Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. 19 —1 Börn þurfa marga málsvara (svarbréf til nöfnu minnar) „Það sem Guðrún Helgadóttir telur vera tilburði í „rósastríði“ af hálfu þing- kvenna Kvennalistans nú er einungis ítrekun á skoðun okkar og vilja sem kominn var fram opinberlega í stefnu- skrá í borgarmálum vorið 1986, nokkrum mánuðum áður en Guðrún lagði fram frumvarp sitt á Alþingi.“ Ágætur sessunautur minn á síð- asta þingi, Guðrún Helgadóttir, skrifaði grein i DV þriðjudaginn 14. apríl sl. þar sem hún sendir kvenna- listakonum tóninn og sakar okkur um óvönduð vinnubrögð. I mörgu er að snúast þessa síðustu daga fyrir kosningar og hefði ég fremur kosið mér önnur viðfangsefni en að skattyrðast við hana nöfnu mína. Grein hennar krefst þó and- / svara. , Barnamálsvari Guðrún Helgadóttir og kvenna- listakonur eiga það sannarlega sameiginlegt að bera hag bama fyrir brjósti þótt við höfum valið okkur ólíkar leiðir í stjómmálum. Kvenna- listakonur buðu fram til Alþingis gagngert til að bæta hag kvenna og bama, reyndar í þeirri fullvissu að bættur hagur þessara þjóðfélags- þegna mundi skila sér í bættu samfélagi sem allir nytu góðs af. Meðal þess sem við höfum hugleitt að bætt gæti veika stöðu bama í þjóðfélagi okkar er einmitt að stofna stöðu sérstaks bamamálsvara. Þessi hugmynd, sem á sér fordæmi á hin- um Norðurlöndunum, hefur verið til umræðu innan Kvennalistans sl. 2 ár a.m.k. og var sett fram í stefnu- skrá Kvennalistans fyrir borgar- stjómarkosningar vorið 1986 með þessum orðum: „Kvennalistinn vill að staða bamavemdar í Reykjavík verði styrkt með því að stofna stöðu bamamálsvara. Slíkur málsvari skal vera talsmaður bamsins í barna- vemdarmálum bæði gagnvart for- eldrum og stjórnkerfi.“ Sumarið 1986 var síðan unnið markvisst að því innan Kvennalist- ans að gera drög að frumvarpi um stofhun embættis bamamálsvara. Sú vinna var á lokastigi í þingbyrjun í október 1986. Umboðsmaður barna Nokkrum dögum áður en þing var sett fengum við kvennalistakonur send drög að frumvarpi til laga um embætti umboðsmanns bama frá Guðrúnu Helgadóttur. Hún hafði KjaUariim Guðrún Agnarsdóttir þingkona Kvennalistans semsé einnig verið að vinna að þessu máli, enda þörfin brýn að auka vemd bama og tryggja réttarstöðu þeirra. Guðrún hafði unnið hugmynd sína á annan hátt en við í ýmsum atriðum og tókum við þá ákvörðun að við myndum ekki flytja málið með henni en halda fram okkar hugmynd eins og til stóð. Hins vegar lögðum við ríka áherslu á það við Guðrúnu að við styddum einlæglega hugmyndina um umboðsmann eða málsvara bama, enda höfðum við sjálfar lagt hana fram í stefnuskrá sl. vor og vorum að vinna að slíku máli. Við lögðum einnig áherslu á það að við myndum ekki standa gegn hennar máli. Guðrún lagði síðan fram sitt frumvarp ásamt Hjörleifi Guttorms- syni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Kristínu S. Kvaran. Við nánari athugun ákváðu kvennalistakonur að leggja ekki fram annað frumvai’p sama efnis, þ.e. um bamamálsvara, á þessu sama þingi og töldu að það gæti valdið togstreitu um málið og torveldað framgang þess. Við ákváðum því að gera heldur breytingartillögur við frumvarp Guðrúnar og styðja mál hennar. Því miður fékk frumvarpið um embætti umboðsmanns bama ekki náð fyrir augum stjómarmeiri- hlutans og fór því aldrei úr nefnd. Þar var þó sannarlega ekki við kvennalistakonur að sakast. Ofbeldi gegn börnum og stefnuskrá Kvennalistans Fyrir þessar alþingiskosningar hafa kvennalistakonur unnið vand- aða og ítarlega stefnuskrá sem tekur til allra helstu málaflokka samfé- lagsins. Við vinnum eftir þeirri meginreglu að öll mál séu. kvenna- mál þar sem konur em meira en helmingur þjóðarinnar. Til gmnd- vallar allri stefnumótun leggjum við lífssýn og verðmætamat kvenna sem sprottið er af þeirri lífsreynslu sem konur eiga sameiginlega og er fengin af störfum okkar og hlutverkum sem em ólík viðfangsefnum karla. 