Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVJKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Utlönd Alfonsín hefur setið við styrið á leið Argentínu til lýðræðishátta Raul Alfonsin, forseti Argentínu, umkringdur foringjum úr hernum, stígur inn í bifreið að loknum viðræðum við uppreisnarmenn úr hernum i herstöðinni „Campo de Mayo“. Simamynd Reuter Frá því að Raul Alfonsín varð for- seti seint á árinu 1983 hefur hann komið Argentínu aftur í flokk lýð- ræðisríkja á meðan margir höfðu dregið það í dilk með harðstjómar- ríkjum sem lúta herforingjaklíkum. Eftir hálfrar aldar ólgu í stjórn- málum lands, þar sem valdarán hersins vom nánast jafntíð og veðra- brigði, hefur Alfonsín einbeitt sér, síðan hann varð forseti, að því að tryggja hið nýfengna lýðræði í sessi. A þessum síðustu fimmtíu árum hef- ur aðeins ein lýðræðislega kjörin stjórn Argentínu setið að völdum kjörtímabil sitt á enda. Fyrsta verkið að lögsækja for- ingja hersins fyrir mannrétt- indabrot Það hafði verið eitt af fyrstu emþ- ættisverkum Alfonsíns sem forseta að láta draga fyrir dóm níu af fyrri herstjórum landsins til að láta þá svara til saka fyrir hlutdeild í mannránum, pyndingum og morðum þúsunda einstaklinga sem voru fóm- ardýr „skítuga stríðsins“ eins og skálmöldin frá 1976 til 1983 hefur verið kölluð, þegar herforingja- stjómir héldu úti herferð gegn stjórnarandstæðingum og vinstriöfl- um í landinu. Þessum réttarhöldum, sem eiga sér ekkert fordæmi í Suður-Ameríku, lauk í desember 1985 með því að fimm af þessum níu foringjum flota, landhers og flughers (þar af tveir af fyrri forsetum Aregentínu) vom dæmdir til fangelsisvistar (allt frá 4'A ári upp í lífstíðarfangelsi). Samdi við Chile um lausn aldagamallar landamæra- deilu Annað framtak, sem Alfonsín kom í kring á stuttum forsetaferli sfnum, var lausn aldagamallar landamæra- deilu Argentínu við Chile um Beagle-sund suður við Eldland. Sættir náðust loks seint á árinu 1984 og var undirritaður friðarsamningur og yfirlýsing um gagnkvæma sam- vinnu. En þessi tvö ríki höfðu nær því lent í styrjöld 1978 út af þessari misklíð. Þúsund prósent verðbólga Alfonsín, sem er lögfræðingur að mennt, stýrði flokki sínum til yfir- burðasigurs 30. okt. 1983. Aðalkosn- ingaloforðið var að hafa stjórnar- skrána í heiðri og virða mannréttindi, jafnframt því að finna lausn á efnahagsvanda landsins. Stjóm Alfonsíns hafði tekið í arf eft- irherforingj astj ómimar 40 millj arða Bandaríkjadala skuld við útlönd og verðbólgu. Hvort tveggja það síðar- talda reyndist vandamál á fyrrihluta forsetaferils Alfonsíns. Á miðju ár- inu 1985 var verðbólgan komin yfir 1000% (á ári) og vom lánardrottnar Argentínumanna orðnir óþolin- móðir. Stefna Alfonsíns í efnahagsmálum skilaði árangri framan af en aftur- kippui' kom í þróunina á miðju ári 1986. Þrátt fyrir það hefur Alfonsín haldið vinsældum og trausti kjós- enda jafnt sem erlendra lánardrottna landsins. Hann hefur einnig knúið í gegn umbætur sem miðað hafa að því að treysta hinn lýðræðisléga gmndvöll sem landstjómin stendur á. Byrjaði í herskóla en las síð- an lögfræði Alfonsín er sonm' aðflutts spænsks verslunareiganda sem settist að í sveitaþorpinu Chascomus (um 120 km suður af Buenos Aires). Hann fæddist 13. mars 1926. Hann sat á skólabekk í herskólum landsins með ýmsum þeim sem siðar urðu valda- menn í herforingjaklíkunum er stýrðu