Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Úflönd Þorskurinn er ei litblindur! Ketilbjöm Tryggvason, DV, V-Beriin; Ef marka má rúðurstöður nýlega útgefinnar skýrslu hafrannsókna- stöfhunar Vestur-Þýskalands þá geta ýmsar fisktegundir greint á milli mismunandi lita. í skýrslunni kemur fram að við veiðitilraunir í Norðursjó, þar sem notuð voru net með mismunandi litum, hafi aflinn verið mjög misjafh eftir lit netanna. Sérstak- lega hafi fiskurinn sveigt framhjá rauðum, ljósgrænum, dökkbláum og gulum netum, en ekki varað sig á netum, sem voru grá, dökkgræn eða ljósblá. Munurinn var allt upp í 30% hjá ýmsum ílatfisktegundum en eitt- hvað minni hjá þorskinum. - Rannsóknimar fóru fram á nús- munandi dýpi og mældist aflamun- ur milli hinna mislitu neta allt niður á þrjátíu metra dýpi. Tilraunir þessar voru að hluta Qármagnaðar af þýskum netafram- leiðendum og má víst telja að þeir koma til með að nýta sér þessa nýunnu þekkingu hið fyrsta í fram- leiðslunni. Ekki veitir sjómönnum landsins af þeirri hjálp við veiðarn- ar því að afli hefur farið stór- minnkandi á Norðursjávarmiðum seinustu misseri. Morðingjar Aldo Moro nær sloppnir úr fangelsi Baldur Rábenason, DV, Genúa; Fjórir hættidegir hryðjuverka- menn reyndu að sleppa úr fangels- inu Rebibbia sem er eitt af stærstu fangelsunum í Róm. Þetta voru sömu hryðjuverkamenn og rændu og myrtu Aldo Moro, fyrrum for- sætisráðherra ítalíu. Höfðu þeir grafíð um það bil tíu metra löng göng frá fangelsinu yfir í fatahreinsun og voru göngin næstum því tilbúin. Að sögn fang- elsisvarða voru göngin einstaklega vel byggð. Fundust þau við venju- legt eftirlit. Handtóku níu ára heróín- smyglara Ólafiix Amaisœi, DV, New Yoric Níu ára gamall drengur frá Ní- geríu, sem var einn á ferð, var stöðvaður á Kennedyflugvelli í gær. í ljós kom að drengurinn hafði eitt og hálft kíló af heróíni með- ferðis. Drengurinn, sem lögreglumenn sögðu indælispilt, sagðist tvisvar áður hafa farið slíkar ferðir til Bandaríkjanna. í bæði skiptin hefði tekið á móti honum maður að nafhi Momoh. Frances Momoh, 34 ára gamall Nígeríubúi, var síð- an handtekinn eftir ábendingar drengsins. Yfirvöld í New York lýstu í gær yfir áhyggjum sínum yfir því að erlendir eiturlyfjahringar virðast í síauknum mæli nota böm til að smygla eiturlyfjum inn til Banda- ríkjanna. Umsjón: Guðmund- ur Pétursson, Halldór Valdimars- son og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir John Poindexter, fyrrum öryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, er skylt að bera vitni fyrir nefnd er rannsakar iransmálið en ekki verður hægt að nota vitnis- burð hans til að sakfella hann. - Símamynd Reuter Ekki kærðir ef þeir tala Poindexter og North ofúrsti leiddir til vitnis í vopnasölumálinu Ólafur Amarsan, DV, New York Rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, .sem hefur Iransmál- ið til athugunar, samþykkti í gær fonnlega að veita John Poindexter, fyrrum öryggisráðgjafa Bandaríkja- forseta, takmarkaða friðhelgi. Þessi samþykkt er í samræmi við samkomulag nefndarinnar við Laur- ence L Walsh, saksóknara í íransmál- inu, í síðasta mánuði. Samkvæmt þessu er Poindexter skylt að bera vitni fyrir nefndinni sem hann hefur hingað til neitað. Jafnframt verður ekki hægt að nota vitnisburð hans til að sakfella hann. Yfirheyrslur hefiast í næsta mánuði og er talið að Poindexter sé 'sá maður sem helst geti varpað ljósi á hve mikið æðstu menn í Hvíta húsinu vissu um vopnasöluna og millifærslur á fé til contraskæruliðanna í Nicaragua. Búist er við að rannsóknarnefhd fulltrúadeildarinnar samþykki í dag formlega sams konar erindi. 1 byijun júní mun Oliver North einnig verða veitt formleg friðhelgi. Samkvæmt samkomulaginu verða þeir félagar ekki yfirheyrðir opinber- lega fyrr en eftir miðjan júní. Fyrir þann tíma mun Walsh láta innsigla sönnunargögn þau er hann hyggst nota við málflutning sinn gegn þeim félögum. Með þessu móti verður tryggt að sönnunargagnanna hafi verið aflað sjálfstætt en ekki notaður málflutn- ingui’ hinna friðhelgu félaga fyrir þingnefhdum. Hreyfður maður færður Hætta við réttarhöld út af mannréttindabrotum Argentínskur dómstóll, sem réttaði í mannréttindaákærunum á hendur Alfredo Astiz kafteini og fjórtán öðr- um foringjum úr flotanum, aflýsti í gær frekari málaferlum. Var ósagt lát- ið hvort eða