1 stefnuskrá okkar nú, eins og fyr- ir borgarstjómarkosningar vorið 1986, er sérstakur kafli um ofbeldi gegn bömum. í honum er svohljóð- andi setning: „Kvennalistinn vill að staða bama verði styrkt með því að stofna embætti barnamálsvara. Mál- svarinn skal gæta réttar og hags- muna bamsins í öllpm málum, bæði gagnvart foreldrum og stjórnkerfi." Systraþel Það sem Guðrún Helgadóttir telur vera tilburði í „rósastríði" af hálfu þingkvenna Kvennalistans nú er einungis ítrekun á skoðun okkar og vilja sem kominn var fram opin- berlega í stefnuskrá í borgarmálum vorið 1986, nokkrum mánuðum áður en Guðrún lagði fram frumvarp sitt á Alþingi. Þess vegna vísa ég á bug ómaklegum aðdróttunum hennar um óvönduð vinnubrögð okkar kvennalistakvenna. Við höfum verið mjög fúsar að styðja mál annarra kvenna á Al- þingi, svo fremi að þau stangist ekki á við grundvallarskoðanir okkar. Guðrún Helgadóttir hefur einnig verið ólöt við að styðja mál annarra þingkvenna ef þau stangast ekki á við meginskoðanir hennar og mörg- um málum hefur hún komið úr nefhdum fyrir aðrar þingkonur af óeigingimi og dugnaði sínum. Staða bama í þjóðfélaginu er veik- ari en flestra annarra. Fjarvistir foreldra frá heimili vegna mikils vinnuálags, skortur á dagvistarrými og samfelldum skóladegi leiða til þess að böra em vanrækt og búa við öryggisleysi. Nýlega hefur athygli fólks hér á landi beinst að ofbeldi gegn börnum en reynsla annarra þjóða sýnir að andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn bömum er mun algengara en álitið var. Þetta félagslega óréttlæti er sameiginlegur óvinur þeirra sem vilja bömum vel. Að uppræta þetta óréttlæti ætti að vera meginviðfangsefhi þeirra sem vilja vinna að velferð barna. Guðrún Agnarsdóttir alþíngiskona, í fyrsta sæti Kvennalistans í Reykjavík. „Staða barna í þjóðfélaginu er veikari en flestra annarra. Fjarvistir for- eldra frá heimili vegna mikils vinnuálags, skortur á dagvistarrými og samfelldum skóladegi leiðir til að börn eru vanrækt og búa við öryggis- leysi.“ Jafnvel fallegur söngur getur orðið leiðigjam Maðurinn á götunni er stöðugt að spyrja mig hvemig á því standi að við sjálfstæðismenn höldum þvi ekki betur á lofti hversu vel hafi tekist við stjóm landsins. Okkur hafi tek- ist að ná verðbólgunni niður þegar að kreppti. Síðan hafi í góðærinu tekist að gera allt í senn: Viðhalda stöðugleikanum og auka afrakstur þjóðarbúsins, tryggja afkomu fyrir- tækjanna og bæta lífskjörin svo að atvinnutekjur heimilanna hafa aldr- ei verið meiri en nú. Spamaður vex og skuldasöfnun erlendis er hætt. Vitnisburðurinn er góður, en gam- all kóreskur orðskviður segir að jafnvel fallegt lag verði leiðigjamt sé það sungið oft. Þetta er mikil speki og ekki síst ef haft er í huga að hún var sögð öldum fyrir daga segulbandsins. Hún skýrir hvers vegna góð málefhastaða Sjálfstæðis- flokksins nú virðist ekki hafa þau áhrif sem menn gætu vænst. Það er leiðigjamt að hlusta æ ofan í æ á lýsingu á því sem vel hefur tekist. Smátt og smátt verður það hvers- dagslegt og menn fara að taka því sem sjálfsögðum hlut