, olíu- og gasvinnslu, fiskveiðum, tilraun- um til þess að ná landssvæðum undan sjó og áætlunum um hafs- botnsgöng undir Ermarsund milli Bretlands og Frakklands. Halda grænfriðungar því fram að fiskstofnar, selir, höfrungar og hnís- ur færi fækkandi, eða sýktust, og þá mest vegna súrefnisskorts í sjónum. - Byggja þeir þessar fullyrðingar á upplýsingum, sem ýmis Norðursjáv- am'ki sitja uppi með frá sérfræðing- um sínum og hafa ekki gert opinberar ennþá. Harðast veitast grænfriðungar að þeim ósið að varpa eitruðum úr- gangseíhum í sjóinn. Ennfremur að þeim vana að brenna ýmis úrgangs- efni í iðnaði og frá kjamorkuverum, en með reyknum gufi eitrið upp í andrúmsloftið og falli með úrkom- unni í sjóinn eða berist með fallvötn- um til sjávar, Segja þeir að Bretar séu fastheldn- astir á þann vana að veita skolpi til sjávar og varpa úrgangsefnum í sjó- inn á meðan önnur ríki sjái orðið að slíkt sé ónauðsynlegt og aðrar öruggar, heilbrigðar og sparsamar aðferðir séu til. Þjóðanáð PLO þingar Þjóðarráð Palestínuaraba kom sam- an í Alsírborg í gær og er það í fyrsta sinn i þrjú ár sem það er fullsetið. Á ráðið er jafnan litið sem eins konar útlegðarþing hinna landflótta Palest- ínuaraba. Strax við setningu þingsins í gær gekkst Arafat inn á að falla frá sam- komulaginu sem hann gerði 1985 við Hussein Jórdarúukonung um sameig- inlegar friðarumleitanir þeirra við ísrael og hvatti nú í staðinn til áfram- í Alsír haldandi vopnaðrar baráttu gegn ísraelsmönnum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Það sem gerist núna á þessu þingi er enn ein hörmungin fyrir Palestínu- araba, sem koma til með að gjalda þess og verða þeir einu, sem gjalda þess,“ sagði Simon Peres, utanríkis- ráðherra Israels, þegar fréttin barst út. Hann og fleiri ráðamenn í ísrael saka Arafat um að tefla hryðjuverka- Yasser Arafat, leiðtogi þjóðfrelsishreyfingar Palestínuaraba (PLO), á tali við einn landa sinn, kristinn prest, sem er meðal fulltrúa á þingi Palestínuþjóðarráðsins, en það kom saman i Alsír i gær. Þjóðarráðið eins konar útlegðarþing Palestínuaraba. Vegna sundurlyndis innan PLO hefur þjóðarráðið ekki komið allt saman fullsetið í þrjú ár, fyrr en núna. Símamynd Reuter mönnum nú fastar fram gegn ísrael, en árásum PLO-skæruliða frá Líhanon hefur fjölgað að undanfömu. Hafa þær orðið æ tíðari, sem nær hefur dregið fundi þjóðarráðs PLO, og einkanlega eftir að Sýrlendingum tókst að binda enda á bardaga Shita-múslíma í Lfban- on við Palestínuaraba. Síðustu 11 daga hafa þrír ísraels- menn verið drepnir á landamæimm Israels og Líbanon og á vesturbakkan- um í árásum sem sagðar em gerðar til þess að stappa stálinu í þingfulltrúa PLO á þjóðarráðsfundinum í Alsír. BÚLGARIA 1987 Baðstrandaferðir í gæðaflokki Feröaskrifstola KJARTANS HELGASONAR Gnodavog 44-104 Reyk/avik - Simi 91-68 62 55 Simnefni: Istravel - Telex: 2265 Istrav-ls Orlofsferðir okkar til Búlgaríu í sumar eru með ódýr- ustu ferðum sem völ er á. Við bjóðum farþegum þrjár baðstrendur í norðausturhluta Búlgaríu. Baðstrendur með því besta sem gerist í Evrópu en auk þess ómeng- aðan sjó sem er Svartahafið. Aðstaða fyrir þá sem vilja stunda heilsurækt hjá þekktum læknum og við fyrsta flokks aðstöðu. Fjöldi skoðunarferða skipulagður um nágrennið og sigling til Istanbul yfir háannatímann, júlí/ágúst. Ódýrt land. Gjaldeyrisskipti á hótelum með 80% álagi. Verð sem hér segir. Hótel Hálft fæði 7. júli 28. júlí 18. ágúst 8. sept. Leva á dag. Dobrudja/Amb.dor Ein vika Tvær vikur Þrjár vikur 22.760,- 28.260,- 33.960,- 22.760,- 28.260,- 33.960,- 22.500.- 28.000.- 33.560.- 21.200,- 25.100,- 29.200.- 6 á dag á Dubrudja 10 á dag Amb.dor. Grandhotel Varna Ein vika Tvær vikur Þrjár vikur 25.450,- 34.360. - 43.360, - 25.450,- 34.360, - 43.360. - 25.000.- 34.000.- 43.000.- 23.550. - 30.550. - 37.550. - engir leva- máltíðir fastbundnar. Innifalið I verði er flug KEF—LUX—VAR fram og til baka, gisting á hótelum i 2ja manna herbergjum með baöi, w.c./sturtu hálft fæði, leiðsögn, ath. ekki flugvallarskattur og annað ótalið hér. Verð eru miðuð við gengi US$ 15. jan. 1987, og breytast viö breytingar hans gagn- vart Isl. krónur eða búlgörsku leva og breytingu flugverða. Barnaafslátturer: Börn undir2jaáraaldri greiöaeinungis 10% af flugverði en fáekki mat- armiða. Börn áaldrinum 2ja—12árafá50% afslátt fráfullorðinsverði ásvokölluðu aukarúmi en 25% afsláttur er veittur á normal rúm af gistingu en 50% I flugi, sem jafngildir um 40% afslætti frá fullorðinsverði. Einstaklingsherbergi eru kr. 250,- á dag hærri en miðaö við 2ja manna verð á hótelunum Dobrudja og Ambassador en kr. 460.00 á dag dýrari en 2ja manna herbergi á Grandhotel Varna. Meðferðer US$ 8.00 ádag og er þágert ráð fyrirað innifalið I þvl verði sé læknisrannsókn og 3tegundir meðferöarað hámarki. Greiðist þettaáhverju hóteli fyrirsig i erlendum gjald- eyri. Hægt erað fáfullt fæði áhótelum og hækkar þáverðið við þaðendaverðaþáfleiri leva á dag á hvern mann. Tekið er ámóti pöntunum í skrifstofu okkar og þarf að staðfesta hverja pöntun með kr. 3000.00. Nýjustu fréttir: Vegna mikillar eftirspurnar í ferð- ir okkar höfum við bætt við ferðum 26. maí og aukið sætum við aðra brottfarardaga. Aðeins er um fá sæti að ræða. Og verð- ur ekki hægt að bæta við fleiri í sumar. Þeir sem ekki hafa stað- fest pantanir fyrir 1. maí eiga á hættu að sætin verði seld öðrum. Verð 26. maí sama og 8. sept. Nýtt hótel á Albenaströndinni, Hótel Bratislava. Verð í 3 vikur með hálfu fæði 29.500 á mann í 2ja manna her- bergjum, einnig örfáar svítur, hentugar fyrir fjölskyldur. Gleðilegt sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.