hvenær mál þeirra yrði tekið upp aftur. Kafteinn Astiz varð heimsfrægur þegar böndin bárust að honum vegna ránsins á sænsku stúlkunni Dagmar Hagelin og tveim frönskum nunnum Yfirmenn sænsku vopnaverksmiðj- unnar Bofors, sem sakaðir hafa verið um að hafa greitt mútur til þess að fá stóran vopnasölusamning við ind- verska herinn, hafa lofað að greina frá í smáatriðum í dag hvemig samningar náðust. Fullyrðinga sænska ríkisútvarpsins árið 1977 þegar „skítuga stríðið" í Argentínu stóð sem hæst. Dagmar og nunnurnar eru meðal níu þúsund einstaklinga sem hurfú í „skítuga stríðinu" svokallaða, þar sem leynisveitir hersins og ýmsir öfga- flokkar hægri manna stóðu .fyrir mannránum og pyndingum í ofsókn- um gegn vinstri öflum og öðrum stjómarandstæðingum. Meðal lægra settra foringja hersins um að indverskir embættismenn og stjómmálamenn hafi þegið allt að fimm milljónum dollara hafa valdið Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, miklum vandræðum, að því er stjómmálasérfræðingar halda fram. Bæði Bofors og indverska stjómin hefur gætt óánægju með yfirstjórn hersins fyrir þessi réttarhöld vegna mannréttindabrota ýmissa foringja. Hafa einstöku foringjar risið upp gegn stjómendum sínum og landsstjóm- inni. Tíu fyrrverandi her- og lögreglufor- ingjar hafa verið dæmdir fyrir þess konar brot og 200 ákærðir þar til við- bótar. hafa neitað ásökununum þó svo að útvarpsmenn segist hafa skjöl til sönn- unar mútugreiðslunum. Bofors hefur áður verið sakað um að hafa selt vopn fyrir milljónir doll- ara til landa sem em á svörtum lista sænsku stjómarinnar. og Kortsnoj tapaði fyrir Karpov Þeir Kasparov og Ljubojevic, sem eru jafnir að vinningum í 1.-2. sæti á SWIFT-skákmótinu í Brussel, gerðu jafntefli í níundu umferðinni í gær eft- ir aðeins fimmtán leiki. Það eru tvær umferðir eftir af mót- inu og hafa þeir eins vinnings forskot báðir á tvo fyrrverandi heimsmeistara, Tal og Karpov. - Karpov á að vísu einnig óteflda biðskák. „Að mínu mati eiga þeir Kasparov og Ljubojevic jafna möguleika, en þeg- ar Ljubojevic teflir vel getur hann verið stórhættulegm’,“ sagði Tal við kollega sína í fréttamannaherberginu. Hann var staddur sem skákfréttamað- ur á mótinu, þegar hann var sóttur til að hlaupa í skarðið fyrir Húbner, sem veiktist eftir að mótið byijaði. Annars var það Koitsnoj, sem mesta athygli vakti á mótinu í gær, en hann var að tefla við sinn foma erkióvin, Karpov. Stefndi skákin í steindautt jafntefli þar sem hvor hafði tvö peð og riddara. En Kortsnoj henti það að snerta kóng sinn, og var þá skyldugur til þess að leika honum, en riddari hans stóð í uppnámi peðs og þurfti Kortsnoj að víkja honum til þess að tapa ekki manninum. - Stóð þá Kortsnoj upp þegar hann áttaði sig á því hvað fyrir hann hafði komið, og sópaði taflmönnunum af borðinu. „Þetta er í annað skipti á ævi minni, sem ég snerti annan mann, en ég ætl- aði að leika,“ sagði hann beiskur og gaf skákina. Belgíumaðurinn, Luc Winants, vann Bent Larsen í skák, sem úði og grúði í mistökum beggja. Gaf Daninn i 43. leik þegar ljóst var að Winants mundi vinna drottninguna fyrir peð. Tal gerði snöggt jafntefli við Tim- man, en þeir hofðu skipt upp drottn- ingum fljótlega. Timman sótti um hríð að kóngi Tals, en nýttist það ekki til vinnings. Torre frá Filippseyjum vann Belg- ann, Meulders, sem vermir botnsætið. Bretinn, Nigel Short, virðist búinn að hrista af sér ólánsbyrjunina, þar sem hann tapaði fimm af fyrstu sex skákumt sínum í mótinu. Skák hans og Van der Wiel fór í bið í 61. leik. Kasparov og Ljubojevic eru með 7 vinninga hvor. Karpov hefur 514 vinn- ing og biðskák, en Tal hefúr einnig 514 vinning. Timman hefur 5 vinning og biðskák, Kortsnoj 5 vinninga. Lars- en er í sjöunda sæti með 414 vinning. Torre hefur 4 vinninga. Van der Wiel hefur 214 vinning og 2 biðskákir. Win- ants hefur 214 og eina biðskák. Short er í 11. sæti með 2 vinninga og bið- skák, en Meulders er í 12. sæti með 14 vinning. Raul Alfonsín, forseti Argentínu (t.v. á myndinni), ræðir við varnarmálaráðherra sinn, Horacio Jaunarena, um óánægjuna innan hersins vegna málsókna á hendur yfir 200 foringjum hersins fyrir mannréttindabrof í „skítuga sfríðinu" á síð- asta áratlig. Símamynd Reuter Bofors greinirfrá vopnasölusamningi - og ber af sér mútuásakanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.