að ástandið haldi áfram að batna. Það skýrir kannski að listabók- stafimir em orðnir tíu. Á bak við hvem frambjóðanda standa 160-170 kjósendur. Allir njóta þeir persónu- legs fylgis og velvildar sem dregur úr styrk flokkanna sem fyrir vom. Tiu listar eða tuttugu? Hvers vegna skyldu menn gera veður út af því? Eða eins og segir í skemmtilegu kvæði Davíðs frá Fagraskógi um ungfrúna og biðlana: Kjallariim Halldór Blöndal þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn Ungfrúin greiðir sér oft á dag og ilmvatn í hár sitt ber, horfir í spegilinn hlæjandi, hoppar og telur á fingrum sér: Einn... tveir... þrír... Og bráðum bætist við nýr. Þá var frambjóðandi ekki tek- inn alvarlega Það er enginn vafi á því að stjórn- málaumræðan var á alvarlegri nótum fyrir fjórum árum en nú. Þá vom afleiðingar óstjórnar áþreifan- legar inni á hverju heimili í landinu - ört vaxandi verðbólga og versn- andi lifskjör en atvinnubrestur virtist blasa við. Þá var sá ffambjóð- andi ekki tekinn alvarlega sem veifaði loforðalistanum og sagði að afkoma þegnanna gæti verið önnur og betri en afkoma þjóðarinnar í heild. Menn höfðu kennt þess sár- lega á sjálfum sér hvaða afleiðingar slík kenning í framkvæmd hefði eftir á: Af því vom menn að súpa seyðið með versnandi afkomu heimilanna og em að gera það enn, ef grannt er skoðað, m.a. með þungri greiðslu- byrði erlendra lána ef horft er til þjóðarinnar allrar. Með þungri greiðslubyrði húsnæðislána ef horft er til þeirra einstaklinga sem keyptu eða byggðu á ámnum 1979 til 1983 sérstaklega. Og á vanda þessara ein- staklinga vegna húsnæðislánanna eða þjóðarinnar vegna erlendu lán- anna eða þjóðarinnar vegna erlendu lánanna em ekki til neinar pappírs- eða patentlausnir, þótt sumir láti nú svo í veðri vaka. Sömu mennimir og lofúðu samningunum i gildi 1978. Maðurinn á götunni er kvíðinn. Honum líst ekki á fjöldann sem nú biðlar til hans og óttast að það ástand kunni að skapast á Alþingi eftir kosningar sem hann hefur nú orðið vitni að á fr amboðsfundum hér í kjördæminu. Hann sér ekki hvem- ig hægt sé að greiða með farsælum hætti úr þvílíkri flækju. Þriggja flokka stjómir hafa reynst illa. Við- búið er að fjölflokkastjómir reynist enn verr. Og maðurinn á götunni veit að óstjóm í stjómarfarinu bitn- ar á honum og hans líkum einvörð- ungu. Byggt verður á ábyrgð Þessum kvíða verður ekki eytt nema með því að úrslit kosninganna á laugardaginn geri það kleift að mynduð verði ríkisstjóm tveggja flokka. Aðeins með þeim hætti verð- ur unnt að halda stöðugleikanum í efnahagslífinu og festunni í stjómar- farinu. Menn hafa spurt mig hvort ég taki fram yfir samsteypustjóm með Framsókn eða krötum. Ég hef svarað þvi til að við sjálfstæðismenn munum ekki ganga til stjórnarsam- starfs nema sömu atriðin verði lögð til grundvallar við stjóm efnahags- mála og nú: Byggt verði á ábyrgð, frelsi og framtaksvilja einstaklings- ins til athafha, en greitt fyrir samvinnu og viðskiptum manna á milli og við aðrar þjóðir. Það hefúr reynslan sýnt - ekki aðeins hér á landi heldur einnig í öðrum löndum - að þá vegnar þjóðunum best þegar einstaklingamir em frjálsastir. Þar verður ekki í sundur skilið. Halldór Blöndal. Greinarhöfundur skipar efsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. „Það er leiðigjarnt að hlusta æ ofan í æ á lýsingu á því sem vel hefur tekist. Smátt og smátt verður það hversdagslegt og menn fara að taka því sem sjálfsögðum hlut. . .“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.