Argentínu síðasta áratuginn. En í stað þess að skapa sér frama í hemum las Alfonsín lög við háskóla í Buenos Aires og lauk embættis- prófi 1950 áður en hann sneri aftur heim þar sem hann dróst strax inn í stjórnmál. Þrívegis í fangelsi af pólitísk- um ástæðum Hann hefur verið virkur félagi í flokki sínum írá því á táningsámn- um. Alfonsín var kosinn á héraðs- þing Buenos Aires-amts 1952 aðeins 26 árá gamall. - Þrívegis meðan hann var táningur var Alfonsín fangelsaður af pólitískum ástæðum. Fyrst í stjómartíð Juan Perons, þá- verandi forseta, og síðar tvisvar fyrir mótmælaaðgerðir gegn herforingja- stjórninni sem 1966 hafði bylt stjóm Arturo Illia forseta (flokksbróður Alfonsíns). Á áttunda áratugnum ferðaðist Alfonsín vítt og hreitt um Suður- Ameríku og Vestur-Evrópu og efndi þá til náinna tengsla við flokka jafn- aðarmanna. Líkt og margir aðrir stjómmálamenn varð Alfonsín að hafa hægt um sig eftir að herinn hafði rænt völdum af Isabel Perön 1976. Fóru á kreik eftir ósigurinn í Falklandseyjastríðinu Þegar herforingjastjómin sá sinn kost vænstan eftir ósigurinn fyrir Bretum í Falklandseyjastríðinu 1982 að fela stjómina aftur í hendur borg- aralegum öflum og hverfa aftur til lýðræðisstjómarhátta var Alfonsín meðal hinna fyrstu stjómmálafröm- uða er gengu fram í sviðsljósið. Fljótlega eftii' að hann tók við embætti stofnaði hann opinbera nefnd til þess að rannsaka örlög „hinna horfnu“ úr skítuga stríðinu og lét hreinsa til innan foringjaliðs hersins um leið og hann gerði ljóst að herinn yrði að lúta löglega kjör- inni stjórn landsins en gæti ekki hagað sér eins og ríki innan ríkisins. 340 leynilegar fangabúðir og 9 þúsund horfnir Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að fyrri herstjórar landsins bæm ábyrgð á þeirri skálm- öld þar sem tæplega níu þúsundir manna höfðu horfið sporlaust og komið hafði verið upp 340 leynileg- um fangabúðum og pyndingarmið- stöðvum þar sem pólitískum andstæðingum, skæruliðum og verkalýðsforingjum, opinskáum kennurum og berorðum ritstjórum eða blaðamönnum, hafði verið fyrir- komið eða þeim haldið föngnum án dóms eða laga. Heimsótti Sovétríkin í október 1986 varð Alfonsín fyrst- ur Argentínuforseta til að heim- sækja Sovétríkin í þeim tilgangi að sýna pólitískan vilja sinn til þess að viðhalda hinni „óháðu stöðu“ Arg- entínu gagnvart risaveldunum og til þess að byggja upp efnahagsleg tengsl Argentínu við Sovétríkin. Alfonsín er maður kvæntur. Eigin- kona hans heitir Maria Lorenza Barrenechea og eiga þau sex börn. Eftir 50 ára ólgu og fallvalt stjórnarfar Argentinu með valdaránum hersins, nær jafntíðum og veðrabrigðum, hefur almenningur í Argentinu öðlast traust á Alfonsin og stjórn hans. Því varð uppi fótur og fit meðal fólks þegar fréttist að uppreisnarmenn innan hersins hefðu lagt undir sig Mayo-herstöðina um páskana og sett ríkisstjórninni skilmála. í Buenos Aires flykktist fólk til þess að votta lýðræðislega kjörinni stjórn landsins stuðning. Símamynd Reuter Ýmsar deildir Argentínuhers sýndu strax í viðbrögðum sínum að þær eru hinni borgara- legu stjórn landsins hollar og voru uppreisnarmenn umkringdir í Mayo-herstöðinni strax og fréttist af tiltæki þeirra. - Áður en stjórnhollir hermenn létu til skarar skríða tókst að fá uppreisnarmenn til að leggja niður vopnin án frekari mótþróa. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.